Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2003 19 VINNUSKÓLI Seltjarnarness hélt lokahátíð sína síðasta fimmtudag með tilheyrandi grillveislu og leikjum. Um 100 ungmenni lögðu leið sína út í Viðey ásamt leiðbein- endum sínum og fóru í ævin- týraferð sem seint mun renna þeim úr minni. Steinunn Árnadóttir, umsjón- armaður vinnuskóla Seltjarn- arness, segir það vera gamla hefð að heimsækja Viðey, en eins og kunnugt er tilheyrði eyjan Sel- tjarnarnesi fyrr á öldum. „Við för- um gjarnan út í Viðey, ekki síst til að rifja upp söguna, því þarna var fyrsta skólasetur Seltirninga. Við vorum reyndar ekki heppin með veður, því það var gríðarlega hvasst. Við vorum því mest inni við við leiki og spil, og svo var líka dorgað á bryggjunni og nokkuð fiskað. Krakkarnir láta ekki neitt svona á sig fá, enda ýmsu vön.“ Takmarkalaus þolinmæði og æðruleysi á raunarstund Mjög reyndi þó á þolinmæði og þrautseigju unga fólksins þegar langþráð grillveisla átti að hefjast, en þá lenti hópurinn í leiðinlegu en þó spaugilegu óhappi, sem væntanlega mun verða skemmtileg kvöldsaga í framtíðinni. „Það hljóp neisti úr grillinu í hamborgara- kassann okkar í slæmri vindhviðu og hann stóð í ljósum logum á mjög skömmum tíma. Þetta endaði á því að allir hamborgararnir okk- ar brunnu til kaldra kola og ekk- ert varð af hamborgaragrilli í Við- ey. Þá gripum við á það ráð að sigla hið snarasta í land. Það var gríðarlegt úrhelli á leiðinni til baka og ég dáist að krökkunum hvað þau voru hörð af sér, sterk og prúðmannleg. Þessir krakkar eru svo kurteisir og flottir. Þau voru svöng og hrakin en létu það ekkert á sig fá og héldu góða skapinu. Síðan keyptum við nýja hamborgara og grilluðum þá í Ís- birninum sögufræga sem Bubbi söng um, en þar eru aðalstöðvar Vinnuskólans.“ Allt fór þannig vel að lokum og þreyttir og svangir unglingarnir hámuðu í sig varahamborgarana af bestu list og brugðu á leik. Steinunn segir þennan árgang vinnuskólans engar liðleskjur og einn þann besta um árabil. Hún er stolt af dugnaði þeirra og fádæma æðruleysi. „Þessir krakkar eru sérlega duglegir og búni að vera iðnir og vinnusamir og til fyr- irmyndar í sumar. Bærinn hefur sjaldan verið hreinni og fallegri. Ég er mjög stolt af mínu fólki og sé að nú eru að koma sterkir ár- gangar út í atvinnulífið á næstu árum.“ Vinnuskóli Seltjarnarness heldur lokahátíð Grátbrosleg Viðeyjarferð Seltjarnarnes Unglingarnir í Vinnuskóla Seltjarnarness létu vonda veðrið sem vind um eyru þjóta og skemmtu sér vel. Þessar stúlkur dorguðu og veiddu vel. •Heilsmíðuð bóma - 4,5m •Armur - 2,45 m •Ýtublað - 2500 mm •Vökvahraðtengi og lagnir fyrir hamar og tiltskóflu •Vandað hús www.merkur.is 594 6000 Skútuvog i 12a A314 Litronic hjólagrafa Frábært verð Til afgreiðslu strax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.