Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 8

Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Valdar vörur á lækkuðu verði Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is GIBSON sófasett 3+1+1 leður 299.800 239.800 TOSCANA borðstofusett eik 373.410 279.000 LINEA sjónvarpssamstæða eik 270.270 180.000 HABANA sófab. + hornb. kirsub.viður 53.000 39.500 ALAMBRA sófasett 3+1+1 leður 329.800 249.000 TERRA skenkur ljós eik 129.870 99.000 ALBATROS borðstofusett ljós eik 402.720 299.000 FOREGE kommóða eik 105.000 69.000 PIGALLE hornskápur mahóní 102.500 69.000 ANASTASIA sófas. 3+1+1 ákl. ALCANTARA 368.900 268.900 SJÓNVARPSSAMSTÆÐA ljós eik 263.250 198.800 FOREGE glerskápur hnota 127.100 99.000 LOVELY sófasett 3+1+1 leður 369.800 289.000 IRENE sófaborð 130x80 sm mahóní 46.800 29.900 PAOLA stóll 57.000 39.900 LUIS sófasett 3+1+1 áklæði (rococco) 249.800 179.000 FOREGE skenkur hnota 129.400 99.000 ALFA stóll 10.800 6.900 TONGA sófasett 3+1+1 leður 423.700 299.000 BRUGGE borð og spegill 109.700 59.000 Um er að ræða staka hluti, lítillega útlitsgallaðar vörur og vörur sem munu hverfa úr úrvali verslunarinnar. Verð áður: Verð nú: Gerið góð kaup Hátíðarganga Hana-nú Samverustund fjölskyldunnar FrístundahópurinnHana-nú semstofnaður var í Kópavogi fyrir tuttugu ár- um ætlar að halda upp á afmælið með því að efna til hátíðargöngu og samveru- stundar fyrir fjölskylduna. Dagskráin hefst kl. 9.00 laugardagsmorguninn 19. júlí með Krummakaffi fyr- ir morgunhænur og morg- unhana. Rétt fyrir kl. 10.00 hefst bumbusláttur og síð- an flytur Gunnar Birgis- son forseti bæjarráðs ávarp. Margrét Sigurðar- dóttir göngustjóri ræsir gönguna kl. 10.05. Gengið verður við bumbuslátt frá Gjábakka eftir Hamra- borginni upp Vallartröð og komið við á Digranesvegi 12 þar sem Guðni Stefánsson, her- toginn af Hana-nú, flytur ávarp og Hláturklúbbur Hana-nú bregður á leik. Eftir það verður haldið nið- ur á „menningarstétt“ Kópavogs við Menningarmiðstöðina og Hrafn Harðarson bæjarbókavörð- ur Kópavogs ávarpar göngumenn og Bókmenntaklúbbur Hana-nú lætur ljós sitt skína. Eftir það verður gengið til baka að Gjá- bakka þar sem Sigurbjörg Björg- vinsdóttir forstöðumaður tekur á móti hópnum og samvera og sam- drykkja hefst. Þeir sem ekki komast í gönguna geta dvalið í Gjábakka á meðan og skoðað myndbönd og myndir úr sögu Hana-nú eða teflt, teiknað, leirað eða spjallað saman. Hana-nú? Hvað er nú það? „Það má eiginlega lýsa Hana-nú sem bæði formlegum og óformleg- um félagsskap fólks sem hefur gaman af því að hitta annað fólk, fara í gönguferðir, spjalla saman og leysa lífsgátuna. Ég veit ekki hvort okkur hefur tekist það, en ég hef það á tilfinningunni að Hana-nú hópurinn hafi víða verið tekinn til fyrirmyndar. Ég vona að það sé rétt hjá mér að þar á meðal séu Gönguhrólfar í Reykjavík. Nú eru tuttugu ár liðin frá því hópurinn var stofnaður. Upphaf- legu hugmyndina held ég að Hrafn Sæmundsson hafi átt en auðvitað komu margir við sögu. Hópurinn hefur notið krafta og leiðsagnar Ásdísar Skúladóttur allan tímann. Hennar starf hefur verið mjög mikilvægt og ég held að mér sé óhætt að segja að sú kona sé nú bara sérstakt fyrir- bæri. En þrátt fyrir að gott og nauðsynlegt sé að hafa manneskju eins og Ásdísi í forsvari finnst mér fólkið í klúbbnum líka ótrúlega sjálfbjarga og duglegt.