Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 53

Morgunblaðið - 02.08.2003, Page 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 53 FÓLK  SIGURÐUR Örn Jónsson, varnar- maður KR, er hættur að leika knatt- spyrnu vegna þrálátra meiðsla. Sig- urður hefur verið meiddur frá 2000.  TÖLVUKERFIÐ sem hefur að geyma leikmenn liða í efstu deild kallaði Lee Sharpe fram og gaf hon- um gult spjald í leik Fram og Grinda- víkur. Hið rétta er að það var Jerry Brown sem fékk spjaldið, en hann kom í leikmannahóp Grindavíkur í stað Sharpe.  JERZY Dudek, markvörður Liver- pool, bjargaði liðinu frá tapi í leik gegn Ajax í Amsterdammótinu í gærkvöldi, 0:0. Hann varði oft mjög vel í leiknum. Harry Kewell lék á ný með Liverpool. Inter Mílanó lagði Galatasaray að velli í mótinu, 3:0.  PATRICK Viera, fyrirliði Arsenal, er ánægður hjá liðinu og vill vera áfram hjá félaginu en hann hefur ver- ið orðaður við mörg lið í sumar. Viera hefur átt í samningaviðræðum við Arsenal um nýjan samning en núver- andi samningur hans rennur út eftir næsta tímabil. Forráðamenn Arsen- al hafa verið smeykir um að Viera fari frítt frá félaginu næsta sumar en nú lítur út fyrir að Frakkinn snjalli skrifi fljótlega undir samning.  BAYERN München er að gefast upp á að kaupa hollenska sóknar- manninn Roy Makaay frá Deportivo La Coruna. Makaay vill ólmur ganga til liðs við þýsku meistarana en München er ekki tilbúið að greiða jafnmikið fyrir Makaay og spænska félagið fer fram á.  VITTORIO Chiusano, forseti Juv- entus, dó á fimmtudag á stúkrahúsi í Tórínó, daginn fyrir 75 ára afmæl- isdag sinn. Mikil sorg ríkir í Tórínó og var t.d. einnar mín. þögn fyrir leik Juventus og Man. Utd. til að minnast Chiusano, sem tók við forsetaemb- ættinu 1990.  GUY Thys, fyrrverandi landsliðs- þjálfari Belgíu, dó í gær eftir erfið veikindi. Hann var 80 ára.  STEFFEN Iversen skrifaði undir eins árs samning við Wolves í gær.  VRATISLAV Gresko hefur gert þriggja ára samning við Blackburn. Hann lék með liðinu í fimm mánuði á síðasta tímabili en hann var í láni frá Parma. Blackburn þarf að borga Parma um 1,5 milljónir íslenskra króna fyrir Gresko en hann er varn- armaður og fastamaður í landsliði Slóvakíu.  FRANSKI bakvörðurinn Jerome Bonnissel, 30 ára, gerði tveggja ára samning við Fulham í gær, en hann var leikmaður Bordeaux. Bonnissel lék sem lánsmaður með Glasgow Rangers um tíma sl. keppnistímabil.  ALÞJÓÐAFIMLEIKASAM- BANDIÐ hefur ákveðið að svipta Spánverjann Gervasio Deferr silfur- verðlaunum sem hann vann á heims- meistaramótinu í fyrra fyrir að neyta kannabisefna.  Tveir íslenskir landsliðsmenn leika í Þýskalandi – bræðurnir Þórður og Bjarni Guðjónssynir eru í herbúðum Bochum, sem hef- ur fengið gælunafnið „lyftarinn“ vegna þess hvað liðið hefur oft far- ið upp og niður á milli deilda. Liðið lék skemmtilega sóknarknatt- spyrnu sl. keppnistímabil og skor- aði mikið af mörkum. Marksækn- astur var Thomas Christiansen, sem er farinn til Hannover.  Klaus Augenthaler, þjálfari Bayer Leverkusen, á erfitt verk- efni fyrir höndum – að koma liðinu upp úr þeim öldudal sem það féll í sl. keppnistímabil.  Borussia Mönchengladbach, lið- ið gamalkunna, á í fjárhagserfið- leikum. Ekki náðist að safna pen- ingum til að kaupa Finnann Mikael Forssell, sem er farinn aftur til Chelsea. Róðurinn verður erfiður hjá liðinu, sem fékk aðeins sjö stig á útivöllum sl. keppnistímabil.  