Morgunblaðið - 29.07.2003, Qupperneq 41
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ 2003 41
FORRÁÐAMENN tyrkneska liðs-
ins Galatasaray eru í sjöunda
himni þessa dagana – eftir að búið
er að selja 40 þúsund ársmiða á
heimaleiki liðsins á aðeins tuttugu
dögum. Það er ekki langt síðan
talið var að liðið myndi leika
heimaleiki sína fyrir framan fá-
mennan hóp áhorfenda, þar sem
byrjað er að rífa heimavöll Gal-
atasaray, Ali Sami Yen, og nýr
leikvangur verður byggður, en
hann á að verða tilbúinn 2005.
Forráðamenn liðsins ákváðu að
taka hinn nýja ólympíuleikvang í
Istanbúl á leigu, en völlurinn tek-
ur 85 þús. áhorfendur í sæti. Þar
sem völlurinn er þónokkuð fyrir
utan borgina – þrjá tíma tekur að
komast til og frá vellinum – voru
menn ekki bjartsýnir á að áhorf-
endur myndu fjölmenna á leikina
þar. Sú hræðsla var óþörf því að
eins og áður sagði seldust 40 þús-
und ársmiðar og reiknað er með
að alls seljist um 50 þúsund þeirra.
Þess má geta til gamans að
fram til þessa hefur Galatasaray
selt um 8 þús. ársmiða á keppn-
istímabili. Það er því greinilegt að
áhuginn á þessu kunnasta liði
Tyrklands hefur aukist mikið.
Galatasaray
hefur selt 40
þúsund ársmiða
BIKARMEISTARAR HK í
handknattleik sigruðu sviss-
neska 2. deildarliðið Lyss,
24:19, í æfingaleik í Digranesi
í fyrrakvöld. Með Lyss leikur
Óskar Elvar Óskarsson, fyrr-
verandi fyrirliði HK, en hann
gekk til liðs við félagið fyrir
síðasta tímabil. Óskar Elvar
var í stóru hlutverki hjá Lyss í
leiknum, skoraði nokkur mörk
og átti fjölda stoðsendinga.
Lyss mætir FH í Kaplakrika í
kvöld kl. 18 en FH-ingurinn
Guðmundur Magnússon þjálf-
aði liðið fyrir nokkrum árum.
HK lagði
lið Óskars
Elvars
FH-ingar hafa náð góðum tökumá Valsmönnum undanfarin ár
og hafa ekki beðið lægri hlut fyrir
þeim í tveimur efstu
deildunum eða bik-
arnum í átta ár.
Þetta var sjötti sig-
urleikur þeirra í röð
gegn Hlíðarendaliðinu. En framan
af virtist slíkt ekki í uppsiglingu.
Valsmenn voru betri aðilinn í fyrri
hálfleik, réðu þá ferðinni á miðjunni
með bræðurna Sigurbjörn og Jó-
hann Hreiðarssyni í aðalhlutverk-
um og vítaspyrna Jóhanns skildi
liðin að í hléi, 1:0. Reyndar var Atli
Viðar Björnsson nærri því að koma
FH yfir úr opnasta færi hálfleiksins
þegar hann slapp innfyrir vörn Vals
hægra megin og renndi boltanum
framhjá Ólafi markverði, en einnig
framhjá markinu. Að öðru leyti
voru það Valsmenn sem ógnuðu og
þeir Kristinn Lárusson og Thomas
Maale voru nálægt því að skora úr
hörkuskotum sem sleiktu mark-
stangir Hafnfirðinga. Forysta Hlíð-
arendaliðsins í hléi var fyllilega
verðskulduð. Ólafur Jóhannesson,
þjálfari FH, var líflegri en allt hans
lið í fyrri hálfleiknum og fór mikinn
á hliðarlínunni. Hafi hálfleiksræðan
verið í takt við þá tilburði hefði ver-
ið fróðlegt að vera fluga á vegg í
búningsklefa FH í leikhléinu. Hvað
svo sem hann sagði við lærisveina
sína þar, hreif það heldur betur.
Þeir mættu í allt öðrum gír til síðari
hálfleiksins, hófu þegar stórsókn og
hún var aðeins þrjár mínútur að
skila jöfnunarmarki frá Jóni Þor-
grími Stefánssyni, 1:1.
