Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 14

Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÍBERÍSKIR uppreisnarmenn hót- uðu í gær að hefja á ný bardaga í höf- uðborginni Monróvíu, en friðar- gæsluliðar frá nágrannaríkjunum reyndu að komast inn á svæði sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu í borginni. Uppreisnarmennirnir sögðu að stjórnarherinn væri enn að gera árásir, en óformlegt friðarsam- komulag var gert milli deiluaðila er gæsluliðið kom til landsins í vikunni. Charles Taylor, forseti landsins, hefur lýst því yfir að hann muni láta af völdum á mánudaginn, en Banda- ríkjamenn hafa sett það skilyrði fyr- ir því að þeir sendi friðargæslulið til landsins að Taylor fari frá. Fyrir- hugað er að á mánudaginn feli Tayl- or varaforseta sínum, Moses Blah, stjórnartaumana, en uppreisnar- menn segjast ekki munu geta sætt sig við að Blah taki við. Hann sé yf- irmaður í her Taylors. „Ef Moses Blah tekur við þá mun- um við berjast gegn honum,“ sagði Sekou Fofana, talsmaður uppreisn- armanna, í viðtali við fréttastofuna AFP. „Við getum ekki sætt okkur við neinn sem er nákominn Taylor. Við þurfum að fá einhvern hlutlaus- an borgara til að taka við til bráða- birgða.“ 600 nauðganir í Monróvíu Borgarastríð hefur staðið með hléum í Líberíu í á annan áratug, en undanfarna tvo mánuði hafa harðir bardagar geisað um höfuðborgina, og hafa uppreisnarmenn náð stórum hluta hennar á sitt vald. Breska blað- ið The Guardian greindi frá því á fréttavef sínum í gær, að bæði upp- reisnarmenn og stjórnarhermenn, sumir aðeins 12 ára og jafnvel yngri, hafi í skjóli átakanna ráðist á þús- undir kvenna og að yfir 600 nauðg- anir hafi verið skráðar í Monróvíu síðan í síðasta mánuði. Starfsfólk hjálparstofnana telji þó, að það sé einungis toppurinn á ísjakanum. Blaðið hefur eftir sumum fórnar- lambanna að þegar stjórn Taylors hafi farið að missa tökin í landinu hafi vígamenn í röðum beggja deilu- aðila farið að koma fram við konur í landinu eins og herfang, og virðist halda að nú séu síðustu forvöð að nýta sér stjórnleysið áður en friðar- gæsluliðar koma til landsins. The Guardian segir, að fórnar- lömb nauðgananna hafi verið á aldr- inum átta til 65 ára, en það sem hjúkrunarfólki hafi þótt jafnvel enn ógnvænlegra sé að sumir nauðgar- anna séu barnungir hermenn, 12 ára og stundum yngri. Í mörgum tilvik- um drepi nauðgararnir karlkyns ættingja fórnarlamba sinna. Ólíkt fjöldanauðgunum er framd- ar hafi verið í Síerra Leóne og Rú- anda, þar sem vígahópar beittu kyn- ferðislegum árásum skipulega í hryðjuverkastarfsemi og þjóðernis- hreinsunum, virðast nauðganirnar í Monróvíu hafa verið tilviljanakennd- ar. Þó svo eigi að heita að uppreisn- armenn og stjórnarliðar ráði hvorir um sig tilteknum svæðum í borginni ríkir í raun og veru algert stjórnleysi í henni og eru íbúarnir ofurseldir dyntum vígamannanna. Uppreisnarmenn hóta meiri átökum EPA Líberískar konur sem orðið hafa fórnarlömb nauðgara bíða þess að hitta ráðgjafa í bráðabirgðaskýli sem reist hefur verið á íþróttaleikvangi í Monróvíu. Monróvíu. AFP. HVERSU mikla þýðingu hafa þær pólitísku hræringar sem eiga sér stað í Líberíu þessa dagana fyrir barnunga hermenn landsins? Marg- ir eru ekki nema tíu ára gamlir og því alls óvíst að þeir hafi fullan skilning á því hvað koma vestur- afrísks friðargæsluliðs og vænt- anleg afsögn forsetans, Charles Taylor, merkir. Hinir ungu hermenn, sem reykja maríjúana á hverjum