Morgunblaðið - 09.08.2003, Síða 42
DAGBÓK
42 LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Langvin kemur í dag.
Mannamót
Félag aldraðra, Mos-
fellsbæ. Skrifstofa fé-
lagsins verður lokuð í
sumar til 2. sept-
ember.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Morgunganga er frá
Hraunseli kl. 10. Rúta
frá Firðinum kl. 9.50
Gerðuberg, félags-
starf. Þriðjudaginn 12.
ágúst opnað að af-
loknu sumarleyfi, fjöl-
breytt sumardagskrá
framundan, m.a. ferða-
lög, allir velkomnir.
FEBK. Púttað á Lista-
túni kl. 10.30 á laugar-
dögum. Mætum öll og
reynum með okkur.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyr-
ir þá sem vilja. Uppl.
á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga
frá kl. 14.
GA – Samtök spila-
fíkla, fundir spilafíkla,
Höfuðborgarsvæðið:
Þriðjudagur kl 18.15 –
Seltjarnarneskirkja,
Valhúsahæð, Seltjarn-
arnesi. Miðvikudagur
kl. 18 – Digranesvegi
12, Kópavogi.
Fimmtudagur kl. 20.30
– Síðumúla 3–5,
Göngudeild SÁÁ,
Reykjavík. Föstudag-
ur kl. 20 – Víðistaða-
kirkja, Hafnarfirði.
Laugardagur kl. 10.30
– Kirkju Óháða safn-
aðarins v/ Háteigsveg,
Reykjavík. Austur-
land: Fimmtudagur kl.
17 – Egilsstaðakirkju,
Egilsstöðum. Neyðar-
sími GA er opinn allan
sólarhringinn. Hjálp
fyrir spilafíkla. Neyð-
arsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl.
20 að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga.
Upplýsingar á
www.oa.is og í síma
878 1178.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 genga að Katt-
holti.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Suðurlandi:
Skóverslun Axel Ó.
Lárussonar, Vest-
mannabraut 23, Vest-
mannaeyjum, s.
481 1826, Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828, Sólveig
Ólafsdóttir, Verslunin
Grund, Flúðum, s.
486 6633, Sjúkrahús
Suðurlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi,
Selfossi, s. 482 1300,
Verslunin Íris, Aust-
urvegi 4, Selfossi, s.
482 1468, Blómabúðin
hjá Jóhönnu, Una-
bakka 4, 815 Þorláks-
höfn, s. 483 3794.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Reykjanesi.
Bókabúð Grindavíkur,
Víkurbraut 62,
Grindavík, s. 426 8787,
Penninn – Bókabúð
Keflavíkur, Sól-
vallagötu 2, Keflavík,
s. 421 1102, Íslands-
póstur hf., Hafnargötu
89, Keflavík, s.
421 5000, Íslands-
póstur hf., c/o Kristj-
ana Vilhjálmsdóttir,
Garðbraut 69, Garður,
s. 422 7000, Dagmar
Árnadóttir, Skiphóli,
Skagabraut 64, Garð-
ur, s. 422 7059.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást í Reykjavík,
Hafnarfirði og á Sel-
tjarnarnesi á Skrif-
stofu LHS, Síðumúla
6, Reykjavík, s.
552 5744, fax 562 5744,
Hjá Hirti, Bónushús-
inu, Suðurströnd 2,
Seltjarnarnesi, s.
561 4256, Bókabúð
Böðvars, Reykjavík-
urvegi 66, Hafnarfirði,
s. 565 1630.
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Vesturlandi:
Penninn, Bókabúð
Andrésar, Kirkjubraut
54, Akranesi, s.
431 1855, Dalbrún
ehf., Brákarbraut 3,
Borgarnesi, s.
437 1421, Hrannar-
búðin, Hrannarstíg 5,
Grundarfirði, s.
438 6725, Verslunin
Heimahornið, Borg-
arbraut 1, Stykk-
ishólmur, s. 438 1110.
Hranfkelssjóður
(stofnaður 1931).
