Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 34
MINNINGAR 34 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján Arin-björn Hjartarson fæddist á Blönduósi 21. apríl 1928. Hann lést á Skagaströnd 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Jónas Klem- ensson, bátaformað- ur í Vík á Skaga- strönd, f. 15. febrúar 1887, d. 6. febrúar 1965, og kona hans Ásta Þórunn Sveins- dóttir, f. 21. júlí 1891, d. 30. desem- ber 1960. Kristján átti 15 systkini og voru þau: Hólm- fríður, f. 31.12. 1909, d. 15.12. 1991, Bæring Júní, f. 27.6. 1911, d. 30.12. 1991, Ólína Guðlaug, f. 16.8. 1912, d. 27.7. 1983, Sigurður, f. 28.9. 1913, d. 8.5. 1914, Viktoría Margrét, f. 25.1. 1915, Sigurbjörg Kristín Guðmunda, f. 26.9. 1916, d. 14.7. 1985, Guðný Einarsína, f. 28.6. 1918, Þórarinn Þorvaldur, f. 12.1. 1920, d. 28.1. 1991, Sveinn Guðvarður, f. 17.4. 1921, d. 22.11. 1961, Georg Rafn, f. 27.5. 1923, d. 13.9. 2001, Hjörtur Ástfinnur, f. 22.3. 1925, d. 22.11. 1961, óskírður drengur, f. 7.8. 1926, d. 13.9. 1926, Sigurður, f. 7.2. 1930, óskírður drengur, f. 13.9. 1931, d. 24.10. 1931, og Hallbjörn Jóhann, f. 5.6. 1935. Kristján hóf sambúð með Sigur- björgu Björnsdóttur árið 1950 og gengu þau í hjónaband 27. des. 1954. Sigurbjörg var fædd 17. júní 1930 á Sigríðarstöðum í Vestur- hópi og lést 3. apríl 1981 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannesson frá Vatnsenda í Vest- urhópi, f. 23. sept. 1906, d. 5. nóv. 1993, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir, f. 20. feb. 1907, d. 13.okt. 1994. Sigurbjörg átti fyrir soninn Björn Ómar Jakobsson, f. 9. des. 1949, og gekk Kristján honum að fullu og öllu í föðurstað. Sonur Björns Ómars: Guðjón Vignir, f. 8. febr. 1969. Björn Ómar, maki I. Bjarnhildur Sigurðardóttir, f. syni, en einnig hjá foreldrum sín- um í Vík. Hann var hjá Gísla Pálmasyni á Bergsstöðum í Svart- árdal 1939–1941 og hjá Þorsteini Jónssyni á Gili í sama dal 1941– 1943, gekk í Héraðsskólann að Reykjum 1944–1946 og sótti síðar námskeið í orgelleik og kórstjórn. Verkamaður á Skagaströnd 1946– 48 og vann þá m.a. við smíðar hjá Sveini Sveinssyni, móðurbróður sínum. Var um tíma til sjós með bræðrum sínum, beitningamaður á Skagaströnd lengst af 1948–1951. Sjómaður á Akranesi 1951–1952, en síðan búsettur á Skagaströnd. Starfaði þar að mestu við beitning- ar 1952–1964. Starfsmaður á Véla- verkstæði Karls og Þórarins 1964– 1975 og 1976–1985. Kristján bjó á nokkrum stöðum á Skagaströnd fyrstu árin eftir heimilisstofnun, en keypti svo hús- ið Grund og bjó þar frá 1962 til 1997. Húsvörður í félagsheimilinu Fellsborg 1973–1976, verkamaður hjá Rækjuvinnslunni hf. síðar Hólanesi hf. 1986–1992. Iðnverka- maður hjá skóverksmiðjunni Skrefinu hf. 1992–1995, rak Skagastrandarbíó um árabil ásamt öðrum, sat í hreppsnefnd Höfða- hrepps 1970–1974 og í fyrstu stjórn Skagstrendings hf. frá stofnun 1968. Kristján lék á ýmis hljóðfæri og unni harmonikunni mjög. Hann spilaði um langt árabil á dansleikjum og ýmsum samkom- um, var organisti og kórstjóri við Hólaneskirkju á Skagaströnd í 18 ár, síðar organisti við Hofskirkju og Höskuldsstaðakirkju. Hann var laga- og textahöfundur, hagyrð- ingur og skáld, gaf árið 1995 út ljóðabókina „Við brimsins gný“. Einnig orti hann skírnarsálminn „Til þín ég leita Lausnarinn minn góði“ sem er í Sálmabókinni. Síðustu árin bjó Kristján í Sæ- borg, dvalarheimi aldraðra á Skagaströnd, og í íbúðum aldraðra þar hjá á Ægisgrund 6. Útför Kristjáns verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 18.10. 