Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 40

Morgunblaðið - 29.07.2003, Page 40
ÍÞRÓTTIR 40 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANNES Haubitz, þjálfari austurríska knattspyrnu- félagsins Kärnten, segir að hann beri mikla virðingu fyrir liði Grindavíkur. Félögin mætast í forkeppni UEFA- bikarsins 14. og 28. ágúst og Haubitz kom til Íslands í síð- ustu viku ásamt Helga Kolviðssyni, leikmanni Kärnten, og þeir sáu leik Grindavíkur og Fylkis sem endaði 1:1. „Grindavík leikur 4-4-2, nýtir kantana vel og er mjög þétt og agað lið. Grindvíkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, lentu undir eftir umdeilda vítaspyrnu, en jöfnuðu metin mjög verðskuldað í seinni hálfleiknum,“ sagði Haubitz í samtali á heimasíðu Kärnten við heimkom- una. Kärnten hefur lokið tveimur leikjum í austurrísku úr- valsdeildinni og er með 4 stig. Liðið lagði meistarana Austria Vín, 2:1, í fyrstu umferðinni og gerði síðan marka- laust jafntefli við Sturm Graz á útivelli í 2. umferð. Helgi lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjum en Kärnten mæt- ir nýliðum Mattersburg í þriðju umferðinni á morgun. Haubitz ber virðingu fyrir Grindvíkingum JÁKUP Mikkelsen, hinnsnjalli landsliðsmarkvörður Færeyinga í knattspyrnu, hef- ur skrifað undir samning við skoska úrvalsdeildarfélagið Partick Thistle. Hann verður þar með fyrsti Færeyingurinn sem leikur í skosku úrvals- deildinni. Mikkelsen hefur verið í herbúðum Molde í Nor- egi að undanförnu en fékk sig lausan þaðan á miðju sumri. Áður spilaði hann með Her- følge í Danmörku og varð þá danskur meistari með félag- inu. Jákup lék mjög vel með færeyska landsliðinu gegn Ís- lendingum á Laugardalsvellinum fyrr í sumar og verð- ur án efa á milli stanganna þegar þjóðirnar mætast í Þórshöfn 20. ágúst í undankeppni EM. Jákup til liðs við Partick Thistle Jákup FRANSKI landsliðsmaðurinn Pat- rick Vieira, fyrirliði Arsenal, hef- ur verið útnefndur besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið í Englandi, en alls hafa um 1.700 er- lendir leikmenn leikið með enskum liðum í gegnum tíðina. Vieira fékk 17 af 20 mögulegum atkvæðum sem besti leikmaðurinn, en hópur knattspyrnusérfræðinga stóð að kjörinu – þar í hópi voru Sir Bobby Robson, Claudio Ranieri, Graham Taylor og Sir Tom Finney. Chelsea er það lið sem hefur flaggað flestum útlendingum í gegnum tíðina, eða alls 64 leik- mönnum frá því að Indverjinn Charles Donaghy lék með Chelsea 1905. Fyrsti útlendingurinn til að leika í Englandi var Kanadamað- urinn Walter Bowman 1892, en hann lék með Man. City. Þá var úrvalslið útlendinga út- nefnt, en það er þannig skipað: Peter Schmeichel (Man. Utd., Aston Villa, Man. City), Marcel Desailly (Chelsea), Mikael Silv- estre (Man. Utd.), Robert Pires (Arsenal), Ossie Ardiles (Black- burn, QPR, Swindon, Tottenham), Ruud Gullit (Chelsea), Patrick Vieira (Arsenal), Arnold Muhren (Ipswich, Man. Utd.), Gianfranco Zola (Chelsea), Eric Cantona (Leeds, Man. Utd.) og Thierry Henry (Arsenal). Patrick Vieira er sá besti Valur 2:3 FH Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 12. umferð Hlíðarendi Mánudaginn 28. júlí 2003 Aðstæður: Sól og blíða, góður völlur. Gerist vart betra. Áhorfendur: 1.080. Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 4 Aðstoðardómarar: Örn Bjarnason, Einar Sigurðsson Skot á mark: 8(4) - 20(8) Hornspyrnur: 4 - 3 Rangstöður: 4 - 3 Leikskipulag: 4-3-3 Ólafur Þór Gunnarsson Stefán Helgi Jónsson Ármann Smári Björnsson M Guðni Rúnar Helgason M Bjarni Ólafur Eiríksson Ellert Jón Björnsson Sigurbjörn Hreiðarsson M Jóhann H. Hreiðarsson M Kristinn Ingi Lárusson (Elvar Lúðvík Guðjónsson 70.) Thomas Maale (Matthías Guðmundsson 76.) Hálfdán Gíslason M Daði Lárusson Magnús Ingi Einarsson M Sverrir Garðarsson M Tommy Nielsen M Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Heimir Guðjónsson M (Baldur Bett 66.) Hermann Albertsson (Víðir Leifsson 75.) Atli Viðar Björnsson M Allan Borgvardt MM Jón Þorgrímur Stefánsson M 1:0 (33.) Eftir slæm varnarmistök FH-inga slapp Hálfdán Gíslason inn í vítateig FH hægra megin. Hann hugðist senda boltann fyrir markið, Sverrir Garðarsson renndi sér fyrir hann og fékk boltann í höndina. Víta- spyrna, og úr henni skoraði Jóhann H. Hreiðarsson af mikilli yfirvegun. 1:1 (48.) Ásgeir Gunnar Ásgeirsson splundraði vörn Vals með fallegri sendingu í gegnum hana miðja á Hermann Albertsson. Hann komst einn gegn Ólafi markverði og renndi boltanum framhjá honum að tómu markinu. Stefán H. Jónsson náði að komast í boltann á marklínunni af miklu harðfylgi en sópaði honum beint í Jón Þorgrím Stefánsson og af hon- um hrökk boltinn í markið. 2:1 (63.) Jóhann H. Hreiðarsson hirti boltann af FH-ingum utan við hægra víta- teigshorn, renndi sér inn í vítateiginn og sendi laglega fyrir markið þar sem Hálfdán Gíslason henti sér fram og skoraði með skalla í mark- hornið vinstra megin. 2:2 (72.) Atli Viðar Björnsson fékk boltann innfyrir vörn Vals og var einn gegn Ólafi markverði. Hann renndi til hliðar á Ásgeir Gunnar sem skaut á markið, boltinn fór í varnarmann og út í miðjan vítateig þar sem Allan Borgvardt kom á ferðinni og skoraði með viðstöðulausu skoti. 2:3 (84.) Víðir Leifsson átti glæsilega sendingu upp vinstri kantinn á Jón Þor- grím. Hann laumaði boltanum strax inn á Allan Borgvardt sem þar með var kominn einn gegn Ólafi markverði, lék framhjá honum vinstra megin í vítateignum og renndi boltanum í markið. Gul spjöld: Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur (37.) fyrir brot  Tommy Nielsen, FH (44.) fyrir brot Rauð spjöld: Engin Allan Borgvardt, sóknarmaðurFH, var kampakátur eftir leik- inn og hann telur að FH-ingar geti leikið í Evrópu- keppni að ári. „Þetta var gríðar- lega mikilvægur sig- ur. Við erum með sex stiga forystu á Val og komnir töluvert frá botnliðunum sem er mjög þægilegt. Nú getum við von- andi haldið okkur í hópi efstu liða og farið að setja okkur ný mark- mið.“ Hvaða markmið telur þú að FH geti sett sér? „Við erum í ágætri stöðu í deild- inni og svo erum við í undanúrslit- um í bikarnum sem er mjög spenn- andi. Ég tel að við ættum að setja okkur það markmið að leika í Evr- ópukeppni á næsta ári. Við höfum getuna til þess að ná Evrópusæti og það er vonandi að það gangi eftir.“ Hvað veldur því að þið leikið nán- ast alltaf miklu betur í síðari hálf- leik en í þeim fyrri? „Enn og aftur lékum við ekki vel í fyrri hálfleik og það er mjög skrýtið hversu mikill munur er á spila- mennsku okkar í fyrri og síðari hálfleik. Við virðumst ekki koma nægilega vel upplagðir til leiks og það er eins og við þurfum að fá á okkur kjaftshögg í fyrri hálfleik til þess að við byrjum að leika vel. Við sýndum eftir hlé í kvöld að við get- um leikið mjög vel og við höfum gert það margoft í sumar. Nú eru sex leikir eftir í deildinni og við verðum að laga spilamennsku okk- ar í fyrri hálfleik. Ef við gerum það verðum við í góðum málum.