Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 27

Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 27
GÓÐUR maður sagði að mis- skilningur væri einhver alversti skilningur sem hægt væri að leggja í hlutina. Línuívilnun sem samþykkt var á landsfundum stjórnarflokkanna og boðuð í kosn- ingabaráttunni, án fyrirvara, virðist nú orðin slíkur skilningur. Var ein- hverntíma boðaður fyrirvari í sam- þykktum um línuívilnun? Stjórnarsáttmálinn tekur af tví- mæli. Þar er talað um aukinn byggðakvóta og línuívilnun. Engin ríkisstjórn getur látið utanaðkom- andi þrýsting einhverra ofdekr- aðra frekjudalla breyta mark- miðum stjórnarsáttmála – nokkrum vikum eftir að hann var skjalfestur og undirritaður. Auðvitað er byggðakvóti um- deildur. En er byggðakvótinn eitt- hvað meira umdeildur en annar kvóti? Það hafa komið fram gallar við úthlutun byggðakvóta. En var ekki byggðakvóta úthlutað vegna stórfelldra galla sem komu fram Ívilnun fyrir fleiri? Eftir Kristin Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. vegna úthluðaðra kvóta? Ég tel út í hött að stjórnmálamenn séu að hræra í nokkrum úthlutuðum kvótum. Er slík tilraun ekki eins og að fikta með eldspýtur í púður- geymslu? Byggðakvóta hefur verið út- hlutað samkvæmt gildandi lögum eins og öðrum kvóta – samkvæmt lögum. Þar við situr. Stjórnarsátt- málinn er skjalfestur. Það sem þar stendur skrifað kemur til fram- kvæmda. Landsfundarsamþykktir og gefin kosningaloforð standa líka skrifuð og koma til fram- kvæmda. Þetta er svona einfalt. Það er góð hugmynd hjá skip- stjóranum á Eldhamri KE að taka megi upp ívilnun við fleiri veiðar. Það er einmitt það sem þarf. Til dæmis er eðlilegt að dauður neta- fiskur, grásleppufiskur, fiskur veiddur í rækju og humartroll, ormafiskur í snurvoð eða á línu fái t.d. 40% ívilnun frá kvóta, vegna þess að umræddur fiskur er 40% verðminni vegna galla. Slík ívilnun er ekki aukning á veiði, heldur að- allega minnkun á brottkasti. Meðafli á t.d. karfa eða grálúðu- veiðum gæti einnig fengið ein- hverja ívilnun. Það vantar langt- um meiri sveigjanleika við fiskveiðar, m.a. til að minnka brottkast. Ósveigjanleiki hefur neytt sjómenn til að kasta fiski auk þess sem ósveigjanleiki og einstrengingsháttur hefur valdið skaðlegu virðingarleysi fyrir stjórnun fiskveiða. Kjarni málsins er, að það skiptir litlu eða engu máli þó veitt verði 10–20% umfram þann kvóta sem Hafrannsóknastofnun leggur til. Týnd 600 þúsund tonn sanna það – fiskur sem við hefðum getað veitt en virðist hafa verið drepinn úr hungri vegna of lágra afla- kvóta. Stóraukinn afli af skötusel er eitt af sterkustu sönnunar- gögnum sem fram hafa komið um að þessi þorskur hafi drepist. Aukið framboð af fiskhræjum frá 1997 komi nú fram sem aukinn afli af skötusel – vegna mikillar fóð- urgjafar af þorskhræjum. Er skynsamlegt að banna íslenskum fiskimönnum að veiða þorsk og gera hann að skötuselsfóðri? Auk þess er algjör óþarfi að taka fullt tillit til þess sem Haf- rannsóknastofnun leggur til, vegna þess að tillögur stofnunar- innar byggjast á ólöglegu samráði Hafrannsóknastofnunar við Al- þjóðahafrannsóknarráðið um hvað skuli veitt af bolfiski á Íslands- miðum. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 27 Í FRÉTTUM undanfarið má heyra um efnamengaðan lax á mark- aði í Ameríku. Marka má að fréttirn- ar séu unnar á vegum alþjóðlegra um- hverfissamtaka og að þær byggist á banda- rískri skýrslu. Í Fréttablaðinu 6. ágúst s.l. er vitnað í Guðjón Atla Auðuns- son, hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, sem er einn viðurkenndasti vísindamaður Norðurlanda á þessu sviði. Þar kemur fram að höfundar skýrslunar hafi auðsýnilega farið langt út fyrir ramma vísindanna og virðast fjarri því að vera vandir að virðingu sinni. Íslenskur eldislax, sem m.a. var rannsakaður, sé t.d. sex- tugfalt undir PCB mörkum banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins og því fjarri lagi að