Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 11
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 11
Í GREINARGERÐ Sjóvár-Almennra
trygginga hf. (SA) sem inniheldur at-
hugasemdir við frumathugun Samkeppn-
isstofnunar á meintu ólöglegu samráði
tryggingafélaganna er því alfarið hafnað að
SA hafi brotið samkeppnislög. Um lækkun
á iðgjöldum í kjölfar innkomu IBEX á
markað fyrir bifreiðatryggingar segir:
„Þetta skýrist einfaldlega af eðli markaðar-
ins sem fákeppnismarkaðar,“ segir í grein-
argerðinni.
Samkvæmt greinargerðinni telur félagið
að ósamræmis gæti í frumathugun sam-
keppnisstofnunar. „SA telur að verði sýnt
fram á það að á íslenskum vátrygg-
ingamarkaði ríki virk samkeppni,
sé ekki hægt að komast að þeirri
niðurstöðu að á sama markaði
séu virkar samkeppnishömlur, í
skilningi 10. gr. og 12. gr. sam-
keppnislaga nr. 8/1993, meðal
þeirra fyrirtækja sem á mark-
aðnum starfa. Telur SA að full-
yrðingar á þá leið að á íslenskum
vátryggingamarkaði megi í sinn
finna virkar samkeppnishömlur,
eins og þær sem Samkeppn-
isstofnun sakar SA, í félagi við
SÍT og aðildarfélög þess, um að
beita á íslenskum vátrygg-
ingamarkaði, og virka samkeppni á sama
markaði feli í sér innbyrðis ósamræmi sem
ekki standist nánari skoðun,“ segir í grein-
argerð Sjóvár-Almennra trygginga hf.
Fákeppni skýrist af smæð markaðar
Í samantekt greinargerðar sem Lex lög-
mannsstofa vann fyrir Sjóvá-Almennar
trygginar er niðurstöðu Samkeppnisstofn-
unar alfarið hafnað. „Svo sem rakið hefur
verið hafnar SA því alfarið að félagið hafi
gerst brotlegt við samkeppnislög. Stað-
reynd málsins er sú að á íslenska vátrygg-
ingamarkaðinum ríkir hörð samkeppni. Það
þarf ekki annað en að líta yfir markaðinn,
samkeppnin blasir alls staðar við. Nægir að
benda á gríðarlega samkeppni félaganna í
útboðum á vátryggingum einstakra vá-
tryggingataka, hreyfingu á vátrygginga-
tökum á milli félaga, auglýsingastríð félag-
anna og síðast en ekki síst að íslenskur
vátryggingamarkaður er í öllum eðlilegum
skilningi þess hugtaks opinn markaður.
Þetta er sú grundvallarstaðreynd sem hafa
verður í huga í þessu máli. Það ríkir sam-
keppni á markaðinum. Það að Ísland er fá-
keppnismarkaður skýrist af smæð mark-
aðarins en ekki því að samráð sé viðhaft á
milli félaganna,“ segir orðrétt í lokaorðum
greinargerðarinnar, og ennfremur. „Í stað
þess að hafa þessi grundvallaratriði í huga
hefur Samkeppnisstofnun í frumathugun
sinni kosið að gefa sér að samráð og sam-
keppnishömlur tíðkist á markaðinum. Til að
skjóta stoðum undir þessa kenningu sína
dregur stofnunin víðtækar ályktanir annars
vegar af engum sönnunargögnum, og hins
vegar með því að slíta minnisblöð og önnur
sönnunargögn úr samhengi. Svo virðist sem
stofnunin sjái ekki skóginn fyrir trjánum,“
segir í greinargerðinni.