1955. Börn þeirra eru: a) Ragn- heiður Sandra, f. 10. apríl 1974, hún á tvær dætur, b) Elín Ósk, f. 18. nóv. 1978, hún á einn son, c) Andri Þór, f. 14. sept. 1982, hann á eina dóttur. Björn Ómar og Bjarnhildur skildu. Maki II. (ógift) Inga Sigríður Stefáns- dóttir, f. 17. sept. 1953. Maki III. (ógift) María Hafsteinsdóttir, f. 14. ág. 1959. Börn Kristjáns og Sigur- bjargar eru: 1) Guðmundur Rúnar, f. 15. nóv. 1951, eiginkona hans er Guðrún Hrólfsdóttir, f. 21. ág. 1949, börn þeirra eru a) Kristján Gunnar, f. 4. des. 1976, b) Hjörtur Jónas, f. 2. maí 1978, c) Guðrún Ásta, f. 16. apríl 1983. 2) Ragnheið- ur Linda, f. 22. júní 1954, hún gift- ist Þorláki Rúnari Loftssyni, f. 13. sept. 1952. Börn þeirra eru: a) Sig- urbjörg Írena, f. 6. ág. 1976, hún á tvö börn, b) Eva Rún, f. 25. apríl 1985. Linda og Rúnar skildu. 3) Sigurlaug Díana, f. 21. apríl 1958, gift Grétari Haraldssyni, f. 4. júlí 1945. Synir þeirra eru: a) Jóhann- es William, f. 3. jan. 1979, b) Elvar Arinbjörn, f. 22. maí 1982, c) Ívar Logi, f. 26. apríl 1986. 4) Sveinn Hjörtur, f. 11. nóv. 1964, í sambúð með Hrafnhildi Pétursdóttur, f. 28. ág. 1973. Börn þeirra eru: a) Davíð Heiðar, f. 5. sept. 1990, b) Aron Vignir, f. 13. des. 1991, c) Tinna Diljá, f. 18. júlí 1995, d) Adam Elí, f. 5. ág. 1996. 5) Sæbjörg Drífa, f. 26. febr. 1966, maki I, Konráð Jónsson, f. 17. júlí 1962. Dóttir þeirra er Sigurbjörg Dís, f. 30. maí 1986. Sæbjörg Drífa og Konráð skildu. Maki II, Guðmund- ur Sigurbjörn Óskarsson, f. 29. sept. 1968. Börn þeirra eru: a) Guðlaugur Ómar, f. 17. ág. 1992, b) Þorgerður Björk, f. 30.júní 1994, c) Halldóra Ósk, f. 4. des. 1997. Kristján ólst upp að hluta á Finnsstöðum hjá Jósef Jóhanns- Góðir foreldrar eru eitt af því besta sem hægt er að eignast í þessu lífi. Ég og systkini mín vorum svo lánsöm að eiga slíka foreldra. Þegar mamma lést fyrir aldur fram, átti pabbi erfiðar stundir, en hann komst í gegnum þá reynslu með full- um sigri. Og í þau rúm 22 ár sem hann átti þá ólifuð reyndi hann sem löngum fyrr að láta gott af sér leiða. Þannig var það honum köllunarstarf að þjóna til annarra í lífi sínu, ekki síst þeirra sem voru orðnir heilsu- bilaðir og einmana. Það gerði hann sem kristinn maður sem las Orðið daglega og leit á trúna á Jesúm Krist sem stærsta mál lífsins. Hann var faðir, vinur og félagi, og svo náið samband var á milli okkar feðganna, að segja mátti að við fyndum ætíð til návistar hvor annars. Tengslin voru svo lifandi og órjúfanlega sterk. Fyrir tveimur árum veiktist pabbi alvarlega og stóð tæpt með hann um tíma, en svo virtist hann ná sér furðu vel. Skömmu síðar lést Georg bróðir hans og hygg ég að pabba hafi boðið í grun að ekki yrði langt á milli þeirra bræðranna, sem og varð. Ég er innilega þakklátur fyrir þær stundir sem við fengum að eiga saman