Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 33 g hafi ju þá plýs- nka- éttlát s sem ta í i að llar bótagreiðslur hins opinbera til einstaklinga og nöfn hæstu bótaþeganna birt í fjölmiðlum. Þá er hægt að vega og meta hvort tilteknir einstaklingar þiggi óhóf- legar bætur miðað við efni og aðstæður. Hér gefur auga leiða að Gunnar Smári setur hags- muni ríkisvaldsins ofar hagsmunum hvers ein- staklings, þ.e. að fá að hafa sín mál í friði. Öllum refsað fyrir brot fárra Það eru haldlítil rök að þetta sé nauðsynlegt til að tryggja aðhald og að allir greiði sína eðlilegu skatta. Flestir eru löghlýðnir og fara að fyrirmælum yf- irvalda í þessum efnum. Auðvitað stunda einhverjir skattsvik en þá á ekki að refsa öllum fyrir brot fárra. Hjá embættum skattstjóra starfar líka hæfi- leikaríkt fólk sem hefur sérhæft sig í eftirliti með því hvort einstaklingar greiði of lága skatta miðað við tekjustofn. Sú hugsun að fólk komi upp um nágranna sinn, telji það lífsstíl hans ekki samræmast skatt- greiðslum, er líka afar ógeðfelld. Þetta eftirlit á að vera á höndum skattstjóra en ekki einstaklinganna sjálfra. Skattstjóri hefur einnig víðtækar heimildir til að rannsaka og krefjast allra upplýsinga telji hann þörf á. Það eyðir tortryggni okkar í garð hverra ann- arra. Skattyfirvöld hafa líka sagt hverfandi að skatt- stjóra berist skriflegar eða með öðrum hætti form- legar ábendingar um skattundandrátt þrátt fyrir eft- irgrennslan og yfirlegu margra um álögð gjöld náungans. Fólk fær nú sent heim til sín álagning- arseðla þar sem allar upplýsingar, sem birtast í álagningarskrá, koma fram. Fólk á því ekkert erindi í álagningarskrá annað en að fletta upp skatt- greiðslum náungans. Slík framkvæmd er ekki rétt- lætanleg. Óskylt að taka saman lista Þó skattstjórum sé skylt samkvæmt lögum að leggja fram álagningarskrá er ekkert í lögum sem segir þeim að taka saman fyrir fjölmiðla hæstu skatt- greiðendur í hverju skattumdæmi. Það ætti að krefja þá svara af hverju þeir vinna þessar upplýsingar til birtingar með þessum hætti og senda fjölmiðlum. Þeim er það ekki skylt og jafnvel ekki heimilt. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur ályktað gegn þessari framkvæmd. Þingmenn ættu í ljósi alls þessa að fella úr gildi lög sem kveða á um að skatt- stjórum sé skylt að leggja fram álagningar- og skatt- skrár. rsónuupplýsinga Höfundur er blaðamaður. Morgunblaðið/Kristinn jóra til að fletta upp í álagningarskrám á meðan þær liggja stæðisflokksins lagði til að þessi birting yrði lögð af. sem bera bæði ga ábyrgð í mál- umræðunni. Að ur Árnason um sem milli- efur nú gert rum að hans hinir raunveru- málsins hafa flokkur nisstofnun álahreyfing í yktað um að leggi nisstofnun og g Sjálfstæð- yfing á nú mál- stumenn Sjálf- engi fundið rvalda allt til for- em hefur lengi ki Sjálfstæð- rgoft amast við og sama hafa s gert en báðum stjórnað að mönnum Sjálf- velti ríkisstjórn- amkeppnismála í myndafræðileg- lfstæðisflokks r. Það skulu egt fyrir við- a að frjálsum ábyrgðarmenn inum stjórn- isflokknum. Að- r að ekki eigi að samráðsmálinu flokkurinn. Að- ur amast við um- eki upplýsinga til i en sjálfur glæp- tæðisflokkurinn. efur barist hat- sett séu lög um kkanna og það inn. komið er Sjálf- i málsvari og frjáls fram- ur sérhagsmuna óli ylkingarinnar. Á ÓTRÚLEGA skömmum tíma hefur orðræða stjórnmálamanna, sér- fræðinga og almennings breyst á róttækan hátt þannig að allt virðist mælt í gildum verslunar og viðskipta. Allt er „bissness“. Og þegar allt er bissness þarf að skýra hlutina upp á nýtt. Skólar eru orðnir þjónustufyrirtæki, við þá eru gerðir þjónustusamningar um að veita