ráða fólki frá neyslu hans eins og gert er í skýrslunni. Þessar fréttir um hugsanleg voveifleg örlög þeirra sem borða fisk- meti eru því miður ekki einsdæmi. Þær eru líka sláandi dæmi um mál- flutning ýmissa umhverfissamtaka, sem endanlega hafa höndlað „sann- leikann“ og hafa stöðugt vaxandi áhrif á almenningsálitið og ákvarð- anir á alþjóðlegum vettvangi. Þessar fréttir eru líka þörf áminning til þeirra, sem nýta náttúrulegar auð- lindir, eins og Íslendingar gera, að láta „sannleika“ öfgafullra umhverf- isverndarsamtaka ekki vera það eina sem heyrist í fréttum. Íslenskur sjávarútvegur þarf að vera virkur í fréttamiðlun og þar er þekking sem finna má m.a. innan Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins mikilvægt veganesti. „Stórhættulegur“ eldislax Eftir Pétur Bjarnason Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. MIKLAR umræður hafa átt sér stað að undanförnu í Bandaríkj- unum og í Bretlandi um innrás þessara ríkja í Írak. Stjórnvöld í ríkjum þessum hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að hafa gert árás á Írak á fölsk- um foresendum. Sagt var að Sadd- am Hussein hefði yfir gereyðing- arvopnum að ráða og þess vegna yrði að gera árás á Írak og af- vopna Hussein. En engin gereyð- ingarvopn hafa fundist í landinu. Svo virðist sem þau hafi ekki verið til. Bandaríkjamenn og Bretar héldu því fram að Írak væri að fal- ast eftir úrani í Afríku til þess að þróa kjarnorkuvopn. En nú hefur verið upplýst að skýrslur um þetta efni voru falsaðar! Þannig stendur ekki steinn yfir steini í málflutn- ingi Bandaríkjamanna og Breta um nauðsyn árásar á Írak. Meira að segja Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, viðurkennir nú að það hafi ekki verið vegna gereyðingarvopna í Írak sem Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið. Það hafi verið vegna þess að atburðirnir 11. september 2001 hafi veitt Bandaríkjunum nýja sýn á hættuna sem stafaði frá Írak og ýmsum öðrum þjóðum! Með öðrum orðum: Rumsfeld viðurkennir að Bush og aðrir ráðamenn Banda- ríkjanna hafi farið með ósannindi þegar þeir „réttlættu“ árás á Írak og sögðu að Írak hefði yfir gereyð- ingarvopnum að ráða. Breska þingið samþykkti hinn 3. júní sl. að fela utanríkismálanefnd þings- ins að láta fara fram rannsókn á því hvort breska þjóðin og þingið hefðu verið beitt blekkingum þeg- ar ráðamenn Bretlands „réttlættu“ stríð gegn Írak. Rannsókn þessari er að mestu lokið. Hún hefur þeg- ar leitt í ljós að margt af því sem notað var í röksemdafærslu fyrir stríði gegn Írak var byggt á röng- um upplýsingum. T.d. hefur verið upplýst að fullyrðing bresku leyni- þjónustunnar um að Saddam Hussein gæti beitt gereyðingar- vopnum með 45 mínútna fyrirvara stenst ekki. Fullyrðingin reyndist röng. Sterkar líkur benda til þess að ráðamenn bæði í Bandaríkj- unum og í Bretlandi hafi beitt al- menning og þjóðþingin í löndum þessum blekkingum þegar ákveðið var að hefja stríð gegn Írak. En hvernig var þessu farið á Íslandi? Blekktu ráðamenn Íslands þjóðina þegar þeir sögðu nauðsynlegt að styðja árás á Íraka vegna þess að þeir hefðu yfir gereyðingarvopnum að ráða? Allar líkur benda til þess að svo hafi verið. Íslenzkir ráða- menn tóku upp rök Bandaríkja- manna og Breta í þessu máli og gerðu að sínum. Þeir eru því undir sömu sök seldir og ráðamenn í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Ís- lenskir ráðamenn bera ábyrgð á sínum gerðum í þessum efnum. Þeir geta ekki skotið sér á bak við aðrar þjóðir. Í júní sl. ritaði ég grein í Mbl. og lagði til að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd til þess að rann- saka hvort íslenskir ráðamenn hefðu staðið rétt að þeirri ákvörð- un að láta Íslendinga lýsa yfir stuðningi við árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak. Hér með ítreka ég þessa tillögu mína. Umrædd ákvörðun var hvorki lögð fyrir utanríkismálanefnd Al- þingis né Alþingi sjálft. Skylt er að leggja öll mikilvæg