Morgunblaðið - 19.07.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 19.07.2003, Síða 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEILSA SÉRTÆKAR þroskaraskanir á námshæfni eða sértækir námserf- iðleikar, eru dæmi um skilgreind þroskamynstur. Nemendur með sértækar þroskaraskanir á náms- hæfni eru yfirleitt í meðallagi greindir eða þar yfir samkvæmt niðurstöðum greindarprófs, en eiga erfitt með eina eða fleiri af grunngreinum náms; lestur, staf- setningu, stærðfræði eða skrift. Orsaka er að leita í meðfæddum taugasálfræðilegum veikleikum, svo sem hljóðgreiningarvanda, sjónrænum úrvinnslu- og átt- unarvanda eða fínhreyfi- og skipu- lagserfiðleikum. Þessir veikleikar eru líffræðilegs eðlis og margt bendir til að þeir erfist. Gera má ráð fyrir að þessir veikleikar séu eðlilegur fjölbreytileiki tilver- unnar, en óheppilegir miðað við kröfur þjóðfélagsins. Þrennt er mikilvægt við grein- ingu sértækra þroskaraskana barna og unglinga. Í fyrsta lagi er mikilvægt að styðjast við al- þjóðlega viðurkenndar skilgrein- ingar og viðmið. Í öðru lagi að nálgast greininguna út frá tauga- fræðilegu, taugasálfræðilegu og kennslufræðilegu sjónarmiði. Og í þriðja lagi að nýta kosti þverfag- legs samstarfs við greiningu vand- ans. Alþjóðlega viðurkennd greining- arviðmið og skilgreiningar, eru sameiginlegt álit helstu sérfræð- inga, byggðar á niðurstöðum vönd- uðustu rannsókna, fara ekki út fyrir stöðu þekkingar og litast ekki af einhæfum sjónarmiðum. Notkun þeirra er forsenda samanburð- arrannsókna milli þjóða og innan þeirra, sérstök rannsóknaviðmið fylgja þeim og þær leggja áherslu á mismunagreiningu (differential diagnosis), t.d. að greina milli námsörðugleika af mismunandi or- sökum og að vera vakandi fyrir fylgikvillum eða röskunum (com- orbidity). Þær segja fyrir um íhlutun og rétt til þjónustu. Mismunagreining er mikilvægur hluti af greiningarferli námsörð- ugleika. Með mismunagreiningu er t.d. átt við að sértækar þroska- raskanir á námshæfni eru annað en námserfiðleikar af völdum frá- vika í almennum vitsmunaþroska, hreyfihömlunar, skertrar sjónar eða heyrnar, tungumálaerfiðleika, eða vegna áunnins heilaskaða eftir slys eða sjúkdóma. Þarna þarf að greina á milli. Með mismunagrein- ingu er ekki verið að útiloka nem- endur frá þjónustu, heldur er verið að benda á mismunandi orsakir, þarfir og horfur. Þegar nemandi greinist með sér- tæka þroskaröskun á námshæfni, t.d. sértæka lesröskun, þarf að hafa í huga að auknar líkur eru á annars konar þroskaröskunum og fylgikvillum. Sem dæmi má nefna einkenni athygli- og ofvirknirösk- unar, atferlis- og aðlögunarerf- iðleika, frávik í hreyfi- og mál- þroska og einkenni kvíða og depurðar. Greiningu sértækra þroskaraskana á námshæfni er ekki að fullu lokið fyrr en kannað hefur verið hvort aðrir kvillar eða raskanir fylgi. Íhlutun þarf að byggja á heildarmynd. Út frá sjónarmiðum íhlutunar þarf að hafa í huga að sjaldgæft er að námsvandi þeirra nemenda sem greinast með sértækar þroska- raskanir á námshæfni sé afmark- aður við eina námsgrein. Nem- endur með sértæka lesröskun eiga oftar en ekki einnig í umtals- verðum erfiðleikum með skrift, stafsetningu og ákveðna þætti stærðfræðinnar. Taugasál- fræðilegir veikleikar sem liggja að baki sértækrar stærðfræðirösk- unar