Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 12
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 12 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) vísar á bug öllum ásökunum Samkeppnisstofnunar um ólögmætt samráð. Þá leggur TM áherslu á sérstöðu sína í málinu, miðað við hin trygg- ingafélögin. Í inngangi að andsvari TM segir: „Að mati TM virðist Samkeppnisstofnun líta svo á að sú staðreynd ein og sér, að til sé félagsskapur líkt og SÍT, þar sem forsvarsmenn vátrygginga- félaganna hafa átt sæti í stjórn, feli í sér líkur fyrir því að vátryggingafélögin hafi haft með sér ólögmætt samráð og þ.a.l. hvíli fyrirfram sú skylda á félögunum, að sýna fram á að slíkt hafi ekki átt sér stað. TM heldur því fram að þessi nálgun Samkeppnisstofnunar í frum- athugun sinni sé röng. Það verður, að mati TM, að taka sérstaklega til skoðunar að það samstarf er að mestu arfur frá gamalli tíð, löngu fyrir gildistöku samkeppnislaga og -reglna. Samkvæmt samþykktum SÍT er til- gangur sambandsins, líkt og rakið er í frum- athuguninni, að stuðla að heilbrigðri vátrygg- ingastarfsemi í landinu, að gæta hagsmuna aðildarfélaga gagnvart opinberum aðilum og öðrum í þeim málum sem varða vátrygginga- félögin sameiginlega, auk fræðslustarfsemi. Hefðbundin hagsmunasamtök Hafa verður í huga að samstarf vátrygg- ingafélaganna er sambærilegt því samstarfi sem þekkist í Sambandi íslenskra viðskipta- banka, Sambandi íslenskra sparisjóða, Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna, Versl- unarráði, Samtökum iðnaðarins og fleiri sambærilegum hagsmunasamtökum. Meg- inhlutverk þessara samtaka er að miðla upp- lýsingum og finna leiðir til þess að þjóna við- skiptavinum félaga þeirra á sem bestan hátt. Slík hagsmunasamtök hafa starfað óáreitt um langt skeið, bæði í samvinnu við og, oft á tíð- um, í skjóli og með stuðningi hins opinbera. TM bendir á að stjórnvöld og löggjafinn hafi oftsinnis snúið sér til og haft samráð við SÍT, t.a.m. við undirbúning löggjafar. Sem dæmi um slíkt samráð má nefna undirbúning setn- ingar umferðarlaga, nr. 50/1987, og skaðabóta- laga nr. 50/1993, ásamt síðari breytingum. Þá hefur SÍT ennfremur haft á sinni könnu sam- skipti og samvinnu við Vátryggingaeftirlitið, síðar Fjármálaeftirlitið, og önnur stjórnvöld, svo sem við samningu skilmála lögboðinna trygginga. Þetta samráð hefur án undantekn- inga verið að frumkvæði hins opinbera. Villandi að horfa framhjá sögu Þar af leiðandi verður að beina til Sam- keppnisstofnunar að taka þessa sérstöku stöðu til frekari skoðunar í endanlegri grein- argerð sinni til samkeppnisráðs. Það er vill- andi, og beinlínis rangt, ef litið er fram hjá stöðu SÍT í sögulegu samhengi, líkt og raunin virðist vera í frumathugun Samkeppnisstofn- unar, sem hér er til umfjöllunar. TM heldur því fram að þær ásakanir sem á borð eru born- ar í frumathuguninni og lúta að samstarfi inn- an SÍT séu rangar og eiga a.m.k. ekki við um TM. Að þessu sögðu er því harðlega mótmælt að TM hafi í félagi við önnur vátryggingafélög á íslenskum markaði gert með sér einn „heildar- samning“ um að „draga með öllum tiltækum ráðum úr samkeppni á vátryggingamark- aðnum“ og þannig myndað einhvers konar „kartel“ „í því skyni að eyða samkeppni og há- marka sameiginlegan hagnað“, líkt og segir í niðurlagi frumathugunar Samkeppnisstofn- unar. TM heldur því fram að umfjöllun stofn- unarinnar renni ekki stoðum undir þessa kenningu og því sé hún úr lausu lofti gripin.