Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 2
VERÐ GÆTI LÆKKAÐ Afskriftir Landsbankans fyrstu sex mánuðina ríflega tvöfölduðust milli ára, úr 1.206 milljónum í 2.430 milljónir króna. Þetta gæti valdið því að endanlegt söluverð bankans til Samsons eignarhaldsfélags ehf. lækkaði um allt að 700 milljónir króna samkvæmt ákvæði í sölusamn- ingi. Miðlunarlón full Miðlunarlón Landsvirkjunar eru full fyrir veturinn og meira er í lón- unum en í meðalári. Lónin fylltust í maí en vanalegt er að þau fyllist í júní eða júlí. Þorsteinn Hilmarsson hjá Landsvirkjun segir að orsök þess sé sú að vetur hafi verið mildur og vor- flóðin komið snemma. Minni sala á heitu vatni Orkuveita Reykjavíkur hefur selt um 5% minna af heitu vatni frá ára- mótum en áætlanir gerðu ráð fyrir sem þýðir um 350 milljónum krónum minni tekjur en búist var við. Orsök minni notkunar á heitu vatni er hlýtt veður sem verið hefur í sumar. Vopnahlé sagt í hættu Ísraelskir hermenn réðust í gær á bækistöð Hamas-liða í flótta- mannabúðum við borgina Nablus á Vesturbakkanum og felldu fjóra menn. Einn ísraelskur hermaður féll í átökunum. Talsmenn Hamas hót- uðu að hefna árásanna og óttast margir að ótryggt vopnahlé, sem staðið hefur á annan mánuð, sé nú í hættu. Palestínskur ráðherra sagði ljóst að stjórn Ísraels ætlaði að sjá til þess að vopnahléið rynni út í sandinn. Báru kennsl á höfuðið Ljóst þykir nú að hryðjuverka- samtökin Jemaah Islamiyah hafi staðið fyrir mannskæðu sprengju- tilræði sem gert var á Marriott- hótelinu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í vikunni. Tveir fangels- aðir liðsmenn samtakanna báru kennsl á tilræðismanninn er þeir sáu mynd af höfði hans, sem fannst skammt frá staðnum. Hóta frekari árásum Uppreisnarmenn í Líberíu hótuðu í gær að hefja aftur árásir á stjórn- arhermenn Charles Taylors forseta. Þeir segja stjórnarherinn ekki hafa hætt árásum í höfuðborginni Monróvíu. Ennfremur sætta þeir sig ekki við að liðsmaður Taylors taki við forsetaembættinu ef Taylor fer í út- legð. Hann hefur heitið að yfirgefa landið á mánudag. L a u g a r d a g u r 9. á g ú s t ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Úr Vesturheimi 60 Viðskipti 11/12 Umræðan 27/32 Erlent 14/15 Minningar 33/37 Höfuðborgin 16 Kirkjustarf 37/38 Akureyri 17 Myndasögur 40 Suðurnes 18/19 Bréf 40 Árborg 20 Dagbók 42/43 Landið 21 Sport 44/47 Listir 34/35 Leikhús 48 Heilsa 22 Fólk 48/53 Neytendur 22/23 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * Alltaf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 05 .2 00 3 SKIPSTJÓRINN á Bjarma BA, Níels Adolf Ár- sælsson, var í Héraðsdómi Vestfjarða í gær dæmdur til að greiða eina milljón króna í sekt til ríkissjóðs fyrir að láta varpa fyrir borð a.m.k. 53 fiskum í sjóinn í tveimur veiðiferðum í nóvember 2001. Myndirnar af brottkastinu voru sýndar í fréttatíma Sjónvarpsins 8. nóvember 2001. Skip- stjóranum var einnig gert að greiða sakarkostnað. Ríkislögreglustjóri gaf út ákæru á hendur Níelsi Adolfi í mars sl. en honum var gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um umgengni um nytja- stofna sjávar. Var vísað til 1. mgr. 2. gr. laganna, eins og hún hljóðaði áður en lögunum var breytt