Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svo blíð, svo næm… stór gjöful sál hefur kvatt oss. Þessa heims barn sem við hin en hið innra í engils mynd. Mér finnst að við Halldór höfum alltaf þekkst þótt það yrði ekki fyrr en síðar á ævinni sem við kynnt- umst betur og urðum vinir. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna, Ragnars Jónssonar og Bjargar Ellingsen, og varð virk- ur þátttakandi í lífi þeirra og starfi þar sem hin fagra tónlist var bæði kveikjan og tundrið. Mér er minn- isstætt hvar hann kom, alltaf hóg- vær og stilltur í allri þekkingu sinni, færandi hendi með merkileg- ar plötur eða frásögn af nýrri, spennandi tónlistarupptöku með einhverjum frábærum flytjendum eða af dýrðarinnar konsertum útí hinum stóra heimi. Og andinn lyft- ist og sveif og hreif okkur öll með sér. Tónlistin var líf hans og yndi og á tíðum ferðum sínum erlendis átti hann kost á að kynnast merkilegri tónlist og músíkfólki víða um heim- inn og var sjálfur persónulegur vin- ur margra slíkra. Vissulega varð framlag Halldórs Hansen til tónlistarinnar á Íslandi frábært og ómælt, hið stórmerka, fræga safn hans af plötum og skíf- um, framlag hans til Tónlistar- félagsins gegnum tíðina þar sem hin alþjóðlegu tengsl hans voru ómetanleg á tíma þegar mikilvægur grunnur var lagður fyrir tónlistina hér á landi, sá grunnur sem nú má sjá slíkt dásamlegt þróttmikið líf spretta upp af. Sjálf varð ég þeirrar ánægju að- njótandi að fá líka að kynnast lækn- inum undursamlega og vini barnanna, þegar hann tók mitt fyrsta barn, Ragnar, að sér sem skjólstæðing í slíkri umhyggju og ástúð sem mér er óhætt að segja að hafi enst ævina, þó að sjaldnast yrðum við öll stödd samtímis á einu og sama landinu. Það verður mér ógleymanlegt hvernig hann útbjó okkur unga uppburðarlitla foreldra með nýfæddan unga á leið til stór- borgarinnar London, fjarri öfum, ömmum og fjölskyldu, ábyrgðin nokkuð yfirþyrmandi. Við fengum einkafyrirlestur, eiginhandarskrif- aða skýrslu yfir nauðsynleg lyf og smyrsl, sumu stakk hann á okkur beint, og barnahandbókina hans dr. Spocks í nesti, spekingsins sem boðaði að börn hefðu líka sál, ekki bara hold og bein. Síðar við heim- komuna, nýtt barn hafði bæst í hóp- inn, aðlögun tók við heima í Reykja- vík sem reyndist ekki auðveld frumburðinum og fleira, kom í ljós að þörf reyndist fyrir ráðgjöf og hjálp. Aldrei stóð á Halldóri og hve kærkomið það var að fá að koma í hornið hans á Laufásveginum og að þiggja ljúfa speki hans, maður kom alltaf út einhvers vísari. Mér finnst að Halldór hafi átt þennan sjálf- gleymna kærleika sem mætir manni ekki bara sem andlegu eða líkamlegu tilfelli heldur sem mann- eskju sem finnur til og hefur þörf sem slík, gaf ekki bara lyfseðil og ráð, hann huggaði og styrkti eigin ákvörðun og persónu. Ég held að Halldór hafi skilið vel og elskað konur, mæðurnar, og vitað að væru þær glaðar og í góðu skikki mundi börnunum og fjölskyldunni vegna vel. Enn síðar þegar mér sjálfri lá á reyndi ég enn betur hvern dreng og vin ég átti í Halldóri Hansen. Það komu þung ár í kjölfar skilnaðar að eigin vali, ég varð móðir sem yf- HALLDÓR HANSEN ✝ Halldór Jón Han-sen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. irgaf heimili sitt og börn og fluttist til fjar- lægs lands, settist að í stórborginni París þar sem árin liðu og urðu átta. Þá kom í ljós að Halldór var þar heimamaður og iðu- lega í heimsóknum þar á utanlandsferðum sín- um. Hann elskaði Par- ís, fannst hún ekki bara sem annað heim- ili sitt heldur staður sjálfra ævintýranna. „Hér getur hið óvænta sífellt gerst,“ man ég hann sagði. Við hittumst oft, fórum á konserta eða í leikhús og í heim- sóknir því hann þekkti marga í borginni. En dýmætastar voru göngurnar okkar um götur og garða Parísarborgar þar sem færi gafst til að spjalla um alla heima og geima. Man ég vel þegar ég hafði dvalist þar aðeins stutt og ég bar mig upp eitt sinn við hann útaf son- um mínum heima, sem þá voru 13 og 18 ára. Við það hafði hann engin þung