Morgunblaðið - 29.07.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 29.07.2003, Síða 14
ERLENT 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TALSMAÐUR Tony Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, vísaði í gær á bug ásökunum Clare Short, fyrrverandi ráðherra í stjórn Blairs, þess efnis að stjórnvöld hefðu mis- notað völd sín og þannig átt þátt í sjálfsmorði vopnasérfræðingsins David Kellys. Short sagði að almenn- ingur treysti ekki lengur ríkisstjórn- inni. „Traust almennings hefur gjör- breyst. Tilfinningin fyrir því að eitthvað sé að í starfsháttum emb- ættis forsætisráðherra hefur dýpk- að,“ sagði Short í viðtali við dagblað- ið The Independent. Hún sagði þar að Blair fylgdi nýrri gerð íhaldsstefnu og væri heltekinn af því að reyna að misnota fjölmiðla. Breska stjórnin á nú í harðri deilu við ríkisútvarpið BBC vegna dauða Kellys sem var aðalheimildarmaður fréttamanna er segja að breskir ráð- herrar hafi ýkt hættuna af gereyð- ingarvopnum Íraka. „Ég held að enginn sem hefur lesið viðtalið í morgun furði sig á nokkru sem Clare Short yfirleitt segir,“ sagði talsmaður Blairs. Lögmannafélagið i Grikklandi hugðist í gær leggja fram kæru hjá Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag á hendur stjórn Blairs fyrir meint brot gegn mannkyninu í Íraksstríð- inu. Lögmannafélagið segir að breskar hersveitir í Írak hafi brotið gegn ákvæðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, gegn Genfarsamþykktum og lögum Alþjóðasakamáladómstóls- ins. Bretar eiga aðild að dómstólnum en ekki Bandaríkjamenn. Nígermenn vilja sannanir Afríkuríkið Níger hvatti á sunnu- dag Blair til að gera opinber leyni- skjöl um að Írakar hafi reynt að kaupa úran frá Níger. Áður hefur komið í ljós að ákveðin skjöl sem breska leyniþjónustan studdist við og afhenti Bandaríkjamönnum voru augljósar falsanir. En stjórn Blairs fullyrðir að hún hafi undir höndum aðrar upplýsingar sem styðji sann- leiksgildi fyllyrðinganna um tilraun- ina til úrankaupa. Forsætisráðherra Nígers, Hama Hamadou, sagði í viðtali við breska blaðið The Sunday Telegraph að Níger hefði verið fyrst allra Afr- íkuríkja til að senda hermenn til að berjast með bandamönnum gegn Saddam Hussein í fyrra Persaflóa- stríðinu 1991. „Myndum við í reynd senda efnið til manna sem við börð- umst gegn og gætu eytt hálfum heiminum með kjarnorkusprengj- um? Þetta er óhugsandi,“ sagði Hamadou. Vísa ásökunum Short á bug London. AFP, AP. LÖGREGLAN á Filippseyjum hand- tók aðstoðarmann Josep Estrada, fyrrverandi forseta landsins, fyrir að- ild að uppreisn hermanna um helgina en þeir tóku á sitt vald hótel og versl- unarmiðstöð í fjármálahverfinu í Manila. Forseti landsins, Gloria Mac- apagal Arroyo, hét því í árlegri stefnuræðu sinni í gær að forsprakk- arnir yrðu fundnir og sóttir til saka. Ramon Cardenas sem var í ríkis- stjórn Estradas var handtekinn í gær og fundust á heimili hans rifflar, skot- færi og rauð armbönd, sams konar og þau sem uppreisnarmennirnir báru til merkis um andstöðu sína við Arr- oyo forseta. Estrada hefur hins vegar neitað að hann og menn hans hafi átt þátt í uppreisninni og fullyrðir að stjórnin hafi komið sönnunargögnum fyrir á heimilum þeirra. Arroyo hefur verið í embætti frá því í janúar 2001 eða síðan Estrada hrökklaðist frá sökum spillingar. Veldur óvissu á mörkuðum Þrátt fyrir að uppreisninni hafi lokið friðsamlega lækkuðu verðbréf og gjaldmiðill landsins veiktist í gær. Atvikið hefur valdið óvissu á fjár- málamarkaðinum en efnahagur landsins er bágur. Arroyo lofaði í ávarpi sínu að skipa nefnd sem myndi rannsaka ástæður uppreisnarinnar og skoða málefni hermannanna. Þeir sneru aftur til híbýla sinna eftir upp- reisnina en kváðust tilbúnir til að svara til saka. Uppreisnin á Filippseyjum Handtóku einn manna Estrada Manila. AP. AP Forseti Filippseyja, Gloria Arroyo, er hún flutti stefnuræðu sína í gær. JEB Stuart Magruder, einn af ráðgjöfum Richards heitins Nixons Bandaríkjaforseta, segir að forsetinn hafi sjálfur fyrirskipað Watergate- innbrotið árið 1972. Fram til þessa hefur verið talið að Nixon hafi ekki vitað fyrirfram um innbrotið