Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 1

Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 212. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Endurreisn gamalla gilda Hrund Skarphéðinsdóttir vill sjá nýja borgarstefnu í skipulagsmálum 16 Íris Sigurjónsdóttir sýnir í Lista- mannahorni Árbæjarsafns Listir 24 Alvöru sveita- söngvari Gísla Jóhannssyni vegnar vel á Kaliforníuströndum Fólk 48 FRAMLAG í afskriftareikning Landsbanka Ís- lands ríflega tvöfaldast milli ára, fer úr 1.206 milljónum króna í 2.430 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs, samkvæmt milliupp- gjöri sem kynnt var í gær. Þetta gæti haft áhrif til lækkunar á endanlegu söluverði bankans til Samsons eignarhaldsfélags ehf. en samkvæmt ákvæði í samningi félagsins við framkvæmdanefnd um einkavæðingu getur endanlegt söluverð lækkað um allt að 700 millj- ónir króna „vegna tiltekinna mála á síðari hluta ársins“, eins og Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar, segir að ákvæðið gangi út á. Samson keypti tæplega 46% hlut í Lands- bankanum í október 2002 fyrir 12,3 milljarða króna. Lokagreiðsla á að fara fram fyrir lok þessa árs. Ólafur Davíðsson segir að nú muni fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu fara yfir stöð- una í ljósi þessa uppgjörs frá bankanum. Fyrr- nefnt ákvæði um endanlegt söluverð verði skoðað sérstaklega. Aðspurður hvort þetta mikl- ar afskriftir muni ekki reyna verulega á hámark frádráttar frá kaupverði segist Ólafur ekki geta svarað því að svo stöddu. Þó sé um ákveðna vís- bendingu að ræða. Gagnrýnið mat á eignasafnið Þegar bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, eru spurð- ir um þessa aukningu framlags í afskrifta- reikninginn segir Sigurjón að búið sé að fara yfir eignasafnið, sem sé að stórum hluta útlán, og leggja gagnrýnt mat á það. Í framhaldi af því hafi verið talið rétt að leggja þetta til hliðar. Þegar þeir eru spurðir að því hvort eignasafn- ið hafi verið rangt metið áður segir Sigurjón að allt sem varði framlag í afskriftareikning sé matsatriði og eðlilegt sé þegar nýir stjórnendur koma að bankanum að þá séu mál skoðuð út frá nýjum sjónarhornum. „Framlag í afskriftareikning er matskennt, en sum mál hafa líka þróast til verri vegar þó ekki sé hægt að tilgreina neitt eitt í því efni á þessu stigi. En fyrst og fremst er skýringin sú sem Sigurjón nefnir að hér hefur farið fram mjög ná- kvæmt og traust mat og þetta er niðurstaðan,“ segir Halldór, og báðir leggja þeir áherslu á að þetta sé sérstakt viðbótarframlag á síðasta árs- fjórðungi sem ekki muni endurtaka sig. Spurðir að því hvort þetta tengist kaupsamn- ingi nýrra eigenda að Landsbankanum við rík- isvaldið, um að kaupverðið geti tekið breyting- um ef afskriftir aukist, segir Halldór að það sé sérmál, en áður hefur komið fram að líklegt sé að á þau ákvæði samningsins muni reyna. Enginn þrýstingur frá nýjum eigendum Sigurjón tekur fram að starfsmenn bankans blandist ekki inn í samning á milli nýrra eigenda að bankanum og ríkisvaldsins. Þessi niðurstaða nú gefi hins vegar ákveðið til kynna varðandi framhaldið. Spurðir að því hvort þrýstingur hafi komið frá nýju eigendunum vegna þessa segir Sigurjón að svo hafi ekki verið. Afskriftir Landsbankans ríflega tvöfölduðust og nema 2,4 milljörðum króna Söluverð bankans gæti lækk- að um allt að 700 millj. króna BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfs- son, einn eigenda Samsons, segir við Morgun- blaðið að nið- urstaða afskrift- anna sé í samræmi við þær athugasemdir og þá fyrirvara sem félagið hafi gert við verðmat á ákveðnum eignum þegar bankinn var keyptur. „Fyr- irvararnir hafa greinilega átt við rök að styðjast,“ segir Björgólfur Thor, en vill engu til svara um hvaða áhrif þetta hefur á endanlegt kaupverð. Aðspurður hvort nýir eigendur hafi haft einhver áhrif eða beitt þrýstingi við mat á af- skriftum neitar Björgólfur Thor því alfarið. Þar hafi gilt hefðbundnar viðskiptareglur sem Samson hafi ekki haft nein áhrif á. Mikil vinna hafi farið fram við endurmat á öll- um rekstrarþáttum, tiltekt sem muni koma sér vel fyrir bankann í framtíðinni. Í samræmi við okkar fyrirvara BANDARÍSKIR vísindamenn telja sig hafa leyst eina af elstu gátum sálfræðinnar – hvað ræður uppbyggingu