Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 6
HÉRAÐSDÓMUR Suður- lands hefur veitt Kaupfélagi Árnesinga áframhaldandi greiðslustöðvun til 31. október nk. Á kröfuhafafundi með lána- drottnum félagsins 28. júlí sl. var því lýst yfir að sótt yrði um áframhald greiðslustöðvunar sem staðið hefur síðan 14. júlí, en kaupfélagið á í miklum fjár- hagsvandræðum. Á greiðslu- stöðvunartíma verður unnið að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu félagsins og leitað nauða- samninga við lánadrottna. KÁ skuldar 320 milljónir umfram eignir. Starfsemi félagsins verður með óbreyttum hætti á greiðslustöðvunartíma. Áframhald- andi greiðslu- stöðvun FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is Eldhúsinnréttingar • Innihurðir Baðinnréttingar • Fataskápar I n n r é t t i n g a r • Fjölbreytt úrval innréttinga. • Verð við allra hæfi. • Hönnun og ráðgjöf. FERÐAKORT Landmælinga Ís- lands 1 til 3 sem út komu hjá stofn- uninni í ár og fyrra voru gagnrýnd í grein eftir Ágúst H. Bjarnason sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Í grein sinni segir Ágúst að óná- kvæmni gæti í merkingum, bæjar- nöfn hafi skolast til, hæðartölum við jökla sé sleppt og skil á milli sveitar- félaga sé hvergi að finna, svo dæmi séu nefnd. Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, seg- ir útilokað að birta allar upplýsingar á ferðakortum af stóru svæði á jafn litlum mælikvarða. Farið verði yfir athugasemdir Ágústar. Ágúst tiltekur fjölmörg dæmi um það sem hann telur að betur hefði mátt fara við vinnslu kortanna. „Þarna eru hlutir sem eru réttir“ Magnús Guðmundsson segir gagnrýni Ágústar á nýju ferðakortin vera persónulegt mat greinarhöf- undar sem litið verði til við endur- skoðun á kortinu, eins og gildi um allar athugasemdir sem birtast Landmælingum Íslands. „Það eru þarna hlutir sem eru réttir sem við að sjálfsögðu munum taka tillit til,“ segir Magnús, sem segir það ánægjuefni að fjallað sé um kort Landmælinga Íslands á listasíðum Morgunblaðsins. Hann segir athugasemdir vegna kortanna hafa verið fáar og t.d. hafi einungis 20 athugasemdir borist í tengslum við gerð fyrsta kortsins af þremur sem kom út á síðasta ári. Mikil og góð viðbrögð hafi al- mennt komið frá ferðafólki með nýju kortin. „Þessi kort eru sérstaklega sniðin að þörfum ferðamanna, sér- staklega þeirra sem ferðast um á bílum og fólk hefur verið ánægt með nýju þjónustuupplýsingarnar og líka mjög ánægt með kortblaðaskipt- inguna, þ.e. að nú eru þrjú kort í staðinn fyrir níu áður. Þessi nýju kort leysa raunveru- lega af hólmi tiltölulega gömul kort sem byggja á grunni sem er allt að 50 ára gamall. Og við höfum unnið töluvert mikla þróunarvinnu í þessu verkefni og stærsta skrefið var að nú eru kortin algerlega unnin staf- rænt sem gerir allar breytingar miklu fljótlegri,“ segir Magnús. Hann segir útilokað að birta allt sem menn langi til, kortagerðar- menn Landmælinga Íslands þurfi að velja og hafna því hér sé um ferða- kort að ræða sem sýni stórt svæði í litlum mælikvarða. Um 15–16 þús- und örnefni og merkingar er að finna í kortunum, að hans sögn. Magnús segir nánast ómögulegt að gefa út villulaust skjal af þessari stærðargráðu með jafn miklum upp- lýsingum, það hafi engum tekist fram á þennan dag. Hann segir jafnframt að starfs- menn Landmælinga Íslands viti