Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 9 Lokað í dag Góða helgi Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Lokað í dag Góða helgi Engjateigi 5, sími 581 2141. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Lokað í dag Gleðilega fríhelgi LAGNING nýs vegarkafla um Klettsháls á Vestfjarðavegi, gengur mun hraðar en verkáætlun segir til um. Nú þegar er búið að leggja bundið slitlag á 7,5 km og undirbúa lagningu slitlags á 16 km kafla til viðbótar. Áætlað var að ljúka lagn- ingu slitlags á 8 km í sumar. Kristinn Lyngmo, eftirlitsmaður framkvæmdasviðs Vegagerðar- innar á Vestfjörðum, segir engin óvænt vandamál hafa komið upp og verkið gangi mjög vel. Hann segir nýja vegarkaflann um Klettsháls vera 19,2 km en tvö verk hafi bæst við í kjölfar þess að ríkisstjórnin ákvað að flýta vegaframkvæmdum í febrúar sl. Þá hafi verið ákveðið að leggja slitlag á 3,3 km í Kollafirði og 5,6 km í Vattarfirði. Þessir vega- kaflar tengjast sitt hvorum megin við veginn yfir Klettsháls. Á leiðinni verður ný brú byggð yfir Múlaá í Kollafirði. Áætluð verklok eru í september og október á næsta ári og verður þá hægt að keyra 28 km á nýjum vegar- kafla frá Eyri í Kollafirði, yfir Klettsháls, um Skálmarfjörð og í Vattarfjörð. Kristinn segir veginn oft á tíðum grófan en ávallt sé reynt að hafa þá kafla stutta. Verkinu er skipt niður í svæði en í sumar var óvenjulega langur vegakafli slæmur þar sem uppbygging vegarins var ekki skipt eins mikið niður og reiknað var með. Þar að auki ollu þurrkar því að fínni möl hreinlega fauk af veginum. Það er Fylling ehf. á Hólmavík sem er verktaki Vegagerðarinnar við lagningu vegarins. Kostnaður- inn við fyllinguna nemur tæpum 400 milljónum króna. Nýr vegur um Klettsháls Fjöldi vörubíla keyrir fyllingu í veginn í botni Kollafjarðar. MAÐUR á fimmtugsaldri var stöðvaður skammt frá Kringlunni rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt eftir skrautlega ökuferð um bæinn. Ævintýrið hófst með því að hann ók á grindverk á Laugavegi og skildi þar eftir stuðarann, en endaði ökuferðina er hann ók á ljósastaur við aðrein að Kringlunni frá Miklu- braut. Maðurinn var á leið í austurátt á Laugavegi en á móts við bílaum- boðið Heklu varð grindverk í vegi hans svo stuðarinn varð eftir á göt- unni. Hann hélt þó ótrauður áfram, en á röngum vegarhelmingi. Maðurinn ók því næst í átt að Miklubraut. Lögregla hafði þá fengið fregnir af ferðalaginu og var skammt undan. Ferðalag mannsins endaði sem fyrr segir er hann ók á ljósastaur á Miklubraut. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Ók á ljósastaur ENN er verið að draga stórlaxa á þurrt úr íslenskum ám þessa dag- ana. Tveir Fransmenn sem voru í sex daga í Svalbarðsá og luku veið- um í vikulokin voru með 40 laxa, þar af þrjá sem voru að sögn Jörundar Markússonar yfir 18 pund. Sá stærsti þeirra var mældur ná- kvæmlega 103 sentimetrar og þeir frönsku slógu á hann 22 pundum, en hann hefði getað verið þyngri því þeir sögðu hann hafa verið gífurlega sveran. Hinir tveir stórlaxarnir voru fast að meterslangir og örugglega yfir 18 pundum og kannski 20 pund. Flestir þessara fjörutíu laxa þeirra félaga voru stórir tveggja ára fiskar, 12 til 16 pund, en í lok vikunnar hjá þeim fengu þeir nokkra nýja smá- laxa. Þarna voru komnir 122 