“ Hefur þú sett þér markmið sem þú vilt ná í markaskorun í deildinni? „Áður en Íslandsmótið byrjaði hafði ég ekkert markmið nema að gera mitt besta. Nú hef ég skorað sex mörk í deildinni og ég væri mjög sáttur ef ég næði að skora 10 mörk á Íslandsmótinu,“ sagði Allan Borgvardt í samtali við Morgun- blaðið. Einbeitingarleysið er hrikalegt Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyr- irliði Vals, var hundsvekktur eftir leikinn þegar Morgunblaðið tók hann tali. „Þetta var algjör aula- skapur hjá okkur og það er ömur- legt að tapa eftir að við komumst yfir þegar töluvert var liðið á síðari hálfleik. Ég veit ekki almennilega hvað gerðist hjá okkur eftir að við komumst 2:1 yfir en við lékum miklu verr og FH-ingar gengu á lagið og tóku öll völd á vellinum.“ Þið lékuð vel í fyrri hálfleik en hvað fór úrskeiðis í síðari hálfleik? „Við vorum betri en FH í fyrri hálfleik og forysta okkar í hálfleik var sanngjörn. Í síðari hálfleik misstum við taktinn og einbeiting- arleysið sem við sýnum á köflum er hrikalegt. Það hefur einkennt okk- ur í sumar að missa einbeitinguna og það hefur kostað okkur mörg stig í sumar. Einbeitingarleysið er að verða okkur að falli og við verð- um að laga það sem fyrst, annars fer illa fyrir okkur.“ Ertu hræddur um að þið farið að dragast aftur úr í deildinni? „Við erum með 12 stig eftir 12 leiki og það er ljóst að við verðum að fara að taka okkur saman í and- litinu ef við ætlum að leika áfram í efstu deild á næsta ári. Aðalmálið er að halda einbeitingu allan leikinn og ef við gerum það getum við gert góða hluti,“ sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson. Við getum náð Evrópusæti Eftir Atla Sævarsson KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fylkisvöllur: Fylkir – ÍBV....................19.15 1. deild karla: Njarðvík: Njarðvík – HK...........................20 Garðabær: Stjarnan – Haukar..................20 Akureyri: Þór – Keflavík ...........................20 Kópavogur: Breiðablik – Afturelding ......20 2. deild karla: Selfoss: Selfoss – Fjölnir ...........................20 3. deild karla A: Borgarnes: Skallagrímur – Deiglan .........20 3. deild karla B: Grýluvöllur: Hamar – Afríka.....................20 1. deild kvenna A: Sandgerði: RKV – ÍR.................................20 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Breiðablik 2.........20 1. deild kvenna B: Fáskrúðsfj.: Leiknir F. – Sindri ...............20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Valur – FH............................................. 2:3 Jóhann H. Hreiðarsson 33. (vítas.), Hálf- dán Gíslason 63. - Allan Borgvardt 72., 84., Jón Þorgrímur Stefánsson 48. Staðan: Fylkir 11 6 2 3 16:9 20 KR 11 6 2 3 15:13 20 Grindavík 11 6 1 4 17:17 19 Þróttur R. 11 6 0 5 19:16 18 FH 12 5 3 4 20:19 18 ÍBV 11 5 1 5 18:16 16 KA 11 4 2 5 18:17 14 ÍA 11 3 5 3 14:13 14 Valur 12 4 0 8 16:22 12 Fram 11 2 2 7 14:25 8 Markahæstu menn: Björgólfur Takefusa, Þróttur R.............. 