Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 37
ur var og fengið að starfa með hon- um í mörg ár. Farinn er kærleiks- ríkur og heill vinur. Ver hjá mér, Herra, dagur óðum dvín, nú dimman vex, ó, komdu nú til mín. Og þegar enga hjálp er hér að fá, þú, hjálparlausra líknin, vert mér hjá. Ó, birstu mér, er bresta augun mín, og bentu mér í gegnum húm til þín, þá ljómar dagur, líða myrkrin frá. Í lífi’ og dauða, Jesús, vert mér hjá. (Þýð. Friðrik Friðriksson.) Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja eiginkonu hans, Ingi- björgu Jóelsdóttur, börn þeirra og barnabörn. Helgi Elíasson. Drengi nefndu forðum fróðir, frjálsa menn, er reyndust góðir og að gæðum uxu og dáð … Þannig lagði í ljóði fyrir drengina sína vinurinn kæri, sr. Friðrik, út af orðum forfeðranna: „Drengir eru góðir menn og batnandi.“ Og níræð- ur á hann að hafa sagt í glettnum róm: „Nú fer að verða gaman að lifa, þegar maður er að byrja að komast til þroska.“ Og á sinn sérstaka hátt fékk hann okkur unga drengi til að hugleiða orð Ritningarinnar um Jesú 12 ára þar sem segir: Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum … (Lúk. 2, 52.) Nú hefur einn af eldri drengjum séra Friðriks verið kallaður heim í himin Guðs. Við erum mörg, sem söknum hans sárt, en gleðjumst samt yfir að hann skuli nú „leystur þrautunum frá“ og látum okkur hlakka til endurfundanna í „lysti- garði Drottins“, sem sr. Hallgrímur nefnir svo í erfiljóði um litlu Stein- unni sína. Er hugur minn nú dvelur hjá hinum heimkallaða bróður og falslausa vini í meira en sjötíu ár, þá taka minningar að tala svo margar og góðar, að mér verður hugsað til orðanna hjá Jóh. 21:25 um allt það sem „veröldin mundi ekki rúma“, hvað þá dagblað okkar landsmanna allra. Já, Ástráður var mér falslaus vinur allt frá æskudögum mínum. Nú á nýrri öld, sem kennd er við þekkinguna, virðist vináttan oft að- eins í gildi stundum, en stundum ekki, allt eftir því hvernig hags- muna- og vinsældavindar blása. Þó mun þetta ekki með öllu nýtt, sbr. sálmversið: „Vilji bregðast vinir þín- ir …“ (M. Joch) og „Drottinn, ó Drottinn vor, dagarnir líða, allt er að breytast en aldrei þú …“ o.s.frv. (St. N. Th.). Gott er að vita þetta og geta treyst því. – Ég gleymi ekki björtum haustsunnudegi fyrir rúmum sjötíu árum. Heimili fjölskyldu minnar var í hverfi ofarlega í Skólavörðuhæð- inni. Er ég eftir hádegisverð kom glaður og hress út á götu þarna, þá sá ég hóp drengja, granna minna og félaga, standa hjá hávöxnum ungum manni með skólahúfu. Ég hljóp til þeirra og fékk þar að vita, að ungi maðurinn væri að bjóða á drengja- fund hjá sr. Friðriki í KFUM-húsinu við Amtmannsstíg og fundurinn færi senn að byrja. Ég leit upp til komu- manns. Hann brosti til mín og frá honum stafaði hlýju og góðvild. Og ég spurði: Má ég líka koma með? Hann svaraði: Já, þú mátt vissulega líka koma með okkur. Þetta var hinn ungi Ástráður og við urðum föru- nautar upp frá þessum degi. Þetta var handleiðsla, sem færði mér „röð af gæðum“ allt til þessa dags. Í þessu sambandi eru í huga mér orð- in í Jóh. 1:4, þessi: „Maður kom fram, sendur af Guði … hann kom til vitnisburðar um hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann …“ Og fyrir hans vitnisburð fékk ljósið að lýsa og vinna sitt góða verk í lífi fjölmargra í landi hér. Er ég leit til hans nýverið sýndi hann mér brosandi og glaður nýja mynd af stórfjölskyldunni sinni. Það gladdi mig mjög að sjá myndina af þessum fjölmenna og fríða flokki sem eflaust á eftir að halda hátt á lofti merki krossins, sem svo lengi hefur einkennt ættföð- urinn Ástráð og hans elskuðu eig- inkonu