Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR
52 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK
LÁRUS Orri Sigurðsson, lands-
liðsmaður í knattspyrnu, skoraði
mark fyrir WBA er liðið vann Chelt-
enham í æfingaleik, 4:0. Lárus Orri
skoraði markið þremur mín. fyrir
leikslok.
UNGMENNALANDSLIÐ kvenna í
knattspyrnu skipað leikmönnum 17
ára og yngri tapaði fyrir Svíum, 5:3, í
vítaspyrnukeppni í leik um 5. sætið á
Ólympíuhátíð æskunnar í París. Eft-
ir venjulegan leiktíma var staðan 4:4
Mörk Íslands í leiknum skoruðu
Harpa Þorsteinsdóttir, Björk Gunn-
arsdóttir og Margrét Lára Viðars-
dóttir tvö, annað úr vítaspyrnu.
FYRIRLIÐI makedóníska lands-
liðsins í knattspyrnu, Artim Sakiri, er
genginn til liðs við enska 1. deildarlið-
ið West Bromwich Albion frá CSKA
Moskvu. Sakiri er 29 ára gamall
miðjumaður og er eflaust þekktastur
fyrir að hafa skorað úr hornspyrnu
yfir David Seaman, landsliðsmark-
vörð Englendinga, í viðureign Eng-
lendinga og Makedóníumanna sem
fram fór í októbermánuði í fyrra.
STOKE er búið að ganga frá
tveggja ára samningi við hollenska
markvörðinn Ed de Goey, 36 ára,
fyrrverandi leikmann með Chelsea,
Sparta Rotterdam og Feyenoord. De
Goey, sem klæðist peysu nr. 1, er
fjórði leikmaðurinn sem hefur gerst
liðsmaður hjá Stoke að undanförnu –
hinir eru Gifton Noel-Williams (9),
Clint Hill (6) og John Eustace (4).
PÉTUR Hafliði Marteinsson hefur
fengið peysu nr. 21, en ekki er búið að
úthluta peysum nr. 5, 7 og 10, þannig
að Stoke á eftir að fá til sín fleiri leik-
menn fyrir keppnistímabilið. 22 leik-
menn hafa fengið númer hjá Stoke.
NWANKWO Kanu, leikmaður með
Arsenal, er búinn að missa sæti sitt í
landsliði Nígeríu – var ekki valinn til
að leika með Nígeríumönnum gegn
Japan í Tókyó 20. ágúst.
WOLVES hafa gengið frá kaupun-
um á Henri Camara frá Seden í
Frakklandi. Camara er sóknarmaður
en Wolves þarf að greiða Seden um
250 milljónir íslenskra króna fyrir
hann. Camara er Senegali og hann
lék mjög vel í heimsmeistarakeppn-
inni í fyrra. Hann skrifaði undir fjög-
urra ára samning við nýliðana í ensku
úrvalsdeildinni.
ÞAÐ kemur í hlut Arsenal að leika
í gulu þegar liðið mætir Manchester
United í góðgerðarleiknum í Cardiff,
sunnudaginn 10. ágúst. Man. Utd.
leikur í rauðu.
LEEDS hefur tilkynnt Nigel Mart-
yn markverði að hann geti farið frá
liðinu. Það bendir því allt til að
Chelsea keypi hann á 500 þús. pund,
en það er ekki langt síðan Martyn
hafnaði því að fara til Chelsea, sem
vantar varamarkvörð fyrir Carlo
Cudicini, þar sem Jurgen Macho,
sem var keyptur til liðsins á dögun-
um, meiddist alvarlega á hné.
hafa orðið til þess að liðið hefur
fengið meira af peningum til að
kaupa leikmenn fyrir slaginn í
meistaradeild Evrópu.
Beckenbauer
kokhraustur að vanda
„Ég sé ekki nokkurt lið hér í
landi sem getur stöðvað okkur,“
sagði hinn kokhrausti Franz Beck-
enbauer, foresti Bayern, en aftur á
móti tekur Michael Ballack ekki
svo djúpt í árinni. „Ég hef trú á að
baráttan verði jafnari og skemmti-
legri en hún var síðasta keppn-
istímabil,“ sagði hinn 26 ára Ball-
ack, sem var útnefndur knatt-
spyrnumaður ársins í Þýskalandi
annað árið í röð í vikunni.
