Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
R
ÖKIN fyrir opinberri birtingu á skatt-
greiðslum allra Íslendinga eru haldlítil.
Árleg framlagning álagningarskráa er
því með öllu tilgangslaus og gerir ekk-
ert annað en að valda heiðarlegu fólki
ama. Í því ljósi ættu þingmenn að beita sér fyrir
lagabreytingu svo skattstjórum verði ekki skylt að
leggja þessar upplýsingar á eldhúsborð almennings
ár hvert.
Í álagningarskrám kemur fram hvað við greiðum í
opnber gjöld og námu þau alls 55,3 milljörðum króna
fyrir skattgreiðendur í Reykjavík einni. Gjöldin sam-
anstanda af tekjuskatti, eignaskatti, útsvari sveitar-
félaga og fjármagnstekjuskatti. Langstærsti hlutinn,
eða rúmt 91%, var skattur sem launafólk greiddi af
tekjum sínum.
Brot á friðhelgi einkalífs
Þessar upplýsingar geta því gefið nokkuð raun-
sanna mynd af mánaðartekjum okkar flestra, sem í
mörgum tilvikum eru trúnaðarmál. Fjármál okkar
eru nefnilega viðkvæm einkamál, þótt við höfum ekk-
ert að fela, og í samræmi við það er stjórnvöldum al-
mennt óheimilt að veita almenningi aðgang að slíkum
upplýsingum. Þetta kemur m.a. skýrlega fram í sér-
ákvæðum um þagnarskyldu skattyfirvalda, auk þess
sem bannað er að viðlagðri refsiábyrgð að skýra
óviðkomandi fólki frá upplýsingum um tekjur og
efnahag skattaðila.
Þó skattstjórum sé heimilt samkvæmt lögum að
birta upplýsingar um skattgreiðslur okkar verður að
telja slíka birtingu stangast á við sjálfsagðan rétt
okkar til að njóta friðhelgi einkalífs. Sá réttur er
tryggður í stjórnarskrá Íslands og 8. grein mann-
réttindasáttmála Evrópu. Þau brot gegn friðhelgi
einkalífs, sem felast í opinberri birtingu upplýsinga
sem okkur er skylt að veita skattyfirvöldum, verða
með engu móti réttlætt með vísan til ríkishagsmuna
eða réttinda annarra.
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins,
sagði í gær þetta vera hluta af opnu þjóðfélagi og
jafnvel fælingarmátt gegn skattsvikum. Af hverj
ekki að ganga lengra en að birta ófullkomnar upp
ingar um skattgreiðslur? Það er jafnvel hægt að
birta sjálfar skattskýrslurnar, launaseðla og ban
innistæður.
Hann segir að álagning skatta verði að vera ré
og um hana ríki sátt eins og um ráðstöfun fjárins
ríkið afli með þessum hætti. Ríkisvaldið geri þett
umboði okkar kjósenda. Þá hlýtur Gunnar Smári
vera fylgjandi því að birt verði árlega skrá yfir al
Rakalaus birting per
Eftir Björgvin Guðmundsson
Fjöldi fólks leggur leið sína á skrifstofu skattstj
frammi almenningi til sýnis. Landsfundur Sjálfs
V
ERÐSAMRÁÐ er einn al-
varlegasti glæpur við-
skiptalífsins gegn neyt-
endum og hinum frjálsa
markaði. Sumir hafa sagt
að ekki eigi að ræða meint samráð ol-
íufélaganna og stjórnenda þeirra fyrr
en lokaskýrsla Samkeppnisstofnunar
liggur fyrir. Þetta er nálgun á máli
sem sannarlega er þörf á að ræða.
Hins vegar á ekki að fella dóma yfir
einum eða neinum fyrr en niðurstaða
málsins liggur fyrir.
Umræðan borgar sig
Sakir mikillar umræðu og þrýst-
ings, m.a. frá stjórnmálamönnum,
hefur ríkislögreglustjóraembættið
komið að málinu með formlegum
hætti eins og embættið vildi þótt lög
krefjist þess ekki. Í raun kveða lög
um meðferð opinbera mála á um að
lögreglan skuli hafa afskipti af málum
ef grunur er um refsivert brot hvort
sem henni hefur borist kæra eða ekki.
