Morgunblaðið - 09.08.2003, Page 37
MESSUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 37
Sunnudaginn 10. ágúst verður
þess minnst við útiguðsþjónustu í
Víðidal á Efrafjalli að Múla- og
Austfjarðaprófastsdæmi voru
færð undir Hólastifti um síðast-
liðin áramót. Guðsþjónustan hefst
kl. 14. Nývígður vígslubiskup
Hólastiftis, sr. Jón Aðalsteinn
Baldvinsson, prédikar í guðsþjón-
ustunni. Vígslubiskup Skálholts-
stiftis, sr. Sigurður Sigurðarson,
mun árvarpa messugesti og lýsa
blessun, en sóknarprestur Val-
þjófsstaðarprestakalls, sr. Lára
G. Oddsdóttir, og sr. Örnólfur J.
Ólafsson, sóknarprestur Skútu-
staðaprestakalls, munu þjóna við
athöfnina.
Þessi útiguðsþjónusta er liður í
helgihaldi Valþjófsstaðarpresta-
kalls, en undanfarin ár hefur ver-
ið messað undir berum himni á
sunnudegi eftir verslunarmanna-
helgi einhvers staðar til fjalla í
prestakallinu. Að þessu sinni
standa Valþjófsstaðarprestakall
og Skútustaðaprestakall sameig-
inlega að guðsþjónustunni, en
mörk þessara tveggja prestakalla
liggja saman sitt hvorum megin
við hin fyrri mörk biskups-
dæmanna.
Til þess að komast að messu-
stað þarf að aka hringveg nr. 1
um Víðidal (milli afleggjarans við
Grímsstaði á Fjöllum og Vega-
skarð) og fara út af vegi við eyði-
býlið Víðidal, sem er nærri hinni
fornu leið Skálholtsbiskupa til
Austurlands. Þar eru nú vinnu-
búðir vegagerðarmanna.
Messugestir eru hvattir til þess
að koma hlýlega klæddir og taka
með sér nesti svo hægt verði að
sameinast í messukaffi í skjólsæl-
um hvammi við Víðidalsá að lok-
inni guðsþjónustu.
Allir eru velkomnir til þessarar
guðsþjónustu.
Nánari upplýsingar veita sókn-
arprestarnir, Lára í síma 471
2872 og Örnólfur í síma 464 4201.
Útiguðsþjónusta
við Háteigskirkju
Á morgun, sunnudag, verður úti-
guðsþjónusta við Háteigskirkju
klukkan 11. Prestur er sr. Tómas
Sveinsson. Tónlist er í umsjón
Þorvaldar Halldórssonar og Mar-
grétar Scheving.
Guðsþjónustan verður í léttari
kantinum þar sem söngurinn
verður í fyrirrúmi. Að guðsþjón-
ustu lokinni er ætlunin að grilla
saman og því eru guðsþjón-
ustugestir hvattir til þess að taka
eitthvað með sér á grillið eða
þiggja pylsur frá kirkjunni.
Fjölmennum í góða veðrinu í
guðsþjónustu undir berum himni.
Þýskur kirkjukór
syngur í Hafnarfirði
Fyrsta kvöldmessan að loknu
sumarhléi kirkjukórsins verður í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað
kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Að
þessu sinni koma góðir gestir í
heimsókn og taka þátt í helgi-
haldinu en það er þýskur kirkju-
kór ásamt hornaflokki (brass
band) og koma frá Bielefeld en
kórinn er nú á ferðalagi um Ís-
land. Örn Arnarson ásamt hljóm-
sveit og kór kirkjunnar leiðir svo
almennan söng en starf kirkju-
kórsins er nú að hefjast á ný af
fullum krafti undir stjórn Arnar
Arnarsonar sem ráðinn hefur
verið tónlistarstjóri kirkjunnar.
Það verður því mikill söngur og
gleði í kirkjunni annað kvöld og
þess vænst að sem flestir mæti.
Tónlistarveisla
í Grafarvogskirkju
Á morgun, sunnudag, kl. 11 verð-
ur guðsþjónusta í Grafarvogs-
kirkju með þátttöku 30 manna
þýsks kirkjukórs frá Bielefeld. Þá
mun blásarasveit með sex hljóð-
færaleikurum frá sömu borg
leika við athöfnina. Stjórnandi er
Barbara Grohmann. Organisti er
Hörður Bragason. Kór Grafar-
vogskirkju syngur einnig í guðs-
þjónustunni. Séra María Ágústs-
dóttir héraðsprestur prédikar.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar
fyrir altari. Kaffihlaðborð að at-
höfn lokinni verður í boði Reynis
bakara.
Skráning
fermingarbarna
í Hallgrímskirkju
Fræðsla fermingarbarna í Hall-
grímskirkju hefst brátt. Meiri
hluti fermingarbarna sækir
haustnámskeið, sem hefst 18.