Enginn heildarsamningur gerður
Jafnframt er því hafnað að SA hafi,
ásamt Vátryggingarfélagi Íslands og
Tryggingamiðstöðinni, gert heildarsamning
við SÍT í því skyni að draga úr samkeppni á
vátryggingamarkaði. Segir að engin gögn
styði slíkar fullyrðingar. „Jafnvel þótt nið-
urstaðan yrði sú að samkeppnisráð myndi
komast að þeirri niðurstöðu að SA hefði ein-
hvers staðar á langri leið misstigið sig
gagnvart samkeppnislögunum, þá eru þau
„brot“ löngu fyrnd…“ segir í greinargerð-
inni.
Í síðustu efnisgrein greinargerðarinnar
segir orðrétt: „Það er ekkert samráð í gangi
og hafi það verið er slíku löngu lokið. Mark-
mið 1.gr. samkeppnislaga er náð, þ.e. að
efla virka samkeppni í viðskiptum og þar
með vinna að hagkvæmri nýtingu fram-
leiðsluþátta þjóðfélagsins. Það er ekkert
sem kallar á sektir í þessu máli, hvað þá
verulegar sektir, svo sem Samkeppn-
isstofnun boðar í frumathuguninni á bls.
124,“ segir í greinargerðinni.
SA leggur áherslu á það í rökstuðningi
við niðurstöðu greinargerðarinnar að sam-
keppni á vátryggingamarkaði hafi verið
„mikil og viðvarandi. Í þeirri samkeppni
hefur ekkert samráð um iðgjöld verið
stundað, hvað þá að markaðsaðilar hafi með
samstilltum aðgerðum hindrað aðgang
nýrra aðila að markaðinum“. Segir í rök-
stuðningnum að Samkeppnisstofnun leggi
allt út á versta veg við túlkun á þeim gögn-
um sem fyrir liggja í málinu.
Skólabókardæmi um
hegðun í fákeppni
Bent er á í greinargerðinni í þeim hluta
er fjallar um meintar samstilltar aðgerðir
tryggingafélaganna í tengslum við kröfu
FÍB um lækkun iðgjalda og tilraunir til að
hindra innkomu IBEX á markaðinn að
gagnrýni FÍB hafi á sínum tíma snúist að
markaðinum í heild sinni. „Þess má geta, að
því er í sjálfu sér ekki mótmælt, að sjón-
armið SÍT og einstakra félaga við gagnrýni
á iðgjöld í ökutækjatryggingum voru um
margt einsleit. Það á sér eðlilegar skýr-
ingar, sem hafa ekkert með samráð að-
ilanna að gera. Meginskýringin er sú, að ið-
gjöld í ökutækjatryggingum stóðu ekki
undir kostnaði,“ að því er segir í grein-
argerðinni. Þar kemur fram að SA hafi ekki
átt annarra kosta völ en að lækka iðgjöld
fyrir ökutækjatryggingar þegar IBEX kom
inn á markaðinn.
Á öðrum stað í sama kafla segir: „Það er
almennt viðurkennt í kenningum hagfræð-
innar og samkeppnisrétti að á fákeppn-
ismarkaði geti breytingar til lækkunar hjá
einum aðila leitt til sambærilegra breytinga
hjá öðrum samkeppnisaðilanum. Af þessu
skýrast viðbrögð SA og má halda því fram
að iðgjaldalækkun félagsins sé í raun skóla-
bókardæmi um hegðun samkeppnisaðila á
fákeppnismarkaði,“ segir í greinargerðinni.
Minnisblöð og gögn
slitin úr samhengi
Morgunblaðið/Kristinn
’ Til að skjóta stoðum undirþessa kenningu sína dregur
stofnunin víðtækar ályktanir
annars vegar af engum sönn-
unargögnum, og hins vegar
með því að slíta minnisblöð og
önnur sönnunargögn úr sam-
hengi. ‘
Greinargerð Sjóvár-Almennra trygginga vegna
frumathugunar Samkeppnisstofnunar
tryggingafélaga (SÍT), bréfum og minn-
isblöðum frá tryggingafélögunum og fleiru.