Í þessu máli lá ekki einungis fyrir
grunur um refsivert brot heldur játn-
ingar forstjóra eins olíufélaganna í
blöðunum.
Það er því óskiljanlegt af hverju
ríkislögreglustjóri hefur ekki þegar
hafið rannsókn. Áður en umræðan
hófst hafði ríkislögreglustjóri ákveðið
að gera ekkert þrátt fyrir að hafa
fengið upplýsingar um málið frá Sam-
keppnisstofnun fyrir meira en mán-
uði. Það er lykilatriði að rannsókn lög-
regluyfirvalda hefjist sem fyrst þar
sem hún ein rýfur fyrningarfrestinn.
Grænmetismálið er víti til varnaðar
en þar reyndust alvarleg afbrot fyrnd.
Það eru mýmörg dæmi þess að lög-
reglan rannsaki mál samhliða eft-
irlitsstofnun og má þar nefna skatta-
mál. Umræðan mun einnig skila
neytendum ávinningi því nú þegar
hafa tvö ný fyrirtæki lýst áhuga á að
koma á bensínmarkaðinn og hefur
annað þeirra flýtt sínum áformum.
Pólitísk ábyrgð
ríkisstjórnarflokkanna
Mál olíufyrirtækjanna snerta hins
vegar ekki einungis slæmt við-
skiptasiðferði, meint lögbrot og sið-
blindu heldur eru ýmsir pólitískir flet-
ir á málinu. Samkeppnisstofnun hefur
búið við fjársvelti af hálfu ríkisstjórn-
arinnar. Hér er því um að ræða póli-
tíska ábyrgð á seinagangi málsins og
þar af leiðandi pólitíska ábyrgð á
hugsanlegri fyrningu þessara brota.
Forsætisráðherra sagði á blaða-
mannafundi að hann hafi skynjað að
eitthvað óeðlilegt hafi verið í gangi. Í
ljósi þeirra ummæla er fróðlegt að
velta því fyrir sér hvers vegna hann
gerði ekkert til að efla Samkeppn-
isstofnun eins og sárlega þurfti.
Rannsókn samkeppnisyfirvalda á
tryggingarfélögunum hefur nú staðið
í 6 ár og hugsanlega hafa sakir fyrnst
þar vegna þessa fjársveltis.
Mikilvægt er að hafa í huga að for-
stjórar og stjórnarmenn olíufélag-
anna eru ekki einhverjir menn úti í
bæ. Allir þessir menn hafa haft mikla
pólitíska vigt og hafa tekið virkan þátt
í landsfundum Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins, sumir í ára-
tugi, og mótað stefnu þessara flokka
með beinum hætti. Svo þegar málið er
hvað mest í fjölmiðlum og svara er
þörf láta þessir einstaklingar ekki ná í
sig, m.a. vegna þess að þeir eru á lax-
veiðum á kostnað almenningshluta-
félaga.
Stjórnarmenn olíufélaganna bera
mikla ábyrgð á þessum meinta þjófn-
aði frá almenningi og fyrirtækjum í
landinu. Hlutafélagalögin eru mjög
skýr varðandi ábyrgð stjórnarmanna
og starfa forstjórar í þeirra umboði.
Oft eru þetta sömu mennirnir sem
sitja í stjórnum olíufyrirtækjanna og í
þeim fyrirtækjum sem á að hafa verið
svindlað á. Hluthafar þessara fyr-
irtækja verða að spyrja sig hvort
þessum mönnum sé stætt að sitja
lengur í stjórnum þeirra. Flestir þess-
ara stjórnarmanna hafa lengi verið
forystumenn í Sjálfstæðisflokknum.
Það er einnig með ólíkindum að
þáttur fyrrum millistjórnanda sé orð-
ið að aðalatriði í málinu. Forstjórarnir
og stjórnarmennirnir
siðferðilega og lagaleg
inu virðast sleppa frá
sjálfsögðu ber Þórólfu
ábyrgð á sínum gjörðu
stjórnandi og hann he
hreint fyrir sínum dyr
mati. Það er meira en
legu ábyrgðarmenn m
gert.