tilteknum fjölda nemenda skilgreinda þjónustu. Fyrir þetta greiðir ríki eða borg. Sama má segja um sjúkrahús – sem reyndar heita núna heilbrigð- isstofnanir á máli fagmanna – þar er samið um ákveðinn fjölda sjúklinga, tilteknar aðgerðir. Og þessi gildi hafa fest sig svo í sessi að ekki má lengur efast um þau. Þvert á móti setjast allir að sama samningaborði og rífast um skilgrein- ingar; hvort það sé ódýrara að kenna guðfræði en lögfræði. Þessi hugarfarsbreyting er mótuð af hugmyndafræði sem oft er kölluð ný- frjálshyggja. Að vísu amaðist stak- steinahöfundur Morgunblaðsins við því orði um daginn og sagði ekkert nýtt við nýfrjálshyggjuna. Undir það má taka. Frjálshyggjan er gamaldags stefna, sköpuð af annarri öld þegar lýðræði var ekki til nema í hugum draumóramanna og æðsti draumur borgarastéttarinnar var að koma á kosningum þar sem rétturinn til að kjósa byggðist á efnahag. Það sem er nýtt er tungutakið sem fylgir nútíma- legum kapítalisma. Meðal lykilorða sem hagfræðingar hafa kynnt til sögu eru sveigjanleiki og hreyfanleiki. Þessi tvö nafnorð urðu töfraþula sem sérhver forstjóri þuldi áður en hann fór að sofa og hélt áfram að þylja þegar hann vaknaði. Það sem átti að gerast sveigjanlegt og hreyf- anlegt voru atvinna, laun og réttindi vinnandi fólks. Þeir hafa þegar náð því takmarki að heita „vinnuveitendur“ þótt þeir veiti enga vinnu, heldur kaupi vinnu annarra. En samt er vinnuaflið enn ekki orð- ið nógu sveigjanlegt, það hefur rétt sem getur truflað hámarksgróðasókn. Sveigjanleiki og hreyfanleiki mynda, í þessari orðræðu, andstæðu við „skrifræði“ sem fylgir flóknu sam- félagi þar sem ekki er hægt að henda vinnuafli fram og aftur eins fjár- magnseigendum þóknast. Út af þessu „skrifræði“ hefur sprottið sú goðsögn að allt sem er ríkisrekið sé þunglama- legt, svifaseint og staðnað. Á móti sé einkarekstur, þar sem er ekkert op- inbert skrifræði, hreyfanlegur og sveigjanlegur. Í framhaldi af þessu var farið að gera þjónustusamninga um alla mögu- lega og ómögulega hluti. Ekki gengur að hafa ríkisstofnanir á fjárlögum, þær eiga að vera stofnanir, helst sjálfseign- arstofnanir, sem ríkið gerir svo þjón- ustusamning við hverju sinni. Þetta á að auka hreyfanleika því hægt er að segja samningnum upp. En reyndar var hægt áður fyrr að taka stofnanir af fjárlögum og leggja þær niður, eins og var gert með Þjóðhagsstofnun. Ekki tók það langan tíma þó að lagabreytingu þyrfti til, og því spurn- ing hvort kerfið sé ekki ávallt jafn hreyfanlegt og sveigjanlegt og þeir sem stjórna því, óháð rekstrarformi. Í framhaldi af breyttri umræðu hef- ur sjálfsmynd okkar breyst. Okkur ber að skynja okkur sjálf sem hag- fræðilega einingu, okkar eigin atvinnu- rekanda (hvort sem við þiggjum laun eða erum verktakar) og hugsa starf okkar sem fyrirtækjarekstur. Þannig eru kjarasamningar bara mál atvinnu- rekanda og sérhvers starfsmanns sem ber þá einn ábyrgð á launum sínum – sem að sjálfsögðu eru trúnaðarmál. Þannig komast atvinnurekendur upp með að borga konum lægri laun en körlum – og segja svo eins og hvít- þvegin lömb: „Ja, konan bað um minna. Ég get ekki borið ábyrgð á því.“ Undir þetta tekur fólk enda á það sjálft að bera ábyrgð á örlögum sínum. Ekki samt svo mikla ábyrgð að það tali saman og myndi samtök, það er nefnilega of ný hugsun fyrir hina óendanlega gamaldags frjálshyggju. Það sem vantar alfarið inn í sjálfs- myndina er hins vegar að maður geti á nokkurn hátt borið ábyrgð á örlög- um annarra. Maður sem vill virðast góður stjórn- andi í opinbera kerfinu segir: „Ég lít á þetta sem hvert annað fyrirtæki.