Morgunblaðið - 29.07.2003, Síða 28
MINNINGAR
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
N
áttúrufræðingar
gerðu mat á áhrif-
um virkjunar á
gróður- og dýralíf
vegna Kára-
hnjúkavirkjunar…Til að fullgera
verkið og koma í veg fyrir ofríki
hefði lífríkið norðan Vatnajökuls
þó nauðsynlega þurft á færum
lögfræðingum að halda…Skip-
uðum umboðsmönnum dýra með
það hlutverk að verja frelsi
þeirra og berjast af staðfestu fyr-
ir náttúrulegum réttindum.
Opinberir lögfræðingar dýr-
anna hefðu t.d. getað spurt:
„Hvers vegna þarf þjóð sem
stærir sig af velmegun að leggja
undir sig svo dýrmæt heimkynni
annarra lífvera? Hvers vegna
þurfa þessi
dýr að hörfa
og lenda í lífs-
háska – ef það
er ekki nauð-
synlegt?“
Fullgildir lög-
menn dýranna er sanngjörn
krafa vegna þess að þótt mann-
eskjan skilgreini sig sem einu sið-
ferðisveruna á jarðarkringl-
unni…og þótt hún telji sig búa
yfir óviðjafnanlegum sálargáfum
og aðdáunarverðum hæfileikum
sem engin önnur lífvera getur
státað af… Þá merkir það samt
ekki að hún hafi óvefengjanlegan
rétt til að breyta alltaf í eigin
þágu og fórna hagsmunum ann-
arra lífvera.
Mergur málsins er að hver teg-
und býr yfir sérgáfu sem aðrar
lífverur þekkja ekki til hlítar;
Örninn yfir sjóninni, flugan yfir
snerpunni, hundurinn lykt-
arskyninu…
Þótt manneskjunni sýnist hún
bera af… Þótt hún hafi skipu-
lagsgáfu umfram aðrar lífverur
og búi yfir tækni til stór-
framkvæmda; flytja jökulár, fylla
lón og bora jarðgöng – merkir
það ekki að hún geti (br)eytt skil-
yrðum annarra lífvera til lífs, án
þess að færa fyrir því fullgildar
ástæður.
Manneskjan er siðræn vera og
telur oft að einmitt siðvitið skilji
milli hennar og annarra dýrateg-
unda. Það gefur henni ekki rétt
til að traðka á þeim. Miklu frem-
ur vekur það skyldu til að hlúa að
þeim og rækta tillitssemi,
ábyrgðarkennd, umhyggju, ást
og virðingu fyrir öðrum lífverum.
Það er einnig ofsögum sagt að
maðurinn sé eina siðræna veran,
því í ýmsum dýrahópum má
greina siðrænt atferli eins og um-
hyggju, samkennd, virðingu,
ábyrgð, sorg, hópkennd, hjálp-
semi og fórnfýsi. Skynlausar
skepnur eru falskur vitnisburður.
Tegundahyggja mannsins
gagnvart öðrum lífverum er því
af sama meiði og kynþáttahyggja
í eigin heimi og mismunun ein-
staklinga eftir kyni. „Tegunda-
hyggjan leiðir menn síðan út í
„mannrembu…“ (Þorvarður
Árnason. 2002. Náttúran sem sið-
fræðilegt viðfangsefni. 67. Landa-
bréfið 18–10 (1)).
Maðurinn getur aldrei verið
meira en ein af þeim tegundum
sem fram hafa komið í sögu lífs-
ins á jörðinni. Hagsmunir hans
eru því af sama toga og hags-
munir annarra lífvera í sama vist-
kerfi.
Íslendingar hafa vissulega átt-
að sig á þessu og þegar stór-
framkvæmdir eru í vændum fer
umhverfismat fram. Þar eru
hagsmunir samfélags manna
metnir á móti hagsmunum dýra,
gróðurs og náttúru.
Til að skapa jafnvægi og sann-
girni milli aðila þarf umhverfis-
lögmenn sem geta sýnt fram á að
sérhagsmunir tiltekinna dýrateg-
unda eins og hreindýra, gæsa eða
sela í heimkynnum sínum geti í
vissum tilfellum vegið jafnþungt
og stundum þyngra en sérhags-
munir mannanna sjálfra.
Í mati á umhverfisáhrifum
vegna Hálslóns Kárahnjúkavirkj-
unar kemur fram að hagsmunir
nokkurra dýrategunda eru veru-
legir, t.d. fyrir a.m.k. þúsund
hreindýr: „Litið hefur verið á
Hálsinn í fyrirhuguðu lónstæði
sem þýðingarmesta burðarsvæði
Snæfellshjarðarinnar þar…Með
fyrirhuguðu Hálslóni fara stórir
hlutar burðarsvæðis…ásamt
beitilöndum undir vatn.“ (93–94.
