Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BILUN í tækjabúnaði og mannleg mistök urðu þess valdandi að dæla í vararafstöð RARIK á Seyðisfirði dældi tíu þúsund lítrum af gasolíu um fráveitukerfi kaupstaðarins og út í höfnina í vikunni. Athugun hefur varpað ljósi á að ekki var tryggilega gengið frá birgðatanki vararafstöðvarinnar þegar hún var prófuð síðast. Bilun í stýribúnaði dælu og neyðarrofa í safngeymi varð þess svo valdandi að gasolían yfirfyllti geyminn og olíu- skiljur og streymdi óheft út í frá- veitukerfið. RARIK mun skipta um búnaðinn og jafnframt fara yfir sambærileg tæki í öllum vararafstöðvum sínum á Austurlandi. Gasolían er nú að mestu gufuð upp og áhrif slyssins á lífríki munu smá- vægileg. Samverk- andi þættir orsök olíu- lekans MARGIR í Noregi höfðu áhyggjur af því á sínum tíma að ákvörðun um veiðar á hrefnu í atvinnuskyni kynni að koma veru- lega niður á við- skiptahagsmun- um Norðmanna. Sá ótti reyndist þó að mestu ástæðulaus og áhrifin, ef ein- hver, voru hverf- andi. Þetta segir Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag, heildarsamtaka í norsk- um sjávarútvegi í samtali við Morg- unblaðið. Reyndist ekki mikið á bak við hótanirnar Reidar segir að vissulega hafi margir í fiskiðnaði og ekki síst út- flytjendur í Noregi haft af því áhyggjur að veiðar Norðmanna á hrefnu í atvinnuskyni kynnu að skaða hagsmuni þeirra. „En ég held að niðurstaðan sé sú að menn hafi ekki orðið fyrir skaða vegna ákvörð- unarinnar um veiðar á hval í at- vinnuskyni.“ Reidar segir Norðmenn hafa staðið frammi fyrir alls kyns hót- unum á sínum tíma, ekki síst af hálfu umhverfissamtaka í Banda- ríkjunum. „En þegar upp var staðið reyndist ekki mikið vera á bak við þær. Ég þykist vera viss um að heildaráhrifin á norskan útflutning og ferðamannaþjónustu voru því sem næst engin eða hverfandi lítil. Ég held því að Íslendingar þurfi ekki heldur að hafa áhyggjur af slíku.“ Telur óþarft að hafa áhyggjur af þvingunaraðgerðum „Ég las í frétttum í dag að Banda- ríkjamenn hóti að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum. Ég held þó að menn eigi að taka slíku með mikilli ró. Slíkum hótunum héldu þeir einn- ig á lofti gagnvart okkur Norð- mönnum og hafa reyndar haldið áfram að gera. En slíkar hótanir hafa ekki haft nein raunveruleg áhrif og ég er ánægður með að Ís- lendingar ætli að hefja hvalveiðar á nýjan leik enda eru þær brýn nauð- syn þegar horft er til hagsmuna sjávarútvegsins í heild,“ segir Reid- ar. Reidar Nilsen formaður Norges Fiskarlag Ekki ástæða til að óttast viðskipta- þvinganir ABS-BREMSUKERFIÐ, hemla- læsivörnin, sem er á flestum nýjum bílum í dag, fer mjög illa saman við önnur bremsukerfi sem eru á þeim fellihýsum og tengivögnum sem eru með bremsur, sérstaklega þegar þarf að nauðhemla í bleytu og á mal- arvegum. „Þetta eru tvö mismunandi kerfi og hafa hvort sína eiginleika,“ segir Jóhann Jóhannsson, verkefnastjóri og umferðarfulltrúi Slysavarnar- félagsins Landsbjargar og Umferð- arstofu. Ef bíll með ABS-bremsu- kerfi með fellihýsi með venjulegu bremsukerfi í eftirdragi þarf að nauðhemla í bleytu eða möl er mikil hætta á að eftirvagninn taki völdin, segir Jóhann. „ABS-kerfið virkar þannig að það hægir á hjólunum en læsir þeim ekki. Hins vegar læsast hjólin á felli- hýsinu og þá er miklu frekar mögu- leiki á að það fari að ýtast út á aðra hliðina og getur farið að snúast, og þá snúið bílnum.“ Þar með glatist sú stjórn sem ökumaður getur haft á bílnum, jafnvel þó hann nauðhemli, sé bíllinn búinn ABS-bremsum. „Ef þetta gerist þá er voðalega lítið sem ökumaður getur gert. Ef hann er með 1.500 kg fellihýsi í eftirdragi og á álíka þungum bíl þá er voðalega erfitt að ná stjórn á bílnum aftur.