“ Ef maður vill virðast góður stjórnandi í einkarekstri segir maður: „Ég rek þetta fyrirtæki á hreyf- anlegan og sveigjanlegan hátt.“ Í því felst sem sagt að borga fólki mishá laun fyrir sömu vinnu, skerða réttindi starfsmanna (fyrirtæki getur t.d. ekki verið mjög hreyf- anlegt ef það þarf að festa sig um of í lífeyrisskuldbind- ingum) og komast upp með allt saman á þeirri forsendu að öll séum við hagfræðilega þenkjandi fólk, öll séum við í bissness. En ef hagfræðilegu gildin fá ein að ráða, t.a.m. í opinberri þjónustu, s.s. skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu, þurfa önnur gildi, s.s. mannréttinda- og jafnréttisgildi, umönnunar- og fræðslugildi, undan að láta. Og þá ber okkur að staldra við og hugsa. Viljum við fórna öllum öðrum gildum á altari markaðslögmála, viljum við færa allt í dulargervi hagfræðinnar, viljum við að sjúkrahús og skólar endurskilgreini sjálfsmynd sína og verði „Lækn- ingasala“ og „Fræðslukaup“? Hafði ekki hið opinbera skrifræði – sem skylt er að mála eins dökkum litum og mögulegt er, og hafa jafnan uppi möntruna um að það sé staðnað, nið- urdrepandi og kæfandi fyrir ein- staklingsframtakið – önnur gildi í heiðri sem eiga það til að gleymast í nýja „sveigjanlega“ kerfinu? Svo sem sömu meðferð fyrir alla og heið- arleika? Sjálfskipuðum andstæðingum „skrifræðisins“ finnst það kannski nið- urnjörvandi og kæfandi fyrir ein- staklinginn að hafa starfsemina gagn- sæja og grundvallaða á jafnrétti og heiðarleika. Eða eiga opinberir starfs- menn að láta einhverja aðra hagsmuni ráða starfi sínu? Hvernig fer það sam- an að starfa sem sjálfstæður verktaki í leit að hámarksgróða fyrir lágmarks- kostnað en þurfa jafnframt að sinna verkefnum í velferðar- og trygginga- málum, sem heyra undir stjórn- málamenn? Þetta ættum við öll að vera meðvituð um þar til orðræðu- bylgja hagfræðinnar gengur yfir. Í stað hennar kemur svo einhvern tíma önnur orðræðutíska. Þá verður kannski ekki allt „bissness“ heldur menning. Þá verður fyrirtækjum skylt að vera meðvituð um menning- arfræðilegt gildi sitt. Þá mun þykja sjálfsagt að starfsmenn fyrirtækja verði að vera vel lesnir í Laxness og Þórbergi og enginn geti talist góður starfsmaður nema hann geti farið með Urð og grjót eftir Tómas. Hvenær linnir viðskipta- bylgjunni? Eftir Katrínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. ’ Þannig komast atvinnurek-endur upp með að borga kon- um lægri laun en körlum – og segja svo eins og hvítþvegin lömb: „Ja, konan bað um minna. Ég get ekki borið ábyrgð á því.“ ‘Í VIKUNNI rauf Þórólfur Árnason borgarstjóri þögnina um þátt sinn í meintu ólöglegu samráði olíufélag- anna en í óbirtri frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar segir að slíkt sam- ráð hafi átt sér stað og núverandi borgarstjóri komi við sögu. Borgarstjóri segir í viðtali í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að hann telji sig ekki hafa platað Reykjavíkurborg með undirritun til- boðs vegna útboðs árið 1996. Að vísu segir hann í sama viðtali að hann hafi fljótlega gert sér grein fyrir því í starfi sínu hjá Olíufélag- inu að samráð væri á milli félaganna. Samt gegndi hann áfram starfi sínu hjá Olíufélag- inu árum saman eftir að honum varð þetta ljóst. Er á honum að heyra að það hafi hann gert nauðugur viljugur en hann segist hafa gripið fyrsta tækifæri sem gafst til að skipta um vinnu en það hafi reyndar tekið fjögur ár. Ekki verður betur séð en yfirlýsingar borg- arstjóra staðfesti að hann var virkur þátttak- andi í meintu samráði olíufélaganna sem Samkeppnisstofnun telur að hafi m.a. beinst gegn Reykjavíkurborg og almenningi. Þrátt fyrir að fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins hafi lýst