Landsvirkjun, maí 2001). Hálslón
raskar einnig lífsskilyrðum þús-
unda heimagæsa. Gæsina vantar
því sárlega málsvara: „Hálendið
er einkar mikilvægt fyrir heiða-
gæsir en alls verpa 3.300 pör á
vatnasviði Jöklulsár á Dal.“ (39).
„Verðmætar vistgerðir og bú-
svæði plantna og dýra fara á kaf í
Hálslóni.“ (161).
Sumarið 1999 fékk ég ásamt
fleirum leyfi hjá Vegagerðinni til
að keyra fjallavegi sem formlega
átti eftir að opna norðan Vatna-
jökuls. Skilyrðið var að sýna
dýralífinu sérstaka virðingu; að
styggja hvorki hreindýr né gæsir
eða aðra fugla, og alls ekki valda
spjöllum á gróðri. Við gengum
svo gætilega og með hægð með-
fram Gljúfrunum miklu: Dimmu-
gljúfur, Hafrahvammsgljúfur…
Núna eru aftur á móti um 300
manns við hávær störf á virkj-
anasvæðinu…og fuglarnir og
hreindýrin fælast dynjandi stór-
virkar vélar sem hamast í voninni
um efnahagsbata samfélagsins.
Það er ekki vegna þess að Ís-
lendingar eru siðrænar verur
sem þeir leggja víðernið norðan
Vatnajökuls undir sig…og ekki
heldur vegna þess að þeir hafi
meiri rétt til þess en aðrir hags-
munaaðilar. Heldur vegna þess
að formælendur verksins draga
úr hagsmunum dýranna og bæta
við hagsmuni landsmanna.
Hagsmunir lífríkisins í heim-
kynnum sínum umhverfis Jök-
ulsá á Fjöllum (Dal, Brú) eru þó
óumdeilanlegir. Undirstaða
fuglalífs á hálendinu þar er t.d.
„óvenju mikil gróðurþekja og sú
staðreynd að gróður er sam-
felldur frá láglendi og upp í há-
lendið, sem meðal annars stafar
af hagstæðu veðurfari á svæð-
inu.“ (39).
Lögmenn dýranna hefðu knúið
svara við spurningunni: „Hvers
vegna ættu minniháttar hags-
munir mannlegs samfélags að
vega þyngra en mikilsháttar
hagsmunir annarra dýrateg-
unda?“
Setjum embætti umboðsmanns
náttúrunnar umsvifalaust á fót!
Lögmenn
dýranna
Lífríkið norðan Vatnajökuls hefði nauð-
synlega þurft á slyngum lögfræðingum
að halda…með það hlutverk að verja
frelsi dýranna og berjast fyrir nátt-
úrulegum réttindum þeirra.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
✝ Einar GunnarÓskarsson fædd-
ist á Leifsgötu 7 í
Reykjavík 24. ágúst
1943. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 20. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Óskar
Ingvarsson, leigubíl-
stjóri frá Neðra-Dal,
og Elma Ingvarsson,
húsmóðir og sauma-
kona. Einar var
þriðji í röð sjö systk-
ina, og eru nú fjögur
þeirra á lífi.
Sambýliskona Einars er Svein-
björg Steingrímsdóttir matráðs-
kona. Foreldrar hennar eru Stein-
grímur Elíasson og Hulda
Thorarensen. Synir Einars og
Sveinbjargar eru Ingvar Ellert, f.
1983, og Vignir Már, f. 1987. Ein-
ar ól upp son Sveinbjargar, Ró-
bert Jónsson. Kona hans er
Hrefna Grétarsdóttir og dætur
þeirra eru tvíbur-
arnir Rakel og Sæ-
dís.
Synir Einars af
fyrri hjónaböndum
eru: 1) Ragnar Ingi,
f. 1966. Móðir hans
er Hulda Sigurðar-
dóttir. Kona Ragn-
ars er Ragnhildur G.
Sveinsdóttir og börn
þeirra eru Einar
Sveinn, f. 1998, og
Sylvía, f. 2002. Son-
ur Ragnars og
Hönnu Grétars-
dóttur er Sigurður
Halldór.
2) Óskar, f. 1970. Móðir hans er
Guðrún Ása Magnúsdóttir. Sonur
Óskars er Snorri Már.
Einar vann ýmis störf, svo sem
hjá Landhelgisgæslunni, var
leigubílstjóri, vann við hestaflutn-
inga og sem bifvélavirki.
Útför Einars fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mér varð hverft við, er ég fékk
fregn um andlát föður míns, sem enn
var á góðum aldri. Samband okkar
var ekki mikið í gegnum árin og
sakna ég þess í dag. Þó hittumst við,
en allt of sjaldan.
