Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.08.2003, Qupperneq 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2003 45 ÞRÍR landsliðsmenn í júdó taka þátt í mjög öflugu alþjóðlegu júdómóti í Braunschweig Þýska- landi í dag. Það eru þau Vern- harð Þorleifsson, Bjarni Skúlason og Gígja Guðbrandsdóttir. Að sögn Bjarna nýta margar þjóðir mótið í Þýskalandi sem undirbún- ing fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Osaka í Japan í sept- ember. Bjarni Friðriksson landsliðs- þjálfari stjórnar júdómönnunum á mótinu og þess má geta að 472 keppendur frá 29 þjóðlöndum eru skráðir til leiks. Júdómenn á ferð í ÞýskalandiALLAR vangaveltur um aðMSK Zilina, meistaralið Slóv- akíu, myndi leika heimaleik sinn gegn Chelsea í Brat- islava, en ekki í Zilina, sem er um 140 km norðaustur af Bratislava, hafa verið blásn- ar út af borðinu í Slóvakíu. Forráðamenn liðsins, sem er frá bæ rétt við landamæri Póllands, eru ákveðnir í að taka á móti stjörnuliði Chelsea heima á miðvikudag- inn kemur. Karol Belanik, fram- kvæmdastjóri liðsins, sagði að þó að vitað væri að miklu meiri peningar kæmu í kass- ann með því að mæta Chelsea á stærri velli, hugs- uðu menn frekar um árangur en peninga. Það verður því leikið á Pod Dubnom- vellinum, sem tekur aðeins 6.311 áhorfendur. „Allir stuðningsmenn okk- ar bíða spenntir eftir leikn- um gegn Chelsea. Fram und- an er söguleg stund fyrir leikmenn Zilina og fyrir allt fólkið hér í bænum. Við vit- um að stuðningsmenn okkar vilja sjá liðin eigast við á heimavelli okkar. Þeir fá það,“ sagði Belanik í viðtali á heimasíðu liðsins í Slóvakíu, þar sem viðureignin vekur mikla athygli. Eiður Smári og samherjar eiga erfitt ferðalag framundan. Aðeins 6.311 sjá Chelsea leika í Zilina TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, fagnaði tveimur nýjum miðvallarleik- mönnum sem mættu til Britannia í gær og hefur Stoke fengið sjö nýja leikmenn til liðs við sig í sumar. Hér er um að ræða Darel Russell og Keith Andrews, sem eru báðir 22 ára og fyrrverandi unglingalandsliðs- menn Englands. Stoke borgaði Norwich 125 þús. pund fyrir Russell, sem skrifaði undir þriggja ára samning en Írinn Andrews kemur í láni frá Wolves og verður í þrjá mánuði hjá Stoke í fyrstu. Báðir eru leikmennirnir tilbúnir að leika með Stoke gegn Derby í dag – á upphafs- degi 1. deildarkeppninnar 2003–2004. „Ég er mjög ánægður með að þessir tveir ungu leikmenn skuli vera komnir til okkar. Þeir styrkja hóp okkar mikið,“ sagði Pulis. Tveir nýir til Stoke FÓLK  ARSENAL hefur lánað Fulham hinn unga þýska varnarmann Moritz Volz fram að áramótum. Volz, sem var fyrirliði þýska unglingalandsliðs- ins, er 20 ára og leikur sem hægri bakvörður. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Volz er lánaður – hann lék með Wimbledon tíu leiki sl. keppn- istímabil. Hann hefur aðeins leikið einn leik fyrir Arsenal.  DANSKI markvörðurinn Thomas Sörensen er kominn til Aston Villa frá Sunderland. Kaupverðið var 2,25 millj. punda og skrifaði Sörensen undir þriggja ára samning.  ALFREÐ Gíslason stjórnaði liði sínu Magdeburg til sigurs í æfinga- leik gegn sænska liðinu Sävehof, 37:28. Stefan Kretzschmar skoraði flest mörk, eða átta, og Pólverjinn Grzegorz Tkaczyk, sem er nýliði, skoraði sjö mörk. Arftaki Ólafs Stef- ánssonar – Robert-Ioan Licu skor- aði þrjú mörk, eins og Sigfús Sig- urðsson.  