Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða ómótstæðilegt tækifæri til að upplifa haustið á draumastöðum á Ítalíu og í Austurríki. Þrjár nætur við hið undurfagra Gardavatn, 3 nætur í draumabænum Seefeld í Tíról og ein nótt nálægt Bologna á Ítalíu. Kynnisferðir um heillandi umhverfið eru í boði, m.a. til Þýskalands, eða möguleiki á gönguferðum, útivist eða afslöppun, allt eftir þörfum hvers og eins. Gisting á góðum hótelum, hálft fæði allan tímann, góðar rútur og fararstjórn þaulreynds fararstjóra Heimsferða ætti að tryggja frábæra ferð. Munið Mastercard ferðaávísunina Haustævintýri í Ölpunum Gardavatn- Austurríki - Þýskaland frá kr. 79.950 16.-23. september Verð kr. 79.950 M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði. Aukagjald fyrir einbýli kr. 11,500. Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 7 gistinætur á góðum 3-4* hótelum með morgunmat og kvöldverði, rútuferðir eins og í áætlun og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Kynnisferðir, aðgangseyrir og forfallagjald kr. 1,800 (valkvætt). NÆSTKOMANDI laugardag verður haldið í fyrsta skipti á Íslandi Íslandsmót í strandbolta á Húsavík. Mótið er haldið í sambandi við Mæru- daga sem er þriggja daga fjölskylduhátíð á Húsavík og fer fram um helgina. Að sögn Haraldar Líndals Péturssonar, fram- kvæmdastjóra MarkHúss, sem sér um fram- kvæmd Mærudaganna, verður mótið haldið í suðurfjöru við Húsavík. Strandbolti er knattspyrna sem leikin er í sandi. Spilað er á litlum velli og á millistærð af mörkum. Haraldur segir ekki mikinn mun á strandbolta og venjulegri knatt-spyrnu nema hvað markvörð snertir, en svæði hans er töluvert stærra og nær til að mynda alveg að hliðarlínu vallarins. Fyrirkomulag mótsins er að leiknar verða 2 x 8 mínútur og spilað eftir riðlafyrir- komulagi. Efstu liðin úr hvorum riðli leika svo til úrslita þar sem skorið er úr hvort liðið verður fyrsti Íslandsmeistari í strandbolta. Skráning á haraldur@husavik.is og er þátttökugjald 4.000 krónur á lið. Íslandsmót í strandbolta Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Suðurfjaran á Húsavík hefur oft verið notuð til knattspyrnuæfinga en nú verður hún notuð í fyrsta skipti til keppni. Á HVAMMSTANGA er unnið að nýbyggingu og viðhaldi gatna. Sveitarfélagið Húnaþing vestra samdi við Malbik og völtun ehf. í Reykjavík um lagningu á um 4.200 fermetrum af malbiki, sem lagt var á Grundartún, ásamt yfirlögn á hluta Höfðabrautar en þar var áður olíumöl. Þá var lagt á nokkur bíla- stæði, um 300 fermetra. Alls voru flutt á staðinn um 600 tonn á stórum sérbúnum flutninga- bílum. Undirvinnan var öll unnin af heimamönnum. Þá á að hefja endurbætur á hol- ræsum á staðnum með nýrri tækni Fóðra á rörin með glertrefjastyrkt- um hólk, sem er blásinn út inni í rörum með þrýstilofti og hann síðan hertur með útfjólubláu ljósi. Að sögn Ólafs Stefánssonar, tækni- fræðings Húnaþings vestra, eru bundnar miklar væntingar við þessa aðferð, en hún er tiltölulega ný hér á landi. Götur og bílastæði malbikuð Hvammstangi Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson Myndir frá malbikunarfram- kvæmdum við Höfðabraut. UNNIÐ er nú hörðum höndum á Dalvík að undirbúningi Fiskidagsins mikla sem hefst í dag. Sjálfboðaliðar hafa síðustu daga unnið við pökkun á fiskskömmtum sem síðan verða grill- aðir á laugardag af grillmeisturum sem einnig eru sjálfboðaliðar frá hin- um ýmsu félögum og klúbbum. Að sögn forráðamanna fiskidagsins ætla þeir að vera tilbúnir með um 80 þús- und skammta af fjölmörgum tegund- um. Auk þess verða margskonar skemmtiatriði í boði og allt er frítt, enginn þarf að taka upp veski. Það lætur nærri að allir íbúar komi nærri undirbúningi á einn eða annan hátt og má sjá gleði og tilhlökkun skína úr mörgum andlitum þessa dagana. Búast við 20 þúsund gestum Dalvík Morgunblaðið/Guðmundur Ingi JónatanssonUnnið við að pakka fiski í álpappír. AÐFERÐIR nútímans við hey- skapinn eru ekki fyrir börn en þó hafa dráttarvélar ávallt mikið að- dráttarafl. Þess vegna var Ísak Máni Stefánsson afar glaður þegar Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson hann var að heimsækja afa sinn og ömmu í sveitina þegar afi hans leyfði honum að setjast upp í drátt- arvélina og halda í stýrið en afi hans, Jón Hjaltason bóndi á Götum, var að ljúka heyskap í blíðskap- arveðri. Flestir strákar veikir fyrir dráttarvélum ÞAÐ ER víða mikil umferð á veg- um nú um stundir og sumir taka sér meiri rétt en þeir eiga. Þessar grágæsir þóttust eiga þjóðveg eitt norðan við Blönduós á dögunum og voru bara ekkert að flýta sér. Reyndar sýndist þvílík mergð af gæs þar um slóðir að auðveldlega mætti hugga mæddar rjúpnaskytt- ur með veiðileyfi á nokkrar gæsir þegar líður á ágústmánuð. Má telja sýnt að gæsastofninn þyldi töluvert meira veiðiálag heldur en verið hef- ur til þessa. Að minnsta kosti hefur verið meira af gæs í Þingeyjarsýslu í allt sumar heldur en marga rekur minni til. Mergð af gæs Morgunblaðið/BFH Mývatnssveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.