degi líkt og fullorðnu hermennirnir, bera margir vopn sem þeir hafa málað í skærum litum, nokkuð sem ber æsku þeirra glöggt vitni. Það er hins vegar langur vegur frá því að þeir fái notið eðlilegrar bernsku. Leikir þeirra eiga sér stað á göt- unni, stundum innan um lík þjófa sem teknir hafa verið af lífi en eng- inn hefur haft fyrir jarðsetja. Það er ómögulegt að spá fyrir um hvaða áhrif þeir atburðir sem þessi börn hafa orðið vitni að munu hafa á framtíð þeirra. BBC greinir frá um það bil tíu ára dreng sem fréttaritari blaðsins sá nýverið leika sér að því að hjóla í hringi á reiðhjólinu sínu rétt við eftirlitsstöð uppreisnarmanna. Á flestum öðrum stöðum í heiminum væri þetta fullkomlega eðlileg sjón. Það sem var hins vegar óvenjulegt við þennan dreng var það að á baki hans sveiflaðist AK-47-rifill. Dreng- urinn var þó svo smávaxinn og hjól- ið hans svo lítið að rifillinn dróst eftir jörðinni. Barnungir hermennirnir í Líb- eríu eiga sér sömu drauma og önn- ur líberísk börn. Öll segjast þau vilja fara aftur í skóla og öll virðast þau þess fullviss að þau eigi sér betri framtíð þrátt fyrir hörmung- arnar sem þau upplifa á hverjum degi í þessu stríðshrjáða landi. Barnungir hermenn Líberíu MAÐURINN sem gerði sjálfs- morðssprengjuárás á Marriott- hótelið í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í vikunni var fenginn til verknaðarins af Jemaah Islam- iyah, öfgasamtökum múslima með starfsemi í Indónesíu og nálægum löndum, sem eru í tengslum við al- Qaeda-hryðjuverkasamtök Osamas bin Laden. Greindi indónesíska lögreglan frá þessu í gær. Tveir fangelsaðir liðsmenn Jemaah Islamiyah kváðu hafa bor- ið kennsl á tilræðismanninn af mynd af höfði hans sem fannst á vettvangi. Viðurkenndu þeir að hafa fengið manninn til liðs við samtökin, að sögn Erwins Mapp- aseng, yfirmanns rannsóknarlög- reglunnar í Jakarta. Kvað hann hafa verið tuttugu og átta ára gamall Súmötrumann, Asmar Lat- in Sani að nafni. Þessar niðurstöður indónesísku lögreglunnar eru nýjasta vísbend- ingin um að Jemaah Islamiyah, sem eru sökuð um að hafa staðið að baki sprengjuárásarinnar á ferðamannastað á eynni Balí í fyrra, sem kostaði 202 manns lífið, hafi einnig staðið að tilræðinu á Marriott-hótelinu á þriðjudaginn var, en í því fórust 10 manns og 150 slösuðust. En í Lundúnum birtist í gær í arabíska dagblaðinu Al-Quds Al- Arab útdráttur úr yfirlýsingu dag- settri 5. ágúst 2003 frá hryðju- verkahópi tengdum al-Qaeda, svo- nefndra Sveita Abu Hafs el-Masri, þar sem lýst er yfir ábyrgð á til- ræðinu í Jakarta.Í blaðinu segir að í yfirlýsingunni sé árásinni lýst sem „hörðu höggi framan í Banda- ríkin og leppa þeirra í hinni ísl- ömsku Jakarta, sem hefur orðið fyrir bölvun hinna skítugu Bandaríkjamanna og nærveru hinna ósvífnu og hatursfullu Ástr- ala“. Da’i Bachtiar, sem er ríkislög- reglustjóri Indónesíu, sagði að þær vísbendingar sem hingað til hefðu komið fram bentu til að samtökin Jemaah Islamiyah hefðu verið að verki. Kennsl borin á tilræðismann Jemaah Islamiyah talin hafa staðið að Marriott-hótelspreng- ingunni í Jakarta Jakarta. AP. VINSÆLDIR George Bush Banda- ríkjaforseta meðal bandarískra kjós- enda hafa minnkað og mælast nú álíka miklar og fyrir atburðina 11. september 2001 samkvæmt nýrri könnun. Bandaríkjamenn vilja að forsetinn einbeiti sér að efnahags- málum í Bandaríkjunum fremur en stríðsrekstri. Niðurstöður könnunarinnar sýna að frá því í júlí sl. hafa vinsældir Bush minnkað