laxar á land úr ánni sem er frábært, því það sem talinn hefur verið besti veiðitím- inn er núna rétt að fara í hönd,“ bætti Jörundur við. Reytingur í Breiðdalnum Að sögn Þrastar Elliðasonar hefur verið reytingsveiði í Breiðdalsá og aðeins farið að bóla á smálaxa- göngum sem beðið hefur verið eftir. Um 60 laxar hafa veiðst í sumar, flestir stórir og allt að 18 og 19 punda þeir stærstu. Besti tíminn í ánni er nú að renna upp. Sjóbleikju- veiði hefur á heildina litið verið afar góð og mjög vænir fiskar í bland í aflanum. Bleikjan veiddist framan af nær eingöngu á gamla silungasvæð- inu, en er nú farin að ganga fram ána og veiðast víða ofar. Nýi vaka- teljarinn í Efri-Beljanda hefur talið hátt í þrjátíu laxa og fyrstu laxarnir ofan teljara hafa þegar veiðst. Þröst- ur bætti við að Laxá í Nesjum, ná- lægt Höfn í Hornafirði, væri að glæðast, þar hefðu átta laxar verið komnir á land í vikulokin og vatns- hæð orðin góð eftir miður góð skil- yrði oft og tíðum framan af sumri. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Martin Wickens og kona hans Gis- ela Burg veiddu sína fyrstu laxa í Miðfjarðará fyrir nokkrum dögum. 22 punda úr Svalbarðsá UM 42% þjóðarinnar eru hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) ef marka má nýja könnun Þjóðarpúls Gallups. Hefur stuðningurinn við ESB-aðild aukist nokkuð frá því Gall- up spurði um þetta í febrúar en þá sögðust 36% vera hlynnt aðild. Skv. nýju könnun Gallups eru 40% á móti aðild Íslands að ESB en í febr- úar voru 48% andvíg aðild. Þá eru tæplega 19% hvorki hlynnt né andvíg ESB-aðild, skv. nýju könnuninni, en í febrúar var þessi tala um 16%. Könnun Gallups var símakönnun dagana 9. til 22. júlí sl. Úrtakið var 1.135 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Það var valið með tilviljun úr þjóðskrá og var svarhlutfallið 66%. Skólaganga hefur áhrif á viðhorf til aðildar Skv. könnuninni eru karlar andvíg- ari ESB-aðild en konur, þar sem 44% karla eru andvíg aðild á móti 35% kvenna. Þá er yngra fólk hlynntara aðild en þeir sem eldri eru. Um 45% fólks á aldrinum 18 til 44 ára eru hlynnt aðild á móti 37% fólks á aldr- inum 45 til 75 ára. Einnig kemur fram að því lengri skólagöngu sem fólk hefur því hlynnt- ara er það aðild að ESB. Þannig eru 48% þeirra sem hafa lokið háskóla- prófi hlynnt aðild en 40% þeirra sem hafa ekki farið í skóla að loknum grunnskóla. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru einnig hlynntari aðild en þeir sem búa á landsbyggðinni; um 45% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru hlynnt aðild á móti 37% þeirra sem búa í dreifbýli. Mest fylgi meðal samfylkingarmanna Skv. könnuninni er stuðningsfólk Samfylkingarinnar hlynntara aðild að ESB en fylgismenn annarra stjórn- málaflokka. Þannig eru 63% stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar hlynnt aðild að ESB á sama tíma og 33 til 36% fylgismanna annarra flokka eru hlynnt aðild. Í könnuninni var einnig spurt um helstu kosti og galla aðildar að ESB. Ríflega 57% svarenda nefndu galla við aðild og 55% nefndu kosti. Þeir sem nefndu kosti nefndu oftar fleiri en einn kost en þeir sem nefndu galla nefndu oftast eitt mál. Helstu gallar aðildar voru taldir tengjast stefnu sambandsins í sjávar- útvegsmálum; nærri helmingur þeirra sem nefndi einhvern