“ Þú berð titilinn Hertoginn af Hana-nú? „Þetta er ein mesta virðingar- staða sem hægt er að öðlast hér á landi. Að vísu veit ég ekki fyrir hvað mér veittist þessi heiður. Kannski vegna þess að ég hef tengst Hana-nú, beint og óbeint, frá upphafi. Eitthvað hef ég kannski greitt götu hópsins þegar klúbbur- inn var stofnaður, en þá var ég einmitt í bæj- arstjórn Kópavogs. Síðan höfum ég og fé- lagi minn oft fengið að spila á harmónikku, til dæmis í gagn- kvæmum heimsóknum Hana-nú og Gönguhrólfa í Reykjavík. Ég tók líka upp á því að bjóða hópn- um í heimsókn til mín í sumarbú- staðinn minn í Lækjarbotnum og það fannst mér styrkja tengsl mín við hópinn.“ Hvað eru margir félagar í Hana-nú? „Þessari spurningu get ég því miður alls ekki svarað. Ég held reyndar að aldrei hafi farið fram formleg skráning þeirra sem tengst hafa hópnum. Enda hefur verið hafður sá háttur á að fólk tekur þátt í starfseminni þegar það hefur löngun og getu til að njóta félagsskapar þessa hressa fólks. En enginn hefur nokkurn tíma verið skyldugur að mæta. Það segir kannski ýmislegt um þennan félagsskap að þrátt fyrir það er alltaf nóg af fólki sem mæt- ir til dæmis í gönguferðirnar. En auðvitað er fólk misjafnlega upp- lagt og þá ræður það hvort það mætir. Flestir sem mæta í göngu- ferðirnar eru á aldrinum frá fimmtugu og upp úr og sumir dá- lítið fullorðnir.“ Hvernig er starfseminni annars háttað? „Ef tekið er dæmi af Göngu- klúbbnum hittast þeir sem í hon- um eru reglulega til að fara í gönguferðir. Fyrst og fremst er gengið um Kópavoginn. Á sumrin er oft boðið upp á tvær til þrjár lengri eða styttri ferðir. Á þessu sumri verður til dæmis farið í óvissuferð til Njarðvíkur 26. júlí næstkomandi og Hana-nú ætlar einnig að taka þátt í Sumargleði Skógræktarfélags Kópavogs 9. ágúst næstkomandi. Innan Hana- nú eru starfandi ýmsir klúbbar og má nefna til dæmis Hláturklúbb- inn og Bókmenntaklúbbinn auk Gönguklúbbsins. Bók- menntaklúbbsfólk er einmitt boðað á æfingu hjá Soffíu Jakobsdótt- ur á Bókasafni Kópa- vogs í dag kl. 13.00. Annars einkennist starfsemin af því að það er sérstaklega hresst og skemmtilegt fólk sem er í þess- um hópi. Mér finnst áberandi hversu jákvæðir allir eru og hafa margt jákvætt að segja. Við get- um státað af því að í Hana-nú þrífst ekkert nöldur. Það hefur mikið að segja. Þess vegna vona ég að Hana-nú breytist sem minnst og lifi sem lengst.“ Guðni Stefánsson  Guðni Stefánsson stálvirkja- meistari er fæddur að Karlsskála við Reyðarfjörð 5. október 1938. Hann nam við Alþýðuskólann á Eiðum, síðar nam hann stálvirkj- un hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík og stundaði nám í Bergen í Nor- egi í rafsuðu og fleiru tengt stál- virkjun. Lengst af starfaði Guðni sem sjálfstæður verktaki, aðal- lega við að leggja hitaveitu og reisa stálgrindarhús. Guðni sat í bæjarstjórn í Kópavogi í tuttugu ár. Hann er kvæntur Guðbjörgu Ásgeirsdóttur hjúkrunarfræð- ingi og eiga þau fimm börn og mörg barnabörn. Í Hana-nú þrífst ekkert nöldur ÞAÐ er ýmislegt hægt að taka sér fyrir hendur þegar sólin skín og hitinn fer upp undir 20 stig. Þetta unga fólk skellti sér í badminton á Austurvelli í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Torfason Badminton á Austurvelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.