“ Fyrir bandarískar aðstæður Fellihýsin eru framleidd í Banda- ríkjunum og hönnuð með þarlendar aðstæður í huga, segir Jóhann. „Hér eru fleiri fjöll og verri vegir, hér er oft keyrt í fjallshlíðum þar sem eru sviptivindar og annað. Ég held að við séum með miklu verri aðstæður til að vera með fellihýsi. Það er ekki hægt að fara í hvernig veðri sem er með fellihýsi í togi.“ Jóhann segir að fólk geri sér oft ekki grein fyrir þessu, heldur leggi bara af stað þó illa viðri. Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferð- arstofu, segir það mikilvægt að menn hugsi út í veður áður en lagt er af stað: „Þegar menn eru að leggja af stað með svona eftirvagna þá skiptir miklu að vita hvernig veðrið er og hvernig veðrið á leiðinni er, þar eru til mjög góðar upplýs- ingar frá þjónustukerfi Vegagerðar- innar. Svo þarf að miða ferðalagið við það.“ Töluvert hefur verið um tilkynnt tjón á fellihýsum í sumar, segir Birgir Guðmundsson frá Trygginga- miðstöðinni. Þó er ekki víst að tjónin séu að aukast meira en aukning á fellihýsum í umferð. Fellihýsin, sem og aðrir tengivagnar, eru tryggð með ábyrgðartryggingu bílsins þeg- ar þau eru tengd við bíl í akstri, en einnig er hægt að kaupa kaskó- tryggingu á þau eins og bíla. Birgir segir að nokkuð sé um að fellihýsi fjúki til á vegi í akstri: „Einnig missa menn fellihýsin út fyrir veg og þau losna aftan úr bíl- um, eða það kemur grjót upp undir botninn á þeim. Einnig hefur verið nokkuð um foktjón þar sem fellihýs- unum er tjaldað á tjaldstæðum.“ Aðspurður um ástæður þess að fellihýsin fjúka í akstri segir Birgir að þau séu léttari en bílarnir, og oft mjög kassalaga. Það þarf því minna til að óvæntar vindhviður feyki felli- hýsinu en bílnum sem dregur það. „Það eru ekki til tölur um þetta enn sem komið er, en það er alveg ljóst að slysatíðni bíla með fellihýsi og tjaldvagna er að aukast,“ segir Jóhann. Hann segir nokkur dæmi undanfarið um alvarleg slys þar sem fellihýsi komu við sögu, og svo sé alltaf talsvert af minni óhöppum. Hann segir það sérlega varasamt að vera með fellihýsi eða tengivagna sem eru nálægt eða yfir hámarks- þyngd sem bíllinn má draga þegar hjólför séu djúp, og dæmi um um- ferðarslys þar sem djúp hjólför urðu þess valdandi að fellihýsið valt og fólk í bílnum sem dró það slasaðist. Viðbótarspeglar nauðsynlegir Jóhann segir að þrátt fyrir áróður í sumar sé ekki enn nógu mikið um að ökumenn með fellihýsi, eða aðra breiða tengivagna, noti viðbótar hliðarspegla. Lögum samkvæmt þarf ökumaður að geta séð meðfram báðum hliðum tengivagnsins, og þarf að bæta við viðbótarspeglum ef svo er ekki. „Viðbótarhliðarspeglar þyrftu að vera staðalbúnaður með hverju seldu fellihýsi,“ segir Jóhann. Hann segir að svo virðist sem sumir átti sig ekki á lögum um nauðsyn þess að nota viðbótarhliðarspegla, jafnvel þegar keyrt er um á jeppa með lítið fellihýsi. Algengt er að menn telji sig ekki þurfa speglana þar sem þeir sjá aftur fyrir bílinn með baksýnis- speglinum. Ef viðbótarspeglar eru ekki not- aðir stóreykst hættan á óhappi þeg- ar bíll með fellihýsi tekur vinstri beygju. Erfitt er að sjá hvort annar bíll sé í framúrakstri og hafa orðið nokkur lítil óhöpp af þessum völdum undanfarið, að sögn Jóhanns. Ættu að vera skoðunarskyld? Full þörf á að hafa stærri fellihýsi og aðra tengivagan með bremsur skoðunarskyld, að mati Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra öku- tækjasviðs Frumherja. „Það er allt- af að verða skýrara og skýrara að það sé æskilegt að koma þessu í skoðun. Kannski ekki árlega heldur á tveggja til þriggja ára fresti.