Einnig byggir Samkeppnisstofnun á gögnum
sem stofnunin lagði hald á í leit sem fram-
kvæmd var hjá SÍT og Íslenskrar end-
urtryggingar (ÍE) 30. september 1997.
Brot á 10. og 12. grein samkeppnislaga
Rannsókn Samkeppnisstofnunar varðar
meint brot á ákvæði 10. og 12. greinar sam-
keppnislaga, en þessi ákvæði banna hvers
konar samvinnu milli
fyrirtækja á sama
sölustigi sem ætlað er
að hafa áhrif eða get-
ur haft áhrif á verð,
skiptingu markaða og
gerð tilboða. Hið
sama gildir um hags-
munasamtök sem
starfa á þessu sviði.
Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda (FÍB)
sendi samkeppnisyf-
irvöldum bréf 3. júní
1999 þar sem m.a. er
vakin athygli á því að
tryggingafélögin, sem
fyrir voru á mark-
aðinum áður en hafin
var sala á FÍB-
tryggingu, hafi lækk-
að verð á tryggingum
verulega árið 1996
þrátt fyrir að félögin
hafi lýst því yfir að
tap væri á trygg-
ingaiðgjöldum. Lækk-
anirfélaganna hafi
verið tilkynntar á
sama tíma og um
svipaðar upphæðir.
Samkeppnisstofnun
hóf í framhaldinu
rannsókn á þessum
þætti tryggingamark-
aðarins. Meginnið-
urstaða stofnunar-
innar er að félögin hafi haft með sér víðtækt
samráð: „Samkeppnisstofnun telur gögn
málsins sýna fram á að vátryggingafélögin
innan SÍT hafi, með beinum og óbeinum
hætti, haft með sér víðtækt samráð um m.a.
iðgjöld í ökutækjatryggingum um langt ára-
bil. Jafnframt hafa þessir aðilar gripið til
samstilltra aðgerða gegn nýjum keppinaut-
um í bifreiðatryggingum og í tengslum við
kröfu FÍB um lækkun iðgjalda.“
Tilvist SÍT ýtir undir samráð
Samkeppnisstofnun telur ástæða til að
skoða Samband íslenskra tryggingafélaga
sérstaklega í þessu samhengi. „Tilvist SÍT“
ein út af fyrir sig sé til þess fallin að auka á
margvísleg samskipti vátryggingafélaganna
um málefni sem tengjast samkeppni þeirra á
milli. Fundir SÍT séu haldnir reglulega og á
þeim sé rætt um flest sem tengist rekstri fé-
laganna, s.s. hugsanleg innkoma nýrra
keppinauta og viðbrögð við þeim. Undir SÍT
starfa Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á Ís-
landi sem hafa það hlutverk að bæta tjón af
völdum óþekktra, óvátryggðra og erlendra
ökutækja. SÍT rekur gagnabanka um öku-
tækjatryggingar og brunatryggingar hús-
eigna.
„Allt þetta sam-
starf er óhjákvæmi-
lega til þess fallið að
auka tengslin milli fé-
laganna og veldur
hættu á því að þau,
beint eða óbeint,
sammælist um að-
gerðir eða athafnir
sem efla hag þeirra
sameiginlega á kostn-
að neytenda. Sú
hætta er enn meiri
sökum þess að innan
SÍT hafa starfað vá-
tryggingafélög sem
saman hafa yfirburða
markaðshlutdeild í
vátryggingum og
markaðurinn er fá-
keppnismarkaður.“
Samstilltar að-
gerðir gegn FÍB
og IBEX
Árið 1995 stóð FÍB
fyrir aðgerðum sem
miðuðu að því að
lækka iðgjöld í öku-
tækjatryggingum.