orð né ræðu, talaði bara mildi- lega um söknuðinn sem ég mundi finna yfir að missa af ungdómsárum barnanna minna. Og hve satt það reyndist. Seinna þegar við ræddum um vini og félaga og hverjir þeir eig- inlega væru hafði komið í ljós að þar var ég fákunnug, skildi mig sem fjölskyldutengda, eiginkonu eða mömmu. Svar Halldórs er mér ljós- lifandi, ég velti því enn fyrir mér og hugsa um hvort einhvern tíma muni ég öðlast þroska til að geta tekið undir þau orð. Ég sé hann líka fyrir mér þar í þröngu strætinu í Marais, gamla gyðingahverfinu, rólegan og æðrulausan að vanda með bros- glampa í augunum: „Mér finnst ég vera í góðum félagsskap, þegar ég með þeirri persónu finnst gaman að vera ég.“ Ég kalla hann vin minn, en sannarlega var það hann sem var veitandinn í því sambandi. Kveð ég öðlinginn Halldór Hansen, meg- um við öll þjóð hans halda minningu hans á lofti og muna ávallt hvað gott hann gerði. Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sund- ur og dapran hörkveikinn slökkur hann ekki. Hann boðar réttinn með trúfesti. (Úr Jesaja 42.) Ég óska Guðs friðar öllum vinum hans og fjölskyldu. Erna María Ragnarsdóttir. Halldór var mætur kollega, kær vinur, bekkjarbróðir og samherji. Hann var gæddur góðum gáfum, fjölhæfur og listfengur, ljúfur í um- gengni og kurteis svo af bar. Hann var einn af snillingum samræðu- listarinnar, sem gat sett sig í spor annarra á öllum aldri og rætt við þá á þeirra forsendum. Þessum eig- inleikum Halldórs kynntumst við bekkjarsystkin hans þegar í fyrsta bekk Menntaskólans í Reykjavík. Gagnfræðadeild skólans var þá til húsa í Alþingishúsinu vegna þess að breska setuliðið hafði lagt skóla- bygginguna undir sig. Þegar skól- inn var aftur kominn í gamla húsið við Lækjargötu og halda skyldi jólagleði og skreyta ganga og stofur var Halldór jafnan kallaður til vegna þess hversu drátthagur hann var. Hann gat nánast breytt skóla- húsinu í leiksvið, enda hafði hann hug á að læra leiktjaldagerð. Halldór var mikil málamaður og tónlistarunnandi eins og alþjóð er kunnugt. Það hefur því ekki verið einfalt fyrir hann að ákveða hvað gera skyldi að loknu stúdentsprófi með ágætiseinkunn vorið 1946, þeg- ar 100 ár voru liðin frá því að Menntaskólinn fluttist til Reykja- víkur. Halldóri rann þó blóðið til skyldunnar og í stað þess að fara strax utan til listnáms ákvað hann að feta í fótspor föður síns og ger- ast læknir. Halldór hélt að loknu kandidats- prófi frá læknadeild Háskóla Ís- lands í ársbyrjun 1954 til New York til framhaldsnáms og lagði fyrir sig barnalækningar og barnageðlækn- ingar. Hann var fyrsti íslenski læknirinn sem aflaði sér menntunar í síðarnefndu greininni. Þegar Hall- dór kom aftur heim tók hann við starfi yfirlæknis við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur af Katrínu Thoroddsen og gegndi því við mjög góðan orðstír til árs- loka 1997. Í þessu starfi notfærði Halldór sér kunnáttu sína í sál- lækningum barna til hagsbóta fyrir reykvísk börn og foreldra þeirra, sem komu með börn sín til eftirlits á Heilsuverndarstöðina þar sem jöfnum höndum var fylgst með lík- amlegum og andlegum þroska þeirra fram undir skólaskyldualdur. Í starfi sínu sá Halldór hver þörf var á að koma á fót barnageðdeild til að veita börnum með alvarlegri geðraskanir meðferð. Hann benti á húsnæði í eigu borgarinnar, sem talið var henta og hægt væri að koma í gagnið á tiltölulega skömm- um tíma. Eftir að deildin komst á laggirnar var Halldór jafnan mjög dyggur stuðningsmaður hennar og var oft leitað til hans um holl ráð og leiðbeiningar vegna mannkosta hans og kunnáttu í sállækningum. Hvort tveggja lýsti sér í svari Hall- dórs við spurningunni um hvert væri hlutverk læknisins í þeim. „Það er að hlusta og spyrja – og að spyrja þannig að svarið sem maður leitar að felist ekki í spurningunni sjálfri. Markmiðið er að spyrja þannig að það hjálpi sjúklingnum við að halda sig við það sem skiptir máli ...