sem ber hið hljómfagra nafn Ingibjörg. Lifið öll heil og njótið náðar Guðs. Munið: Allt samverkar til góðs þeim sem Guð elska. Hermann Þorsteinsson. Með formlegum hætti og opinber- lega kýs ég að tjá virðingu og þökk látnum vini með fáum orðum í minn- ingargrein. Ég hafði séð Ástráð Sig- ursteindórsson og haft af honum nokkur kynni áður en leiðir okkar lágu svo þétt saman, að daglegt samneyti fylgdi. Ég hafði séð honum bregða fyrir í salarkynnum KFUM við Amtmannsstíg, þar sem hann var mikill heimamaður og leiðtogi. Svipurinn var sterkur, fasið ákveðið og fór ekki milli mála, þegar hann steig í ræðustól, að trú hans var byggð á þeim grunni, sem einn er svo traustur, að haggast ekki. En hollusta hans við frelsara manna, Jesúm Krist, skein ekki aðeins af orðum þeim, er hann mælti og margir hlýddu á, heldur af fasi öllu og lífsstefnu. Hann lagði sig fram um að benda ungum á gömlu ham- ingjuleiðina og lagði ótaldar stundir fram sjálfur til þess að reisa vörður og hlúa að unglingum á viðkvæmu mótunarskeiði. Hann stýrði sunnu- dagaskóla, hann reit kennslubækur ætlaðar nemendum í grunnskólum og hann lagði sitt fram innan þeirra vébanda, sem til þess voru hlaðin að vinna þessari hugsjón hans og köll- un brautargengi. En þegar ég tók við prestsstörf- umm í kirkjulausum söfnuði austast í höfuðborginni sneri ég mér til hins nýja skólastjóra í Réttarholtsskól- anum og leitaði ásjár hans. Það er skemmst frá því að segja, að fáum mun Bústaðasöfnuður á frumskeiði sínu eiga meira að þakka heldur en einmitt Ástráði Sigursteindórssyni. Og þá skal heldur ekki gleyma fram- lagi umsjónarmanns skólans, Sig- urðar Ólafssonar, sem varði ekki fáum stundum utan vinnutíma síns í þjónustu við söfnuðinn. Það var svo sjálfsagt, að vart þurfti um að ræða, að söfnuðurinn fengi aðgang að há- tíðarsal skólans til messuhalds og ekki spillti þeim fúsleika, að orgelið þurfti sitt skjól meðan þess var beð- ið að því væri hjólað í öndvegi, þar sem einnig var komið fyrir stól og færanlegu altari. Ég fékk að messa hvern sunnudag í hátíðarsalnum hans Ástráðs og þar fór barnastarfið fram einnig með hundruðum þátt- takenda í hinu barnmarga hverfi. Og þegar föstutíðin rann upp þurfti heldur ekki lengi að fara bónveg til skólastjórans um að mega syngja helgar tíðir á miðvikudögum föstuna alla. Og er safnaðarstarfið efldist og óx fiskur um hrygg fylgdi æskulýðs- félagið í fótspor kvenfélagsins, sem þegar hafði komið sér fyrir í hátíð- arsalnum með fundi sína og ekki að- eins þar heldur einnig í hinu glæsi- lega kennslueldhúsi skólans, og fljótlega bættist einnig bræðrafélag við í flóru safnaðargarðsins. Var svo komið, að við höfðum ekki aðeins að- gang að hátíðarsalnum á sunnudög- um, heldur lögðum við einnig undir okkur með gleðilegu samþykki Ást- ráðs alla mánudaga og kirkjukórinn fékk að æfa hvert þriðjudagskvöld. Ungum presti var það ómetanlegt að þiggja stuðning hins reynda manns á akri kristninnar, þar sem Ástráður Sigursteindórsson var. Hann kom heldur ekki einvörðungu að kirkjulegu starfi við Amtmanns- stíginn og víðar á vegum KFUM, heldur starfaði hann í sóknarnefnd Laugarnessóknar um árabil og var mér ekki lítill styrkur að því að hafa hann á fundum prófastsdæmisins eftir að ég var skipaður þar til for- ystu. Og síðar var hann kjörinn til setu á kirkjuþingi, þar sem veiga- mestu mál þjóðkirkjunnar og þjóð- arinnar allrar eru rædd og línur lagðar. Og er þá aðeins nokkurra þátta getið í þeim vef kærleika og þjónustu, sem Ástráður spann og vann. Aðrir munu geta lífshlaupsins með nánari hætti og rekja söguna betur. Þar verður einnig minnst fjöl- skyldunnar, sem