tónlistar. Greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Í ritgerð er birtist í tímaritinu Journal of Neuroscience segja vísindamennirnir að upp- bygging tónlistar – hljómar og tónstigar – tengist mynstri sem finna megi í mannsrödd- inni. Hljómar eru hið hefðbundna byggingarefni í tónlist, allt frá Haydn til Hendrix, en hljómum og laglínum má skipta niður í minni einingar og verður þá til 12 tóna stigi, svokallaður hálf- tónastigi. Þetta er ekki einungis vestrænt fyr- irbæri. Í mörgum tónlistarhefðum er notast við 12 tóna stiga – sumir sérfræðingar myndu segja að það væri gert í langflestum tilvikum. En hvers vegna skiptist tónlist upp í 12 tóna? var spurningin sem vísindamennirnir veltu fyr- ir sér. Af hverju ekki 14 eða 20 eða þrjá? Að sögn aðalhöfundar ritgerðarinnar, dr. David Schwartz við Duke-háskóla í Norður- Karólínu, er ástæðan sú, að hljómur manns- raddarinnar mótar þessa skiptingu tónlistar- innar. Í mannsröddinni eru tilteknar samsetn- ingar á tíðni, eða tónhæð, og það eru þessar sömu samsetningar sem leitað er eftir í tónlist. Gátan um tón- listina sögð leyst FJÓRIR Palestínumenn og ísraelskur hermaður féllu í gær er Ísraelar réðust á landi og úr lofti á hús í Askar-flóttamannabúðunum í Nablus á Vesturbakkanum. Hóta Hamas-samtökin að hefna árásarinnar og ljóst er, að til beggja vona getur brugðið með vopnahléið. Á sama tíma gerðu ísraelskar orrustuþotur flugskeytaárásir á skot- mörk í Suður-Líbanon. Talsmaður Hamas sagði, að tveir liðsmanna samtakanna hefðu fallið í árás Ísraela, en þeir jöfnuðu við jörðu hús, sem þeir sögðu hafa verið notað til sprengjugerðar. Hamas og samtökin Heilagt stríð samþykktu að lýsa yfir vopnahléi um mánaðamótin júní-júlí en settu um leið það skil- yrði, að Ísraelar hættu að „myrða“ félaga í sam- tökunum. Talsmaður Hamas sagði í gær, að sam- tökin styddu vopnahléið en myndu ekki láta vopnahlésbrotum Ísraela ósvarað. Palestínskir embættismenn létu einnig í ljós áhyggjur af því, að árásin á Nablus gerði vopnahléið að engu. Ziad Abu Amr, menningarráðherra í palest- ínsku stjórninni, sagði, að á fundum í síðustu viku hefðu fulltrúar hinna ýmsu samtaka, m.a. Hamas, verið jákvæðir gagnvart vopnahléinu „en nú veit ég, að Ísraelar ætla að koma í veg fyrir, að það geti gengið“, sagði hann. Ofbeldisverkum hefur fækkað mikið á síðustu vikum en Ísraelar halda því fram, að vopnahléið sé einhliða og þeir ekki bundnir af því. Skæruliðar Hezbollah í S-Líbanon skutu í gær á stöðvar Ísraela á hinu umdeilda Shebaa-svæði og svöruðu Ísraelar fyrir sig með loftárásum. Vopnahléið úti? Reuters Palestínumenn með lík Hamas-liða sem Ísraelar felldu í gær í Askar-flóttamannabúðunum í Nablus. Eftir átökin brutu Ísraelar niður hús sem þeir sögðu að hefði verið notað til sprengjuframleiðslu. Mannfall í árás Ísraela á flóttamannabúðir Nablus. AFP. GENGIÐ verður hart fram við að vísa ólöglegum innflytjendum burt úr ríkjum Evrópusambandsins, ESB, ef tillögur sem Ítalir hyggjast leggja fram ná samþykki. Verða innflytjendur, sem úrskurðað hefur verið að komið hafi með ólögmæt- um hætti til landsins, fluttir með valdi um borð í lestir, rútur eða ómerkta lögreglubíla. Talsmenn mannréttindasamtaka mótmæltu þegar í gær tillögunum og sögðu að ef beitt væri aðferðum af þessu tagi yrði engin leið að fylgjast með því hvað yrði um fólk- ið, t.d. ef það veitti óeinkennisbún- um lögreglumönnum mótspyrnu. Tekið er fram í tillögunum að aldrei megi vísa fólki brott ef hætta sé á að það muni sæta „ómann- úðlegri eða lítillækkandi meðferð, pyntingum eða dauðarefsingu“ í landinu sem það kom frá. En einnig er sagt að lögreglumenn megi beita nauðsynlegum þvingunum til að hindra umrætt fólk í að flýja úr gæslu þeirra. Hugmyndunum var lekið til fjöl- miðla en ESB-ríkin hafa árum sam- an reynt að ná samkomulagi um samræmdar reglur í þessum efnum. Ef ítölsku hugmyndirnar verða samþykktar munu Bretar og Írar ekki verða bundnir af þeim þar sem hvorug þjóðin á aðild að Schengen- samningnum. En breskur embætt- ismaður sagði að sennilegt væri að hugmyndirnar yrðu teknar til vin- samlegrar athugunar þegar þær yrðu kynntar aðildarríkjunum með formlegum hætti á næstu mánuð- um. Ólöglegir innflytjendur í ESB Harðari stefna Brussel. AFP. Perluprjónaðir handsmokkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.