Minningarkort af-
greidd í símum
551 4156 og 864 0427.
Í dag er laugardagur 9. ágúst,
221. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Þú hefur elskað réttlæti og
hatað ranglæti. Því hefur Guð,
þinn Guð, smurt þig gleðinnar ol-
íu fram yfir þína jafningja.
(Hebr. 1, 9.)
Hjörleifur Pálsson,verkfræðingur, segir
vinstrimenn gjarnan
grípa til orða eins og ný-
frjálshyggja, öfgafrjáls-
hyggja eða bara öfganý-
frjálshyggja þegar þeir
vilja móðga menn. „Sú
var tíðin að þeir létu sér
nægja að nota orðið
frjálshyggja um frjáls-
hyggjumenn, enda þótti
það alveg næg móðgun í
þeirra augum. Nú þykir
það hins vegar ekki
nægileg móðgun, enda
hefur orðið ekki nógu
neikvæða merkingu í
hugum fólks. Því er grip-
ið til nýyrða sem hljóma
mjög ógnvekjandi, enda
ekkert flott við það að
vera öfga eða ný, svona
eins og öfgahægrimenn
og nýnasistar,“ segir
hann í pistli á haf-
steinn.is.
Hann rifjar upp þá tíðþegar vinstri menn
kölluðu sig stoltir komm-
únista, lenínista, sósíal-
ista og ýmsum fleiri
skemmtilegum nöfnum.
„Nú þykir það hins vegar
ekki nógu flott, enda hafa
orðin ekki nægilega já-
kvæða merkingu í hugum
fólks. Því er notast við
nýrri og nútímalegri hug-
tök, sem þykja hljómfeg-
urri og auglýsingavænni.
Það er í raun mjög
skondið að hlusta á
vinstrimenn nota sín ný-
yrði yfir frjálshyggju-
menn og sjálfa sig. Það
sýnir betur en margt
annað hversu erfitt það
reynist þeim að rökræða
málin, og hversu vel þeir
átta sig á því hvað sósíal-
isminn fór halloka fyrir
frjálshyggjunni á síðustu
öld.
Þrátt fyrir alla nýyrða-smíðina hafa grund-
vallarhugsjónirnarnar
ekki breyst.
Margur sósíalistinn
hefur þó flúið nokkur
skref til hægri, á meðan
frjálshyggjumenn hafa
getað staðið nokkuð ró-
legir án þess að tvístíga.
Það sem hefur fyrst og
fremst breyst í gegn um
tíðina er að frjálshyggjan
hefur æ ofan í æ sannað
ágæti sitt umfram sósíal-
ismann. Frjálshyggju-
menn hafa því aldrei talið
sig þurfa að skammast
sín neitt fyrir að kalla sig
réttu nafni. Það sama
verður greinilega ekki
sagt um sósíalistana.
Það má vel vera að eftir50 ár, þegar sósíal-
istar kynna stoltir þrett-
ándu leiðina skreytta ein-
hverjum nýjum
tískuorðum, þá muni þeir
hrópa öfganýfornaldar-
afturhaldsfrjálshyggja
yfir hausamótunum á
frjálshyggjumönnum. En
það mun ekki breyta því
að frjálshyggjumenn þess
tíma munu áfram styðjast
við sömu hugsjónir og
frjálshyggjumenn síðustu
aldar gerðu, og þeir sem
voru uppi enn fyrr. Þær
grundvallarhugsjónir
sem frjálshyggjumenn
hafa alltaf byggt á verða
jafn sígildar þá og þær
eru í dag,“ segir Hjörleif-
ur Pálsson.
STAKSTEINAR
Öfganýfornaldaraft-
urhaldsfrjálshyggja
Víkverji skrifar...