ágúst. Fræðsla hinna, þ.e. þeirra
sem sækja vikulega spurninga-
tíma, hefst 17. september. Þau
börn sem ekki hafa skráð sig til
fræðslu eru beðin um að koma í
Hallgrímskirkju og ljúka skrán-
ingu sem fyrst.
Prestarnir.
Fermingarfræðsla að
byrja í Dómkirkjunni
Fermingarnar í Dómkirkjunni
verða á pálmasunnudag og skír-
dag, 4. og 8. apríl, kl. 11 báða
dagana.
30. maí, á hvítasunnudag, verð-
ur fermt kl. 14.
Fermingarfræðslan hefst
mánudaginn 18. ágúst nk.
Námskeiðið verður haldið kl.
10–13 dagana 18.– 22. ágúst í
Dómkirkjunni og í safnaðar-
heimilinu.
Á þessum fimm dögum, áður en
hefðbundið skólastarf hefst, verð-
ur lokið mestum hluta fræðslunn-
ar. Aðrir þættir, s.s. þátttaka í
helgihaldi kirkjunnar og ýmis fé-
lagsstörf sem tengjast því, verða
á dagskrá vetrarins.
Lagt er upp úr því að náms-
efnið og framsetning þess veki
áhuga og verði stuðningur á
þessu mesta mótunarskeiði æv-
innar. Auk trúfræðslunnar er
fjallað um heimspeki, siðfræði og
almenn mannleg samskipti. 21.
ágúst verður farin dagsferð í
Skálholt.
Enda þótt valkostur með
fræðslutímum allan veturinn í
stað námskeiðsins verði einnig í
boði hvetjum við fermingarbörn
og fjölskyldur þeirra til að nýta
námskeiðið. Það stuðlar að góð-
um kynnum og tengslum ferm-
ingarbarna og fjölskyldna þeirra
við kirkju sína.
Vinsamlegast tilkynnið ykkur
sem fyrst.
Símar: 520 9700 (Dómkirkjan)
520 9704 (Hjálmar) og 520 9705
(Jakob).
Netföng: hjalmar@domkirkj-
an.is og jakob@domkirkjan.is.
Mæting á námskeiðið er í Dóm-
kirkjunni kl. 10 mánudaginn 18.
ágúst.
Verið velkomin.
Prestar Dómkirkjunnar.
Útiguðsþjónusta
í Víðidal
á Efrafjalli
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks
er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjun-
um.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi
Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Söng-
hópur úr Dómkórnum syngur. Bjarni Jón-
atansson leikur á orgel.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl.
10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr.
Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig-
urður Pálsson prédikar. Hópur úr Mótettu-
kór syngur. Organisti Hörður Áskelsson.
LANDSPÍTALINN: Helgistund kl. 10.30.
Rósa Kristjánsdóttir, djákni
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas
Sveinsson. Messan fer fram í garðinum
milli kirkju og safnaðarheimilis. Þorvaldur
Halldórsson sér um tónlistina. Eftir messu
verður grillað, messugestir taki með sér á
grillið. Safi, vatn og kaffi á staðnum.
LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti
Reynir Jónasson, einsöngur Harpa Harðar-
dóttir . Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Kór Laugarneskirkju syngur undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista.
Sigurbjörn Þorkelsson þjónar. Stúlkur, sem
fermdust sl. vor, annast barnagæslu með-
an á prédikun og bæn stendur. Messu-
kaffi.
NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju
syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Bæna- og kyrrð-
arstund kl. 11. Ritningarlestur og bæn.
Umsjón sr. Arna Grétarsdóttir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl.
20.30.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organ-
isti Krisztin Kalló Szklenár.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta
í kirkjunni vegna framkvæmda og sumar-
leyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjónusta eftir
hlé verður 17. ágúst. Bent er á helgihald í
öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli
Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg Kvöld-
messa Digraness- og Lindakirkju kl. 20.30.
Sr. Magnús Björn Björnsson. „Ömmurnar“
annast söng. (Sjá nánar: www.digranes-
kirkja.is.)
LINDA- OG DIGRANESKIRKJA:
Kvöldmessa kl. 20.30 sr. Magnús Björn
Björnsson. „Ömmurnar“ annast söng. (Sjá
heimasíðu:www.digraneskirkja.is.)
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjón-
usta kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Fé-
lagar úr kór kirkjunnar leiða almennan
safnaðarsöng.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Þýskur kirkjukór syngur ásamt blásara-
sveit. Stjórnandi Barbara Grohmann. Org-
anisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur einnig. Sr. María Ágústsdóttir,
héraðsprestur, prédikar. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason þjónar fyrir altari. Kaffihlaðborð
að athöfn lokinni.
HJALLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.
Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór
kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti
Sigrún Þórsteinsdóttir. Við minnum á
bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18.
Prestarnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Félagar úr kór Kópavogskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Æg-
ir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20Sr.
