Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HANN er á ferðinni hérlendis í
15. sinn og segist vera svo lán-
samur að dvelja hér aldrei sem
ferðamaður heldur kynnast Ís-
landi með augum Íslendingsins.
„Ég á svo marga íslenska vini sem
ég hef gaman af því að gleðja með
löngum og óvæntum heimsókn-
um,“ segir hann og skellihlær.
Barnsleg kátínan er eitt helsta
einkenni hans strax við fyrstu
kynni og kemur kannski ekki svo
á óvart að hann hefur til þessa
samið 43 barnabækur og er með
einar níu í smíðum. Ofvirkur?
„Nei, ég hef bara svo gaman af
því sem gerist í höfðinu á mér. Ég
vil ekki missa af neinu sem þar
gerist,“ segir hann.
Þetta er Bruce McMillan, rit-
höfundur og ljósmyndari frá
Maine í Bandaríkjunum, sem lík-
lega hefur gert meira fyrir kynn-
ingu á Íslandi en margur annar
sem hærra lætur á þeim vett-
vangi.
Nokkrar bóka hans gerast á Ís-
landi þar sem persónur eru ís-
lenskar og atburðarásin dregin
beint úr íslenskum veruleika;
hann semur sögurnar sem ljós-
myndasögur, og skrifar svo við
texta, og eljan og vinnusemin við
að ná því fram sem hann ætlar sér
er með hreinum ólíkindum. Þrátt
fyrir glaðværðina þá er McMillan
fagmaður fram í fingurgóma og
bækur hans njóta mikilla vinsælda
vestanhafs eins og fjöldi útgefinna
bóka ber greinilega með sér.
„Ég fæ hugmynd að sögu, eins
og t.d. sögunni Pysjunótt sem
gerist í Vestmannaeyjum. Þá
byrja ég á því að dvelja á staðnum
og taka allar þær myndir sem mér
finnst sagan kalla á. Síðan fer ég
heim til Maine og skrifa söguna út
frá myndunum. Þá kemur í ljós að
mig vantar einhverjar myndir til
að segja söguna nákvæmlega eins
og ég vil hafa hana og þá fer ég
aftur til Íslands og tek þær mynd-
ir. Svo klára ég söguna og tek til
við hönnun bókarinnar því ég geri
það allt sjálfur líka. Þetta er ein
heild í mínum huga, myndir, texti
og útlit bókarinnar.“
Samstarf við
íslenska listakonu
Tvær bækur sem Bruce McMill-
an er með smíðum núna gerast
báðar á Íslandi en eru giska frá-
brugðnar hvor annarri. Önnur ger-
ist við Breiðafjörð og segir frá sex
ára dreng sem vill gerast fiskimað-
ur eins og afi hans. Hann fær að
fara í róður með afanum og kemur í
land reynslunni ríkari. Hin bókin
er innblásin af málverkum íslensku
listakonunnar Guðrúnar Elínar
Ólafsdóttur, Gunnellu, og segir frá
því sem gerðist þegar hænsnin
vildu verða eins og fólk.
„Mér finnast myndir Gunnellu
alveg frábærar og það besta við
þær er að það er ekki hægt annað
en að brosa um leið og maður sér
þær. Það er svo mikill húmor í
myndunum. Eins og t.d. myndin af
íslenska hestinum. Það dularfulla
við íslenska hestinn er að hann
virkar lítill en er í rauninni stór.
Þetta hef ég margoft reynt að út-
skýra fyrir vinum mínum í Banda-
ríkjunum með litlum árangri en ég
held að myndin skýri þetta full-
komlega.“
Bruce segir þetta óvenjulega bók
fyrir sig því myndirnar ráði al-
gjörlega ferðinni og hann semji
eingöngu textann. „Bókin á að
heita: Hvað kom fyrir hænsnin?“
Hann segist hafa samið textann
við eldhúsborð vina sinna á Sauð-
árkróki í Skagafirði núna í júlí og
sé sannfærður um að þetta verði
vinsæl bók og myndir Gunnellu eigi
eftir að vekja mikla og verðskuld-
aða athygli.