FH hélt áfram að sækja en gegn
gangi leiksins kom Hálfdán Gísla-
son Val í 2:1. Það reyndist eina
marktilraun Hlíðarendapilta allan
síðari hálfleikinn, allt þar til á loka-
sekúndunum. FH-ingar létu þetta
mark ekki slá sig út af laginu, þeir
héldu Valsmönnum í heljargreipum
á þeirra vallarhelmingi og Allan
Borgvardt gerði þeim hvað eftir
annað lífið leitt. Það var hann sem
jafnaði metin 18 mínútum fyrir
leikslok, og það var líka Allan sem
skoraði sigurmarkið þegar sex mín-
útur lifðu af leiknum. Valsmenn
hljóta að vera fegnir að þurfa ekki
að mæta honum oftar því Allan var
þeim líka sérlega erfiður í fyrri
leiknum í sumar og skoraði þá í 4:0
sigri FH.
Strax eftir annað markið átti Atli
Viðar hörkuskot í þverslá og í kjöl-
farið skallaði Jón Þorgrímur yfir
Valsmarkið úr dauðafæri. Vals-
menn voru aldrei líklegir til að ná
forystunni í þriðja sinn, hvað þá að
jafna undir lokin, en þeir áttu þó
eina tilraun rétt áður en flautað var
af – Elvar L. Guðjónsson skallaði
úr þröngu færi en varnarmaður
bjargaði með því að skalla í horn.
Allan var að öðrum ólöstuðum
bestur FH-inga í leiknum, geysi-
lega líflegur og leikinn sóknarmað-
ur, og fékk góðan stuðning frá fé-
lögum sínum, Atla Viðari og Jóni
Þorgrími. Sá síðastnefndi hefur
sérstakt lag á að skora gegn sínum
gömlu félögum í Val og gerði það í
þriðja deildaleiknum í röð. Heimir
var öflugur á miðjunni og þegar
meiðsli fóru að þjaka hann um
miðjan seinni hálfleik leysti Baldur
Bett hann af og var feikiduglegur
að vanda. Það var virkilega góður
bragur á FH-ingum í síðari hálf-
leik, en segja má að frammistaða
þeirra í heildina hafi verið svört og
hvít, rétt eins og búningurinn.
Eftir ágætan fyrri hálfleik áttu
Valsmenn hreinlega engin svör við
leik FH-inga eftir hlé. Þeim gekk
illa að halda boltanum, voru sífellt
reknir aftur á sinn vallarhelming á
ný og sjálfstraustið í liðinu fór
þverrandi eftir því sem á leið.
Bræðurnir héldu leik liðsins uppi
ásamt miðvörðunum sterku, Guðna
Rúnari og Ármanni Smára. Ellert
Jón Björnsson var ógnandi á hægri
kantinum í fyrri hálfleik, sem og
Hálfdán í fremstu víglínu, en þeir
duttu nánast alveg út úr leiknum
eftir hlé.
Morgunblaðið/Arnaldur
Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH, og Stefán Helgi Jónsson, varnarmaður Vals, í baráttu um
boltann í leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Hermann Albertsson, FH-ingur, fylgist með.
Allan afgreiddi
Val á Hlíðarenda
FH-ingar eru komnir á lygnan sjó í úrvalsdeildinni eftir sannfærandi
sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í gærkvöld, 3:2. Með þessum úr-
slitum komust þeir í sex stiga fjarlægð frá fallsæti og eru nú aðeins
tveimur stigum frá toppliðunum, sem reyndar eiga leik til góða. En
spili Hafnfirðingarnir áfram eins og þeir gerðu í síðari hálfleiknum í
gær hafa þeir alla burði til að blanda sér í baráttuna í efri hluta
deildarinnar. Valsmenn eru hinsvegar komnir í slæma stöðu við
botninn, þetta var þeirra þriðji tapleikur í röð og eftir ágætan fyrri
hálfleik voru þeir gjörsamlega yfirspilaðir í þeim síðari og eiga
greinilega bullandi fallslag fyrir höndum. Daninn snjalli Allan
Borgvardt var í aðalhlutverki og skoraði tvö síðari mörk Hafnfirð-
inga í leiknum, sigurmarkið þegar sex mínútur voru eftir.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
FÓLK
BIRGIR Már Jónsson sundmaður,
setti nýtt piltamet á Ólympíuhátíð
Evrópuæskunnar í París í gær – varð
ellefti í 100 m skriðsundi á 53,83 sek.