Félagið gerði átak í
því að fjölga fé-
lagsmönnum með það
að markmiði að bjóða
út tryggingar fé-
lagsmanna hérlendis
og erlendis. Að mati forsvarsmanna félags-
ins benti verðkönnun sem félagið stóð fyrir
til þess að iðgjöld bílatrygginga hér á landi
væru 30-100% hærri en í nágrannalöndum
okkar. Allmikil fjölmiðlaumræða varð um
þennan málflutning FÍB. Tryggingafélögin
létu þar koma fram að þau teldu kröfur um
verulega lækkun iðngjalda óraunhæfar. Í
skýrslu Samkepnnisstofnunar er t.d. vitnað
til viðtals við framkvæmdastjóra Sjóvár-
Almennra í Morgunblaðinu 12. ágúst 1995
þar sem hann segir „að tryggingafélögin hafi
keyrt iðgjöld sín í það lágmark sem þau
treysti sér til að bjóða.“
félaganna í bifreiðatryggingum
reglugerðin var sett á sínum tíma,“ segir í at-
hugasemdum VÍS við frumathugun Sam-
keppnisstofnunar.
VÍS segir brotin fyrnd
Með tilvitnun í ákvæði almennra hegning-
arlaga um fyrningarfrest komast lögmenn
VÍS að þeirri niðurstöðu að
meint brot tryggingafélagsins
séu fyrnd. „Hafi umbjóðandi
okkar gerst brotlegur við sam-
keppnislög með þátttöku í
samstilltum aðgerðum til að
hindra innkomu vátrygginga-
miðlara inn á markaðinn er
ljóst að þau brot eru fyrnd.
Frumniðurstöður Samkeppn-
isstofnunar eru studdar gögn-
um frá árunum 1994 til 1997 og
ekki hefur verið sýnt fram á að
brotin vari enn.“
Aftarlega í athugasemdum
VÍS er það áréttað að félagið
hafi alltaf staðið í þeirri trú að samstarfið sem
það átti í við önnur tryggingafélög væri lög-
mætt. „Loks ítrekar umbjóðandi okkar [VÍS]
og leggur með því sérstaka áherslu á, að sam-
starf milli hans og annarra tryggingafélaga
hefur ávallt átt sér stað í þeirri góðu trú að
um lögmætt samstarf væri að ræða.“
Vakin er athygli á því í athugasemdunum
að málsatvik hafi átt sér stað að stórum hluta
skömmu eftir að samkeppnislögin tóku gildi
árið 1993. „Óumdeilt er að lögin gjörbreyttu
starfsumhverfi vátryggingafélaga. Er því
haldið fram hér að áhrifanna hafi gætt í rík-
ara mæli á vátryggingamarkaði en í fjölmörg-
um öðrum atvinnugreinum sökum hins sér-
staka eðlis vátrygginga og þess stranga
opinbera eftirlits sem vátryggingafélög hafa
ávallt sætt,“ segir í athugasemdunum.
Að lokum kemur fram í niðurlagi grein-
argerðar lögmanna VÍS að leitast hafi verið
við að sýna fram á „að hegðun umbjóðanda
okkar [VÍS] hafi í öllum tilvikum verið fylli-
lega í samræmi við það sem eðlilegt getur tal-
ist í ljósi einkenna þess markaðar sem um er
að tefla. Umbjóðanda okkar hafi þannig með-
al annars verið heimilt að lækka iðgjöld bif-
reiðatrygginga árið 1996 vegna innkomu
IBEX Motor Policies at Lloyd́s á markaðinn
og hækka iðgjöld sömu trygginga árin 1994
og 1999 vegna breytinga á ytra umhverfi vá-
tryggingastarfsemi.“
’ Virðist sem í afstöðu Sam-keppnisstofnunar felist grund-
vallarmisskilningur á því töl-
fræðilega lögmáli að eftir því
sem úrtak úr tilteknu þýði er
stærra því meiri líkur eru á að
úrtakið endurspegli þýðið,
a.m.k. upp að vissu marki. ‘
„Jafnframt hafa þessir
aðilar gripið til sam-
stilltra aðgerða gegn
nýjum keppinautum í
bifreiðatryggingum.“
SJÁ NÆSTU SÍÐU