Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 21
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða ómótstæðilegt
tækifæri til að upplifa haustið á
draumastöðum á Ítalíu og í
Austurríki. Þrjár nætur við hið
undurfagra Gardavatn, 3 nætur í
draumabænum Seefeld í Tíról og
ein nótt nálægt Bologna á Ítalíu.
Kynnisferðir um heillandi
umhverfið eru í boði, m.a. til
Þýskalands, eða möguleiki á
gönguferðum, útivist eða
afslöppun, allt eftir þörfum hvers
og eins. Gisting á góðum hótelum,
hálft fæði allan tímann, góðar rútur
og fararstjórn þaulreynds
fararstjóra Heimsferða ætti að
tryggja frábæra ferð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Haustævintýri í
Ölpunum
Gardavatn- Austurríki - Þýskaland
frá kr. 79.950
16.-23. september
Verð kr. 79.950
M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 11,500.
Innifalið: Flug, flugvallaskattar, 7
gistinætur á góðum 3-4* hótelum með
morgunmat og kvöldverði, rútuferðir
eins og í áætlun og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið: Kynnisferðir,
aðgangseyrir og forfallagjald kr. 1,800
(valkvætt).
NÆSTKOMANDI laugardag verður haldið í
fyrsta skipti á Íslandi Íslandsmót í strandbolta á
Húsavík. Mótið er haldið í sambandi við Mæru-
daga sem er þriggja daga fjölskylduhátíð á
Húsavík og fer fram um helgina.
Að sögn Haraldar Líndals Péturssonar, fram-
kvæmdastjóra MarkHúss, sem sér um fram-
kvæmd Mærudaganna, verður mótið haldið í
suðurfjöru við Húsavík.
Strandbolti er knattspyrna sem leikin er í
sandi. Spilað er á litlum velli og á millistærð af
mörkum. Haraldur segir ekki mikinn mun á
strandbolta og venjulegri knatt-spyrnu nema
hvað markvörð snertir, en svæði hans er töluvert
stærra og nær til að mynda alveg að hliðarlínu
vallarins. Fyrirkomulag mótsins er að leiknar
verða 2 x 8 mínútur og spilað eftir riðlafyrir-
komulagi. Efstu liðin úr hvorum riðli leika svo til
úrslita þar sem skorið er úr hvort liðið verður
fyrsti Íslandsmeistari í strandbolta. Skráning á
haraldur@husavik.is og er þátttökugjald 4.000
krónur á lið.
Íslandsmót í strandbolta
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Suðurfjaran á Húsavík hefur oft verið notuð til knattspyrnuæfinga en nú verður hún notuð í fyrsta skipti til keppni.
Á HVAMMSTANGA er unnið að
nýbyggingu og viðhaldi gatna.
Sveitarfélagið Húnaþing vestra
samdi við Malbik og völtun ehf. í
Reykjavík um lagningu á um 4.200
fermetrum af malbiki, sem lagt var
á Grundartún, ásamt yfirlögn á
hluta Höfðabrautar en þar var áður
olíumöl. Þá var lagt á nokkur bíla-
stæði, um 300 fermetra.
Alls voru flutt á staðinn um 600
tonn á stórum sérbúnum flutninga-
bílum. Undirvinnan var öll unnin af
heimamönnum.
Þá á að hefja endurbætur á hol-
ræsum á staðnum með nýrri tækni
Fóðra á rörin með glertrefjastyrkt-
um hólk, sem er blásinn út inni í
rörum með þrýstilofti og hann síðan
hertur með útfjólubláu ljósi. Að
sögn Ólafs Stefánssonar, tækni-
fræðings Húnaþings vestra, eru
bundnar miklar væntingar við þessa
aðferð, en hún er tiltölulega ný hér
á landi.
Götur og
bílastæði
malbikuð
Hvammstangi
Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson
Myndir frá malbikunarfram-
kvæmdum við Höfðabraut.
UNNIÐ er nú hörðum höndum á
Dalvík að undirbúningi Fiskidagsins
mikla sem hefst í dag. Sjálfboðaliðar
hafa síðustu daga unnið við pökkun á
fiskskömmtum sem síðan verða grill-
aðir á laugardag af grillmeisturum
sem einnig eru sjálfboðaliðar frá hin-
um ýmsu félögum og klúbbum. Að
sögn forráðamanna fiskidagsins ætla
þeir að vera tilbúnir með um 80 þús-
und skammta af fjölmörgum tegund-
um. Auk þess verða margskonar
skemmtiatriði í boði og allt er frítt,
enginn þarf að taka upp veski. Það
lætur nærri að allir íbúar komi nærri
undirbúningi á einn eða annan hátt
og má sjá gleði og tilhlökkun skína
úr mörgum andlitum þessa dagana.
Búast við
20 þúsund
gestum
Dalvík
Morgunblaðið/Guðmundur Ingi JónatanssonUnnið við að pakka fiski í álpappír.
AÐFERÐIR nútímans við hey-
skapinn eru ekki fyrir börn en þó
hafa dráttarvélar ávallt mikið að-
dráttarafl. Þess vegna var Ísak
Máni Stefánsson afar glaður þegar
Fagridalur
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
hann var að heimsækja afa sinn og
ömmu í sveitina þegar afi hans
leyfði honum að setjast upp í drátt-
arvélina og halda í stýrið en afi
hans, Jón Hjaltason bóndi á Götum,
var að ljúka heyskap í blíðskap-
arveðri.
Flestir strákar veikir
fyrir dráttarvélum
ÞAÐ ER víða mikil umferð á veg-
um nú um stundir og sumir taka
sér meiri rétt en þeir eiga. Þessar
grágæsir þóttust eiga þjóðveg eitt
norðan við Blönduós á dögunum og
voru bara ekkert að flýta sér.
Reyndar sýndist þvílík mergð af
gæs þar um slóðir að auðveldlega
mætti hugga mæddar rjúpnaskytt-
ur með veiðileyfi á nokkrar gæsir
þegar líður á ágústmánuð. Má telja
sýnt að gæsastofninn þyldi töluvert
meira veiðiálag heldur en verið hef-
ur til þessa. Að minnsta kosti hefur
verið meira af gæs í Þingeyjarsýslu
í allt sumar heldur en marga rekur
minni til.
Mergð
af gæs
Morgunblaðið/BFH
Mývatnssveit