“ (Lesbók Morgunblaðsins, 5. júlí 2003). Það var mikið lán fyrir heilsu- vernd barna, barnageðlækningar og geðvernd að Halldór skyldi snúa sér að læknanámi og sérnámi í þeim greinum sem að ofan getur. Halldór þróaði áfram starfið, sem mótast hafði á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, þannig að ungbörn voru skoðuð reglulega af læknum stöðvarinnar og fylgst með þroska þeirra til þess að hægt væri að leið- beina foreldrum um uppeldi og umönnun barnanna. Á þessum tíma var komið á reglulegri skoðun allra fjögurra ára barna. Stuðlaði þetta mjög að bættu heilsufari barnanna og varð foreldrum til stuðnings. Þessi starfsemi var ekki aðeins mikilvæg fyrir heilsuvernd al- mennt, heldur einnig fyrir geð- vernd, sérstaklega eftir að Halldór tók við stjórn starfseminnar. Vegna áhuga Halldórs á geðvernd og geð- heilbrigði barna og vegna umfangs- mikillar þekkingar hans varð það Geðverndarfélagi Íslands mikill styrkur að hann skyldi taka við for- mennsku í félaginu af öðrum hug- sjónamanni, Kjartani J. Jóhanns- syni héraðslækni. Halldór var formaður félagsins til 1980 og síðan meðstjórnandi þess. Í þakklætis- skyni fyrir ómetanleg störf Hall- dórs að geðverndarmálum barna var hann gerður heiðursfélagi í Geðverndarfélagi Íslands árið 2000, þegar haldin var fimmtíu ára af- mælishátíð félagsins. Halldórs verður best minnst með því að fylgja eftir hvatningu, sem hann flutti er hann lét af for- mennsku í Geðverndarfélaginu, svohljóðandi: „Að mínu mati verður geðverndarstarf að beinast að börn- um í ríkari mæli en verið hefur fram að þessu. Það er afar margt í þjóðfélaginu sem grefur undan því að börn geti náð tilfinningalegri fótfestu í tilver- unni á þeim tíma sem tilfinninga- lífið þarf til að skjóta rótum. Verði bætt úr því má vel vera að alvar- legar geðrænar truflanir á ung- lings- og fullorðinsárum verði sjald- gæfari en nú er. En eins og þróunin er nú virðist stefna í þveröfuga átt – eða nánar tiltekið í þá átt að kippa rótunum undan stórum hópi barna meðan önnur hafa tæpast tækifæri til að skjóta rótum, hvað þá festa þær. Þetta megum við ekki láta ger- ast, þetta verður að stoppa, því að börn eru dýrmætasta eign þessa lands og von framtíðarinnar“ (Geð- vernd, 16. árg. 1981). Heiðrum minninguna um góðan mann og góðan lækni með því að Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELÍNBORG SIGURÐSSON, Ljósvallagötu 10, sem lést sunnudaginn 27. júlí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Gunnar Sigurðsson, Borghildur Aðils, Jón Aðils, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Jakob Gunnarsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREGGVIÐS STEFÁNSSONAR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu og deildar A6 Landspítala Fossvogi. Þórunn Björgúlfsdóttir, Guðrún Hreggviðsdóttir, Jim Crosbie, Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarson, Ása Hreggviðsdóttir, Birgir E. Birgisson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Bleikargróf 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild L5 Landspítalanum Landakoti fyrir hlýja og góða umönnun. Sigmar N. Jóhannesson, Áslaug Guðjónsdóttir, Þorleifur G. Jóhannesson, Jón Þórir Jóhannesson, Hólmfríður Þórarinsdóttir, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Guðjón V. Sigurgeirsson, Anna Björk Jóhannesdóttir, Páll Sigurðsson Jóhanna K. Jóhannesdóttir, Jón E. Wellings, Óli Sævar Jóhannesson, Þorbjörg Heiða Baldursdóttir og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON fyrrv. verkstjóri frá Hafnarfirði, Þorláksgeisla 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Sigurður Kjartansson, Lovísa Guðmundsdóttir, Arnþór Bjarnason, Þorbjörn Guðmundsson, Anna Linda Steinarsdóttir, Vilborg Guðmundsdóttir, Loftur Jónasson, barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Árskógum 8, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún Ólöf Sigmundsdóttir, Helgi Már Hreiðarsson, Sigríður Sigmundsdóttir, Sigmundur Sigmundsson, Unnur María Gunnarsdóttir, Smári Sigmundsson, Oksana Salabai, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.