Sjálfstæðisf
gegn Samkepp
Það er ein stjórnmá
landinu sem hefur ály
skuli niður Samkeppn
það er ungliðahreyfin
isflokksins. Þessi hrey
svara á Alþingi. Forys
stæðisflokksins hafa l
starfi samkeppnisyfir
áttu. Verslunarráð, se
átt fulltrúa í þingflokk
isflokksins, hefur mar
Samkeppnisstofnun o
Samtök atvinnulífsins
þessum samtökum er
mestu leyti af forystum
stæðisflokksins.
Sinnuleysi og fjársv
arinnar í málefnum sa
landinu sýnir vel hugm
an ágreining milli Sjál
og Samfylkingarinnar
kjósendur muna.
Þetta mál er alvarle
skiptalífið og er atlaga
markaði. Nánast allir
þessa máls tengjast ei
málaflokki, Sjálfstæði
eins einn flokkur telur
beita háum sektum í s
og það er Sjálfstæðisf
eins einn flokkur hefu
ræðunni og telur að le
fjölmiðla sé alvarlegri
urinn og það er Sjálfst
Aðeins einn flokkur he
ramlega gegn því að s
fjármál stjórnmálaflok
er Sjálfstæðisflokkuri
Þegar á hólminn er
stæðisflokkurinn ekki
frjálsrar samkeppni o
taks heldur varðhund
hinna fáu.
Verðsamráð í pólitísku skj
Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson
’ Þegar á hólminn erkomið er Sjálfstæð-
isflokkurinn ekki mál-
svari frjálsrar sam-
keppni og frjáls
framtaks heldur varð-
hundur sérhagsmuna
hinna fáu. ‘
Höfundur er
alþingismaður Samfy
ATHYGLISVERT ÁLITAMÁL
SJÓNARMIÐ
RÍKISSAKSÓKNARA
Bogi Nilsson, ríkissaksóknari,setti fram afar athyglisverðsjónarmið í samtali við
Morgunblaðið í gær um umræður,
sem fram hafa farið að undanförnu
um meint samráð olíufélaganna og
hvort og hvenær lögreglurannsókn
ætti að hefjast á þeim ásökunarefn-
um, sem fram koma í skýrslu Sam-
keppnisstofnunar um málefni félag-
anna.
Ríkissaksóknari sagði m.a.:
„Samkvæmt samkeppnislögunum
virðist ekkert því til fyrirstöðu að
lögregla hefji rannsókn samhliða
rannsókn Samkeppnisstofnunar og
rannsókn lögreglu gæti hugsanlega
leitt til málssóknar. Tilgangurinn,
sem helgar ákvæði samkeppnislaga
um að eftirlitsaðilinn rannsaki mál
og beiti sektum er að auka skilvirkni
og draga úr kostnaði við rannsóknir
eins og áður sagði. Hefji lögregla og
ákæruvald rannsókn á sama sakar-
efni og þegar er til meðferðar hjá
Samkeppnisstofnun tel ég að það
fari þvert á þennan tilgang laganna.
Í samkeppnislögunum eru engin
ákvæði, sem beina málum á eina
braut eða eina akrein, heldur virðist
ekkert því til fyrirstöðu, að sama
sakarefnið sæti rannsókn á tveimur
stöðum í einu, sé á tveimur akrein-
um.
Að mínu mati væri skynsamlegt að
innleiða ákvæði í lögin þess efnis, að
meðferð máls væri í höndum Sam-
keppnisstofnunar og hún gæti eða
henni bæri eftir atvikum að beina
málinu til ákæruvalds eða lögreglu
ef stofnunin teldi málið þess eðlis að
viðurlagaheimildir samkeppnisráðs
væru ekki fullnægjandi lok máls.
Þótt slíkt ákvæði sé ekki að finna í
lögunum núna væri ef til vill unnt að
haga framkvæmd mála með þessum
hætti.“
Þegar ríkissaksóknari talar með
þessum hætti hljóta menn að hlusta.