í skrifstofur Demókrataflokks- ins þar sem markmiðið var að setja upp búnað til að hlera símtöl landsformanns demó- krata, Larrys O’Briens. Ljóst þótti hins vegar að Nixon hefði tekið fullan þátt í að reyna að hylma yfir þátt manna sinna í afbrotinu og svo fór að hann varð að segja af sér embætti árið 1974. Nokkrir af aðstoðarmönnum hans hlutu fangelsisdóma fyr- ir aðild að málinu. Magruder var einn þeirra en hann var næstæðsti yfir- maður kosningabaráttu for- setans, aðstoðarmaður H.R. Haldemans, framkvæmda- stjóra Hvíta hússins og að- stoðaryfirmaður almanna- tengsla forsetaembættisins. Magruder segist hafa verið viðstaddur er Haldeman og John Mitchell dómsmálaráð- herra ræddust við í síma og Nixon hafi tekið þátt í samtali þeirra. Rætt hafi verið um áætlun eins af mönnum Nix- ons, G. Gordons Liddys, um að brjótast inn í Watergate- bygginguna. „John […] við verðum að fá upplýsingarnar um Larry O’Brien og eina leiðin til þess er að nota áætlun Liddys. Og þið verðið að gera það,“ á for- setinn að hafa sagt að sögn Magruders. Efast um fullyrðingar Magruders Fullyrðingar Magruders komu fram í heimildarþætti PBS-útvarpsstöðvarinnar í liðinni viku. Stanley Kutler, sem ritað hefur bækur um Watergate-málið, efast mjög um áreiðanleika Magruders. „Þetta eru vafasamar fullyrð- ingar manns með vafasaman karakter,“ sagði Kutler. Sam- töl æðstu manna í Hvíta hús- inu voru ávallt tekin upp og Kutler benti á að umrædd símtöl væru ekki á segul- bandsupptökum frá þeim dögum sem Magruder til- greinir. Watergate-innbrotið Gaf Nixon skip- unina? Washington. AP. Richard Nixon BYRJAÐ var í gær að taka upp fjöldagröf við bæinn Zvornik í Bosníu en sagt er, að þar hafi verið grafin hundruð óbreyttra borgara, múslimar, sem Serbar tóku af lífi í Bosníustríðinu. Talið er, að um sé að ræða mestu fjöldagröfina, sem enn hefur fund- ist, en flest bendir til, að í henni liggi fólk, sem líflátið var í fjölda- morðunum í Srebrenica og einnig í Zvornik. Er gröfin 49 metra löng og fjögurra metra breið. Maður, sem varð vitni að morð- unum, lét vita af gröfinni fyrir tveimur árum en því var haldið leyndu þar til nú af ótta við, að henni yrði spillt. Raunar er talið, að flest líkin í gröfinni hafi verið í annarri gröf áður en Serbar gerðu nokkuð að því að taka upp lík fórn- arlamba sinna og grafa þau annars staðar til að þau fyndust síður. Af þeim sökum og rotnunar eru líkin mjög illa farin og líklegt að notast verði við DNA-rannsóknir til að bera kennsl á þau mörg. Nú hafa alls verið tekin upp 17.000 lík í 300 gröfum í Bosníu og hafa kennsl verið borin á 11.500 þeirra. Nokkuð á þriðja hundrað þúsunda manna féll í Bosníu- stríðinu. Stór fjöldagröf opnuð í Bosníu Zvornik. AFP. FLOKKUR kristilegra demókrata (UDC) á Ítalíu, sem er í ríkisstjórn Silvios Berlusconis, hefur hótað að hætta stjórnarsamstarfinu láti dóms- málaráðherra landsins ekki af til- raunum til að koma í veg fyrir rann- sókn á meintum skattsvikum nokk- urra fyrirtækja Berlusconis. Flokk- urinn gaf dómsmálaráðherranum frest til miðnættis í gærkvöldi til að snúa við blaðinu, annars myndi hann slíta samstarfinu. Dómsmálaráðherrann, Roberto Castelli, hefur hingað til neitað að gefa skattrannsóknaryfirvöldum upp- lýsingar um viðskipti Berlusconis í Sviss og Bandaríkjunum á grundvelli nýsamþykktra laga um friðhelgi æðstu embættismanna þjóðarinnar. Formaður kristilegra demókrata, Rocco Buttiglione, segir að ef rann- sóknin verði stöðvuð sé ekki hægt að taka ríkisstjórnina alvarlega. Of upptekinn af ástarsöngvum Silvio Berlusconi forsætisráðherra kærir sig hins vegar kollóttan um klofninginn í ríkisstjórninni og segist vera of upptekinn við að skrifa napól- íska ástarsöngva á nóttunni til að hafa áhyggjur af svona löguðu. „Þeim er engin alvara,“ sagði hann í viðtali við ítölsku blöðin La Repubblica og La Stampa um helgina, „þetta er örugg- lega bara út af hitanum.“ AP Berlusconi tekur lagið í veislu Bush Bandaríkjaforseta í vor. Hann kveðst of upptekinn við að yrkja ástarljóð til að ergja sig á þrasi í ríkisstjórninni. Ólga innan Ítalíustjórnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.