árið 2002, en þar sagði að skylt væri að hirða og koma með allan afla að landi. Í dómnum kemur fram að á myndskeiði, sem sýnt var í fréttum Sjónvarps, sjáist að 53 fiskum að minnsta kosti hafi verið varpað fyrir borð í veiðiferðunum tveimur. Skipstjórinn hélt því fram að engum fiski hefði verið hent nema vegna þess að hann væri svo sýktur af hringormi að hann væri augsýnilega ónýtur. Byggði hann sýknukröfu sína á því að í 2. mgr. 2. gr. fyrrgreindra laga væri kveðið á um að þrátt fyrir 1. mgr. væri heimilt að varpa fyrir borð afla sem væri sýktur, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Skipstjórinn sagði fyrir dómi að hefði einhverjum ósýktum fiski verið varpað fyrir borð, hefði það verið andstætt hans fyrirmælum og án hans vitundar. Allt að tíu tonnum hafi verið fleygt Í dómnum kemur hins vegar fram að Magnús Þór Hafsteinsson, þáverandi fréttamaður, hafi sagt fyrir dómi að hann hafi séð nokkur hundruð fiskum hent í veiðiferðunum. Hann hafi ekki betur séð en að sá fiskur væri heill og ósýktur. Einstaka skipverjar á Bjarma greindu m.a. frá því að fiski hefði verið hent vegna smæðar en aðrir sögðu að einungis sýktum fiski hefði verið hent. Einn sagð- ist hafa fengið fyrirmæli um að fleygja þorski sem væri undir tveimur og hálfu kílói að þyngd. Áætl- aði hann að allt að 5-10 tonnum af fiski hefði verið hent með þessum hætti í veiðiferðunum tveimur. Í dómnum segir að þegar vitnisburður Magn- úsar og einstakra skipverja um brottkast sé virt- ur, sé ekki „varhugavert að telja sannað að varpað hafi verið fyrir borð a.m.k. 53 fiskum“ í veiðiferð- unum tveimur. Var staðhæfing skipstjóra um að fiskurinn hefði verið sýktur metinn sem fyrirslátt- ur. Skipstjórinn var þó látinn „njóta þess að ekki verður staðreynt hve miklu magni var varpað fyrir borð umfram ofangreinda 53 fiska og brot hans ekki metið stórfellt, þannig að varði fangelsi“. Greiði skipstjórinn ekki sektina innan fjögurra vikna þarf hann að sæta fangelsi í þrjá mánuði. Erlingur Sigtryggsson dómstjóri kvað upp dóminn. Lögmaður ákærða var Hilmar Ingimund- arson, hrl. og Helgi Magnús Gunnarsson fulltrúi sótti málið fyrir hönd efnahagsbrotadeildar Rík- islögreglustjóra. Héraðsdómur Vestfjarða fellir dóm í máli skipstjórans á Bjarma BA Hlaut eina milljón króna í sekt vegna brottkasts FYRIR skömmu fóru hestamenn í Ólafsfirði í ferð yfir Ólafsfjarðar- skarð, sem liggur á milli Ólafs- fjarðar og Fljóta. Ferðin var á veg- um ferðanefndar hestamannafélagsins Gnýfara, sem staðið hefur fyrir mörgum slíkum ferðum í sumar. Í þessari ferð vildi svo illa til að eitt hrossið féll niður í íshelli, sem hafði myndast í jökli sem margoft hefur verið farið yfir. Berglind Sigurðardóttir, ein af meðlimum í ferðanefnd Gnýfara, sagði við Morgunblaðið að það væri smá spræna sem rynni undir jökl- inum og greinilegt væri að hellirinn hefði myndast af hennar völdum í gegnum tíðina. „Sem betur fer þá var knapinn ekki á baki þegar þetta gerðist, því hann var að teyma hestinn yfir jök- ulinn og því var hesturinn með hnakk og beisli þegar hann féll nið- ur í hellinn. Hellirinn var það stór að við hefðum auðveldlega komið 12 hestum þar fyrir, því það var bæði vítt til veggja og nokkuð