Nýliðarnir frá Köln, annað gam- alfrægt lið í Þýskalandi, verða einnig í erfiðleikum. Þjálfarinn Friedhelm Funkel hefur fengið til liðs við sig tvo nýja varnarmenn, Jörg Heinrich og Mustafa Dogan, og leikskipulag verður án efa 4-5-1 með nýjan leikmann, Marius Ebb- ers, einan í fremstu víglínu.  Frankfurt, sem kom upp í efstu deild á nýju, er spurningamerki eins og Köln. Þetta fornfæga lið flaggar ekki hópi af Brasilíumönn- um, en teflir aftur á móti fram þremur Albönum – varnarmann- inum Geri Cipi, miðjumönnunum Ervin Skela og Mehmet Drag- usha. Þjálfarinn Willi Reimann mun strax sjá hvar hans menn standa, þar sem þeir spreyta sig gegn Bæjurum í fyrsta leik.  Frá Svartaskógi koma nýliðarn- ir frá Freiburg undir stjórn Volk- er Finke, sem hefur verið þjálfari liðsins síðan 1991. Hann setti met í Þýskalandi þegar hann kom upp í efstu deild með lið sitt í þriðja skipti í sumarbyrjun. Hann segist ekki vera með neinar stórstjörnur, en leikmenn sem hafa mikinn metnað að halda sæti liðsins í efstu deild. Fjögurra manna varnarlína Freiburgarliðsins var sú sterkasta í 2. deild sl. keppnistímabil, en það er næsta víst að leikmennirnir fá miklu meira að gera í vetur.  Austurríkismaðurinn Kurt Jara mun stýra Hamburger SV. Arg- entínumennirnir Bernardo Romeo og Rodolfo Cardoso leika aðalhlut- verkin hjá liðinu, sem hefur fengið miðjumanninn Stefan Beinlich frá Herthu Berlín.  Hannover hefur misst marka- hrókinn Fredi Bobic, en fengið í staðinn Thomas Christiansen frá Bochum. Þá hefur tékkneski miðjumaðurinn Jan Simak komið á ný til liðsins, eftir að hafa upplifað martröð hjá Bayer Leverkusen. Þjálfarinn Ralf Rangnick er viss um að Simak nái sér á strik á ný og eigi eftir að mata Christiansen með frábærum sendingum.  Hansa Rostock er eina liðið sem kemur frá „austrinu.“ Liðið hefur ekki náð ofar en tólfta sæti síðustu fimm keppnistímabil. Vonir eru bundnar við að miðherjinn Martin Max, markakóngur 1. deildar 2000 og 2002, sem kom frá 1860 München, geti lyft liðinu ofar.  Eyjólfur Sverrisson er farinn frá Herthu Berlín, en hann lék lít- ið með liðinu sl. keppnistímabil. Til liðsins eru komnir miðjumaðurinn frá Króatíu, Niko Kovac, pólski framherjinn Artur Wichniarek og gamli refurinn Fredi Bobic. Bras- ilíumaðurinn Alex Alves er farinn á ný til heimahaga, en landi hans Luizao er enn í Berlín.  Belgíumaðurinn Erik Gerets, sem lék með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Standerd Liege á árum áður, hefur ekki fengið peninga til að kaupa nýja leikmenn til Kaisers- lautern. Miroslav Klose er sá leik- maður liðsins sem verður mest í sviðsljósinu. Í gær gekk miðjumað- urtinn Steffen Freund, sem lék með Tottenham, til liðs við liðið og mun hann taka stöðu Ciriaco Sforza, sem er meiddur.  1860 München hefur fengið til sín einn besta markvörð Þýska- lands, Simon Jentzsch, sem kom til liðsins frá Wolfsburg. Ekki veitir af, þar sem liðið fékk mikið af mörkum á sig sl. vetur. Aftur á móti er Münchenarliðið með unga og stórefnilega sókn- ardúett – Þjóðverjana Benjamin Lauth og Markus Schroth.  Schalke mætir til leiks undir stjórn Jupp Heynckes, fyrrverandi landsliðsmann, sem stjórnaði Real Madrid til sigurs í Evrópukeppn- inni 1998. Hann stefnir að því að verða í einu af fimm efstu sæt- unum. Belgíumaðurinn Emile Mpenza og Daninn Ebbe Sand eru hættu- legustu menn liðsins.  