Morgunblaðið - 09.08.2003, Síða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 39
stangir. Laxveiði er auðlind sem hef-
ur verið þverrandi og því aldrei dýr-
mætari. Við slíkar aðstæður teljum
við að ekki eigi að auka álagið á árnar
og laxastofna, þvert á móti. Okkar
leið hefur skilað ánni í góðu ásig-
komulagi og batnandi veiði,“ sagði
Einar.
Seiðasleppingar skila sér
Veiði gengur afar vel í Langá þrátt
fyrir vatnsleysið og hlýindi. Að sögn
Ingva Hrafns Jónssonar leigutaka
veiðast 12 til 30 laxar á dag þrátt fyr-
ir hin döpru skilyrði, auk þess sem
lax tekur grannt og fjöldi fiska tap-
ast. Í vikulok voru komnir rétt tæp-
lega 800 laxar á land, auk þess sem
900 stykki höfðu gengið um teljarann
í Sveðjufossi, þ.e.a.s. fram á Fjall.
Það þykir gífurleg ganga þangað
fram eftir og má búast við gríðar-
legum veiðitölum ef einhvern tímann
rignir af viti fyrir vertíðarlok. „Þetta
eru svoleiðis tölur að við héldum um
tíma að teljarinn væri bilaður, en
HAFFJARÐARÁ er komin yfir 600
laxa í heildarveiði sem er frábær
veiði og er athyglisvert að þessi góða
veiði hafi náðst við „skelfilegar að-
stæður“, eins og Einar Sigfússon,
annar eigenda árinnar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið. Sagði Einar
ána vera með rennsli sem nemur 20
til 25% af meðalsumarrennsli og það
væri með ólíkindum hvað gengi af
laxi og veiddist vel.
„Mest af ágúst er eftir og átta dag-
ar í september þannig að það að vera
komin með á sjöunda hundrað laxa
er frábært. Við getum ekki annað en
verið ánægð með gang mála í þessari
stöðu. Þetta hefur veiðst á aðeins 47
dögum og meira og minna allan júlí
var aðeins veitt með fjórum stöngum
þar sem litlir hópar keyptu upp allar
stangirnar til að hafa ána fyrir sig,“
bætti Einar við.
Frábær meðalveiði
Einar sagði það ekkert nýtt að
Haffjarðará væri að skila með bestu
meðalveiði sem til væri í landinu. Í
fyrra hefðu t.d. veiðst 950 laxar í ánni
á 410 stangardögum. „Við höfum far-
ið gjörólíka leið en sumir aðrir að því
leyti að við höfum stytt veiðitímann
og fækkað stöngum auk þess sem
mörg dæmi eru um, eins og ég gat
um áðan, að hópar keyptu allar leyfi-
legar stangir en notuðu síðan færri
gengum svo úr skugga um að svo er
ekki,“ bætti Ingvi við.
Hann segir að sleppingar stór-
seiða af Langárstofni í ána skili mikl-
um árangri. „Þetta er ævintýralegur
árangur, en samkvæmt hreistur-
aflestri Veiðimálastofnunar í Borg-
arnesi er þriðji hver veiddur lax í
Langá úr sleppingum,“ sagði Ingvi
Hrafn.
Rýrir smálaxar
Orri Vigfússon var á Selárbökkum
í Vopnafirði í vikulokin og sagði veið-
ina afar góða, áin væri komin vel á
áttunda hundrað laxa og sömu sögu
væri að segja frá Hofsá. „Það er loks-
ins að koma smálax, en athygli vekur
að hann er rýr, mest 3 og 4 punda.
Það eru kenningar á sveimi, ein áleit-
in er sú að hið hagstæða hitastig
sjávar hafi snúist í andhverfu sína,
dýrin ofarlega í fæðukeðjunni séu
búin að éta upp átuna og fá þá sjálf
skellinn. Það er talað um að mikið sé
af horuðum þorski, t.d. í Vopnafirði
og Skjálfanda og menn muna eftir
fréttum af miklum svartfugladauða
fyrir norðan í vor. Og núna kemur
smálaxinn seint og horaður. Annars
sjáum við hvað setur, það veiðist enn
mikið af stórum fiski og þeir eru enn
að ganga, þannig veiddust einn
morguninn í vikulokin fjórir grálús-
ugir,“ sagði Orri Vigfússon.
Fjórðungur af
meðalsumarrennsli
Morgunblaðið/Einar Falur
Breskur veiðimaður þreytir lax í Miðfellsfljóti í Laxá í Leirársveit.
Morgunblaðið/Golli
Sett í lax í Grettistyllum í Hítará við erfiðar aðstæður og laxinn hafði betur.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Fróðleikur, skemmtun og útivist í
Alviðru Laugardaginn 9. ágúst kl.