utanríkis- mál fyrir utanríkismálanefnd. Ákvæði þar um var brotið. Ég tel einnig að leggja hefði átt málið fyrir Alþingi. En það var ekki gert. Það er alvarlegt mál að gera vopnaða árás á aðra þjóð. Það er í raun glæpur. Það er einnig alvar- legt mál að lýsa yfir stuðningi við slíka árás. Ráðamenn Íslands höfðu ekkert leyfi til þess að láta Ísland styðja árásina á Írak. Allt bendir til þess að þeir hafi ekki tekið ákvörðun þar um á löglegan hátt. Rannsaka þarf hvort svo var eða ekki. Blekktu ráðamenn Íslands þjóðina? Eftir Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 8. þáttur ÞÆTTINUM hafa borist fjöl- mörg bréf og ábendingar um efni sem vert væri að fjalla um á þess- um vettvangi. Ég þakka jákvæð viðbrögð og þann áhuga sem þætt- inum er sýndur en hvort tveggja tel ég staðfestingu á því sem ég þóttist vita: Íslendingar hafa mik- inn áhuga á móðurmálinu og láta sig miklu skipta hvernig með það er farið. Sumum bréfanna hef ég svarað beint en að efni annarra mun ég koma síðar. Flestir munu þekkja orða- samböndin koma við sögu , vera úr sögunni og þegar hér var komið sögu og fjölmörg önnur með stofn- orðinu saga . Í flestum tilvikum er farið rétt með þau enda er merk- ing þeirra mismunandi og skýrt af- mörkuð. Ég hef þó veitt því athygli að á þessu getur orðið misbrestur þannig að orðasambandið koma við sögu sækir á. Þannig hef ég margoft heyrt og lesið á prenti dæmi eins og ?Þegar hér var kom- ið við sögu höfðu KA-menn skorað mark . Hér er smáorðinu við ofaukið enda eru væntanlega allir sammála um að við segjum þegar hér var komið (sögu) . Leikmaður sem meiðist kemur ekki meir við sögu í tilteknum leik og kaup á leikmanni eru úr sögunni ef mikið ber á milli, ekki þarf að ræða það frekar. Breytingar af þessum toga má kalla áhrifsbreytingar, tiltekið orðasamband hefur áhrif á notkun og merkingu annars. Margar slíkra breytinga eru um garð gengnar og hafa öðlast viðurkenn- ingu en aðrar eru nýjar af nálinni og geta ekki talist rétt mál. Sem dæmi um þær síðarnefndu má nefna orðasamböndin kynda undir einhverju og spá í eitthvað en þau verða alloft í talmáli og óvönduðu ritmáli ?kynda undir eitthvað og ?spá í einhverju . Orðasambandið kynda undir einhverju vísar í beinni merkingu til þess er eldur er kyntur undir potti og í yfir- færðri merkingu til þess er eitt- hvað er aukið: kynda undir kyn- þáttahatri / almennri óánægju . Orðasambandið ýta undir ein- hvern/eitthvað er notað í svipaðri merkingu og kynda undir ein- hverju og ætla má að þar sé að finna skýringuna á breytingunni kynda undir einhverju > ?kynda undir eitthvað . Síðara dæmið er af svipuðum toga. Orðasambandið spá í eitthvað felur í sér hreyfingu og því er venjan að nota þolfall, sbr. spá í spilin . Í svipaðri merk- ingu er kunnugt orðasambandið pæla í einhverju og það togar í, veldur því að margir (einkum ungt fólk) segja: ?Ég er að spá í því en hvorki styðst það við hefð né fellur að því kerfi sem liggur að baki fallanotkun með forsetningum. Margir hafa reyndar amast við orðasambandinu pæla í einhverju , telja það danskættað og því ekki góða íslensku. Elstu dæmi í fórum Orðabókar Háskólans um orða- sambandið eru frá 19. öld og þar er einnig að finna ýmis önnur af- brigði, t.d. pæla í gegnum … skruddu . Sögnin að pæla sam- svarar að formi til d. pejle og pejle ud (‘ákvarða eða reikna e-ð út (stefnu skips)’). Ólíklegt verður að telja að bein tengsl séu á milli d. pejle og ísl. pæla í e-u . Í fyrsta lagi er merkingin í dönsku allt önnur en í íslensku og í öðru lagi er mun- ur á því að pæla e-ð út og pæla í e-u . Trúlegra er að pæla í e-u feli í sér íslenska nýmyndun eða aðlög- un að íslensku málkerfi. Merk- ingin sagnarinnar pæla tengist grafa (með páli ), sbr. grafast eftir e-u og grafast fyrir um e-ð, sbr. enn fremur götva (‘grafa’) og upp- götva (‘grafa upp’ > ‘finna upp’). Úr handraðanum Ýmis orð og orðasambönd vísa til vitsmuna manna eða gáfnafars, t.d. flækjast