Gamla metið átti Örn Arnarson, 53.91
sek.
FANNEY Björk Tryggvadóttir, ÍR,
bætti eigið meyjamet í stangarstökki
um fimm sentímetra – stökk 3,50 m og
keppir til úrslita í í París í dag.
SIGURBJÖRG Ólafsdóttir, Breiða-
bliki, stökk 5,59 m í langstökki og varð
í 13. sæti.
GRETA Mjöll Samúelsdóttir,
Breiðabliki, hljóp 100 m á 12,68 sek.
Magnús Valgeir Gíslason, Breiða-
bliki, hljóp 100 m á 11,40 sek.
STEFÁN Guðmundsson, Breiða-
bliki, hljóp 1.500 m á 4.06,76 mín. og
Arndís María Einarsdóttir, UMSS,
hljóp 800 m á 2.21,85 mín.
ÞORLEIFUR Árni Björnsson,
handknattleiksmaður úr ÍR, er geng-
inn til liðs við Gróttu/KR. Þorleifur er
21 árs skytta, lék 15 leiki með ÍR í 1.
deild síðasta vetur og skoraði 6 mörk,
og á að baki marga leiki með yngri
landsliðum Íslands.
FINNBOGI Grétar Sigurbjörnsson
hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar-
liðs Fylkis/ÍR í handknattleik kvenna.
Finnbogi Grétar hefur undanfarin ár
verið aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍR.
Andri Úlfarsson leysir hann þar af
hólmi en hann lék með Selfossi í 1.
deildinni síðasta vetur.
RAGNA Ingólfsdóttir féll úr leik á
heimsmeistaramótinu í badminton í
Birmingham á Englandi í gær.
Ragna, sem er Íslandsmeistari í
badminton, er eini Íslendingurinn sem
tók þátt í mótinu en hún er í 44. sæti á
heimslistanum í einliðaleik kvenna.
Ragna tapaði fyrir Judit Meulendijks
frá Hollandi, 2:11 og 4:11 en Meul-
endijks er í 13. sæti á heimslistanum.
ÍVAR Ingimarsson lék seinni hálf-
leikinn með Wolves, nýliðunum í úr-
valsdeildinni, sem fengu hrikalegan
skell gegn utandeildarliðinu More-
cambe um helgina, 6:1. Staðan var
orðin 4:0 þegar Ívar kom til leiks.
Wolves var með sína reyndustu menn,
Paul Ince, Denis Irwin og Oleg
Luzhny, en allt kom fyrir ekki.
BJARNÓLFUR Lárusson, miðju-
maður ÍBV í knattspyrnunni, lék á
dögunum sinn 200. deildaleik á ferl-
inum þegar Eyjamenn lögðu Val, 2:1.
Bjarnólfur hefur leikið 101 deildaleik
fyrir ÍBV og 99 í Bretlandi með Hib-
ernian, Walsall og Scunthorpe.
ÞÓRARINN Kristjánsson lék á
föstudag sinn 100. deildaleik fyrir lið
Keflavíkinga í knattspyrnu er liðið
lagði Breiðablik af velli 3:1.
HEIÐAR Helguson lagði upp annað
marka Watford sem vann QPR, 2:1, í
æfingaleik um helgina.
AUÐUN Helgason átti góðan leik í
vörn Landskrona sem vann Hamm-
arby á útivelli, 1:0, í sænsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.
Adolf til Stjörnunnar
ADOLF Sveinsson gekk í gær til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en
hann hefur verið með Keflvíkingum í sumar en var þar áður í her-
búðum Garðbinga. Stjarnan hefur þá fengið tvo nýja leikmenn til
liðs við sig á stuttum tíma því Calum Bett gekk til liðs við félagið
fyrir stuttu. „Þetta er meðal annars gert til að styrkja hópinn fyrir
næsta tímabil því þeir gerðu báðir tveggja ára samning,“ sagði
Ragnar Gíslason, þjálfari Stjörnunnar, í gærkvöldi.