hátt til lofts. Hestinum varð þó ekki meint af fallinu, fyrir utan lítils- háttar skrámur. Við lentum samt í nokkru brasi við að ná honum upp aftur, þar sem verkfæri voru engin önnur en grjót. Enda var grínast með það eftir ferðina að stungu- spaði yrði þarfaþing í hnakktösk- unni í slíkum ferðum framvegis. En að lokum tókst að ná hestinum aft- ur upp úr hellinum og varð hann frelsinu feginn,“ sagði Berglind. Hestur í íshelli Hafa þurfti ýmsar tilfæringar við að ná hestinum upp úr hellinum. Hesturinn hlaut aðeins skrámur við fallið og beið rólegur björgunar. ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja heimild Grænlandsflugs til þess að stunda áætlunarflug frá Akureyri til Kaupmannahafnar. „Í ljósi aðstæðna höfum við tekið ákvörðun um að það verði fram- lengt til 31. október 2004. Staðan í þessu máli er þannig að við höfum lagt á það ríka áherslu að það verði komið á frelsi í þessu flugi,“ segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra í samtali við Morg- unblaðið. Þar sem Grænland og Færeyjar tilheyra ekki EES-svæðinu þarf að semja sérstaklega við dönsk sam- gönguyfirvöld um leyfi til þess að fljúga til og frá þessum löndum. Erfiðlega hefur gengið að ná samningum við Dani um þessar flugleiðir og vilja íslensk sam- gönguyfirvöld þrýsta á um að höft- um á flugi til Grænlands og Fær- eyja frá Íslandi verði létt. „Þess vegna höfum við efnt til samninga- viðræðna við Dani um að þetta verði opnað með nýjum loftferða- samningi. Við metum stöðuna þannig að það sé ekki hægt að ætla annað en að þessar vinaþjóðir nái að gera nýjan samning sem feli í sér heimildir okkar til að fljúga til Grænlands og Færeyja óáreitt eins og við gerum til Danmerkur. Því vil ég undirstrika vilja okkar til þess að ná samningum með að framlengja þetta leyfi Grænlands- flugs,“ segir Sturla. Heimild Grænlands- flugs framlengd til 31. október 2004 ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo, sem annast byggingu að- alstíflu Kárahnjúkavirkjunar og bor- un aðrennslisganga, hefur samið við Samskip um alla flutninga fyrirtæk- isins sem tengjast virkjuninni. Samskip munu í samstarfi við ítölsku flutningamiðlunina Zust Ambrosetti annast alla flutninga Impregilo til og frá Íslandi. Einnig munu Samskip sjá um alla flutninga fyrir ítölsku verktakana innanlands. Að sögn Knúts G. Haukssonar, forstjóra Samskipa á Íslandi, munu Samskip ýmist nota eigin skip í áætl- unarsiglingum eða skip á vegum Siglu, stórsiglingadeildar Samskipa. Eitt leiguskip er nú á leiðinni frá Kína með ýmsan varning og nokkur skip frá Siglu hafa þegar haft við- komu á Reyðarfirði með tæki og tól vegna framkvæmdanna við Kára- hnjúka. Þá hefur verið samið við Malar- vinnsluna hf. á Egilsstöðum um und- irverktöku við flutninga frá Reyðar- firði til Kárahnjúkavirkjunar, því Landflutningar Samskipa á Austur- landi anna þeim ekki. Samskip eru nú að koma upp að- stöðu á Reyðarfirði til að mæta þess- um auknu flutningum, en til þessa hefur miðstöð flutninganets félags- ins verið á Egilsstöðum. Verður nú bæði tollsvæði og geymsluaðstaða í hinni nýju aðstöðu á Reyðarfirði. Samskip flytur fyrir Impregilo Egilsstöðum. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.