ekki í vitinu , reiða ekki vitið í þverpokum og vera með vitið í vasanum . Í flestum til- vikum er augljóst hvað við er átt en þó getur einnig saga legið að baki. Þannig er því t.d. háttað um orðatiltækið kafna ekki í vitinu (‘vera (mjög) vit- grannur’) en það vísar til frásagna Snorra- Eddu (Skáldskaparmál, 5.k.) af því er dvergarnir Fjalar og Galar drápu Kvasi og sögðu ásum að hann hefði kafnað í manviti fyrir því að engi var þar svo fróður, að spyrja kynni hann fróðleiks . Hér er skemmtilega og eftirminnilega komist að orði og giska má á að hér sé að finna fyrirmyndina að öðru og yngra orðatiltæki: kafna ekki í vinsældum/vinsældunum en elsta dæmi um það er að finna í Grettis sögu: kafna ekki í vinsæld- um manna . Í tilvitnuðu dæmi úr Snorra- Eddu er að finna nafnorðið manvit sem merkir eiginlega ‘hugvit’ þar sem fyrri liðurinn man - er skyldur sögninni muna-man-mundi-munað , sbr. einnig nafnorðin muni ‘hug- ur’, munúð o.fl. Í nútímamáli er oft notuð framburðarmyndin mannvit og orðið er jafnvel ranglega tengt mannsviti . Mér var kennt í skóla að rita bæri manvit enda er það ávallt ritað svo í eldra máli, sbr. einnig sérnafnið Jórunn manvits- brekka (Eyrbyggja saga). Mér er að ljóst að ekki dugir að deila um smekk manna en sjálfum finnst mér orðið manvit fegurra en mannvit og tel rétt að halda því til haga að hvorki manvit /( mannvit) né mannsvit tengist sérstaklega karlmanni. ...því að engi var þar svo fróður, að spyrja kynni hann fróðleiks. jonf@hi.is FLESTIR þátttakendur og gestir eru komnir til síns heima eftir vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði og vill undirritaður senda þeim bestu kveðjur frá Ísafjarðarbæ fyrir þátttökuna og komuna. Það var há- tíðlegt að vera viðstaddur setningu landsmótsins á föstudagskvöld og sjá þann fjölda keppenda á aldrinum 11- 18 ára sem mættur var til keppni. Íþróttasvæðið á Torfnesi iðaði af lífi frá morgni til kvölds þar sem heil- brigður keppnisandi ríkti meðal 1200 keppenda alls staðar að af landinu. Kjörorð UMFÍ ,,Ræktun lýðs og lands“ var mjög skýrt fyrir þeim sem voru stadd- ir á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Með endurbótum og nýbyggingu gervigrasvallar og frjálsíþróttaaðstöðu á Torfnesi hefur skapast góð aðstaða fyrir íþróttamót og æfingaaðstaða fyrir íþróttafólk í Ísafjarðarbæ sem nú sér möguleika á að æfa frjálsar íþróttir auk þess sem gervigrasvöll- ur lengir æfingatímabilið verulega í fótboltanum. Loksins þegar slíkt er orðið að veruleika var ánægjulegt að geta tekið íþróttasvæðið í notkun á glæsilegu Unglingalandsmóti. Mótið á Ísafirði staðfesti, að stefna UMFÍ um að halda Unglingalandsmót yfir verslunarmannahelg- ina þar sem áhersla er lögð á keppni og samveru fjölskyldunnar í vímuefnalausu umhverfi er rétt og eftirspurn eftir því fyrirkomulagi er mikil. Keppni stóð frá morgni til kvölds, kvöldvaka til 23:30, nema síðasta kvöldið en þá var flugeldasýning kl. 24:00. Eftir kvöldvöku var farið heim í tjald að sofa til að hafa næga orku í keppni daginn eftir. Allir höfðu nóg að gera og í raun miklu meira en það, skipu- lagning mótsins gerði ráð fyrir því. Aðstandendur keppenda gátu stundum tekið sér hlé og skoðað um- hverfið og nýtt sér það sem ferðaþjónustan býður upp á en hefðu í raun þurft meiri tíma til þess. Þannig leið helgin í keppni og skemmtun sem fór svo vel fram að það er til eftirbreytni. Umgengni sex til sjö þúsund gesta var til fyrirmyndar. Á tjald- svæðinu sást t.d. ekki bréfsnifsi þegar gestirnir voru farnir. Svona fólk viljum við fá í heimsókn aft- ur og aftur og hefðum viljað hafa mikið lengur á svæðinu. Undirritaður vill færa öllum þeim sem komu að Unglingalandsmótinu þakkir. Fjöldi manns kom að skipulagningu og vinnu við mótið í sjálfboðavinnu og gerði þannig kleift að halda svo fjölmenna íþróttahátíð. Að loknu Unglingalandsmóti á Ísafirði Eftir Halldór Halldórsson Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.