Balakov hefur lagt
skóna á hilluna
Stuttgart var spútnikliðið í
Þýskalandi sl. keppnistímabil og
hafnaði óvænt í öðru sæti. Einn
besti leikmaður liðsins, miðvallar-
leikmaðurinn frá Búlgaríu, Krass-
imir Balakov, hefur lagt skóna á
hilluna og hefur gerst aðstoðar-
þjálfari hjá Stuttgart. Það verður
erfitt fyrir Stuttgartara að fylla
skarð hans.
„Að komast að toppnum er
ákveðið afrek, en að halda sér við
hann er önnur saga,“ segir Felix
Magath, þjálfari Stuttgart og fyrr-
verandi stjarna Hamburger SV og
þýska landsliðsins.
Brasilíski miðherjinn Cacau og
miðjumaðurinn Jurica Vranjes frá
Króatíu eru nýir leikmenn hjá
Stuttgart. Menn þar á bæ vona að
Hvít-Rússinn á miðjunni Alexander
Gleb, sem lék frábærlega sl. vetur,
Hitzfeld segir að til að ná ár-angri í meistaradeild Evrópu
gæti það tekið toll í baráttunni í
Þýskalandi. „Ég og
mínir menn vita það
og við erum tilbúnir
að gefa eftir heima
til að ná árangri í
keppni bestu liða Evrópu.“
Bæjarar hömpuðu meistarakór-
ónunni er þeir unnu sinn átjánda
meistaratitil í Þýskalandi, þegar
fjórar umferðir voru eftir. Síðan
urðu þeir bikarmeistarar með því
að leggja
Kaiserslautern að velli í úrslita-
leik á Ólympíuleikvanginum í Berl-
ín, 2:1.
Bæjarar hafa hampað meistara-
titlinum í Þýskalandi fjórum sinn-
um á síðustu fimm árum. Þeir eru
með sterkari leikmannahóp en í
fyrra, þar sem þeir hafa fengið til
sín argentínska varnarmanninn
Martin Demichelis og ungan þýsk-
an landsliðsmann Tobias Rau, sem
er einnig öflugur varnarmaður.
Oliver Kahn mun standa á milli
stanganna eins og áður, Michael
Ballack mun stjórnar leik Bæjara á
miðjunni og Brasilíumaðurinn Elb-
er mun halda áfram að hrella
markverði, en hann var marka-
kóngur sl. keppnistímabil með 21
mark.
Sebastian Deisler, einn af þeim
leikmönnum sem Þjóðverjar binda
miklar vonir við – frábær miðju-
maður, er tilbúinn í slaginn, en
hann var meiddur meira og minna
sl. keppnistímabil, sem var hans
fyrsta hjá Bæjurum.
Bayern München hefur gert
mjög góða sjónvarpssamninga, sem
komi til með að taka við hlutverki
Balakov.
Þá gekk Argentínumaðurinn
Emanuel Centurion, 22 ára mið-
vallarleikmaður, til liðs við Stutt-
gart á fimmtudaginn og skrifaði
undir fimm ára samning.
Dortmund til
alls líklegt
Menn eru sammála að Dort-
mund, sem missti meistaratitilinn
til Bayern, sé það lið sem á eftir að
veita Bæjurum hvað mesta keppni
í vetur.
Evrópumeistararnir frá 1997
hafa selt markvörð sinn, Jens Lem-
ann til Arsenal. Þá varð liðið fyrir
áfalli í deildabikarkeppninni á dög-
unum – þegar varnarmaðurinn Ev-
anilson frá Brasilíu og þýski miðju-
maðurinn Torsten Frings meiddust
á hné og verð frá keppni um tíma.
Tékkinn Tomas Rosicky verður
arkitektinn á miðjunni og hinir öfl-
ugu framherjar – Brasilíumaðurinn
Marcio Amoroso og Tékkinn stóri
Jan Koller fá það hlutverk að halda
áfram að hrella varnarmenn og
markverði með krafti sínum og út-
sjónarsemi.