Fyrir nokkrum árum gaf Mál og
menning út bókina Pysjunótt og
einnig aðra bók hans sem gerist í
Hvallátrum og segir frá lítilli
stúlku sem tekur að sér að unga út
og ala upp æðarunga. „Nú hafa
orðið svo miklar breytingar á starf-
semi Máls og menningar og óvissa
á þeim bæ að ég auglýsi bara hér
með eftir útgefanda á Íslandi.“
Hann skellihlær að þeirri spurn-
ingu hvort hann sé kominn í hinn
óformlega klúbb útlendra Íslands-
vina.
„Já, við John Travolta erum í
þessum klúbbi. Hann fyrir að
stoppa bara nógu lengi til að taka
bensín á flugvélina og ég fyrir að
vilja aldrei fara aftur heim þegar
ég er kominn hingað.“
Vill hvergi annars staðar vera
Bruce McMillan rithöf-
undur frá Bandaríkj-
unum hefur dvalist á Ís-
landi ótal sinnum við
gerð barnabóka sem
njóta mikilla vinsælda
vestanhafs. Hann hefur
í sumar verið við
Breiðafjörðinn og á
Norðurlandinu.
Úr myndaröð Gunnellu um hænsnin
sem Bruce McMillan heillaðist af. havar@mbl.is
Bruce McMillan við eldhúsborðið að skrifa Hvað kom fyrir hænsnin?
ÞÝSKI stúlknakórinn Pfälzische
Kurrende undir stjórn Carolu
Bischoff er að hefja tónleikaferð
hér á Íslandi um verslunarmanna-
helgina og syngur á fyrstu tón-
leikunum í Reykjahlíðarkirkju
laugardaginn 2. ágúst kl. 21.
Píanóleikari er Sólveig Anna Jóns-
dóttir.
Á sunnudaginn kl. 14 syngur
kórinn í helgistund í Kirkjunni í
Dimmuborgum.
Stúlknakórinn er frá Neustadt í
Rheinland-Pfalz og er skipaður 21
stúlku á aldrinum 15–25 ára. Þær
hafa unnið til margvíslegra verð-
launa og viðurkenninga á ferli sín-
um, m.a. fimm sinnum 1. verðlaun
í árlegri kórakeppni Rheinland-
Pfalz og fjórum sinnum hafa þær
staðið á verðlaunapalli í kóra-
keppni þýska sambandslýðveld-
isins, nú síðast með fyrstu verð-
laun í Osnabrück árið 2002. Þær
hafa verið boðnar á tónlistarhá-
tíðir, m.a. til Rússlands og Ísrael.
Hér flytja þær þýska kórtónlist,
bæði forna og nýja, evrópska
madrígala og lög eftir Edvard
Grieg og Pablo Casals.
Stjórnandinn, Carola Bischoff,
nam einsöng, kór- og hljómsveit-
arstjórn við Tónlistarháskólann í
Heidelberg-Mannheim. Hún hefur
sungið einsöngshlutverk í flestum
helstu verkum kirkjutónbók-
menntanna og flutt óratoríur og
mörg stærri verk með Kantorei
der Pauluskirche sem hún stjórn-
ar einnig. Hún stofnaði Pfälzische
Kurrende fyrst sem blandaðan
unglingakór en frá árinu 1995
hafa þær sungið sem kvennakór.
Carola Bischoff mun einnig leið-
beina íslenskum kórstjórum á
námskeiði í Skálholti 11.–14.
ágúst.
Stúlknakórinn syngur einnig í
hvelfingu Laxárstöðvar í Aðaldal,
laugardaginn 2. ágúst kl. 14, við
kvöldmessu í Glerárkirkju á
sunnudag kl. 20.30 og síðast í Bú-
staðakirkju þriðjudaginn 5. ágúst
kl. 20.
Þýskur stúlknakór í heimsókn
GIORGIO Parolini leikur á hádeg-
istónleikum Hallgrímskirkju í dag
kl. 12 og á morgun, sunnudags-
kvöld kl. 20.