því í þeim felast fjársjóðir sem ekki glata gildi. Það veganesti er til lífstíðar. Þessi orð áttu ekki að vera mörg, en það er svo margt… Ég verð þó að minnast á það sem mikil þörf er að virða og þakka. Pabbi eignaðist marga vini sem reyndust honum afskaplega vel. Þar var um að ræða menn sem vildu allt fyrir hann gera. Menn sem lærðu að meta hann og þekkja og fundu hvað inni fyrir bjó. Þar í hóp voru menn sem störfuðu með honum árum sam- an, menn sem kynntust honum í gegnum söng, kirkjulegt starf, hljómlist, kveðskap, veiðar og fleira. Erfitt er að draga einhver nöfn úr þeim hópi, en mér finnst samt að ég verði að nefna þá menn sem spiluðu einna mest með honum um dagana á harmoniku, menn eins og Ástmar heitinn Ingvarsson, Jón Vídalín Karlsson og Jón Kristjánsson frá Köldukinn. Þær stundir sem pabbi átti með þessum og öðrum vinum sínum við harmonikuleik, voru hon- um ævinlega til einstakrar upplyft- ingar og ánægju. Það var mikil lífs- gæfa fyrir hann að eiga svo marga góða og sanna vini sem raun bar vitni. Ég vil fyrir mína hönd og okk- ar systkinanna þakka þeim öllum innilega fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir hann og voru honum. Það er ríkidæmi og andleg auðlegð að eiga vináttu slíkra manna. Pabbi átti heima á Skagaströnd í orðsins fyllstu merkingu. Þar vildi hann vera og þar gat hann litið til fjalla og sagt frá hjartanu eins og forðum: „Ó, Borgin mín, þú ert fríð- ust fjalla!“ Og í öðru ljóði sínu segir hann um sínar heimaslóðir, þar sem hann vildi lifa og deyja : Þar vil ég horfa í hinsta sinn, í hánorður um flóann minn, á gulli roðinn geislastaf, er sígur sól í haf. Í þessum hendingum hans, sem og mörgum öðrum, sér maður inn í opna sál hans og fegurð hinnar hjartanlegu, fölskvalausu tjáningar, grípur hugann föstum tökum. Eftir að pabbi flutti úr Grund, dvaldi hann í Sæborg og að Ægisgrund 6, íbúð aldraðra þar hjá. Undi hann þar hag sínum vel og hélt ætíð nánum tengslum við fólkið á dvalarheim- ilinu. Eignaðist hann þar vinkonu, Hrefnu Hákonardóttur, og áttu þau góðar stundir saman. Á Sæborg eignaðist hann líka mikinn sálu- félaga, þar sem var Björgvin heitinn Jörgensson. Kristið bræðralag þeirra var djúpt og innilegt og gaf þeim báðum mikið. Ég ætlaði víst ekki að vera lang- orður um hann pabba, en það er svo margt… Síðustu skrefin sín gekk hann árla morguns með gömlum vini, ekki um heiðarnar eins og forðum, held- ur um stéttar heimabæjarins, og hinstu andartökin sat hann að spjalli með góðum vinum. Kannski var það einmitt þannig sem hann vildi kveðja. Ég þakka góðum Guði fyrir að hann gaf mér slíkan föður, vin og fé- laga. Rúnar Kristjánsson. Elsku pabbi minn er dáinn, hann er farinn heim til Jesú. Þúsundir minningabrota hafa þotið í gegnum hugann frá því Rúnar bróðir hringdi. Ég hafði verið andvaka fram undir morgun, það var einhver uggur í mér, ég leitaði í bænina eins og ég er vön og sofnaði svo undir morgun. Svo vakti Grétar mig með þessum fréttum. Ég hélt, pabbi minn, að ég yrði tilbúin, við höfðum rætt svo margt saman. En svo er maður aldrei tilbúinn að kveðja, aldrei tilbúinn að sleppa takinu á þeim sem maður elskar. Þó sökn- uðurinn sé sár, þá