Ávallt finnst manni nægur tími til
stefnu og hugsar ekki um hve lífið er
hverfult. Í dag verð ég því að ylja
mér við góðar minningar um mann
sem ég fann að var annt um mig.
Blessuð sé minning hans.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Óskar Einarsson.
Elsku pabbi minn. Hvað geri ég
núna þegar þú ert farinn. Þú sem
hjálpaðir mér við allt bara eins og þú
varst alltaf boðinn og búinn til að
hjálpa öllum. En þú áttir mikið af
góðum vinum sem ég veit að munu
hjálpa mér en það verður erfitt að
geta ekki hringt í þig ef bíllinn minn
bilar og fá þig til að bjarga mér eins
og oft hefur gerst. Þú barst alltaf
hag okkar bræðranna fyrir brjósti.
En við verðum að halda áfram og ég
skal, pabbi minn, hjálpa mömmu. Þú
varst alltaf að segja mér að hún væri
það besta sem maður ætti. Ég vona
að þér líði betur núna elsku pabbi
minn. Við stöndum okkur fyrir þig.
Þinn
Ingvar.
Elsku pabbi minn, hvernig má það
vera að þú sért farinn frá mér. Við
sem vorum að fara á völlinn að sjá
liðið okkar KR spila bikarleik við
Fram. En það varð ekki úr því. Þú
hefðir orðið ánægður því hann fór
2–0 fyrir okkur. Við sem áttum eftir
að gera svo margt saman, við ætl-
uðum að fara í útilegu og svo ætlaðir
þú að kenna mér á bíl. Ég á eftir að
sakna þín mikið pabbi minn eins og
þú varst alltaf skemmtilegur. Ég
vona að þú hafir það gott þar sem þú
ert núna og stríðir afa eins og þú
gerðir alltaf.
Bless pabbi minn.
Þinn
Vignir.
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum
þegar mamma hringdi í mig til Nor-
egs og sagði mér að hann Einsi væri
dáinn. Er pabbi dáinn? Ég kallaði
hann pabba þótt hann væri fóstur-
pabbi minn. Svo snöggt, það getur
ekki verið og hann sem hafði bara
séð afastelpurnar Rakel og Sædísi
nokkrum sinnum á þessu eina og
hálfa ári í lífi þeirra.
En minningin gleymist ekki og ég
vil bara þakka þér fyrir allt gott í líf-
inu. Guð veri með þér.
Saknaðarkveðjur.
Róbert, Hrefna og dætur.
Elsku Einar minn.
Ekki hélt ég að það yrði í síðasta
sinn þegar við töluðum saman á
sunnudagskvöldið 20. júli. En svona
er þetta. Enginn veit sín ævilok.
Mikið á ég eftir að sakna þín, Ein-
ar minn, því þú varst alltaf afskap-
lega góður við mig og fylgdist vel
með hvernig mér liði. Enda var það
ekki svo skrítið því að það var sko
ekki til illt í þér. Svo hafði ég oft
óhemjugaman af þér því að þú varst
heilmikill grallari í þér og stríðinn,
þótt það hafi verið græskulaust gam-
an.
Ég vona að Guð vaki yfir þér og þú
takir á móti mér hress og kátur þeg-
ar ég kem.
Guð geymi þig,
þín tengdamamma,
Hulda.
Mig langar til að minnast svila
míns Einars Óskarssonar, eða Einsa
eins og hann var oftast kallaður, með
fáeinum orðum en hann lést hinn 20.
þessa mánaðar. Það var eins og tím-
inn stöðvaðist þegar mér bárust þau
tíðindi að Einar væri látinn. Fráfall
Einsa bar að með mjög skjótum
hætti og gerði engin boð á undan sér.
Hann hafði átt við langvarandi las-
leika að stríða sem erfitt var að átta
sig á. Lundarfar og hátterni Einsa
var ævinlega þannig að það hvarflaði
ekki að manni að hann gengi ekki
heill til skógar. Einar var náttúru-
barn sem gladdist yfir litlu. Það var
oftast stutt í stríðni og gamansemi
hjá Einsa sem hann sneri oftast upp
á sjálfan sig. Hann var sérstaklega
laginn við að segja sögur og brosti
maður þá oftast út í annað eða jafn-
vel bæði. Það vita fleiri en ég hversu
gott var að leita til Einsa. Hann var
alltaf boðinn og búinn og lagði sig
fram um að hjálpa öðrum af kost-
gæfni enda leituðu margir til hans
um dagana. Það er von mín og trú að
Einari líði vel á nýjum stað og vil ég
þakka honum fyrir samferðina í líf-
inu.