VERSLUNARMANNAHELGINvar um síðustu helgi. Og að
vanda hélt Víkverji sig innan borg-
armarka, fór ekki einu sinni vestur
yfir læk. Þetta er siður sem hann hef-
ur haldið allt síðan hann fór til Eyja
’93 (sem var að vísu bráðskemmtileg-
asta hátíð). Engu að síður finnst hon-
um hvergi betra að vera en í borginni
einmitt þessa helgi. Hann er samt
sízt einhver náföl borgarrotta sem
sundlar þegar fjöll og firnindi berast
í tal. Þvert á móti endurfæddist hann
til náttúrubarns fyrir réttum sex ár-
um og hefur stikað til og frá um land-
ið allar götur og vegi síðan. En þessi
tiltekna helgi – verslunarmannahelg-
in – vekur alltaf hálfgerðan ugg í
honum. Það má næstum segja að
honum ói við henni. Að sama skapi
líður lymskulegur ánægjustraumur
um búk og limi þegar helgin nálgast.
Ástæða þessa er að um verslunar-
mannahelgina dettur allt í dúnalogn
á höfuðborgarsvæðinu og vindar ró-
legheita og sátta blása yfir. Svo
margir eru þeir nefnilega sem fara á
faraldsfót þessa löngu helgi að bókin
„Palli var einn í heiminum“ öðlast
sjálfstætt líf á strætum borgarinnar.
Það er bókstaflega hægt að anda
djúpt að sér borgarloftinu og finna
það í samsetningu þess hversu mjög
stress-jónunum hefur fækkað. Hvíld-
in góða dregst því yfir mann hvort
sem manni líkar betur eða verr.
x x x
ÞESS utan þolir Víkverji ekkitjöld. Hann hryllir satt að segja
við þeim. Allt síðan hann vaknaði (í
öllum fötunum að sjálfsögðu) með
andlitið í kókómjólkurpolli, klesst
upp í hliðinni á loftlausu tjaldi úti á
Hróarskeldu, umluktur táfýlu og
öðrum miður geðslegum mannaþef,
hefur hann forðast þau eins og heitan
eldinn. Og tjöld fara saman með
verslunarmannahelginni eins og egg
og beikon. Því meiri ástæða er fyrir
Víkverja til að labba um auð stræti
borgarinnar – sem breyttist í þorp
þessa helgi – og snúa svo að kvöldi
upp í mjúkt fletið.
Ömurlegar sýnir blasa þó við í
borginni þrátt fyrir þessa hvíldar- og
helgistund. Það er að verða vitni að
verslunarfólki sem er að vinna um
verslunarmannahelgina. Óskiljan-
legt. Líkt og að þurfa að kaupa allar
afmælisgjafirnar sínar sjálfur. Rétt-
ara væri að almannavarnaflautur
minntu fólk á að hamstra rækilega
fyrir helgina á fimmtudegi svo að við
gætum nú tekið okkur frí öll saman.
x x x
ÍDAG fer svo fram ganga sam- ogtvíkynheigðra, hápunktur Hinseg-
in daga sem hófust í gær. Víkverji
hefur gengið tvisvar áður og hyggst
endurtaka leikinn í dag. Gangan er
að sjálfsögðu liður í að reyna að
brjóta niður hina forheimskandi og
mannskemmandi fordóma sem menn
hafa í garð annarra manna og því er
von Víkverja að sem flestir fjölmenni
í téða göngu í dag.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá Hinsegin dögum í hitteðfyrra.
Ótímabær dauðdagi
ÁRNÝ Jóhannsdóttir hafði
samband við Velvakanda og
vildi koma því á framfæri að
fólk sem ekki vildi eiga kett-
linga ætti að láta gelda læð-
ur sínar. Mikið er um það að
kettlingar fáist gefins og
ekki er víst að nægur fjöldi
heimila sé til fyrir þá. Í Vel-
vakanda birtist fyrir
skömmu auglýsing þar sem
fólk var beðið um að forða
kettlingum frá ótímabær-
um dauðdaga með því að
taka þá að sér. Eigandi
kettlinganna hefði betur
látið gelda læðu sína og
þannig sjálfur forðað kett-
lingunum frá ótímabærum
dauðdaga.