Á efnisskrá hádegistónleikanna
er Ciaconu í d-moll eftir Johann
Pachelbel, þá Rondó í G-dúr eftir
ítalska tónskáldið Gioseppe Gher-
ardeschi. Þar næst leikur hann
Prelúdíu og fúgu um B-A-C-H eft-
ir Franz Liszt og tónleikunum lýk-
ur með Andantino eftir nútíma-
tónskáldið Denis Bédard.
Efnisskrá aðaltónleika helgar-
innar annað kvöld kl. 20, er mjög
fjölbreytt. Hún hefst með tónlist
barokktímabilsins. Fyrst hljómar
Tokkata, adagio og fúga í C-dúr,
BWV 564, eftir Johann Sebastian
Bach og síðan Grave og Flautu-
sónata eftir Ítalann Giambattista
Martini, Benedictus eftir Max
Reger, Thème et Variations eftir
Marco Enrico Bossi, Tilbrigði um
stef eftir Clement Jannequin eftir
Jehan Alain, Trompetlagi í F-dúr
eftir Bandaríkjamanninn David N.
Johnson, Adagio úr 5. orgelsinfón-
íu Charles-Marie Widors og tón-
leikunum lýkur með lokakaflanum,
Finale úr 1. orgelsinfóníu Louis
Viernes.
Giorgio Parolini er fæddur 1971
og lauk diplomanámi í píanóleik,
orgelleik og semballeik frá orgel-
og spunadeild Tónlistarháskólans í
Genf. Hann er virtur einleikari á
orgel en kemur líka fram með kór-
um, einsöngvurum og einleikurum.
Hann hefur komið fram á Ítalíu og
víða um Evrópu. Giorgio Parolini
kennir við Civica Scuola di Musica
í Cinisello Balsamo nálægt Mílanó
og frá 1999 hefur hann verið org-
anisti S. Eufemia basilíkunnar í
Mílanó þar sem hann leikur á
pneumatískt orgel smíðað af Balb-
iani árið 1909.
Ítalskur
orgel-
leikari
Giorgio Parolini í Hallgrímskirkju.
Hallgrímskirkja
SÝNING á myndum Áslaugar
Snorradóttur sem teknar voru
sumarið 2002 fyrir bókina
„about fish“ verður opnuð í
Lónkoti laugardaginn 2. ágúst í
galleríi Sölva Helgasonar (Sól-
on Íslandus). Bókin fékk Hönn-
unarverðlaun FÍT í janúar á
þessu ári en hönnuður hennar
er Sigrún Sigvaldadóttir. Um
matreiðslu fyrir myndatöku sá
Snorri B. Snorrason en hann
töfraði fram ljúffenga rétti í
Lónkoti nú í júní. Sýningin
stendur út ágústmánuð. Bókin
fæst í stærri bókabúðum, Lúp-
ína gefur bókina út.
36 laxahausar.
Sýnir ljós-
myndir í
Lónkoti
Í GLUGGUM Linsunnar, Aðal-
stræti 9, stendur yfir sýning á verk-
um Sigríðar Ágústsdóttur, lista-
manns mánaðarins í Linsunni.
Öll verkin eru handmótuð og not-
aður er leirlitur með ýmsum málm-
oxíðum. Leirinn er brenndur í raf-
magnsofni og síðan í reykbrennslu
undir berum himni.
Sýningin stendur til 20. ágúst.
Leirlist í
Linsunni
SIGURDÍS Harpa Arnarsdóttir opn-
aði í gær sýningu á blekmyndum á
veitingastaðnum Kránni, Laugavegi
73. Myndirnar eru afrakstur vinnu
hennar undanfarna mánuði, „þar sem
leitað er fanga í feminíska undirvit-
und beggja kynja.“ Myndirnar eru til
sölu. Sýningin er opin á opnunartíma
Kráarinnar virka daga frá kl 13–01 og
um helgar frá kl. 13–03.
Sýnir
blekmyndir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