geta haft áhrif á lestur. Einn- ig þarf að hafa í huga að birting- arform sértækra þroskaraskana á námshæfni getur breyst með aldri. Til dæmis getur sértæk lesröskun á grunnskólaaldri þróast í sértæka stærðfræðiröskun á framhalds- skólastigi. Út frá eðli sértækra þroska- raskana á námshæfni, mismuna- greiningu og mögulegum fylgikvill- um er þverfagleg nálgun oft mikilvæg við greiningu, ráðgjöf og íhlutun. Það er þörf fyrir mismun- andi sérfræðiþekkingu og reynslu við greiningu, ýmis greiningartæki eru notuð sem tilheyra mismun- andi fagstéttum og íhlutun þarf að vera fjölbreytt og sérhæfð. Engin ein fagstétt hefur allt sem þarf í þessu samhengi. Þverfagleg nálg- un er nauðsyn og til hagsbótar fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Morgunblaðið/Kristján Þegar nemandi greinist með sértæka þroskaröskun á námshæfni, t.d. sér- tæka lesröskun, þarf að hafa í huga að auknar líkur eru á annars konar þroskaröskunum og fylgikvillum. Stúlkurnar á myndinni tengjast ekki efni greinarinnar. www.jgh.is Jónas G. Halldórsson, sálfræðingur, sérfræðingur í taugasálfræði. Greining sértækra þroskaraskana á námshæfni HVAÐA golfvellir henta þeim kylfingum best sem búa á höf- uðborgarsvæðinu, eru ekki með- limir í golfklúbbi og vilja ekki keyra lengur en í klukkutíma til þess að komast á völlinn? Fyrir þá sem vilja spila á 18 holu golfvelli er Selsvöllurinn á Flúðum hagkvæmasti kosturinn, samkvæmt verðkönnun Morgun- blaðsins, og greiða menn 2.000 króna vallargjald, sama verð alla daga. Golfvöllurinn á Hellu er einnig ódýr kostur. Vallargjaldið þar er 2.200 krónur. Að sögn Halldórs Guðnasonar, vallarstjóra á Selsvelli, gætu golfvellir á landsbyggðinni aldr- ei boðið upp á jafn hátt verð og gert er á höfuðborgarsvæðinu. Klúbbfélagar séu þar færri en í Reykjavík og því hafi lands- byggðaklúbbarnir meiri þörf fyrir vallargjöldin. „Hér viljum við fá sem flesta til þess að bera uppi reksturinn. Það er því mikilvægt að sem flestum finnist verðið hóflegt,“ segir Halldór. Kálfatjarnarvöllur á Vatns- leysuströnd er ódýrasti kost- urinn ef ætlunin er að spila á 9 holu velli. Vallargjaldið er 1.500 krónur hvenær sem kom- ið er. Finnbogi Kristinsson, for- maður golfklúbbs Vatnsleysu- strandar, segir það stefnu klúbbsins að hafa verðið viðráð- anlegt en lágt verð skýrist einn- ig að hluta til af því að enn séu einhverjar framkvæmdir í gangi við völlinn. Engin krafa er gerð um forgjöf og segir Finnbogi völlinn því henta vel fyrir þá sem eru að byrja í golf- inu. Átján holur ódýrastar á Flúðum                               ! "!  #$%  ! "!  &  ! '!  ()  ! #!    *  ! #!   + ! !    ! ,!      ! "!   ! -!                      !      !      !      "     #    $%   $%   $%&    (   %..&' / 01/" 2 2 2 2 2 2 2 2 2     ""() ""*! "!*! "!+, "*-+ ""(* "" * "! ! ", ) 3 ! 3#! .'   .  ! 4!   ) ! #5! / 6   ! '6! /    ! 6! 0   #  7   8! (! 1' '  % +  ! !  #7.+ ! ! . 9  ! 9! 2 3$4   + ! '! .    ! !   :   ! :!  # 7 .  ! #6!         $%&     $%&     $%   $%&     $%   $%   $%   $%   $%   $%  $%&   2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 "!(+ "+-! "!)- * "# ""*- *",, "" * "#), "-++ "+ # "!!- "! + "**-     !    "               #            #  %    !    "                  7  *    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.