Werder Bremen hefur alltaf verið ofarlega og bíða margir eftir að leikmenn liðsins nái sér aftur á strik. Werder byrjaði afar illa sl. keppnistímabil. Hollenski varnar- maðurinn Frank Verlaat er farinn til Austria Vín, en áfram verður í sviðsljósinu miðvallarleikmaðurinn frá Frakklandi, Johan Micoud, sem mun stjórna leik liðsins og nýr leikmaður er tyrkneski miðju- maðurinn Umit Davala. Fremstur verður Brasilíumaðurinn Ailton, einn hættulegasti sóknarmaður Þýskalands. Þjálfarinn Thomas Schaaf hefur trú á því að Ailton og Grikkinn Angelos Charisteas, sem leikur við hlið hans, eigi eftir að láta mikið að sér kveða.  Wolfsburg, sem er styrkt af Volkswagen-bílaverksmiðjunum, vonast eftir að vera ofar en um miðja deild. Þó svo að markvörð- urinn Simon Jentzsch og varnar- manninn Mirko Hrgovic, frá Bosn- íu, séu farnir. Nýr þjálfari er kominn á svæðið – Jürgen Röber, sem var hjá Herthu. Hann vonar að lið sitt nái sér á ferðina, verði ekki úti að aka. Röber er að leita eftir miðjumanni til að styrkja lið sitt. Tveir Íslend- ingar verða í sviðsljósinu BAYERN og Frankfurt léku upp- hafsleikinn í Þýskalandi í gær- kvöldi, en í dag verða þessar við- ureignir: Wolfsburg - Bochum, Kaiserslautern - 1860 München, Hertha Berlín - Werder Bremen, Bayer Leverkusen - Freiburg, Hamburger SV - Hannover, Schalke - Borussia Dortmund. Á morgun mætast Borussia Mönchengladbach - Köln og Hansa Rostock - Stuttgart. Fyrstu leikirnir í Þýskalandi BAYERN München byrjaði tit- ilvörn sína í gærkvöldi með sigri á Frankfurt fyrir framan 63 þús. áhorfendur á Ólympíu- leikvanginum í München, 3:1. Það var Brasilíumaðurinn Ze Roberto sem opnaði leikinn með fyrsta markinu á 16. mín., án þess að Oka Nikolov, mark- vörður Frankfurt, kæmi vörn- um við. Stuttu síðar bætti hinn litli Bosníumaður Hasan Sal- ihamidzic marki við eftir send- ingu frá Sebastian Deisler. Það var svo Claudio Pizarro sem gulltryggði sigurinn á 42. mín. Bæjarar settu handbrems- una á í seinni hálfleik, tóku líf- inu með stakri ró. Þá skoraði Skela fyrir gestina. Sigur hjá Bæjurum ÍSLENSKU sóknarleikmennirnir í knattspyrnu Helgi Sigurðsson og Jóhann B. Guðmundsson hafa til- kynnt forráðamönnum norska liðsins Lyn að þeir leiki ekki með liðinu eftir að samningur þeirra við það rennur út næsta sumar. Ekkert hefur gengið hjá Lyn, sem Teitur Þórðarson þjálfar, að undanförnu og er ætla fjórir aðr- ir leikmenn að feta í fótspor Helga og Jóhanns – Per Egil Swift, Frode Hansen, Thomas André Ødegaard og Kristian On- stad, sem verða einnig með lausa samninga næsta sumar. Teitur sagði í sjónvarpsviðtali í Noregi í gær, að aðeins þeir Helgi og Jóhann hefðu tilkynnt stjórn Lyn að þeir ætla ekki að vera áfram eftir að samningar þeirra renna út. Þó að Lyn, sem tapaði á heima- velli fyrir Bodö/Glimt í vikunni, 2:1, sé í neðri hluta norsku 1. deildarinnar með 16 stig eftir fimmtán leiki, segir Teitur að hann sé ekki farinn að örvænta. „Ég hef trú á mínum mönnum og tel að við förum fljótlega að rétta úr kútnum.“ Það er ekki hægt að segja að þeir Helgi og Jóhann B. hafi verið á skotskónum í norsku deildinni – Helgi hefur skorað þrjú mörk, Jó- hann eitt; af 19 mörkum Lyn. Helgi og Jóhann B. fara frá Lyn Reuters Tim Wiese, markvörður Kaiserslautern, horfir á eftir knettinum í netið hjá sér, eftir að Mich- ael Ballack sendi hann þangað í bikarúrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.