“ Um 60 manns nýttu sér tilboð Frumherja og VÍS til að láta skoða fellihýsi eða tjaldvagn fyrir verslun- armannahelgina. Nokkrir sem komu voru með fellihýsi með bremsum og í þeim tilvikum var yfirleitt eitthvað að bremsunum, segir Jón Hjalti. „Þetta eru yfirleitt rafmagnsbrems- ur, þær voru annað hvort vanstilltar eða algerlega óvirkar í einhverjum tilvikum. Það var hægt að laga eitt- hvað af þessu þegar þetta var still- ingaratriði, en í öðrum tilvikum vantaði rafmagnsbúnaðinn, eða þurfti að tengja hann rétt.“ Annars voru fellihýsin sem komið var með í skoðun almennt í góðu ástandi. „Margir fengu athugasemd- ir í sambandi við ýmis smáleg atriði eins og ljósabúnað. Það voru nokkrir bílar með ónýtar hjólalegur. Oft eru menn líka með gamla vagna og mik- ið notuð dekk. Einnig kom fyrir í ör- fáum tilvikum að bílarnir máttu ekki draga svona þungan bremsulausan vagn.“ Óhöppum þar sem fellihýsi koma við sögu hefur fjölgað talsvert í sumar ABS-bremsukerfi og fellihýsi með bremsu er varasöm blanda Morgunblaðið/Arnaldur Ökumenn verða að viðhafa aðgát á ýmsum sviðum við akstur með fellihýsi og huga vel að þyngd þeirra. Með aukinni fellihýsa- eign er óhjákvæmilegt að óhöppum þeim tengdum fjölgi. Að- stæður hér á landi eru oft erfiðar og geta sviptivindar, djúp hjól- för, malarvegir, blautir vegir og lausir steinar verið fellihýsaeigendum þrándur í götu á leið þeirra um landið. brjann@mbl.is ALLT of algengt er að ökumenn dragi fellihýsi eða aðra tengivagna sem eru of þung miðað við getu bílsins og getur það haft mikil áhrif á aksturseiginleika bílsins, segir Jóhann Jóhannsson, verk- efnastjóri og umferðarfulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Umferðarstofu. Sér í lagi eru það ökumenn sem ekki eru á stórum jeppum og eru með bremsulaus fellihýsi eða aðra bremslulausa tengivagna. Skylda er að hafa bremsur á öllum tengi- vögnum sem fara yfir 750 kg. Jóhann segir að ekki sé nóg að gera ráð fyrir þyngd fellihýsisins, sérstaklega ekki ef menn hlaða í það farangri áður en lagt er af stað. Þá er hætta á að þeir sem eru ekki á þeim mun stærri bílum séu komnir yfir leyfilegan hámarks- þunga sem bílarnir mega draga. Upplýsingar um hámarks leyfilega þyngd tengivagns, með og án bremsu, er í skráningarskírteinum nýrri bíla, en annars er þumal- puttareglan að tengivagn án bremsu má ekki vera þyngri en helmingur af þyngd bílsins sem dregur hann. Oft er þó lægri há- marksþyngd en það. Ef bíll er með þyngri eftirvagn en leyfilegt er missir hann aksturs- eiginleika. „Ökumaður hefur ekki eins góða stjórn á bílnum,“ segir Jóhann. „Ég fann það sjálfur þegar ég prófaði 1.500 kg bíl og var með rétt tæplega 1.500 kg fellihýsi [með bremsu] að um leið og ég var kominn yfir leyfilegan hámarks- hraða með fellihýsi þá fann ég hvað tók stjórnina. Og það var ekki ég. Fellihýsið var farið að dansa í hjólförunum. Bremsu- eiginleikar bílsins verða svo ekki eins og þeir eiga að vera, og þú missir hæfni til að stjórna bílnum ef eitthvað kemur upp á.“ Undir þetta tekur Jón Hjalti Ás- mundsson, tæknistjóri ökutækja- sviðs Frumherja. Hann segir að af- leiðingar af því að vera með of þung fellihýsi verði að sjálfsögðu alvarlegastar þær að hemlunar- vegalengd bílsins lengist talsvert, en einnig geta bremsur bílsins of- hitnað þegar ekið er niður brekku. Jóhann segir að annar flötur á því þegar menn eru með of þung fellihýsi fyrir bílinn sé að þá sé einfaldlega ekki mögulegt að halda sæmilegum hraða, sér í lagi upp í móti, og þá skapist mikil hætta vegna framúraksturs, sér- staklega ef bíllinn með fellihýsið kemst ekki hraðar en 60 til 70 km/ klst. Með of þung fellihýsi í eftirdragi                    !" #  !"  $%& '   '    ' (!"  ' )$ ' ' *+ +, +- +. +, (!"  &$ '  /. . .  .         ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.