“ Sérstaða TM Um þátt frumathugunar Samkeppnisstofn- unar sem lýtur að háttsemi tryggingafélag- anna í tengslum við komu nýs aðila, Ibex Mot- or Policies at Lloyd’s (IBEX) inn á markaðinn 1996, segir að TM hafi nokkra sérstöðu í því máli. „TM kom ekki að meintu samráði eins og það er fram sett í frumathugun Samkeppn- isstofnunar. Allar ásakanir þess efnis byggjast á óljósum hugmyndum stofnunarinnar um hvað hafi gerst og eru ekki studdar gögnum. Í lokaorðum andsvaraskýrslu TM segir að félagið hafni algerlega að það hafi gerst brotlegt við samkeppnislög eins og í frum- athuguninni sé haldið fram, „hvað þá að um geti verið að ræða alvarleg brot sem framin Tryggingamiðstöðin andmælir skýrslu Samkeppnisstofnunar Nálgunin í frumathuguninni röng Morgunblaðið/Kristinn Samkeppnisstofnun telur að gögn málsins gefa ótvírætt til kynna að SÍT og aðildarfyr- irtæki þess hafi haft með sér samráð um viðbrögð við þessari þróun á markaðinum. Vitnað er til frétta og greina í blöðum á þessum tíma og einnig er vísað til fund- argerðar SÍT frá 28. ágúst 1995 þar sem segir: „Gagnrýni á iðgjöld í ökutækjatrygg- ingum og opinber umfjöllun í því efni. Við- brögð SÍT/aðilarfélaganna.“ Samkeppnisstofnun telur að það geti ekki á nokkurn hátt talist eðlilegt og lögmætt hlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að fjalla sameiginlega um gagnrýni samtaka viðskiptavina á verðlagningu viðkomandi fyrirtækja og ákveða viðbrögð við henni. Samkeppnisstofnun bendir á að viðbrögð við útboði FÍB hafi öll verið þau sömu, en félögin tóku ekki þátt í útboðinu og vísuðu öll til sömu raka í því sambandi. „Samskon- ar hegðun keppinauta á markaði getur ein og sér gefið sterkar vísbendingar um ólög- legt atferli,“ segir í skýrslu Samkeppn- isstofnunar. Samstilltar aðgerðir Samkeppnisstofnun telur að kærur SÍT til Vátryggingaeftirlitsins, sem sendar voru á árinu 1996, hafi verið liður í ólögmætum samstilltum aðgerðum viðkomandi aðila gegn innkomu nýs keppinautar og tilraunum FÍB til að lækka iðgjöld. Samkeppnisstofnun gerir athugasemd við upplýsingamiðlun sem átti sér stað innan SÍT vegna aðgerða FÍB. Vitnað er í hand- skrifað minnisblað frá SÍT, dagsett 5. sept- ember 1996. „VÍS Skv. uppl. frá Jóni Þór Gunnarssyni [starfsmaður VÍS] voru 9 af uppsögðum vátryggingum frá FÍB (af 52) vegna bifreiða sem sagður „vátryggingataki“ á ekki lengur. Sjóvá-Alm Skv. uppl. Ólafs B. Thors voru 5 tilvik af 36 uppsögnum m.v. 1. okt. n.k. ekki með vátryggingu hjá félaginu, og til viðbótar hefði einn þegar sagt upp og fært vátrygginguna til VÍS.