DAVID Beckham lék vel og lagði upp mörk fyrir Ronaldo og Raul þegar Real Madrid lagði úrvalslið frá Hong Kong og Kína í Hong Kong í gær, 4:2. Zinedine Zidane skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu, en síðan skoraði Ronaldo tvö og Raul eitt. Spánarmeistararnir eiga nú eft- ir að leika einn leik í Taílandi áður en þeir halda heim.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen- al, verður í byrjunarliðinu sem mæt- ir Manchester United í leik um sam- félagsskjöldinn í Cardiff á morgun. Vieira hefur lítið leikið með Arsenal síðan hann meiddist í deildarleik gegn United í apríl. „Vieira er tilbú- inn,“ sagði Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal.  WENGER reiknar með að aðeins einn þeirra Thierry Henry, Sylvain Wiltord og Robert Pires leiki, þann- ig að líklegt er að Dennis Bergkamp, Kanu, Francis Jeffers eða Jeremy Aliadiere verði í fremstu línu. Mart- in Keown er meiddur og er líklegt að Kolo Toure leiki við hlið Sol Camp- bell á miðjunni í vörninni.  LEIKMENN Manchester United eru nýkomnir heim úr þreytandi ferð um Bandaríkin og Portúgal. Mikael Silvestre mun líklega leika sem mið- vörður með Rio Ferdinand, þar sem Wes Brown er meiddur. John O’S- hea fer þá að öllum líkindum í stöðu vinstri bakvarðar.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, mun láta fyrirliðann Roy Keane ráða ferðinni á miðjunni og þá fær nýliðinn Eric Djemba Djemba tækifæri til að sýna sig. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskær verður í hlutverki Davids Beckham á miðjunni.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn og markahrókurinn Ruud van Nistelrooy mun líklega ekki byrja leikinn svo að það er tækifæri fyrir Diego Forland eða David Bellion til að sýna listir sínar. LANDSLIÐSHÓPUR Íslands í alpagreinum á skíðum 2003–2004 hefur verið valinn og verður hóp- urinn við æfingar í Noregi og Svíþjóð í vetur. Áætlaður kostn- aður við æfingar landsliðsins er um níu milljónir króna. Dagný Linda Kristjánsdóttir, Akureyri, Emma Furuvik, Ár- manni, Guðrún Jóna Arinbjarn- ardóttir, Víkingi, Arna Arnars- dóttir, Akureyri, Hrefna Dagbjörnsdóttir, Akureyri, og Eva Dögg Ólafsdóttir, Akureyri, skipa kvennaliðið en karlaliðið er skipað Björgvini Björgvinssyni, Dalvík, Kristjáni Una Óskarssyni, Dalvík, Sindra Má Pálssyni, Breiðabliki, og Sveini Sigurðs- syni, Ármanni. Landsliðshópurinn Jamie Dunlop hófst strax handaí gær og hitti íslenska skíða- landsliðið í alpagreinum sem byrj- aði í þolæfingum í Reykjavík í gær. Landsliðið mun hefja skíðaæfingar í september en það er ekki vitað hvar það verður, þar sem aðstæður á jöklum í Evrópu eru ekki góðar vegna hitabylgj- unnar sem ríkir í álfunni. Í vetur heldur íslenska landsliðið til Lille- hammer í Noregi og þar mun liðið æfa við góðar aðstæður. Íslenska alpagreinanefndin hefur valið landsliðið og það er skipað 12 manns. Í Lillehammer munu landsliðs- mennirnir Sindri Pálsson og Björgvin Björvinsson búa alfarið og vera við æfingar. Margir úr landsliðinu eru í skólum í Noregi og því hentar Lillehammer mjög vel fyrir íslenska landsliðsfólkið. „Margir ungir og efnilegir skíðamenn“ Jamie Dunlop er mjög ánægður með að vera kominn til starfa hjá Skíðasambandi Íslands og telur að framtíðin sé björt hjá íslensku skíðafólki. „Ég er mjög ánægður að vera orðinn landsliðsþjálfari Ís- lands og ég hlakka til að byrja að starfa með landsliðinu. Sú vinna hefst strax í dag þegar þolæfing- arnar hefjast. Það eru margir ung- ir og efnilegir íslenskir skíðamenn og á þessum