Aðrir keppinautar
Það er ljóst að Hamburger SV
og Hertha Berlín komi til með að
blanda sér í toppbaráttuna eins og
undanfarin ár og jafnvel einnig
Werder Bremen og Schalke.
Það er líklegt að mest allt loft sé
farið úr Bayer Leverkusen eftir
mikinn uppgang fyrir þremur ár-
um. Flestar stjörnur liðsins eru
farnar og hinn litríki þjálfari Klaus
Toppmöller var látinn taka pokann
sinn á sl. keppnistímabili.
Hér á öðrum stað á síðunni
skjótumst við í heimsókn til ann-
arra liða í 1. deildarkeppninni, en
rætt er mest um hér að framan, og
púlsinn tekinn allt frá Rostock til
Freiburg, þar sem þjálfari liðsins
setti nýtt met sl. vor.
Flestir reikna með að meistararnir frá Bæjaralandi haldi sínu
striki í Þýskalandi en þeir urðu tvöfaldir meistarar í vor
„VIÐ munum að sjálfsögðu reyna hvað sem við getum til að
verja þá titla sem við höfum í Þýskalandi, en við munum leggja
hvað mestu áhersluna á að gera betur í meistaradeild Evrópu
en við gerðum síðastliðið keppnistímabil,“ sagði Ottmar Hitz-
feld, þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, sem náðu
einstökum yfirburðum í Þýskalandi sl. vetur, urðu Þýskalands-
meistarar á öruggan hátt og tryggðu sér einnig bikarameist-
aratitilinn með því að leggja Kaiserslauten að velli. Sparkfræð-
ingar í Þýskalandi sjá ekki annað en Bæjarar eigi að vera með
sömu yfirburðina á knattspyrnuvöllum þar í landi á nýju keppn-
istímabili, sem hófst í gærkvöldi.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
tók saman
Reuters
Sammy Osei Kuffour frá Ghana stekkur upp á bak Michael
Ballack og fagnar marki hans fyrir Bayern.
JALIESKY Garcia, landsliðsmaður Ís-
lands í handknattleik og fyrrverandi leik-
maður HK, hefur byrjað vel með Göpp-
ingen í Þýskalandi. Garcia hefur verið í
sviðsljósinu í Sparisjóðsmóti, þar sem
hann skoraði níu mörk í leik gegn
Melsungen í Bad Wildungen, 36:30, og
sex mörk í sigurleik gegn rúmenska lið-
inu Dinamo Búkarest.
Rúnar Sigtryggsson hefur fengið góða
dóma í leik með Wallau-Massenheim og
skoraði hann fimm mörk þegar liðið vann
auðveldan sigur á utandeildarliðinu Hatt-
ingen/Ruhr í æfingaleik, 41:12.
Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið
vel af stað með Grosswallstadt og Guð-
mundur Hrafnkelsson, eða „Gudmi“ eins
og hann er kallaður, átti stórleik í marki
Kronau/Östringen er liðið vann Leuter-
hausen í æfingaleik, 30:27.
Garcia byrjar vel
með Göppingen
JUAN Sebastian Veron, miðvallarleikmaður frá Argentínu,
átti stórleik og var maður leiksins er Manchester United lagði
Juventus að velli á Giants Stadium í New Jersey í Bandaríkj-
unum í fyrrinótt, 4:1.
Veron fór á kostum fyrir framan 79.005 áhorfendur og eftir
leikinn sagði sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd.,
að Veron væri ekki á förum frá liðinu. Norðmaðurinn Ole
Gunnar Solskjær lék einnig vel og skoraði mark, en talið er að
hann eigi að taka hlutverk Davids Beckham á miðjunni hjá
United. Paul Scholes, Ryan Giggs og Ruud van Nistelrooy
skoruðu hin mörkin. Tékkinn Pavel Nedved skoraði mark
Juventus.
Ferguson var ánægður með sína menn og sagði að leikmenn
beggja liða hefðu haft sóknarleikinn í hávegum.
Bandaríkjamaðurinn Tim Howard lék sinn fyrsta leik í
markinu hjá United og stóð fyrir sínu á heimavelli.
Juan Sebastian
Veron með stórleik
gegn Juventus
Juan Sebastian Veron
Tilbúnir að gefa
eftir fyrir árangur í
Evrópukeppninni