Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TAKMARKAÐ UPPLAG – AÐEINS SELT TIL 14. ÁGÚST Tryggðu þér eintak MIÐLUNARLÓN Landsvirkjunar eru nú öll full fyrir veturinn og raun- ar hefur óvenjulega mikið verið í lón- um frá því í vor miðað við sem menn eiga að venjast í meðalári. Mun meira safnaðast í lónin seinni hluta vetrarins en áður hefur gerst og fylltust þau öll í maí en venjulega gerist það ekki fyrr en í júní eða júlí. Þorsteinn Hilmarsson hjá Lands- virkjun segir síðasta vetur hafa verið mjög mildan og menn hafi verið í góðum málum að því er vatnabú- skapinn varðar allan veturinn. Vor- flóðin hafi síðan komið snemma og ofan í lón sem hafi verið vel full. „Við hleyptum þá niður og keyrð- um vatn í gegnum ýmsar virkjanir sem kannski eru ekki ætlaðar til stöðugrar keyrslu til þess að geta tekið á okkur vatn síðar um sumar- ið,“ segir Þorsteinn. „En þess utan höfum t.d. hleypt vatni fram hjá Kvíslárveitu, þ.e. í efri hluta Þjórsár í sumar og látið það fara niður far- veginn. Við keyrðum einnig vélar í Blönduvirkjun á fullu í sumar til þess að lækka í lóninu svo við lentum ekki í að hleypa úr því sumar. Slíkt er óvinsælt þar sem Blanda varð góð laxveiðiá eftir virkjun hennar þannig að við drógum niður í lóninu til þess að geta tekið á okkur vatn og komið til móts við laxveiðimennina.“ Þorsteinn segir öll lón nú orðin full aftur en menn hafi þó með vilja hald- ið yfirborði Þórisvatns rétt undir efri mörkum í sumar vegna fram- kvæmda við yfirfall vatnsins norð- vestan megin í botni þess. Miðlunarlón full fyrir veturinn ÞESSIR vösku hlauparar voru að hita sig upp fyrir Reykjavíkurmaraþon sem hlaupa á næsta laugardag. Hópurinn, sem er á vegum ÍR, hittist alltaf um klukkan hálfsex á fimmtudögum og hleypur sjö til tíu kílómetra undir stjórn Gunnars Páls Jóakimssonar leiðbeinanda. Alls eru um fjörutíu manns í hópnum þegar mest er. Langflestir munu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hyggjast flestir fara hálft eða heilt maraþon enda reyndir hlauparar í hópnum. Nokkrir úr hópnum munu svo taka þátt í Búdapestmaraþoninu í haust. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hitað upp fyrir maraþonið FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll Sveinsson eða „Þristurinn“ eins og hún er gjarnan nefnd, lagði upp í hringferð um landið frá Reykjavík- urflugvelli í gær. Hringflugið er lið- ur í Flughátíð sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli nk. laugardagþ :ss er einnig minnst að Páll Sveins- son, sem er af gerðinni Douglas C-47A og er herflutningaútgáfa af Douglas DC-3-farþegaflugvélinni, er sextugur á þessu ári. Þá eiga Flug- leiðir 30 ára afmæli. Páll Stefánsson og Hallgrímur Jónsson flugstjórar flugu fyrsta legginn að Gunnarsholti í gær. Hætta varð við flug til Vest- mannaeyja þar sem orðið var of lág- skýjað en reyna á að komast þangað í dag og síðan til Hafnar og Egils- staða. Þar á að sýna vélina kl. 17.30 til 19.30. Ráðgert er að Þristurinn verði á Akureyri á sunnudag og sýnd þar 16.30 til 19.30, á Sauðárkróki þriðjudaginn 12. ágúst 17 til 19, á Ísafirði miðvikudag kl. 17 til 19 og Patreksfirði kl. 17 til 19 næstkom- andi fimmtudag. Flugfélag Íslands og Icelandair verða með uppákomur á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði og gefa gestum kost á að taka þátt í leik. Þeir sem hljóta verðlaun kom- ast í happdrættispott og eiga kost á ferðavinningum. Landgræðslan sem rekið hefur vélina undanfarin 30 ár hefur gefið út afmælisrit í tilefni 60 ára afmælis vélarinnar. Flaug vélinni fyrst 1965 Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri óskaði landgræðsluvélinni til hamingju með afmælið og þakkaði forráðamönnum Flugleiða, Iceland- air og Flugfélags Íslands fyrir stuðning þeirra og þátt í hringferð- inni. Hallgrímur Jónsson flugstjóri sem flogið hefur vélinni frá 1965 var hvergi banginn fyrir flugtak í gær. „Hún er klassísk þessi vél,“ sagði hann með stolti fyrir flugtakið. Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson flýgur hringferð um landið á 60 ára afmæli sínu „Hún er klassísk þessi vél“ Morgunblaðið/Þorkell Á Reykjavíkurflugvelli áður en lagt var upp í gær. Frá vinstri: Páll Stefánsson flugstjóri, Grétar Br. Kristjánsson, varaformaður stjórnar Flugleiða, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Hörður Sigurgestsson, stjórnarformað- ur Flugleiða, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hallgrímur Jónsson flugstjóri. ÁGÚST Mogensen, framkvæmda- stjóri rannsóknarnefndar umferð- arslysa, segir að bílslys vegna lausa- malar sé „algengasta tegund umferðarslysa“ meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Hann segir erlenda ferðamenn óvana að keyra malarvegi; þeir eigi það til að bregð- ast rangt við þegar bíll renni til í lausamölinni. Í stað þess að reyna að stýra bílnum áfram snarhemli þeir með þeim afleiðingum að þeir missi algjörlega stjórn á bifreiðinni. Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðaröryggissviðs Umferðar- stofu, segir eins og Ágúst að útlend- ingar séu óvanir að keyra malar- vegi. Í því skyni m.a. hafi Umferðarstofa gefið út upplýsinga- bæklinga um akstur á íslenskum vegum á sex tungumálum. Þar er farið yfir þær hættur sem geta skapast á íslenskum vegum, t.d. eru ökumenn beðnir um að aka varlega á malarvegum. Bæklingnum er að sögn Sigurðar dreift á bílaleigur en einnig er þeim komið til ferðamanna sem koma með Norrænu. Þá er myndband um akstur á þjóðvegum Íslands sýnt um borð í vélum Icelandair, en það myndband er gert í samvinnu bíla- leigunnar Hertz og Sjóvár-Al- mennra. Svipað myndband er sýnt um borð í Norrænu. Sigurður bætir því við að svo virðist þó vera sem upplýsingarnar nái ekki alltaf til er- lendu ferðamannanna. „Það virðist vera erfitt að fá þá til að fara eftir þessum leiðbeiningum,“ segir hann. Í fréttatilkynningu sem Slysa- varnafélagið Landsbjörg sendi frá sér í gær, segir að það sé ljóst að ferðamenn sem aki um þjóðvegi landsins séu ekki vanir þröngum malarvegum. „97% þeirra tjóna sem urðu á bílum hjá einni bílaleigunni á síðasta ári má rekja til erlendra ferðamanna sem misstu bíla sína út- af í lausamöl,“ segir í tilkynning- unni. „Á annarri bílaleigunni eyði- lögðust 24 bílar á þremur mánuðum og voru þar enn á ferð erlendir ferðamenn sem misstu bíla sína útaf í lausamöl á malarvegum. Þá er það mjög algengt að ferðamenn missi bíla sína í ár og vötn vegna gáleysis, vankunnáttu og skorts á upplýsing- um.“ Þá er í tilkynningunni vakin athygli á því að mörg merki sem standi við ár og vötn á fjölförnum ferðamannaleiðum séu einungis með íslenskum aðvörunum. Erlendir ferðamenn óvanir að aka á malarvegum Umferðarslys í lausamöl algeng TÉKKNESKU ferðamennirnir sem lentu í rútuslysi í Borgarfirði sl. laugardagsmorgun héldu allir nema einn af landi brott í gær. Fimm, sem höfðu verið á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi, eftir slysið, þar á meðal konan sem var lengst af á gjörgæsludeild, voru flutt með sjúkraflugi til Prag en þrettán, sem höfðu haldið ferðalaginu áfram eftir slysið, fóru með áætlunarflugi í gærkvöld. Einn ferðamannanna, kona á miðjum aldri, varð eftir á Landspítalanum. Að sögn læknis á vakt hafði hún ekki heilsu til far- arinnar. Líðan hennar er þó góð og er hún á batavegi. Guðbjartur Árnason, deildarstjóri innanlandsdeildar Terra Nova-Sól- ar, hitti tékknesku ferðamennina, sem héldu förinni áfram eftir slysið, í fyrradag. Aðspurður segir hann að ferðamennirnir hafi verið eins ánægðir með ferðina og hægt væri miðað við aðstæður. Alls voru 28 Tékkar í rútunni, þegar slysið varð, og fóru nokkrir þeirra af landi brott fljótlega eftir slysið. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi heldur rannsóknin á tildrögum slyssins áfram. Hún leitar enn að gráa jeppanum sem mætti rútunni rétt áður en hún valt. Upplýsingar um hann eru enn að berast lögregl- unni og er unnið að því að rekja þær. Ferðamennirnir sem lentu í slysinu á Geldingadraga Allir farnir heim nema einn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.