honum var svo undur dýrmæt, og þegar báðir höfð- um við horfið frá þeim verkahring, sem fyrr hafði spannað líf okkar að mestu, var það ekki lítils virði, þegar við hittumst við guðsþjónustur í Seljakirkju, þar sem sonur Ástráðs, séra Valgeir, þjónar af mikilli reisn og skörungsskap. En einnig þeim samverustundum fór fækkandi og tók loks alveg fyrir. Hinn þrekmikli maður laut örlögum margra með fjölda áranna og komst ekki framar þangað, sem hugur hans stefndi. Eitt veit ég þó, en það er að Ástráð- ur hefur nú fetað þann veg, sem hann var ötull við að leggja og varða, til fundar við frelsarann sjálfan og fær fagnandi móttökur í anda hins góða og trúa þjóns. Blessun fylgdi starfi hans og sú blessun bregst ekki heldur og þá allra síst í himneskum híbýlum. Guði er góður þjónn hans falinn og svo fjölskyldan öll og áhugasvið. Sjálfur þakka ég og gleymi ekki velgjörðarmanni mín- um. Ólafur Skúlason. Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. (Róm. 12:11.) Þau orð postulans eiga einkar vel við þegar kvaddur er Ástráður Sig- ursteindórsson, tvímælalaust einn af merkisberum og máttarstólpum ís- lenskrar kristni á 20. öld. Ungur að árum komst hann í kynni við æskulýðsleiðtogann sr. Friðrik Friðriksson. Þau kynni mót- uðu Ástráð og mörkuðu framtíð hans. Hann helgaði Jesú Kristi líf sitt og stóð við það heit uns yfir lauk. Á fjórða áratug síðustu aldar var mikil gerjun í kristnilífi þjóðarinnar. Ástráður varð fyrir varanlegum áhrifum af þeim umbrotum og átti ríkan þátt í að finna trúarlífi ungs fólks á þeim tíma farveg. Ásamt Bjarna Eyjólfssyni og Gunnari Sig- urjónssyni tók hann við ritstjórn Bjarma árið 1936 en þeir voru þá all- ir rúmlega tvítugir. Fáeinum miss- erum síðar hófu sömu ungu menn- irnir að halda almenn kristileg mót sem þá voru nýlunda á Íslandi. Kristilegt stúdentafélag var stofn- að 1936. Þar var Ástráður einnig í hópi frumkvöðla og hélt alla ævi tryggð við félagið sitt. Miðað við framan sagt er mjög eðlilegt að hugur hins unga baráttu- manns hafi staðið til prestsskapar. Ósigur í prestskosningum leiddi Ástráð inn á annað starfssvið en hann tók alla ævi þátt í kristilegu og kirkjulegu starfi sem leikmaður og lét víða að sér kveða, skeleggur og skörulegur. Á yngri árum starfaði Ástráður um árabil í stjórn Skógarmanna KFUM í Vatnaskógi og var formað- ur um skeið, um það leyti sem Gamli skálinn var vígður og tekinn í notk- un. Hann var einn af burðarásunum í Bókagerðinni Lilju og annaðist lengi ritstjórn og útgáfu kristilega barna- blaðsins Ljósberans. Kristilegt barnastarf var Ástráði ætíð hugleikið. Um áratugaskeið veitti hann sunnudagaskóla KFUM forstöðu og sá lengi um að taka sam- an stuðningsefni við boðun og fræðslu í barnastarfi KFUM og KFUK sem gefið var út undir nafn- inu Hirðirinn. Ástráður var aldrei hálfvolgur heldur ávallt staðfastur og stefnu- fastur. Hann sat í stjórn Hins ís- lenska Biblíufélags og starfaði á skrifstofu félagsins eftir að hafa náð eftirlaunaaldri. Hann var lengi safn- aðarfulltrúi Laugarnessafnaðar – og er þó langt frá því að allt sé talið af trúnaðarstörfum Ástráðs í þágu kirkju og kristni. Tæpa tvo áratugi var hann í stjórn KFUM í Reykjavík, helming þess tíma varaformaður félagsins. Þar sem annars staðar reyndist hann áreiðanlegur og úrræðagóður. Ástráður beitti sér fyrir stofnun Landssambands KFUM og KFUK árið 1978 og var formaður Lands- sambandsins fyrstu sex árin. Var honum mjög umhugað um að öll KFUM og KFUK félög í landinu stæðu saman og styddu hvert annað í mikilvægu starfi. Fyrir margvíslegt framlag í þágu félagsstarfsins var Ástráður lýstur heiðursfélagi KFUM í Reykjavík og verðskuldaði þá nafnbót fyllilega. Þegar hann gaf ekki lengur kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn KFUM var undirritaður kjörinn í stað hans. Hefi ég alltaf litið á það sem sérstaka ábyrgð að taka við af svo mætum og traustum forvera. Oft fann ég líka að Ástráður vildi sýna eftirmanni sínum sérstaka um- hyggju. Óþreytandi var hann að hvetja og leiðbeina. Allt til enda fylgdist hann vel með, uppörvaði og styrkti, enda jafnbrennandi í and- anum þótt líkamleg áföll og hrörnun heftu hann og hindruðu í beinni þátttöku. Einna lengst sótti Ástráð- ur vikulegar bænastundir trúfasts hóps enda sér meðvitandi um að bænin er forsenda og grundvöllur alls kristilegs starfs. Í minningunni sé ég Ástráð ljóslif- andi fyrir mér í ræðustólnum á Amt- mannsstíg 2b, sem formann á þing- um Landssambands KFUM og KFUK, í afgreiðslu Biblíufélagsins í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju, sem forstöðumann í Vatnaskógi. Sterkust er þó myndin af fræð- aranum Ástráði á starfsmannanám- skeiði KFUM og KFUK fyrir tæp- um 30 árum. Þar er hann að venju skýrmæltur og skorinorður, talar styrkri röddu og karlmannlegri um rit Biblíunnar og höfunda þeirra. Í þeirri fræðslu lá alúð og metnaður, eins og í öllu öðru sem Ástráður tók sér fyrir hendur. Ég er staddur erlendis í sumar- leyfi og get því ekki fylgt honum síð- asta spölinn. Kveðju sendi ég eig- inkonu hans, Ingibjörgu Jóelsdóttur, sem ætíð stóð sem klettur við hlið manns síns og ann- aðist hann af stakri nærgætni síð- ustu misserin. Guð blessi hana, afkomendurna og fjölskyldur þeirra. Þökkum Guði stöðuglyndi Ástráðs Sigursteindórssonar. Verum ekki hálfvolg í áhuganum, verum brenn- andi í andanum! Sr. Ólafur Jóhannsson. Einn af vormönnum KFUM, Ást- ráður Sigursteindórsson, hefur verið kallaður heim til hinnar himnesku dýrðar. Ástráður var einn í hópi vaskra vormanna innan KFUM er komu fram á fjórða áratug síðustu aldar, allir heilir boðberendur fagnaðarer- indisins. Eftir trúarbaráttur ung- lingsáranna komst Ástráður til trúarfullvissu, sem gjörði hann sterkan og kröftugan boðbera hinna góðu frétta um hjálpræðið í Jesú Kristi. Síðan lá leiðin í guðfræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann lauk embættisprófi. Meginstarfsvett- vangur Ástráðs var þó sem skóla- stjóri við Réttarholtsskóla í Reykja- vík, við góðan orðstír, bæði nemenda og kennara, enda árangur nemenda við skólann oft framúrskarandi. Innan vébanda KFUM starfaði hann ötullega og gegndi mörgum trúnaðarstörfum þar. Hann var for- maður Skógarmanna um árabil, sat í stjórn KFUM einnig um árabil, auk þess að vera virkur í barna- og ung- lingastarfi félaganna. Sem þakklæt- isvott og virðingarvott fyrir mikils- vert starf í þágu félaganna, var Ástráður gerður að heiðursfélaga í KFUM og sæmdur gullmerki Skóg- armanna KFUM. Ekki má gleyma starfi hans innan kristilegs stúd- entafélags, en hann var einn af stofnendum þess og var það félag honum ávallt hugleikið. Einnig má minna á störf hans innan landssam- bands KFUM og K, en hann var fyrsti formaður þess. Sem ræðu- maður og predikari var Ástráður skýr og ákveðinn, ásetti sér að vita ekkert nema Jesúm Krist og hann krossfestan og upprisinn okkur til hjálpræðis. Í einkalífi var hann einstaklega lánsamur með Ingibjörgu Jóelsdótt- ur sér við hlið, auk þriggja mann- kostabarna og fjölda afkomenda. Megi hinn almáttki blessa þau öll og ávöxtinn af starfi og boðun Ást- ráðs um ókomna tíma. Bjarni Árnason, Jón Oddgeir Guðmundsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 37 Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.