um 5% og eru nú 53% sem er álíka mikið og 2001. Þá er meirihluti kjósenda sammála um að efnahagsmál landsins séu mikilvæg- asta verkefni forsetans en í janúar sögðu hins vegar flestir að baráttan við hryðjuverk ættu að vera for- gangsmál hjá honum. Könnunin bendir jafnframt til þess að demókratar hafi ástæðu til að vera bjartsýnir fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári en þegar val þátttakenda stóð á milli Bush og frambjóðanda úr röðum demókrata sem flestir þeirra gætu sætt sig við var munurinn aðeins fimm prósent. Bush fengi 43% atkvæða en hinn mögulegi mótframbjóðandi demó- krataflokksins 38%. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að það sé einna helst stuðn- ingur eldri kvenna og kjósenda með lágar eða miðlungstekjur sem Bush hefur misst. Vinsældir Bush dala Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hafa leyst úr haldi fimm Breta, Kanada- mann og Belgíumann en þeir höfðu verið fundnir sekir um sprengju- tilræði í Sádi-Arabíu á árunum 2000 og 2001. Breskur maður, Christopher Rodway, lét lífið í sprengjutilræð- unum og nokkrir vestrænir menn, sem starfa í Sádi-Arabíu, slösuð- ust. Sögðu yfirvöld, að um hefði verið að ræða átök milli manna um ólöglega en mjög ábatasama áfeng- issölu. Fjölskyldur mannanna, sem voru dæmdir, lögfræðingar þeirra og fleiri héldu því hins vegar alltaf fram, að yfirvöld hefðu vísvitandi skellt skuldinni á þá til að breiða yfir sprengjutilræði íslamskra öfgamanna í landinu. Voru tveir mannanna dæmdir til dauða og átti að hálshöggva þá. Margir telja, að með því að láta mennina lausa séu stjórnvöld í Sádi-Arabíu óbeint að viðurkenna, að þeir hafi verið hafðir fyrir rangri sök. Sleppt úr haldi í Sádi-Arabíu London. AFP. ÆVILÍKUR háskólamenntaðs fólks ráðast af því hvaða fag það lagði stund á á námsárunum og verkfræðingar eru hraustari en aðrir háskólamenn. Svona mætti túlka niðurstöður rann- sóknar sem birtist nýverið í breska vísindaritinu Journal of the Royal Society of Medicine og fjallað var um í breska blaðinu Guardian. Niðurstöður rannsóknarinn- ar, sem unnin var af dr. Peter McCarron og félögum við Queens-háskóla í Belfast, benda til þess að lífslíkur verkfræði- og raunvísindanema séu meiri en annarra háskólanema. Þeir sem lögðu stund á listnám dóu hins vegar fyrr en annað háskóla- menntað fólk og tíðni lungna- krabbameins var auk þess afar há í þeirra hópi. Ástæður þess að heilsufar listnemanna sem tóku þátt í rannsókninni var jafnslæmt og raun ber vitni voru helst raktar til þess að félagslegur og efna- hagslegur bakgrunnur þeirra var bágbornari en annarra þátt- takenda. Þá áttu þeir sem luku listnámi erfitt með að fá vinnu og voru með lægri laun en aðrir þátttakendur og virtist það hafa áhrif á heilsufar þeirra. Á hinn bóginn reyktu fáir verkfræði- og raunvísindanem- ar og tíðni lungnakrabbameins var því lág meðal þeirra. Þá voru hjartasjúkdómar og streita fátíð í þeirra hópi og var skýring þess helst rakin til hins örugga starfsumhverfis verkfræðinga og vísindamanna. Að lokum má geta þess að nið- urstöður rannsóknarinnar bentu m.a. til þess að læknar væru líklegri en aðrir til að deyja af völdum sjúkdóma tengdra áfengisneyslu og að lög- fræðingar reyktu eins og strompar. Rannsóknin byggist á gögn- um um heilsufar 8.000 karl- manna sem stunduðu nám við Glasgow-háskóla á árunum 1948 til 1968. Eru verk- fræðingar hraustari en aðrir?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.