þremur árum held ég að við getum gert margt gott. Markmið mitt er að gera íslenska landsliðið sterkt í alpagreinum en ég þekki allnokkra úr íslenska landsliðinu sem eru góðir afreks- menn,“ sagði Jamie Dunlop í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Jamie mun gera góða hluti með landsliðið Guðmundur Jakobsson, formað- ur alpagreinanefndar Íslands, er ánægður með að hafa fengið Jamie til starfa og telur hann vera hval- reka fyrir landsliðið. „Jamie hefur búið sig vel undir að taka við ís- lenska landsliðinu og hann hefur mjög góð sambönd í Evrópu sem skiptir miklu máli. Skíðasamband- ið var að leita að þjálfara sem gæti tekið að sér þetta verkefni næstu þrjú árin sem felur í sér að stefna á góðan árangur á Ólympíuleik- unum í Tórínó árið 2006. Skíðasambandið hefur skapað góða umgjörð fyrir landsliðið með því að koma landsliðinu fyrir í Lillehammer en þar eru allar að- stæður mjög góðar til æfinga. Fyr- ir áramót mun landsliðið fara til Austurríkis til að æfa og eftir ára- mót mun það fara í æfinga- og keppnisferðir. Það eru engin stór- mót í vetur og því verður hann mest notaður til mikilla æfinga. Við erum með sama undirbúning og stóru skíðaþjóðirnar nema þetta er minna í sniðum hjá okkur vegna þess að við erum fámenn þjóð,“ sagði Guðmundur í viðtali við Morgunblaðið. Ég ætla að ná góðum árangri Sindri Pálsson, landsliðsmaður í alpagreinum, er mjög spenntur fyrir að búa í Lillehammer og tel- ur að íslenska landsliðið eigi að geta náð góðum árangri á næstu árum. „Næsti vetur verður mjög spennandi og það verður gaman að taka þátt í verkefnum landsliðsins. Í október mun ég fara til Austur- ríkis í þrjár vikur í æfingaferð og stuttu eftir það held ég til Lille- hammer þar sem stífar æfingar munu halda áfram. Mér líst mjög vel á nýja þjálf- arann en þetta er í fyrsta sinn sem Skíðasambandið ræður sérþjálfara fyrir landsliðið í alpagreinum og því eru spennandi tímar framund- an. Ég ætla að ná góðum árangri á næstu tímabilum og með þessa umgjörð sem Skíðasambandið er að bjóða uppá tel ég að ég muni geta staðið mig vel.“ Aðspurður um kostnaðinn við að búa og æfa í Lillehammer sagði Sindri að vissulega væri hann mjög mikill. „Þetta er fjárhagslega mjög dýrt fyrir mig því ég þarf að langmestu leyti að standa sjálfur undir kostnaðinum. Ég vona að styrktaraðilar muni veita mér að- stoð og nú fer ég að vinna í því að reyna að afla mér styrkja hjá fyr- irtækjum á Íslandi,“ sagði Sindri. Skíðasambandið borgar þjálfara- kostnaðinn en landsliðsmennirnir þurfa sjálfir að greiða annan kostnað að langmestu leyti. Stefnan sett á góðan árangur á vetrarólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu 2006 Landsliðið verður við æfingar í Lillehammer ÞRIGGJA ára samningur Skíða- sambands Íslands við Jamie Dunlop, sem er nýráðinn lands- liðsþjálfari Íslands í alpagrein- um, var undirritaður í gær. Jamie er ástralskur og hann var aðalþjálfari ástralska landsliðs- ins í eitt ár. Hann hefur mikla reynslu sem þjálfari en hann hefur starfað í Evrópu síðustu tvo áratugi. Á síðasta tímabili var hann aðalþjálfari hollenska landsliðsins en á árunum 2000– 2002 þjálfaði hann hollenska kvennalandsliðið. Jamie og Skíðasambandið hafa sett stefnuna hátt og ætla að ná góðum árangri á Ólympíu- leikunum í Tórínó á Ítalíu árið 2006. Morgunblaðið/Jim Smart Jamie Dunlop, landsliðsþjálfari í alpagreinum á skíðum. Eftir Atla Sævarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.