14–16 mun Björg Pétursdóttir jarð-
fræðingur leiða létta jarðfræðigöngu
í Alviðru. Skoðaðir verða malar-
hjalar í Ingólfsfjalli, aurkeilur,
skriður, grjót og fleira skemmtilegt
sem fyrir augu ber. Boðið verður
upp á kakó og kleinur að göngu lok-
inni. Þátttökugjald er kr. 800 fyrir
fullorðna, ókeypis fyrir börn.
Opið hús hjá Vélum og þjónustu.
Fyrsta ágúst s.l. tóku Vélar og þjón-
usta hf. við umboði fyrir John Deere
á Íslandi sem framleiðir dráttar- og
heyvinnuvélar. Auk stærri véla er
John Deere mikilvirkur í framleiðsu
ýmiskonar smávéla t.d. fyrir um-
hirðu á golfvöllum og skrúðgörðum.
Opið verður við Járnháls í Reykjavík
í dag milli kl. 10 og 17 og á Akureyri
16. ágúst n.k. á milli kl. 10–17.
Í DAG
ÁRLEG tveggja daga veiðipróf fyr-
ir sækjandi veiðihunda voru haldin
á Hunkubökkum á Síðu um versl-
unarmannahelgina. Dómari var
Thorben Poulsen frá Danmörku.
Alls voru 14 hundar skráðir til
keppni og tóku 10 hundar þátt
hvorn daginn.
Á laugardaginn stóð efstur Fant-
ur með 1. einkunn og heiðurs-
verðlaun í úrvalsflokki. Eigandi
hans og stjórnandi er Ingólfur Guð-
mundsson. Á sunnudag stóð efst
Kolkuós-Björk með 1. einkunn og
heiðursverðlaun í úrvalsflokki. Hún
hlaut einnig hinn eftirsótta farand-
bikar sem gefinn var í minningu
Haraldar Bjarnasonar og er veittur
besta hundi seinni prófdaginn. Eig-
andi Bjarkar og stjórnandi er Þur-
íður Elín Geirsdóttir.
Þá náði einn hundur, Kolkuós-
Hrafntinna, síðasta áfanga af fjór-
um að titlinum Íslenskur veiði-
meistari. Eigandi hennar og stjórn-
andi er Hávar Sigurjónsson. Sjö
sækjandi veiðihundar hafa þá náð
þeim árangri frá því skipulögð
veiðipróf hófust hérlendis árið
1995.
Veiðipróf á Hunkubökkum
Þuríður Elín Geirsdóttir og Kolkuós-Björk.
Kolkuós-Björk
hlaut farandbikarinn
ÞESSI frumlegi blómapottur
stendur við hús Kristjönu
Vagnsdóttur á Þingeyri. Þarna
hefur salernið fengið nýtt hlut-
verk og hýsir nú sumarblóm í
fullum skrúða.
Í garðinum hennar Kristjönu
er margt skemmtilegt að sjá, og
fékk hann viðurkenningu fyrir
vinnusemi eigandans fyrr í sum-
ar. Rakel Brá Siggeirsdóttir,
dótturdóttir Kristjönu, segir að
hún hafi aldrei áður séð klósett
með blómum úti í garði, og
ákvað frekar að heilsa upp á
steinfésin í garðinum hennar
ömmu en að rannsaka blóma-
pottinn frekar.
Salerni í nýju hlutverki
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
SUNDLAUGIN í
Neskaupstað varð
sextíu ára á dögun-
um og héldu menn
daginn hátíðlegan.
Fólki var gefið frítt í
sund og boðið var
upp á tónlist og veit-
ingar á laugarbarm-
inum.
Benedikt Sigur-
jónsson, forstöðu-
maður laugarinnar,
segir sundlaugina
hafa verið byggða af
mikilli framsýni við
erfiðar aðstæður á
stríðsárunum, þegar
erfitt var um að-
drætti. „Handmokað
var fyrir lauginni á
sínum tíma og sá
sem var í forsvari fyrir bygging-
unni, Stefán Örlygsson sem nú er
87 ára gamall, kom einmitt og tók
fyrstu sundtökin á afmælisdegin-
um. Hann stundar hér sund á
hverjum degi,“ segir Benedikt.
Þær byggingar sem reistar voru
fyrir sextíu árum standa enn fyrir
sínu, en laugarkerið sjálft var end-
urnýjað fyrir tveimur árum og
kostaði það um 25 milljónir króna.
„Við þurfum að vera óskaplega
natin við að halda þessum gömlu
byggingum í horfinu,“ segir Bene-
dikt.
„Á teikniborðinu eru hugmyndir
að nýju búnings- og þjónustuhúsi,
ásamt nýjum pottum og barnavað-
laug og komnar í það fjárveitingar
næstu þrjú árin. Kostnaður er
áætlaður á milli 40 og 60 milljónir
króna.“
Sundlaugin á Neskaupstað er um þessar mundir
sextíu ára gömul. Nú stendur til að gera nýja potta,
vaðlaug og þjónustuhús við laugina.
Sundgarpar á Neskaup-
stað fagna stórafmæli
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal