Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.08.2003, Qupperneq 24
HEILSA 24 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á að reyna eftir fremsta megni að fá fólk með fé- lagsfælni á mannamót ef viðkomandi vill helst vera heima? SVAR Í raun er svarið við spurninguþinni frekar einfalt, þ.e., Já, það er mikilvægt að reyna að fá einstakling með fé- lagsfælni á mannamót. Til að átta sig betur á hvers vegna þetta skiptir miklu máli og getur hjálpað einstaklingi sem haldinn er félagsfælni, er mikilvægt að skoða aðeins grunneinkenni fé- lagsfælni og hverskonar vítahringur viðheldur félagsfælninni. Einstaklingur, sem haldinn er félagsfælni, er í grunninn kvíðinn í félagslegum aðstæðum. Auk kvíðans einkennist félagsfælni af neikvæðum hugsunum sem virðast skjótast ósjálfrátt upp í hugann og auka kvíðann. Hugs- anir þessar gætu t.d. verið einhverjar af eftir- farandi: „Ég er er að roðna/svitna/skjálfa… , fólk tekur eftir því“, „Ég mun segja eitthvað vitlaust“, „Ég mun gera mig að fífli“, „Fólk mun hlæja að mér“. Þessar hugsanir auka kvíðann og kvíðinn eykur í framhaldinu hugsanir á borð við þessar fyrrnefndu. Mik- ilvægt er að vinna með þessar hugsanir til að ná betri tökum á kvíðanum. Ég ætla hinsvegar ekki að útskýra það frekar heldur útskýra aðeins það sem tengist meira spurningu þinni. Það sem gerist hjá einstaklingi, sem haldinn er félagsfælni, er að hann finnur fyrir kvíða í félagslegum aðstæðum og fyrrnefndar hugs- anir ásækja hann/hana í þessum aðstæðum. Kvíðinn byrjar jafnvel að láta kræla á sér ein- göngu við það að plana eða hugsa um komandi félagslegar aðstæður. Vítahringurinn, þar sem hugsanir auka kvíða og öfugt, tengist ekki ein- göngu hugsunum og tilfinningum heldur líka hegðun. Það er, sá félagsfælni fer meira og meira að forðast félagslegar aðstæður; fer ekki í veislur, út í búð eða hvert þangað sem annað fólk er. Hann/hún hagræðir jafnvel lífi sínu þannig að hægt sé að forðast þessar félagslegu aðstæður og nær þar af leiðandi ekki að „þjálf- ast“ í félagslegum aðstæðum. Í hvert sinn sem hann/hún kemur sér undan félagslegum að- stæðum trúir einstaklingurinn því stöðugt að hann/hún hafi forðað sér frá óþægindum, at- hlægi eða kvíða. Margir sem þjást af félags- fælni hafa jafnvel hagrætt lífsstíl sínum, vinnu og áhugamálum, að félagsfælninni, þ.e.a.s. ekki er óalgengt að þessir einstaklingar velji sér starf þar sem han/hún vinnur einn, og áhuga- málunum er hægt að sinna heima við í einrúmi, s.s. sjónvarpsáhorf eða tölvutengd áhugamál. Ástæðan fyrir valinu á þesskonar áhugamálum getur t.d. verið sú að einfaldara og öruggara er að vera í netsamskiptum (spjallrásir/ nettölvuleikir) við aðra en að vera í „alvöru – maður á mann“ samskiptum. Ef við skoðum þetta út frá atferlishluta hug- rænnar atferlismeðferðar þá er mjög mikil- vægur þáttur í meðferð við félagsfælni, að hjálpa einstaklingnum að brjótast út úr því ör- yggisneti sem hann hefur búið sér til. Þar af leiðandi er það besta ekki að styðja stöðuga heimaveru heldur frekar að hvetja einstakling- inn til að fara á mannamót og vera í félags- legum samskiptum við aðra. Hinsvegar er mik- ilvægt að hafa hugfast að við getum ekki hrint fólki út í eitthvað sem það treystir sér alls ekki í. Einu sinni var það talin góð meðferð að henda vatnshræddum einstakling út í djúpu laugina til að losa hann/hana við vatnshræðsl- una, en í dag viljum við frekar hjálpa ein- staklingum með kvíða og fælni stig af stigi. Þannig að best væri að leggja sig fram við að sýna félagsfælnum einstaklingi skilning á fæln- inni en jafnframt reyna að fá samvinnu hans/ hennar í þá átt að auka smám saman félagslega virkni. Í stað þess að byrja á 300 manna ferm- ingarveislu, þar sem hann/hún þekkir engan eða fáa, er betra að byrja á minni hóp t.d. með kunningjum, og svo stig af stigi fara út í erf- iðari og meira krefjandi félagslegar aðstæður eins og stærri mannamót. Gangi þér vel. Félagsfælni eftir Björn Harðarson Einkennist af neikvæðum hugsunum og kvíða ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. S JÖTTA geðorðið um að flækja ekki líf sitt að óþörfu er í hrópandi mótsögn við skilaboð auglýsinganna þar sem reynt er að sannfæra fólk um nauðsyn þess að eignast tölvu, far- síma og fleira til að geta lifað af daginn. Mikilvægt er að átta sig á því að þessir hlutir eru ekki nauð- synlegir til að okkur geti liðið vel. Skilaboð auglýsinganna ýta undir það að okkur langi alltaf í meira og meira og að við gleym- um því sem við nú þegar eigum. Ef mann langar alltaf í eitthvað sem maður ekki á, þá verður maður aldrei hamingjusamur. Til þess að finna hamingjuna verður maður að kunna að meta og njóta þess sem maður á. Að einfalda líf sitt felur ekki í sér að afneita öllum tækninýjungum því þær geta stundum hjálpað til við að einfalda lífið. Fólk þarf bara að læra að nota tæknina á skynsaman hátt og átta sig á því að það er hægt að slökkva á tækjunum stöku sinnum. Það er heldur ekki mælt með því að losa sig við all- ar flækjur því margt af því sem flækir lífið gerir það þess virði að lifa því. Mannleg samskipti eru flókin en ekki væri farsælt að sleppa þeim. Orkuþjófur Ákveðnar flækjur eru alltaf slæmar og orkukrefjandi og þær þurfum við að forðast. Sjötta geðorðið segir nefnilega: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Við þurfum að greina hvaða flækjur taka frá okkur orku og hvaða flækjur auðga lífið. Að flækja okkur í óþarfa áhyggjur tekur frá okkur orku. Það reynist ekkert auðveldara að takast á við eitthvert vandamál eða verkefni þótt við höfum haft áhyggjur af því á undan. Að halda að maður geti ekki verið án einstakra veraldlegra hluta flækir lífið einnig að óþörfu og kemur í veg fyrir að við getum notið þess sem við eigum núna. Að flækja sér í eigin hugsanir um allt sem maður á eftir að gera eykur einnig spennu og streitu í lífinu. Óheið- arleiki getur einnig flækt lífið og tekið frá okkur það sem okkur er dýrmætt. Reynum að finna óþarfa flækjurnar í lífi okkar og losum okkur við þær, losum okkur við áhyggjur af því sem á eftir að gera og njótum þess að vera til í dag. Njótum lífsins í sátt við okkur sjálf og þökkum fyrir allt það góða sem við eigum eins og fjölskyldu og vini sem auðga líf okkar. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Geðræktar. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli 6. geðorðið: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu Til þess að finna hamingjuna verður maður að kunna að meta og njóta þess sem maður á. ÍTALSKIR vísindamenn fullyrða að pítsuát dragi stórlega úr hættu á krabbameini í vélinda og minnki jafnframt líkur á ristilkrabba og krabbameini í munni, að því er seg- ir í netfrétt BBC. Ýmsir hafa orðið til að gagnrýna niðurstöður ítölsku vísindamann- anna, þeirra á meðal Nicola O’Connor hjá bresku Krabbameins- rannsóknamiðstöðinni, sem er þeirrar skoðunar að líklega dragi pítsuát ekki úr líkum á myndun krabbameins heldur almennt mat- aræði og neyslumynstur það sem kennt er við Miðjarðarhafið. „Áður en fólk pantar sér pítsu ætti það að huga að innihaldi henn- ar, en oft er um mikinn fjölda hita- eininga að ræða, of mikið salt og mettaða fitu sem ekki er æskilegt í miklum mæli,“ segir O’Connor. Tekið er þó fram að pítsur á Ítalíu séu yfirleitt heilsusamlegri en víða annars staðar á Vesturlöndum þar sem notaður er feitari ostur og fitu- meira kjöt. Hugsanleg ástæða þessarar nið- urstöðu ítölsku vísindamannanna getur einnig verið þráavarnarefnið lycopene sem er að finna í tómötum í