Bolli Pétur Bollason prédikar.Organisti
Steingrímur ÞórhallssonKór Seljakirkju
leiðir söng.
Altarisganga.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN:
Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir.
Friðrik Schram predikar. Heilög kvöldmál-
tíð. Þrjár ungar stúlkur sýna lofgjörðardans.
Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is.
FÍLADELFÍA: Laugardagur 8. ágúst: Bæna-
stund kl. 20.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðissam-
koma kl. 20 í umsjón majórs Inger Dahl.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Húsið er opn-
að kl. 20. Seldar verða kaffiveitingar á
góðu verði. Samkoman hefst kl. 20.30.
„Líf mitt með Jesú.“ Kristín Möller. Allir vel-
komnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm-
kirkja og basilíka:
Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á
ensku kl. 18.
Alla virka daga: Messa kl. 18.
Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.
Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30.
Virka daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.
Miðvikudaga kl. 20.
Hafnarfjörður – Jósefskirkja:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30.
Karmelklaustur:
Sunnudaga: Messa kl. 8.30.
Virka daga: Messa kl. 8.
Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38:
Sunnudaga: Messa kl. 14.
Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna-
stund kl. 20.
Stykkishólmur, Austurgötu 7:
Alla virka daga: Messa kl. 18.30.
Sunnudaga: Messa kl. 10.
Ísafjörður:
Sunnudaga: Messa kl. 11.
Flateyri:
Laugardaga: Messa kl. 18.
Bolungarvík:
Sunnudaga kl. 16.
Suðureyri:
Sunnudaga: Messa kl. 19.
Akureyri: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2:
Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga:
Messa kl. 11.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11
guðsþjónusta með altarisgöngu. Kór
Landakirkju syngur, organisti Gíslína Jón-
atansdóttir og prestur sr. Þorvaldur Víð-
isson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir
messu.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Morgunsöngur kl. 10.30, altarisganga, org-
anisti Antonía Hevesi,
prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði:
Kvöldmessa kl. 20. Þýskur kirkjukór tekur
þátt í helgihaldinu
ásamt hornaflokki (brass band). kórinn
kemur frá Bielefeld en er á
ferðalagi um Ísland. Örn Arnarson ásamt
hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir svo al-
mennan söng.
GARÐAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl.
20.30. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng,
en organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr.
Friðrik J. Hjartar þjónar. Rúta fer frá Vídal-
ínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og
til baka að lokinni athöfn. Njótum friðar og
uppbyggingar í helgarlok í samfélagi safn-
aðarins. Prestarnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa kl.
11. Fermdur verður Aron Steinn Ruben,
Faxabraut 47, Keflavík. Kirkjukór Ytri-Njarð-
víkurkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow
Hewlett organista. Steinn Erlingsson syng-
ur einsöng. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðs-
son.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur há-
degisverður að messu lokinni. Morguntíð
sungin þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag
og föstudag kl. 10, kaffisopi á eftir. For-
eldrasamvera miðvikudaga kl. 11.
STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Messað verð-
ur í sveitarfélaginu í Stóra-Núpskirkju kl.
11.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Vegna end-
urbóta á kirkjunni fellur fyrirhuguð messa
nk. sunnudag
niður. Kristinn Ág. Friðfinnsson.
HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Prestur: Sr. Jóna Lísa Þorsteins-
dóttir. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti Eyþór Ingi Jónsson.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verð-
ur kl. 20.30. Sr. Hannes Örn Blandon þjón-
ar.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl.
19.30 bænastund, kl. 20 almenn sam-
koma, ræðumaður Níels Jakob Erlingsson.
ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organ-
isti Haukur Gíslason.
Almennur safnaðarsöngur. Prestur sr. Þór-
hallur Heimisson. Ganga undir leiðsögn
um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Frið-
finnsson.
SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Messa nk. sunnu-
dag kl. 14. Organisti Sigrún Steingríms-
dóttir. Tilvalið tækifæri til að leyfa börnun-
um að upplifa einfalt helgihald í gamalli
torfkirkju. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.
LJÓSAVATNSPRESTAKALL
Hálskirkja: Guðsþjónusta sunnudags-
kvöldið 10. ágúst kl. 20.30.
Prófasturinn, sr. Pétur Þórarinsson, mess-
ar.
ODDAPRESTAKALL:Guðsþjónusta í
Þykkvabæjarkirkju kl. 11. Guðsþjónusta í
Oddakirkju kl. 14. Kaffisopi í safnaðar-
heimilinu á eftir. Messa í Keldnakirkju kl.
20:30. Aðalsafnaðarfundur Keldnasóknar
verður haldinn í kirkjunni að messu lokinni.
Sóknarprestur
Guðspjall dagsins:
Um falsspámenn.
(Matt. 7)
Morgunblaðið/Ómar
Dómkirkjan í Reykjavík.