Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 40

Morgunblaðið - 09.08.2003, Side 40
40 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á HVERJU ári er starfrækt sam- norræn blásarasveit, Nordisk Blås- ersymfonikere, á vegum Nordisk Musik Union (NOMU), http:// www.namu.no/. Þetta er vikulangt námskeið og er haldið í einhverju Norðurlandanna hverju sinni. Þetta árið var það í Noregi, nánar tiltekið í Hamar, og átti sveitin aðsetur í tón- listarlýðháskólanum Toneheim. Þessi sveit er mjög góð þótt hún æfi saman aðeins einu sinni á ári í nokkra daga. Verkefnaskráin er mjög krefjandi og þarf að vinna að mörgu á mjög stuttum tíma. Þetta árið voru tíu Íslendingar að spila með sveitinni, Vilhjálmur Ingi Sig- urðarson, Ellert S. B. Sigurðarson, Lydía Ósk Ómarsdóttir, Sigurður Már Valsson og Styrmir Barkarson frá Lúðrasveitinni Svaninum, Anna Lilja Karlsdóttir, Bára Sigurjóns- dóttir, Daníel Friðjónsson og Sóley Þrastardóttir frá Lúðrasveit Reykjavíkur og undirrituð, Berglind Halldórsdóttir frá Lúðrasveit Verkalýðsins (og reyndar LR líka). Lagt var af stað eldsnemma 29. júní með flugi til Osló. Við lentum á Gardemoen og tókum lest þaðan til Hamar. Við æfðum mjög mikið enda krefst það mikillar vinnu að fá 50 einstak- linga, sem eru margir hverjir að spila saman í fyrsta sinn, til að hljóma sem ein heild og höfðum við frá sunnudagskvöldi til fimmtudags til að undirbúa opinbera tónleika. Við gerðum líka ýmislegt annað. Bæjarstjórn Hamars bauð okkur öll- um í hádegismat á safnasvæði í Hamar, við stöðuvatnið Mjörs. Þar eru rústir elstu dómkirkju í Noregi og er búið að byggja glerhús yfir þær svo að þær skemmist ekki. Daginn eftir héldum við tónleika í dómkirkjurústunum. Tónleikarnir, sem voru miðnæturtónleikar, gengu mjög vel og margir mættu á þá. Á föstudaginn voru svo tónleikar í Osló, í tónlistarháskólanum þar. Við lögðum af stað eftir hádegi og keyrðum sem leið lá til Osló. Þar stoppuðum við fyrir framan tónlist- arskólann og æfðum nokkur atriði í salnum þar. Svo var okkur boðið í mat á veitingastað þarna rétt hjá. Hann heitir Old Major’s Lab og var nafngiftin ekki það eina sem var spúkí. Þegar við komum inn var gler í gólfinu sem sýndi ofan í kjallarann. Þar var lík á borði og beinagrind og fleira í þeim dúr. Tónleikarnir gengu frábærlega og allir stóðu sig í alla staði mjög vel. Á eftir var farið með rútu aftur heim og allir fögnuðu frábærum tónleikum. Daginn eftir var upptaka á verk- unum sem við spiluðum þetta árið. Þeim lauk mjög fljótt enda allir farn- ir að kunna sinn part nokkuð vel eftir að hafa æft þá örugglega hundrað sinnum undanfarna daga. Síðasti há- degismaturinn var snæddur og svo var bara pakkað niður. Flestir fóru beint heim til sín en við Íslending- arnir vorum svo heppin að flugið okkar var ekki fyrr en daginn eftir svo við fengum einn aukadag og ákváðum að verja honum í Osló. Við kvöddum Lydíu við Gardemoen því hún yfirgaf okkur til að heimsækja frænku sína og vera hjá henni í viku í viðbót. Á sunnudeginum yfirgaf Villi okk- ur því hann ætlaði að vera áfram í Osló og skoða skólann sem hann fer í í haust en við hin héldum á flugvöll- inn og tókum flugið okkar heim til Íslands Mér fannst mjög gaman að spila með NBS þó að á stundum hafi verið erfitt að vera á þrotlausum æfingum frá morgni til kvölds en þegar ég lít til baka finnst mér það hafa verið þess virði. Það er einstakt að vera hluti af þessu samfélagi þar sem allir deila sama tilgangi, að gera sitt besta og eignast marga nýja vini, og ég held að ég geti talað fyrir hönd allra þeg- ar ég segi: Ég ætla aftur og aftur og aftur. Fyrir hönd Íslendinganna í Nord- isk Blåsersymfonikere 2003, BERGLIND HALLDÓRSDÓTTIR. Íslendingar í samnor- rænni blásarasveit Frá Berglindi Halldórsdóttur: Íslenski hópurinn í samnorrænu blásarasveitinni: Styrmir, Daníel, Vil- hjálmur, Ellert, Bára, Sóley, Lydía, Berglind, Anna Lilja og Sigurður.                               !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.