Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.2003, Blaðsíða 37
MESSUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 37 Sunnudaginn 10. ágúst verður þess minnst við útiguðsþjónustu í Víðidal á Efrafjalli að Múla- og Austfjarðaprófastsdæmi voru færð undir Hólastifti um síðast- liðin áramót. Guðsþjónustan hefst kl. 14. Nývígður vígslubiskup Hólastiftis, sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, prédikar í guðsþjón- ustunni. Vígslubiskup Skálholts- stiftis, sr. Sigurður Sigurðarson, mun árvarpa messugesti og lýsa blessun, en sóknarprestur Val- þjófsstaðarprestakalls, sr. Lára G. Oddsdóttir, og sr. Örnólfur J. Ólafsson, sóknarprestur Skútu- staðaprestakalls, munu þjóna við athöfnina. Þessi útiguðsþjónusta er liður í helgihaldi Valþjófsstaðarpresta- kalls, en undanfarin ár hefur ver- ið messað undir berum himni á sunnudegi eftir verslunarmanna- helgi einhvers staðar til fjalla í prestakallinu. Að þessu sinni standa Valþjófsstaðarprestakall og Skútustaðaprestakall sameig- inlega að guðsþjónustunni, en mörk þessara tveggja prestakalla liggja saman sitt hvorum megin við hin fyrri mörk biskups- dæmanna. Til þess að komast að messu- stað þarf að aka hringveg nr. 1 um Víðidal (milli afleggjarans við Grímsstaði á Fjöllum og Vega- skarð) og fara út af vegi við eyði- býlið Víðidal, sem er nærri hinni fornu leið Skálholtsbiskupa til Austurlands. Þar eru nú vinnu- búðir vegagerðarmanna. Messugestir eru hvattir til þess að koma hlýlega klæddir og taka með sér nesti svo hægt verði að sameinast í messukaffi í skjólsæl- um hvammi við Víðidalsá að lok- inni guðsþjónustu. Allir eru velkomnir til þessarar guðsþjónustu. Nánari upplýsingar veita sókn- arprestarnir, Lára í síma 471 2872 og Örnólfur í síma 464 4201. Útiguðsþjónusta við Háteigskirkju Á morgun, sunnudag, verður úti- guðsþjónusta við Háteigskirkju klukkan 11. Prestur er sr. Tómas Sveinsson. Tónlist er í umsjón Þorvaldar Halldórssonar og Mar- grétar Scheving. Guðsþjónustan verður í léttari kantinum þar sem söngurinn verður í fyrirrúmi. Að guðsþjón- ustu lokinni er ætlunin að grilla saman og því eru guðsþjón- ustugestir hvattir til þess að taka eitthvað með sér á grillið eða þiggja pylsur frá kirkjunni. Fjölmennum í góða veðrinu í guðsþjónustu undir berum himni. Þýskur kirkjukór syngur í Hafnarfirði Fyrsta kvöldmessan að loknu sumarhléi kirkjukórsins verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Að þessu sinni koma góðir gestir í heimsókn og taka þátt í helgi- haldinu en það er þýskur kirkju- kór ásamt hornaflokki (brass band) og koma frá Bielefeld en kórinn er nú á ferðalagi um Ís- land. Örn Arnarson ásamt hljóm- sveit og kór kirkjunnar leiðir svo almennan söng en starf kirkju- kórsins er nú að hefjast á ný af fullum krafti undir stjórn Arnar Arnarsonar sem ráðinn hefur verið tónlistarstjóri kirkjunnar. Það verður því mikill söngur og gleði í kirkjunni annað kvöld og þess vænst að sem flestir mæti. Tónlistarveisla í Grafarvogskirkju Á morgun, sunnudag, kl. 11 verð- ur guðsþjónusta í Grafarvogs- kirkju með þátttöku 30 manna þýsks kirkjukórs frá Bielefeld. Þá mun blásarasveit með sex hljóð- færaleikurum frá sömu borg leika við athöfnina. Stjórnandi er Barbara Grohmann. Organisti er Hörður Bragason. Kór Grafar- vogskirkju syngur einnig í guðs- þjónustunni. Séra María Ágústs- dóttir héraðsprestur prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Kaffihlaðborð að at- höfn lokinni verður í boði Reynis bakara. Skráning fermingarbarna í Hallgrímskirkju Fræðsla fermingarbarna í Hall- grímskirkju hefst brátt. Meiri hluti fermingarbarna sækir haustnámskeið, sem hefst 18. ágúst. Fræðsla hinna, þ.e. þeirra sem sækja vikulega spurninga- tíma, hefst 17. september. Þau börn sem ekki hafa skráð sig til fræðslu eru beðin um að koma í Hallgrímskirkju og ljúka skrán- ingu sem fyrst. Prestarnir. Fermingarfræðsla að byrja í Dómkirkjunni Fermingarnar í Dómkirkjunni verða á pálmasunnudag og skír- dag, 4. og 8. apríl, kl. 11 báða dagana. 30. maí, á hvítasunnudag, verð- ur fermt kl. 14. Fermingarfræðslan hefst mánudaginn 18. ágúst nk. Námskeiðið verður haldið kl. 10–13 dagana 18.– 22. ágúst í Dómkirkjunni og í safnaðar- heimilinu. Á þessum fimm dögum, áður en hefðbundið skólastarf hefst, verð- ur lokið mestum hluta fræðslunn- ar. Aðrir þættir, s.s. þátttaka í helgihaldi kirkjunnar og ýmis fé- lagsstörf sem tengjast því, verða á dagskrá vetrarins. Lagt er upp úr því að náms- efnið og framsetning þess veki áhuga og verði stuðningur á þessu mesta mótunarskeiði æv- innar. Auk trúfræðslunnar er fjallað um heimspeki, siðfræði og almenn mannleg samskipti. 21. ágúst verður farin dagsferð í Skálholt. Enda þótt valkostur með fræðslutímum allan veturinn í stað námskeiðsins verði einnig í boði hvetjum við fermingarbörn og fjölskyldur þeirra til að nýta námskeiðið. Það stuðlar að góð- um kynnum og tengslum ferm- ingarbarna og fjölskyldna þeirra við kirkju sína. Vinsamlegast tilkynnið ykkur sem fyrst. Símar: 520 9700 (Dómkirkjan) 520 9704 (Hjálmar) og 520 9705 (Jakob). Netföng: hjalmar@domkirkj- an.is og jakob@domkirkjan.is. Mæting á námskeiðið er í Dóm- kirkjunni kl. 10 mánudaginn 18. ágúst. Verið velkomin. Prestar Dómkirkjunnar. Útiguðsþjónusta í Víðidal á Efrafjalli Morgunblaðið/Brynjar Gauti ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í nágrannakirkjun- um. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Söng- hópur úr Dómkórnum syngur. Bjarni Jón- atansson leikur á orgel. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar. Hópur úr Mótettu- kór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Helgistund kl. 10.30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messan fer fram í garðinum milli kirkju og safnaðarheimilis. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Eftir messu verður grillað, messugestir taki með sér á grillið. Safi, vatn og kaffi á staðnum. LANGHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Prest- ur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Reynir Jónasson, einsöngur Harpa Harðar- dóttir . Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, organista. Sigurbjörn Þorkelsson þjónar. Stúlkur, sem fermdust sl. vor, annast barnagæslu með- an á prédikun og bæn stendur. Messu- kaffi. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Bæna- og kyrrð- arstund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Umsjón sr. Arna Grétarsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organ- isti Krisztin Kalló Szklenár. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta í kirkjunni vegna framkvæmda og sumar- leyfa starfsfólks. Fyrsta guðsþjónusta eftir hlé verður 17. ágúst. Bent er á helgihald í öðrum kirkjum prófastsdæmisins. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg Kvöld- messa Digraness- og Lindakirkju kl. 20.30. Sr. Magnús Björn Björnsson. „Ömmurnar“ annast söng. (Sjá nánar: www.digranes- kirkja.is.) LINDA- OG DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30 sr. Magnús Björn Björnsson. „Ömmurnar“ annast söng. (Sjá heimasíðu:www.digraneskirkja.is.) FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Fé- lagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Þýskur kirkjukór syngur ásamt blásara- sveit. Stjórnandi Barbara Grohmann. Org- anisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogs- kirkju syngur einnig. Sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur, prédikar. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar fyrir altari. Kaffihlaðborð að athöfn lokinni. HJALLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Kópavogskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Sr. Æg- ir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar.Organisti Steingrímur ÞórhallssonKór Seljakirkju leiðir söng. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöldmál- tíð. Þrjár ungar stúlkur sýna lofgjörðardans. Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is. FÍLADELFÍA: Laugardagur 8. ágúst: Bæna- stund kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræðissam- koma kl. 20 í umsjón majórs Inger Dahl. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Húsið er opn- að kl. 20. Seldar verða kaffiveitingar á góðu verði. Samkoman hefst kl. 20.30. „Líf mitt með Jesú.“ Kristín Möller. Allir vel- komnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 guðsþjónusta með altarisgöngu. Kór Landakirkju syngur, organisti Gíslína Jón- atansdóttir og prestur sr. Þorvaldur Víð- isson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morgunsöngur kl. 10.30, altarisganga, org- anisti Antonía Hevesi, prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Kvöldmessa kl. 20. Þýskur kirkjukór tekur þátt í helgihaldinu ásamt hornaflokki (brass band). kórinn kemur frá Bielefeld en er á ferðalagi um Ísland. Örn Arnarson ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar leiðir svo al- mennan söng. GARÐAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng, en organisti er Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Rúta fer frá Vídal- ínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og til baka að lokinni athöfn. Njótum friðar og uppbyggingar í helgarlok í samfélagi safn- aðarins. Prestarnir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11. Fermdur verður Aron Steinn Ruben, Faxabraut 47, Keflavík. Kirkjukór Ytri-Njarð- víkurkirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett organista. Steinn Erlingsson syng- ur einsöng. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðs- son. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur há- degisverður að messu lokinni. Morguntíð sungin þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 10, kaffisopi á eftir. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Messað verð- ur í sveitarfélaginu í Stóra-Núpskirkju kl. 11. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Vegna end- urbóta á kirkjunni fellur fyrirhuguð messa nk. sunnudag niður. Kristinn Ág. Friðfinnsson. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl. 14. Sóknarprestur. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Prestur: Sr. Jóna Lísa Þorsteins- dóttir. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta verð- ur kl. 20.30. Sr. Hannes Örn Blandon þjón- ar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 19.30 bænastund, kl. 20 almenn sam- koma, ræðumaður Níels Jakob Erlingsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organ- isti Haukur Gíslason. Almennur safnaðarsöngur. Prestur sr. Þór- hallur Heimisson. Ganga undir leiðsögn um þinghelgi eftir messu. Kristinn Ág. Frið- finnsson. SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Messa nk. sunnu- dag kl. 14. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Tilvalið tækifæri til að leyfa börnun- um að upplifa einfalt helgihald í gamalli torfkirkju. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. LJÓSAVATNSPRESTAKALL Hálskirkja: Guðsþjónusta sunnudags- kvöldið 10. ágúst kl. 20.30. Prófasturinn, sr. Pétur Þórarinsson, mess- ar. ODDAPRESTAKALL:Guðsþjónusta í Þykkvabæjarkirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Oddakirkju kl. 14. Kaffisopi í safnaðar- heimilinu á eftir. Messa í Keldnakirkju kl. 20:30. Aðalsafnaðarfundur Keldnasóknar verður haldinn í kirkjunni að messu lokinni. Sóknarprestur Guðspjall dagsins: Um falsspámenn. (Matt. 7) Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.