Í orðum hans felst annars vegar vís-
bending til löggjafarvaldsins um að
æskilegt væri að gera ákveðnar
breytingar á samkeppnislögunum. Í
ljósi þess áhuga, sem allmargir þing-
menn hafa sýnt því undanfarið að
lögreglurannsókn hefjist á málefn-
um olíufélaganna verður að ganga út
frá því sem vísu að Alþingi veiti slík-
um lagabreytingum brautargengi.
Hins vegar eru ákveðnar leiðbein-
ingar fólgnar til forráðamanna Sam-
keppnisstofnunar í orðum Boga
Nilssonar. Hann lýsir þeirri skoðun,
að samhliða rannsókn Samkeppnis-
stofnunar og lögreglu og ákæru-
valds gangi þvert á tilgang sam-
keppnislaganna en bendir Sam-
keppnisstofnun jafnframt á raun-
hæfa leið út úr þessum vanda.
Þessi ummæli ríkissaksóknara
eru tvímælalaust veigamesta inn-
legg, sem fram hefur komið í þessar
umræður. Þau eru jafnframt skýr
ábending um að samkeppnislögin
þarfnist endurskoðunar í ljósi feng-
innar reynslu.
Morgunblaðið birtir í dag ítar-lega frásögn af veigamesta
þættinum í skýrslu Samkeppnis-
stofnunar um meint samráð trygg-
ingafélaga á markaðnum hér sem
fjallar ekki sízt um ökutækjatrygg-
ingar svo og andmæli trygginga-
félaganna eða lögmanna þeirra og
Sambands íslenzkra trygginga-
félaga gagnvart þeim ásökunum,
sem fram koma í skýrslu Sam-
keppnisstofnunar.
Í þessum þætti skýrslunnar kem-
ur m.a. fram, að Samkeppnisstofn-
un telur Samband íslenzkra trygg-
ingafélaga mikilvægan vettvang
hins meinta samráðs.
Í andmælum lögmanna Trygg-
ingamiðstöðvarinnar er þeirri at-
hyglisverðu spurningu varpað fram
í ljósi þessarar ásökunar hvað segja
megi um það samráð viðskipta-
bankanna, sem fram fari á vett-
vangi Sambands banka og verð-
bréfafyrirtækja, Sambands spari-
sjóða, LÍÚ og fleiri hagsmunasam-
taka.
Þetta eru réttmætar spurningar,
þótt ljóst sé að ekki sé hægt að
flokka alla þá aðila, sem nefndir eru
í andmælum lögmanna Trygginga-
miðstöðvarinnar, undir einn hatt.
Hér eru starfræktir þrír við-
skiptabankar um þessar mundir.
Þeir stunda samkeppni á markaði
en á vegum ofangreindra samtaka
þeirra fer fram ákveðið samstarf,
sem ekki skal dregið í efa, að sé
gagnlegt. En hvar eru mörkin á
milli þess, sem má og má ekki?
Ef þrír viðskiptabankar mega
starfa saman í slíkum samtökum,
hvers vegna mega þrjú trygginga-
félög það ekki? Er nauðsynlegt að
afmarka með lögum starfsvettvang
slíkra samtaka og jafnvel þótt það
væri gert vaknar sú spurning, hvort
hægt yrði með því að koma í veg
fyrir hugsanlegt óformlegt samráð.
Sparisjóðirnir innan Sambands
sparisjóða hafa með sér margvís-
legt samstarf. Þetta eru sjálfstæðar
stofnanir en á milli þeirra er t.d.
mjög náið og raunar sameiginlegt
markaðssamstarf. Hvar eru mörkin
þar á milli þess, sem má og má ekki
til þess að tryggja að frjáls sam-
keppni fái að njóta sín viðskiptavin-
um þessara fyrirtækja til hagsbóta?
Hvaða skoðun, sem menn kunna
að hafa á ásökunarefnum Sam-
keppnisstofnunar á hendur trygg-
ingafélögunum og andmælum
þeirra, verður því ekki neitað að
Samkeppnisstofnun hefur með at-
hugasemdum sínum um starfsemi
Sambands íslenzkra trygginga-
félaga vakið upp spurningar, sem
vísa til samstarfs fleiri aðila á vett-
vangi slíkra félagasamtaka.