yfir því að núverandi borgarstjóri hafi ekki haft ákvörðunarvald né borið ábyrgð á verðlagningu til stórnotenda eins og Reykjavíkurborg í starfi sínu hjá félaginu var þeirri spurningu látið ósvarað hver þáttur hans var í verðlagningu á bensíni og olíu til smárra notenda, þ.e. neytenda. Þá má benda á hve vandlega fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins velur orð sín. Borg- arstjóri hafði samkvæmt yfirlýsingunni ekki ákvörðunarvald og bar ekki ábyrgð á verð- lagningunni, en það segir ekkert um þátt hans í ákvörðunarferlinu. Á endanum er það forstjórinn sem tekur ákvörðun og ber ábyrgð, en það breytir því ekki að fleiri hljóta að eiga þátt í viðkomandi ákvörðun og vita vel hvaða forsendur liggja að baki henni. Borgarstjóri vill ekki kannast við að hafa platað Reykjavíkurborg þrátt fyrir að undir- skrift hans sé á tilboði Olíufélagsins til Reykjavíkurborgar á sínum tíma. Því má spyrja: Hvers virði er undirskrift og hvenær geta menn firrt sig ábyrgð á því sem þeir skrifa undir? Athyglisvert er að borgarstjóri viðurkennir hins vegar að hann hafi gert sér grein fyrir því að samráð væri á milli olíufé- laganna en samt hafi hann starfað þar áfram. Ekki verður annað séð en að í þessum orðum felist viðurkenning um að hann hafi í störfum sínum unnið gegn hagsmunum neytenda með ólögmætum hætti. Þrátt fyrir það segist hann tilbúinn að starfa áfram sem borgarstjóri. Undarlegur þáttur Ingibjargar Borgarfulltrúar R-listans verða að gera það upp við sig hvort þeir telji siðferðilega rétt- mætt að maður, sem viðurkennt hefur að vera virkur þátttakandi í meintu samráði olíufélag- anna, gegni slíku trúnaðarembætti í þágu al- mennings sem borgarstjórastarfið er. Borg- arfulltrúar R-listans hafa þó, allir nema einn, þær málsbætur að þeir réðu borgarstjórann í góðri trú. Þessi eini er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir en Þórólfur sagði henni hvernig komið væri þegar hún bauð honum borg- arstjórastarfið. Ingibjörg Sólrún hlýtur að hafa gert sér grein fyrir alvöru málsins en samt kaus hún að láta ekki samstarfsflokka Samfylkingarinnar í borgarstjórn, framsókn- armenn og vinstri græna, vita. Hún segist hafa gert það vegna þess að Þórólfur hafi sagt sér þetta í trúnaði. Öllum má ljóst vera að málið var svo viðkvæmt að eðlilegt hefði verið að upplýsa alla um það sem báru ábyrgð á umræddri ráðningu. Ef Þórólfur sagði Ingibjörgu það í trúnaði, hefði hún að sjálfsögðu átt að gera honum það ljóst að hann yrði einnig að upplýsa aðra um það, sem styðja ættu hann til starfans, annars gæti hún ekki mælt með honum. Ef til vill hefur Ingi- björgu Sólrúnu grunað að ef málið yrði upp- lýst fyrir samstarfsaðilum í R-listanum, yrði það frágangssök og hefði þá ekkert orðið að ráðningunni. Þegar þetta kæmi upp síðar myndu samstarfsaðilarnir sitja uppi með ákvörðun Ingibjargar – eins og komið hefur á daginn. Heilindi eða hentistefna? Það er hins vegar umhugsunarefni að stjórnmálamaður sem hafði það að megininn- taki kosningabaráttu sinnar á sl. vori að saka aðra stjórnmálamenn um óheiðarleika og þyk- ist sjálf standa fyrir bætt siðferði, innleiðingu samræðustjórnmála, nútímalega framtíðarsýn og fleiri hljómfagra frasa, skuli ekki hafa séð ástæðu til að upplýsa samstarfsflokka sína í Reykjavíkurlistanum um svo þýðingarmikið atriði þegar hún réð nýjan mann í sinn stað um sl. áramót. Sennilega hefur hentistefna verið Ingibjörgu Sólrúnu ofar í huga en heil- indi þegar hún tók þá ákvörðun að leyna sam- starfsaðila sína umræddum upplýsingum. Ótrúleg svör borgarstjóra og ábyrgð Ingibjargar Sólrúnar Eftir Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.