“ Samkeppnisstofnun rekur einnig sam- skipti IBEX, sem seldi FÍB-tryggingu, og SÍT vegna óska IBEX um aðild að bíla- banka og tjónanefnd. IBEX dró umsókn sína um aðild að bílabankanum til baka vegna kostnaðar, en ítrekaði umsókn um að- ild að tjónanefnd. SÍT hafnaði ósk IBEX um aðgang að tjónanefndinni með þeim rökum að IBEX stæði aðeins til boða aðild bæði að bílabanka og tjónanefnd. Samkeppnisstofnun telur þessa afgreiðslu lið í samstillum að- gerðum SÍT og aðildarfélaga gegn hinum nýja keppinaut. Gögn málsins gefi ekki til kynna að umrædd höfnun hafi byggst á hlutlægum og málefnalegum forsendum. Í september 1996 hóf Alþjóðleg miðlun sölu á FÍB-tryggingu til félagsmanna FÍB. Taldi félagið sig bjóða 30-35% lægra verð en hin tryggingafélögin. Viku eftir að sala á FÍB-tryggingu hófst tilkynntu VÍS og SA lækkun á sínum tryggingum. Tryggingar SA lækkuðu að jafnaði um 26% og VÍS um 23– 31%. Í byrjun október tilkynnti TM um 20– 30% lækkun. Á stjórnarfundi VÍS 28. september greinir Axel Gíslason forstjóri stjórnarmönnum frá viðbrögðum félagsins. „Greindi hann frá því að það kunni að vera að mat á ógreiddum tjónum hjá VÍS vegna áranna 1993, 1994 og 1995 reynist vera of hátt í áætlunum félags- ins. Meðal annars með það í huga svo og annað var ný iðgjaldaskrá félagsins í skyldu- tryggingu ökutækja ákveðin og kynnt á blaðamannafundi þann 36. september 1996. Félagið lækkaði iðgjöldin niður fyrir þann kostnað sem félagsmenn FÍB greiða IBEX og FÍB.“ Að mati Samkeppnisstofnunar bera við- brögð tryggingafélaganna vott um að trygg- ingafélögin og SÍT hafi haft með sér ólög- legt samráð. Félögin hafi tilkynnt um sambærilega verðlækkun á iðgjöldum „þrátt fyrir að félögin hefðu öll sem eitt áður boðað að hækka þyrfti iðgjöld umtalsvert vegna breytinga á skaðabótalögum og versnandi afkomu þeirra í ökutækjatryggingum.“ Þá rekur Samkeppnisstofnun aðgerðir SÍT vegna eyðublaðs Skráningarstofunnar. Alþjóðleg miðlun, fyrir hönd IBEX óskaði eftir því við Skráningarstofu að IBEX yrði skráð sem valkostur í ökutækjatryggingum á eyðublað fyrir tilkynningar um eig- endaskipti ökutækis. Í maí 1997 náðu IBEX og Skráningarstofa samkomulagi um orðalag og var síðan gert uppkast að nýju eyðublaði. SÍT gerði alvarlegar athugasemdir við upp- kastið og niðurstaðan varð sú að nýtt eyðu- blað var prentað án þess að IBEX væri þar tilgreint. Alþjóðleg miðlun taldi að SÍT hefði haft í hótunum við starfsmann Skráning- arstofu vegna þessa máls en því hafnar SÍT. Samkeppnisstofnun telur að í þessu máli hafi aðildarfélög SÍT haft með sér samráð um viðbrögð við bréfum Skráningarstofu. Afskipti SÍT geti ekki talist eðlileg hags- munagæsla samtaka fyrirtækja heldur hafi verið liður í samstilltum aðgerðum SÍT og aðildarfyrirtækja þess gegn IBEX. Sameiginlegt mat á kostnaði vegna skaðabótalaga Samkeppnisstofnun fjallar í frumskýrslu sinni ítarlega um meint samráð trygginga- félaganna vegna setningu skaðabótalaga árið 1993 og breytinga á þeim árið 1999. Morgunblaðið/Þorkell Mikill titringur varð á bifreiðatryggingamarkaðinum þegar sala hófst á FÍB-tryggingu. Í kjölfarið lækkuðu hin tryggingafélögin sínar trygg- ingar um meira en 30%. Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.