Þakklæti til starfsfólks
Kerlingarfjallaskála
og annarra
ÉG VARÐ fyrir þeirri
reynslu um verslunar-
mannahelgina að veikjast í
Kerlingarfjöllum þar sem
ég var bílstjóri með 15
manna franskan hóp frá
Ferðakompaníinu. Ég vil
hér með koma fram þakk-
læti til allra þeirra sem að-
stoðuðu mig á staðnum,
þ.e.a.s læknis sem þar var
staddur, Jóns Tryggva sem
ráðlagði að mér væri komið
á spítala sem fyrst. Skála-
verðir og aðrir voru með
eindæmum liprir og al-
mennilegir og allir hjálpuð-
ust að sem einn við að gera
þetta kleift. Einn eigandi
skálans, Páll Gíslason, flýtti
ferð sinni í bæinn til að
keyra mig og tel ég mig
mjög heppinn að hafa feng-
ið svo góðan bílstjóra sem
hann greinilega er.
Þórarinn Grímsson
(Doddi Gríms)
Tapað/fundið
Nokia-sími tapaðist
NÝR NOKIA 6310-sími
tapaðist laugardaginn 2.
ágúst sl. á leiðinni Brúna-
land – Grensásvegur –
Breiðagerði. Skilvís finn-
andi er vinsamlegast beðinn
að hafa samband í síma
660 2583.
GSM-sími tapaðist
LJÓSGRÁR Motorola Du-
alband-sími tapaðist í júlí.
Skilvís finnandi er vinsam-
legast beðinn að hafa sam-
band í síma 567 2827. Fund-
arlaun í boði.
Gleraugu gleymdust
við Lakagíga
BARNAGLERAUGU í
rauðleitri málmumgjörð
týndust við Lakagíga mið-
vikudaginn 6. ágúst sl.
Þetta var nálægt næsta
merkta gíg við veginn. Skil-
vís finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Helenu í síma 866 5447 eða
690 1108.
Ljósblár barnaskór
fannst
VINSTRI skór af barni í
stærð 26 fannst við Höfða-
bakkabrekku í vegkanti.
Þetta er brekkan sem ligg-
ur uppí Efra-Breiðholt. Um
er að ræða ljósbláan leð-
urskó, með matta áferð,
mjög vandaðan af Primigi-
tegund og er hann með ljós-
an sóla. Eigandi getur
hringt í síma 663 1220 eða
557 3084 og nálgast þannig
skóinn, enda sá hægri
gagnslaus án hans.
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
ÞRÍR kettlingar fást gef-
ins. Frekari upplýsingar í
síma 555 2447.
Skógarlæður
í sárri neyð
TVÆR gullfallegar skógar-
læður í sárri neyð fást gef-
ins. Um er að ræða útikisur
en þær þurfa mikla nær-
veru. Ef þú, lesandi góður,
hefur góða aðstöðu og getur
hugsað þér að taka þær að
þér hringdu þá í síma
898 8926.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
Þessi stúlka skemmti sér konunglega í sandinum í
Nauthólsvíkinni um verslunarmannahelgina síðustu.
LÁRÉTT
1 ávinnum okkur, 4 góðs
hlutar, 7 strembin, 8
greinin, 9 máttur, 11
kona,
13 baun, 14 greppatrýni,
15 haug, 17 vítt, 20
reykja, 22 um garð geng-
in, 23 hrósið,
24 hvílan, 25 ástunda.
LÓÐRÉTT
1 dáin, 2 lúkum, 3 raun, 4
auðmótuð, 5 tekur, 6 sól,
10 gaffals, 12 metingur,
13 málmur, 15 þrúgar
niður, 16 ófrægjum, 18
ósætti, 19 skjóða, 20 van-
þóknun,
21 sérhvað.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hungraður, 8 lubbi, 9 rebba, 10 gái, 11 ryðja,
13 tærir, 15 stygg, 18 saums,
21 rót, 22 ruggi, 23 aldin, 24 handsamar.
Lóðrétt: 2 umboð, 3 geiga, 4 afrit, 5 umber, 6 slör, 7
maur, 12 jag, 14 æða,
15 særð, 16 yggla, 17 grind, 18 staka, 19 undra, 20 senn.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16