Elsku Lilla, Róbert, Ingvar Ellert,
Vignir, aðrir ættingjar og vinir, Guð
gefi ykkur styrk til þess að takast á
við söknuðinn. Ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Guðni Guðjónsson.
Nú á miðju sumri kveð ég vin minn
Einar til margra ára. Oftast gekk
Einar undir nafninu Einsi púkk. Við-
urnefnið kom af áhuga Einars á
„harki „ hverskonar hvort sem það
var peningahark eða lífsins hark.
Einar var enginn venjulegur maður
hvernig sem á það er litið. Glettni og
uppátektarsemi hverskonar voru
hans aðalsmerki daginn út og daginn
inn svo aldrei var þurrð á slíku. Þeir
eru fáir sem ég hef kynnst sem gátu
gefið lífinu þvílíkt litróf sem Einar. Á
sama tíma var hann vinur vina sinna
og veitti oft meira en efni stóðu til.
Einar stundaði flutninga og sölu á
hestum til margra ára og kom víða
við hér heim og erlendis á þeim vett-
vangi. Hann var hestglöggur og
fljótur að finna út hvaða hestur hent-
aði hverjum og einum hvort sem um
var að ræða keppnishesta eða venju-
lega reiðhesta. Einu sinni sem oftar
var Einar beðinn um ættartölu hests
sem hann var að selja og var eitthvað
orðinn leiður á að þylja slíkt upp en
svaraði að bragði: „Merin er undan
Uppspuna frá Rótum og Þvælu frá
Endaleysu“. Þar við sat og kaupin
gengu í gegn. Einhverju sinni hafði
vinur Einars, bóndi austur í sveitum,
selt hest, kaupanda sem ekki var
mikið vanur hestum. Eitthvað
reyndist hesturinn hegða sér ein-
kennilega að sögn kaupandans, átti
það til að krafsa niður fótum og
hneggja í tíma og ótíma svo hinum
óvana hestamanni þótti nóg um og
vildi skila gripnum. Einar varð vitni
að samtali þessara manna og vildi
hjálpa vini sínum bóndanum að leysa
þetta mál. Auk þess sá hann það út
að hestakaupandinn þurfti að gefa
sig aðeins meira að hestinum. Einar
segir við vin sinn að hann skuli bara
hringja í manninn og segja honum
hvað skuli gera. Einar hringir og
segir við hestakaupandann að mjög
líklega sé hesturinn með „myrkfælni
og kvíði fyrir nóttinni“ og að búa
þurfi hestinn vel undir nóttina með
því að tala við hann og strjúka og
jafnvel lýsa á hann með vasaljósi í
smá stund svo hann róist. Kaupand-
inn tók þessu sem góðri og gildri
lausn og kvartaði ekki eftir það.
Hann hringdi að vísu síðar í bóndann
og bað um símanúmerið hjá mann-
inum með „ættarnafnið“ til að fá
fleiri góð ráð. Þá átti hann við við-
urnefnið sem Einar gekk undir,
„Púkk“.
Nærvera við Einar var ómetanleg,
bjartsýni hans og sýn á spaugilegum
hliðum lífsins var svo smitandi að
engin orð fá því lýst. Ekki má
gleyma henni Lillu sem stóð á bak
við eiginmann sinn í einu og öllu. Þar
er á ferðinni einstök kona og eins og
Einar sagði „hvar væri ég án Lillu“.
Hún verður þunn kjötsúpan að Ei-
ríksbakka í haust eftir réttardaginn.
En Einar sá um að laga hana ofan í
vini sína og aðra gesti af fullkominni
elju og hlýju. Kannski lýsir það Ein-
ari best að hann vildi sjá vini sína og
ættingja sadda og glaða og gera góð-
látlegt grín að öllu lífinu.
Nú kveð ég þennan einstaka og
trausta vin minn sem ég veit að í öðr-
um heimum gefur annað eins af sér
af gleði og vináttu. Kæra Lilla og
fjölskylda ég veiti ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þinn vinur
Ólafur Egilsson.
Minnisstæður samferðamaður er
fallinn frá. Leiðir okkur lágu saman í
gegnum hesta. Einar varð öllum
minnisstæður sem honum kynntust.
Hann var bóngóður, velviljaður og
vel liðinn. Hann hafði þá náðargáfu
að sjá ævinlega eitthvað skoplegt við
það sem til umræðu var. Hvar sem
Einar birtist leið ekki á löngu þar til
hlátrasköllin kváðu við. Hreint ófor-
betranlegur grallari og gleðibanki.
Við sáumst ekki oft síðustu árin en
okkur í fjölskyldunni þótti afar vænt
um Einar og viljum þakka samfylgd-
ina að leiðarlokum.
Lillu og börnunum færum við inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ragnar Tómasson.
EINAR GUNNAR
ÓSKARSSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.