galla nefndu fiskimiðin, kvótann og sjávar- útveginn. Um fjórðungur taldi að Ís- land myndi missa sjálfstæði eða sjálf- ræði og 11% töldu að þjóðin væri of smá til að hafa einhver áhrif innan ESB. Helstu kostir við aðild að ESB voru taldir tengjast betra aðgengi að mörkuðum og lækkun tolla; um 30% þeirra sem nefndu einhverja kosti nefndu verslun og viðskipti. Um 19% töldu hag í að vera hluti af alþjóðlegri heild eða að vera hluti af Evrópu og um 16% nefndu evruna eða að hafa einn gjaldmiðil. Viðhorfskönnun Þjóðarpúls Gallups 42% eru hlynnt aðild að ESB STJÓRN Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvet- ur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að standa að nauðsynlegum laga- breytingum á næsta þingi til að tryggja að fjárhagsupplýsingar borgaranna verði framvegis ekki gerðar opinberar í álagningar- og skattskrám. Var þingmönnum sent bréf þar sem þetta var ítrekað. „Í gær [fimmtudag] upplýstu skattstjórar hversu há opinber gjöld hver og einn Íslendingur greiddi á síðasta ári með því að leggja fram álagningarskrá. Jafnframt útbjó starfsfólk embætta skattstjóra lista, þar sem hæstu greiðendur opinberra gjalda í hverju skattumdæmi var raðað upp, og sendu til fjölmiðla. Stjórn Heimdallar bendir á að samkvæmt skattalögum skuli skatt- stjórar semja og leggja fram til sýnis álagningarskrá fyrir hvert sveitarfé- lag í umdæminu þar sem skattar hvers gjaldanda eru tilgreindir og hafa verið lagðir samkvæmt lögum. Bent er á að í stjórnmálaályktun síðasta aðalfundar Heimdallar er áréttað að fjármál borgaranna eru einkamál þeirra og mikilvægt að Al- þingi komi í veg fyrir með lagabreyt- ingu að einstaklingar komist í álagn- ingarskrár annarra. Þá var jafnframt ályktað um málið á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins: „Landsfundur vekur athygli á því að þrátt fyrir nauðsyn á öflun, skrán- ingu og vörslu upplýsinga verði að virða friðhelgi einkalífs. Landsfund- ur leggur því til að opinber birting álagningar- og skattskráa verði lögð af,“ segir í frétt frá Heimdalli. Heimdallur skorar á þingmenn Vilja hætta birtingu álagningarskráa DYNKUR í Þjórsá er sjónarspil og þó ekki sýnist mikið vatn í honum á þessari mynd sem tekin var á sunnudaginn þá er það þó um 400 m3/sek. Fossinn fellur í stöllum samtals um 36 metra og leynir rennslinu sem að stórum hluta hefur grafið sér rennu með vesturlandinu. Þetta eru ekki ósvipuð örlög og Dettifoss hefur búið sér. Morgunblaðið/BFH Dynkur í Þjórsá RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja starf- semi Alþjóðakennslanefndarinnar í Bosníu um 1,5 milljónir króna en Eva Klonowski réttarmeinafræð- ingur starfar með nefndinni. Ríkis- stjórnin hefur styrkt starf nefnd- arinnar með fjárframlögum undanfarin fjögur ár og er upp- hæðin nú svipuð í Bandaríkjadöl- um og verið hefur. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er framlag ríkisstjórnar Íslands til komið vegna þeirrar aðstoðar sem ríkis- stjórnin á sínum tíma hét til upp- byggingar og starfa á þessu land- svæði eftir borgarastyrjöldina, en starf Alþjóðakennslanefndarinnar í Bosníu snýst um að bera kennsl á jarðneskar leifar sem fundist hafa í fjöldagröfum eftir styrjöldina þar. Styrkja starf Alþjóða- kennslanefndarinnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.