ekki um villur á kortunum sem skaði eða séu ferðamönnum hættulegar „og við fögnum því ef fólk skilar inn athugasemdum við kortin, það er aðferð sem er notuð um allan heim, þ.e. að ferðamenn eru í rauninni bestu endurskoðendur kortanna“. Magnús vill benda fólki á sem sér í kortunum eitthvað sem betur mætti fara að senda stofnuninni tölvupóst á netfangið: www.lmi- @lmi.is. Forstjóri Landmælinga Íslands um gagnrýni á ný ferðakort Útilokað að birta allar upplýsingar ÞAÐ ríkti stormandi sigurstemning meðal Íslendinga á heimsmeistara- mótinu í Herning þegar Jóhann R. Skúlason og Snarpur frá Kjartans- stöðum skutust í efsta sætið í tölt- keppninni með góðu forskoti á næsta keppanda sem var hinn vinsæli Norð- maður Stian Pedersen sem keppir á Jarli frá Miðkrika. Var Jóhann með 8,97 en sá norski með 8,57. Jóhann og snarpur voru með frábærlega góða sýningu og var þeim langt í frá ofgef- ið og töldu margir að við hæfi hefði verið að fara yfir níuna. Þessi árang- ur léttir mjög á liðsandanum en í gærkvöldi afskráði Sigurður Sæ- mundsson landsliðseinvaldur Jóhann og Snarp úr B-úrslitum í fjórgangi og eru mestar líkur á að Daníel Ingi Smárason mæti í stað hans í úrslitin en þeir voru í ellefta sæti. Með þessu er verið að spara Snarp fyrir átökin í töltúrslitunum og veitir ekki af því hann varð fyrir óhappi eftir keppnina í dag þegar hann steig á reiðhjól og festist í því og meiddist lítillega en talið er að það muni ekki há honum á sunnudag. Sænska stúlkan Alexandra Mont- an er í þriðja sæti á Braga frá Allen- bach með 8,33 en Hafliði Halldórsson og Ásdís frá Lækjarbotnum eru í fjórða sæti og Jolly Schrenk, Þýska- land, á Laxnesi von Störtal er í fimmta sæti með 8,00. Sá keppinaut- ur sem Íslendingar höfðu óttast mest, Karly Zingsheim á Dökkva frá Mosfelli, hafnaði í sjötta sæti og þarf því að fara í B-úrslit. Varð Karly fyrir því óhappi að missa skeifu undan Dökkva skömmu eftir að þeir skiptu yfir á yfirferðartölt. Telja verður lík- legt að þeir muni sigra í B-úrslitun- um og þá er það spurningin hversu mikið þeir eiga inni vegna skeifna- missisins. Ekki gekk nógu vel í skeiðinu hjá Íslendingum en bestum tíma þeirra náði Svanhvít Kristjánsdóttir á Sif frá Hávarðarkoti 22,04 sek. og er hún í fjórða sæti. Sveinn Ragnarsson er í sjötta sæti á Skjóna frá Hofi á 23,12 sek. En Hersir frá Hvítárholti lá ekki hjá Guðmundi Einarssyni en þeir fá einn aukasprett í dag þar sem tíma- tökubúnaður bilaði í fyrri sprett hjá þeim. Það eru hins vegar Svíarnir og nafnarnir Magnús Skúlason á Mjölni frá Dalbæ og Magnus Lindquist á Þór frá Kalvsvik sem tróna á toppn- um Skúlason á 21,56 sek. en Lind- quist á 21,68 sek. Seinni sprettir verða farnir í dag. Sigurður Sæmundsson liðsstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi góða frammistaða hefði vissu- lega stórlétt andrúmsloftið. Taldi hann að nú sæist hilla í þrenn gull- verðlaun auk tvennra gullverðlauna hjá ungmennum. Átti hann þá við sig- ur í tölti og fimmgangi og 100 metra flugskeiði. Hann taldi mjög erfitt að eiga við Svíana í 250 metrunum og eins væri þetta illvinnanlegt í fjór- gangnum en ekki taldi hann útilokað að Tómas Örn Snorrason gæti hugs- anlega unnið slaktaumatöltið og þar með yrðu gullverðlaunin fjögur. Ljóst er að Íslendingar eiga ekki möguleika á sigri í samanlögðum stigum. Þar er Stian Pedersen nú þegar búinn að sigra fjórgangsmegin og vísast ætti Johan Häggberg tryggan sigur á fimmgangsvængnum eftir ævintýralegar tölur. Þá taldi Sigurður að Eyjólfur myndi láta kné fylgja kviði í fimmgangi og vinna ungmennagullið þar. Frekari fréttir er að finna á mbl.is. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum í Herning Tímamótatöltsýning hjá Jóhanni og Snarpi Herning. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Vakri Jóhann Skúlason á Snarpi frá Kjartansstöðum er efstur í töltinu. LÖGREGLAN í Reykjavík hefur síðustu daga lagt sérstaka áherslu á að leita að fíkniefnum í pósti sem fer út á landsbyggðina og á Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýri og á Reykjavíkurflugvelli. Karl Steinar Valsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn segir að sex fíkniefnahundar hafi veri notaðir við leit að fíkniefnum en þeir hafi engin fíkniefni fundið. „Við höfum verið að finna fíkniefni í öðrum leitum, sem talið er líklegt að hafi verið ætluð til neyslu um helgina, en við leit á þessum stöðum höf- um við ekkert fundið,“ segir hann. Hann segist vonast til þess að umræða um fíkniefnavanda að undanförnu hafi verið fyrirbyggj- andi og að öflugt eftirlit lögreglu á sýnilegum stöðum hafi letjandi áhrif á neyslu þessara efna. Morgunblaðið/Júlíus Þorsteinn Hraundal lögreglumaður skoðar farangur ferðamanns á BSÍ í gær. Eitthvað pirraði farangur ferðalangans þefskyn lögregluhunds. Allt var þó með felldu og ekkert ólöglegt fannst. Leitað að fíkniefnum THOMAS Möller hefur ákveðið að víkja sæti í stjórn Landssíma Íslands hf. á meðan rannsókn á meintu samráði olíufélaganna stendur yfir. Thomas hóf störf hjá Olís - Olíuverslun Íslands hf. árið 1993 en lét af störfum í maí 2002. Síðustu árin hjá Olís gegndi hann starfi fram- kvæmdastjóra markaðssviðs þjónustustöðva Olís. Thomas tók sæti í stjórn Símans 11. mars 2002. Thomas tilkynnti stjórnarfor- manni Símans, Rannveigu Rist, þessa ákvörðun sína í gær. „Á þessu stigi málsins tel ég þetta rétta ákvörðun hjá mér,“ sagði Thomas þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Að sögn Rannveigar mun Sig- ríður Finsen, varamaður í stjórn Símans, taka sæti Thomasar. Víkur sæti í stjórn Símans Thomas MöllerUM 65% landsmanna eru hlynnt veru bandaríska hersins á Íslandi og um 71% eru hlynnt veru Íslands í NATO (Atlantshafsbandalaginu), ef marka má niðurstöður nýrrar könn- unar Þjóðarpúls Gallups. Þetta er svipuð niðurstaða og fram kom í sambærilegri könnun Gallup í októ- ber 2001. Þá voru 67% hlynnt veru bandaríska hersins á Íslandi og 74% hlynnt veru Íslands í NATO. Karlar hlynntari hernum Könnun Gallups var símakönnun dagana 9. til 22. júlí sl. Úrtakið var 1.135 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Það var valið með tilviljun úr þjóð- skrá og var svarhlutfallið 66%. Skv. könnuninni eru karlar hlynntari veru hersins hér á landi en konur; um 78% karla eru hlynnt veru hersins á móti 63% kvenna. Þá er fólk á aldrinum 25 til 44 ára hlynnt- ara veru hersins hér á landi en fólk í yngri og eldri aldurshópum. Í könnuninni kemur einnig fram að stuðningsmenn ríkisstjórnar- flokkanna eru hlynntari veru hersins og aðild Íslands að NATO en fylg- ismenn annarra flokka. Um 65% segjast hlynnt veru hersins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.