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV........... 9 Steinar Tenden, KA ................................. 7 Allan Borgvardt, FH................................ 6 Jóhann H. Hreiðarsson, Valur ................ 6 Sören Hermansen, Þróttur R.................. 6 Hreinn Hringsson, KA............................. 5 Veigar Páll Gunnarsson, KR................... 5 Guðjón H. Sveinsson, ÍA ......................... 4 Haukur Ingi Guðnason, Fylkir ............... 4 Jónas Grani Garðarsson, FH .................. 4 Kristján Brooks, Fram ............................ 4 Sinisa Kekic, Grindavík ........................... 4 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylkir ............ 3 Hálfdán Gíslason, Valur........................... 3 Óli Stefán Flóventsson, Grindavík.......... 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Valur ............... 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR ........... 3 Tommy Nielsen, FH ................................ 3 1. deild kvenna A HK/Víkingur – Þrótt./Haukar 2........... 0:1 Staðan: Breiðablik 2 8 8 0 0 50:8 24 RKV 9 6 1 2 35:20 19 Fjölnir 8 6 0 2 23:14 18 HK/Víkingur 10 4 1 5 21:13 13 ÍR 9 3 0 6 27:25 9 Þróttur/Haukar 2 9 2 0 7 10:40 6 HSH 9 1 0 8 11:57 3 Svíþjóð Hammarby – Landskrona .....................0:1 Helsingborg – Elfsborg .........................1:0 Malmø FF – Sundsvall...........................2:2 Staðan: Djurgården 15 10 1 4 35:14 31 Hammarby 15 8 4 3 21:15 28 Malmö 15 7 5 3 26:15 26 Halmstad 15 8 2 5 26:18 26 AIK 15 7 3 5 23:18 24 Örgryte 15 7 2 6 23:24 23 Örebro 15 6 4 5 20:21 22 Helsingborg 15 6 3 6 15:23 21 Gautaborg 15 5 4 6 21:16 19 Landskrona 15 4 6 5 16:19 18 Elfsborg 15 4 5 6 16:22 17 Sundsvall 15 2 7 6 15:21 13 Enköping 15 2 4 9 15:30 10 Öster 15 2 4 9 12:28 10 Ólympíuhátíð æskunnar U17 kvenna: Írland – Ísland ...................................... 1:0 Þýskaland Deildabikarúrslit: Dortmund – Hamburger SV.................2:4 Maricio Amoroso 24. (vsp.), Jan Koller 61. - Nico Hoogma 3., Rodolfo Esteban Card- oso 12., Naohiro Takahara 18., Stefan Beinlich 67. Rauð spjöld: Otto Addo (90.) og Sebastian Kehl (90.), Dortmund. Ameríkubikarinn Úrslitaleikur í Mexíkóborg: Mexíkó – Brasilía...................................1:0 Daniel Osorno. 70.000.  Bandaríkin unnu Kosta Ríka í leiknum um þriðja sætið og skoraði Bobby Convey sigurmarkið, hans fyrsta mark í landsleik. GOLF Einherjamótið Bakkakotsvöllur, gefnir voru punktar: Heimir Sigurðsson, GSE ........................37 Ilona Viehl, GR....................................... 36 Magnús Einarsson, GOB ....................... 35 Guðmar Sigurðsson, GSE...................... 35 KR-ingar hafa ákveðið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir lokaátökin í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Í gær komu tveir bandarískir leik- menn til landsins, Lindaliz Araus og Kelly Kulsrud. Að sögn Ásthildar Helgadóttur, leikmanns KR, sem lék með leik- mönnunum í Vanderbilt-háskól- anum í Bandaríkjunum, eru þær báðar mjög öflugir varnarmenn og enginn vafi á að koma þeirra muni hjálpa KR-ingum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og reynast þeim mikil hjálp í Evrópukeppninni sem fram fer í næsta mánuði. Tvær bandarískar til KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.