er samt efst í huga og hjarta þakklæti fyrir allt sem þú gafst mér, allar dýrmætu stundirnar, það er svo margs að minnast. Öll tónlistin, lögin og ljóðin sem þú kenndir mér að meta ásamt svo mörgu öðru. Ég var svo lítil þeg- ar þú byrjaðir að kenna mér alls konar söngva. Ég var á sjötta árinu þegar þú byrjaðir að láta mig halda laginu meðan þú söngst millirödd- ina. Seinna sungum við svo oft sam- an við ýmis tækifæri lög og sálma sem voru lögin okkar. Ég er líka svo þakklát fyrir allar ferðirnar sem þú fórst með okkur Grétari og strákun- um okkar, Jóa, Elvari, og Ívari Loga, sem alltaf voru svo spenntir að hafa afa með og sérstaklega Ívar Logi sem alltaf hefur verið svo mik- ill afastrákur. Víða um land fórum við og dvöldum í sumarbústöðum saman og alltaf var gítarinn og yf- irleitt nikkan með líka, og mikið sungið. Svo fórstu líka með okkur til Hollands þegar þú varðst sextugur og ég þrítug. Mér þótti svo vænt um þegar ég heyrði þig segja að þú hefðir ekki getað fengið betri af- mælisgjöf en þegar þú fékkst mig á þrjátíu ára afmælinu þínu. Við átt- um þennan dag saman og svo marga aðra yndislega. Eins og í fyrra þeg- ar við komum öll systkinin saman við Vestur-Hópsvatn ásamt fjöl- skyldum og áttum frábæra helgi saman á þessum stað þar sem þú hafðir svo oft dvalist með okkur og notið þín vel. Og í vor varðst þú sjö- tíu og fimm ára. Og þá höfðum við systkinin óvænta veislu í Kántríbæ með fjölskyldu og nánustu ættingj- um sem við smöluðum saman og komum þér algjörlega á óvart. Þú kunnir að meta þannig gjöf, ég vissi að tíminn var naumur en ég vildi að við hittumst á gleðistund öll áður en þú mundir kveðja. Þú varst ekki fyr- ir tilstand eða fyrir það að við vær- um að eyða í gjafir, þú sagðir alltaf: „Ég hef allt sem ég þarf, mig skortir ekkert.“ Þú varst alltaf að þjóna öðrum, alltaf að gleðja aðra og hjálpa. Þú gekkst út á þau orð Jesú: Allt sem þú gjörðir einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. (Matt:25:40) Þú kenndir mér að biðja. Þú vís- aðir mér veginn. Þú gafst mér Biblí- una mína og ortir yndislegt ljóð inn í hana. Þú bentir mér á að hafa Jesú sem vörð minn og verndara að eilífu. Það var undravert að upplifa hve trúin gaf þér mikinn styrk í gegn um allt. Og sérstaklega þegar mamma dó og hjarta mitt kól, þá minntir þú mig á að þakka fyrir árin sem ég fékk að hafa hana hjá mér. Þú varst alltaf staðfastur og trúr í fyrirbæn fyrir öðrum og last hvern dag í ritn- ingunni. Elsku pabbi minn, við átt- um svo margt saman, trú á góðan guð, ást á ljóðum og söng sem var arfur frá þér. Ég mun geyma og varðveita allar þessar minningar um dýrmætar stundir sem heilagan fjársjóð uns við hittumst á ný, á þeim stað sem við sungum svo oft um. Þar í alfögru elskunnar landi undir pálmanna himneska blæ öll er jarðlífsins sorg gleymd í sælunnar borg. Sól Guðs kærleika vermir þar æ. Göte Anderson.) Ég bið góðan guð að styrkja systkini mín, fjölskyldu og alla ást- vini nær og fjær. Kærleikskveðjur og þökk fyrir allt. Þín dóttir, Díana. Já, árin líða og ævinni hallar en ókvíðinn bíð ég nú uns svefninn hinsti í sinni mildi segir, „já, nú ert það þú.