Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TAKMARKAÐ UPPLAG – AÐEINS SELT TIL 14. ÁGÚST
Tryggðu þér eintak
MIÐLUNARLÓN Landsvirkjunar
eru nú öll full fyrir veturinn og raun-
ar hefur óvenjulega mikið verið í lón-
um frá því í vor miðað við sem menn
eiga að venjast í meðalári. Mun
meira safnaðast í lónin seinni hluta
vetrarins en áður hefur gerst og
fylltust þau öll í maí en venjulega
gerist það ekki fyrr en í júní eða júlí.
Þorsteinn Hilmarsson hjá Lands-
virkjun segir síðasta vetur hafa verið
mjög mildan og menn hafi verið í
góðum málum að því er vatnabú-
skapinn varðar allan veturinn. Vor-
flóðin hafi síðan komið snemma og
ofan í lón sem hafi verið vel full.
„Við hleyptum þá niður og keyrð-
um vatn í gegnum ýmsar virkjanir
sem kannski eru ekki ætlaðar til
stöðugrar keyrslu til þess að geta
tekið á okkur vatn síðar um sumar-
ið,“ segir Þorsteinn. „En þess utan
höfum t.d. hleypt vatni fram hjá
Kvíslárveitu, þ.e. í efri hluta Þjórsár
í sumar og látið það fara niður far-
veginn. Við keyrðum einnig vélar í
Blönduvirkjun á fullu í sumar til þess
að lækka í lóninu svo við lentum ekki
í að hleypa úr því sumar. Slíkt er
óvinsælt þar sem Blanda varð góð
laxveiðiá eftir virkjun hennar þannig
að við drógum niður í lóninu til þess
að geta tekið á okkur vatn og komið
til móts við laxveiðimennina.“
Þorsteinn segir öll lón nú orðin full
aftur en menn hafi þó með vilja hald-
ið yfirborði Þórisvatns rétt undir efri
mörkum í sumar vegna fram-
kvæmda við yfirfall vatnsins norð-
vestan megin í botni þess.
Miðlunarlón full
fyrir veturinn
ÞESSIR vösku hlauparar voru að hita sig upp fyrir
Reykjavíkurmaraþon sem hlaupa á næsta laugardag.
Hópurinn, sem er á vegum ÍR, hittist alltaf um klukkan
hálfsex á fimmtudögum og hleypur sjö til tíu kílómetra
undir stjórn Gunnars Páls Jóakimssonar leiðbeinanda.
Alls eru um fjörutíu manns í hópnum þegar mest er.
Langflestir munu taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu
og hyggjast flestir fara hálft eða heilt maraþon enda
reyndir hlauparar í hópnum. Nokkrir úr hópnum munu
svo taka þátt í Búdapestmaraþoninu í haust.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hitað upp fyrir maraþonið
FLUGVÉL Landgræðslunnar, Páll
Sveinsson eða „Þristurinn“ eins og
hún er gjarnan nefnd, lagði upp í
hringferð um landið frá Reykjavík-
urflugvelli í gær. Hringflugið er lið-
ur í Flughátíð sem haldin verður á
Reykjavíkurflugvelli nk. laugardagþ
:ss er einnig minnst að Páll Sveins-
son, sem er af gerðinni Douglas
C-47A og er herflutningaútgáfa af
Douglas DC-3-farþegaflugvélinni, er
sextugur á þessu ári. Þá eiga Flug-
leiðir 30 ára afmæli.
Páll Stefánsson og Hallgrímur
Jónsson flugstjórar flugu fyrsta
legginn að Gunnarsholti í gær.
Hætta varð við flug til Vest-
mannaeyja þar sem orðið var of lág-
skýjað en reyna á að komast þangað
í dag og síðan til Hafnar og Egils-
staða. Þar á að sýna vélina kl. 17.30
til 19.30. Ráðgert er að Þristurinn
verði á Akureyri á sunnudag og sýnd
þar 16.30 til 19.30, á Sauðárkróki
þriðjudaginn 12. ágúst 17 til 19, á
Ísafirði miðvikudag kl. 17 til 19 og
Patreksfirði kl. 17 til 19 næstkom-
andi fimmtudag. Flugfélag Íslands
og Icelandair verða með uppákomur
á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði
og gefa gestum kost á að taka þátt í
leik. Þeir sem hljóta verðlaun kom-
ast í happdrættispott og eiga kost á
ferðavinningum. Landgræðslan sem
rekið hefur vélina undanfarin 30 ár
hefur gefið út afmælisrit í tilefni 60
ára afmælis vélarinnar.
Flaug vélinni fyrst 1965
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri óskaði landgræðsluvélinni til
hamingju með afmælið og þakkaði
forráðamönnum Flugleiða, Iceland-
air og Flugfélags Íslands fyrir
stuðning þeirra og þátt í hringferð-
inni. Hallgrímur Jónsson flugstjóri
sem flogið hefur vélinni frá 1965 var
hvergi banginn fyrir flugtak í gær.
„Hún er klassísk þessi vél,“ sagði
hann með stolti fyrir flugtakið.
Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson flýgur hringferð um landið á 60 ára afmæli sínu
„Hún er klassísk
þessi vél“
Morgunblaðið/Þorkell
Á Reykjavíkurflugvelli áður en lagt var upp í gær. Frá vinstri: Páll Stefánsson flugstjóri, Grétar Br. Kristjánsson,
varaformaður stjórnar Flugleiða, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Hörður Sigurgestsson, stjórnarformað-
ur Flugleiða, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Hallgrímur Jónsson flugstjóri.
ÁGÚST Mogensen, framkvæmda-
stjóri rannsóknarnefndar umferð-
arslysa, segir að bílslys vegna lausa-
malar sé „algengasta tegund
umferðarslysa“ meðal erlendra
ferðamanna hér á landi. Hann segir
erlenda ferðamenn óvana að keyra
malarvegi; þeir eigi það til að bregð-
ast rangt við þegar bíll renni til í
lausamölinni. Í stað þess að reyna
að stýra bílnum áfram snarhemli
þeir með þeim afleiðingum að þeir
missi algjörlega stjórn á bifreiðinni.
Sigurður Helgason, sviðsstjóri
umferðaröryggissviðs Umferðar-
stofu, segir eins og Ágúst að útlend-
ingar séu óvanir að keyra malar-
vegi. Í því skyni m.a. hafi
Umferðarstofa gefið út upplýsinga-
bæklinga um akstur á íslenskum
vegum á sex tungumálum. Þar er
farið yfir þær hættur sem geta
skapast á íslenskum vegum, t.d. eru
ökumenn beðnir um að aka varlega
á malarvegum.
Bæklingnum er að sögn Sigurðar
dreift á bílaleigur en einnig er þeim
komið til ferðamanna sem koma
með Norrænu. Þá er myndband um
akstur á þjóðvegum Íslands sýnt
um borð í vélum Icelandair, en það
myndband er gert í samvinnu bíla-
leigunnar Hertz og Sjóvár-Al-
mennra. Svipað myndband er sýnt
um borð í Norrænu. Sigurður bætir
því við að svo virðist þó vera sem
upplýsingarnar nái ekki alltaf til er-
lendu ferðamannanna. „Það virðist
vera erfitt að fá þá til að fara eftir
þessum leiðbeiningum,“ segir hann.
Í fréttatilkynningu sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg sendi frá
sér í gær, segir að það sé ljóst að
ferðamenn sem aki um þjóðvegi
landsins séu ekki vanir þröngum
malarvegum. „97% þeirra tjóna sem
urðu á bílum hjá einni bílaleigunni á
síðasta ári má rekja til erlendra
ferðamanna sem misstu bíla sína út-
af í lausamöl,“ segir í tilkynning-
unni. „Á annarri bílaleigunni eyði-
lögðust 24 bílar á þremur mánuðum
og voru þar enn á ferð erlendir
ferðamenn sem misstu bíla sína útaf
í lausamöl á malarvegum. Þá er það
mjög algengt að ferðamenn missi
bíla sína í ár og vötn vegna gáleysis,
vankunnáttu og skorts á upplýsing-
um.“ Þá er í tilkynningunni vakin
athygli á því að mörg merki sem
standi við ár og vötn á fjölförnum
ferðamannaleiðum séu einungis
með íslenskum aðvörunum.
Erlendir ferðamenn óvanir að aka á malarvegum
Umferðarslys í lausamöl algeng
TÉKKNESKU ferðamennirnir sem
lentu í rútuslysi í Borgarfirði sl.
laugardagsmorgun héldu allir nema
einn af landi brott í gær. Fimm,
sem höfðu verið á Landspítala-há-
skólasjúkrahúsi, eftir slysið, þar á
meðal konan sem var lengst af á
gjörgæsludeild, voru flutt með
sjúkraflugi til Prag en þrettán, sem
höfðu haldið ferðalaginu áfram eftir
slysið, fóru með áætlunarflugi í
gærkvöld. Einn ferðamannanna,
kona á miðjum aldri, varð eftir á
Landspítalanum. Að sögn læknis á
vakt hafði hún ekki heilsu til far-
arinnar. Líðan hennar er þó góð og
er hún á batavegi.
Guðbjartur Árnason, deildarstjóri
innanlandsdeildar Terra Nova-Sól-
ar, hitti tékknesku ferðamennina,
sem héldu förinni áfram eftir slysið,
í fyrradag. Aðspurður segir hann að
ferðamennirnir hafi verið eins
ánægðir með ferðina og hægt væri
miðað við aðstæður. Alls voru 28
Tékkar í rútunni, þegar slysið varð,
og fóru nokkrir þeirra af landi brott
fljótlega eftir slysið.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi heldur rannsóknin á tildrögum
slyssins áfram. Hún leitar enn að
gráa jeppanum sem mætti rútunni
rétt áður en hún valt. Upplýsingar
um hann eru enn að berast lögregl-
unni og er unnið að því að rekja
þær.
Ferðamennirnir sem lentu í slysinu á Geldingadraga
Allir farnir heim nema einn