ríkum mæli en talið er að það efni geti hugsanlega veitt krabbameini viðnám. Í rannsókn Ítalanna var leitað til meira en 3.000 einstaklinga sem höfðu fengið krabbamein og yfir 5.000 einstaklinga sem ekki höfðu fengið krabbamein. Þeir sem borða pítsu einu sinni í viku eða oftar eiga síður á hættu að fá krabbamein í vélinda, ristli eða munni, samkvæmt rannsókninni sem gerð var á Mario Negri, lyfjafræðilegri rannsókna- miðstöð í Mílanó. Morgunblaðið/Ásdís Vísbendingar eru um að þráavarnarefni (lycopene), sem er meðal annars að finna í pítsusósu, dragi úr líkum á krabbameini. Dregur pítsuát úr líkum á krabbameini? ÞEKKTAR vindlingategundir innihalda sumar hverjar mjög ávanabindandi nikótín sem talið er hafa svipuð áhrif á neytendur og krakk-kókaín, að því er kemur fram í bandarískri rannsókn og greint er frá á thisislondon.co.uk. Vísindamenn við háskólann í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, hafa komist að því að áhrifa þessa ávanabindandi nikótíns gætir sér í lagi fyrst í stað þegar kveikt er í vindlingnum og að áhrifin eru mis- mikil á milli vindlingategunda. Þannig eru fyrstu „púin“, eftir að kveikt er í, um 20-falt áhrifameiri í ákveðnum tegundum vindlinga en öðrum. Flestar vindlingategundir innihalda samt sem áður svipað magn nikótíns, en rannsóknin er fyrst til þess að mæla magn þessarar sérstöku tegundar nikótíns sem talin er vera sérlega ávanabindandi. Vindlingar frá tóbaksframleiðandanum Marl- boro eru samkvæmt rannsókninni taldir innihalda allt að 10% af þessu ávanabindandi nikótíni í fyrstu þremur „púunum“. Winston inniheldur allt að 6%, Camel næstum 3% og Gauloises Blonde allt að 7,5%. Nikótínið berst ofan í lungun áður en það stefnir í átt að heilanum þar sem „kikkið“ á sér stað. „Við teljum að með niðurstöðum þessarar rann- sóknar höfum við komist nær því að skilja hvernig ávanabindandi nikótíni er komið til skila við tób- aksreykingar,“ segir prófessor James Pankow sem er í forsvari rannsóknarinnar. Mikið magn þessa ávanabindandi nikótíns er einnig talið tengjast ammóníaki og vanabindandi efnum sem sumir segja að sett séu í vindlinga en tóbaksfyrirtækin neita því að aukaefnum sé bætt í vindlinga til þess að auka löngunina í tóbak og segja þessi efni einungis notuð til þess að bæta bragðið. Reuters Vísindamenn telja að fyrstu áhrifin þegar kveikt er í vindlingi séu mis- munandi á milli tóbakstegunda vegna ávanabindandi nikótíns sem líkt er við krakk-kókaín. Ávanabindandi nikótíni líkt við kókaín VARASAMT er að herða bindis- hnútinn of fast því það getur aukið hættu á blindu, ef marka má litla rannsókn sem gerð var af læknum við augnmiðstöð í New York í Bandaríkjunum nýlega og greint var frá á fréttavef BBC. Rannsóknin tók til 40 karlmanna og mældur var þrýstingur á vökva í auga fyrir og eftir að þeir settu á sig bindi. Í ljós kom að þrýstingur á augn- knöttinn jókst þegar hnúturinn var hertur um of og vara læknarnir af þeim sökum við því að of mikill þrýstingur í langan tíma geti mynd- að gláku. Gláka er augnsjúkdómur sem ein- kennist af auknum þrýstingi í auga og er algengasta orsök ólæknan- legrar blindu. Helmingur karlanna sem þátt tóku í rannsókninni hafði greinst með gláku en hinn helmingurinn var heilbrigður. Þegar bindishnúturinn var hertur verulega jókst þrýstingur hjá um 60% glákusjúklinga og hjá um 70% þeirra sem voru heilir heilsu en um leið og hnúturinn var leystur, féll þrýstingur aftur í eðlilegt horf. Sérfræðingarnir segja að bindis- hnúturinn sé rót vandans því hann þrengir að hóstarbláæðinni sem flyt- ur blóð frá höfði að hjarta. Þegar bindishnútur er hertur veru- lega eykst þrýstingur í augum skv. bandarískri rannsókn. Bindishnútar geta skemmt sjónina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.