“ Þá lýt ég þér bljúgur – ljóssins faðir og lofa mín ævikjör. Svo líður mín sál til landsins bjarta á lífsblómans efstu skör. Þannig hljóðar síðasta erindið í kvæði Kristjáns Hjartarsonar Í gengin spor – og þar með bók hans, Við brimsins gný, sem út kom árið 1995. Í kvæðinu greinir höfundurinn á opinskáan hátt frá viðhorfi sínu til lífsins frá bernsku til fullorðinsára og dylst engum sem kvæðið les af- dráttarlaus trú hans og tilbeiðsla til Almættisins, sem hér er ritað með stórum staf, er var ófrávíkjanlegt frá höfundarins hendi er hann fjallaði um trúmál. Trúin var hans háleitasta hugðarefni og afdráttar- laus helgidómur, sem hann fór ekki dult með og var, í raun, rauði þráð- urinn í ljóðum hans og daglegu at- ferli. Sem dæmi um trúarljóð Kristj- áns má vísa til skírnarsálms hans nr. 254 í sálmabók þjóðkirkjunnar. Með Kristjáni Hjartarsyni er genginn á brott úr röðum Húnvetn- inga fjölhæfur listamaður er setti svip á mannlíf sýslunnar um áratuga skeið. Hann var ágætur starfsmað- ur, að hverju sem hann gekk, og frí- stundum varði hann til ljóðagerðar, tónlistariðkunar og sköpunar. Hann var um árabil organisti við kirkjur í nágrenni sínu, meðan kraftar hans leyfðu, og var laginn við að laða til sín söngelska einstaklinga er fylgdu honum milli þeirra kirkna er nutu starfs hans. Af meðfæddri sjálfs- gagnrýni og heiðarleika hætti Kristján organistastarfinu er hann taldi krafta sína skerða hæfni sína til starfsins. Um áratugaskeið spilaði Kristján á harmóniku, sjálfum sér til hug- svölunar og einnig á dansleikjum í almannaþágu. Í þeim tilfellum spil- aði hann ýmist einn eða í hópi ann- arra harmónikuleikara. Einn var sá þáttur í músíkhæfni Kristjáns, sem hann hafði umfram aðra leikbræður sína, að hann spilaði á sög. Varð gömul og slitin Sandvíkursög að hljóðfæri, eftir margháttaða slípun og þynningu í höndum hans, og sendi frá sér seiðandi hljóma er Kristján strauk bogann um spegil- fægt sagarblaðið. Sem betur fer mun til upptaka af samleik þeirra Kristjáns með sögina og vinar hans Jóns E. Kristjánssonar með harm- ónikuna, en samstarf þeirra var búið að standa um áratugi. Var eftirsókn- arvert að njóta samhljóms þeirra fé- laganna, en þeir munu hafa átt eftir að ljúka sameiginlegu verkefni á sviði þess samleiks. Kristján Hjartarson var mann- vinur og naut þess að gleðja sam- borgara sína og þó einkum þá sem búa við skerta getu til þess, af eigin dáð, að njóta dægrastyttingar. Nutu samborgarar hans, bæði á Skaga- strönd og Blönduósi, þess á örlátan hátt. Andlát Kristjáns Hjartarsonar bar að án fyrirvara. Skarð hans í húnvetnsku samfélagi verður vand- fyllt og er tilfinnanlegast fyrir þá sem næstir honum stóðu, fólkið hans „undir Borginni“. Hans verður saknað og minnst nú er hann er horfinn á braut á þær dýrðarleiðir sem hann trúði að biðu sín og ann- arra mannanna barna að jarðvist lokinni. Um það var hann efalaus og því ferðbúinn er kallið kom. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa átt vináttu Kristjáns og votta minningu hans virðingu. Börnum hans, öðrum afkomendum, vensla- fólki og vinum votta ég samhug. Grímur Gíslason. KRISTJÁN ARNINBJÖRN HJARTARSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.