Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.08.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞOTURNAR KYRRAR Í BILI Davíð Oddssyni forsætisráðherra var tjáð af þjóðaröryggisráðgjafa George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær að engin fyrirmæli væru lengur í gildi um að F-15-þotur varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli skyldu kall- aðar burt. Davíð segir að þetta sé af- ar þýðingarmikið og viðræður um varnarmál séu nú komnar í nýjan og farsælan farveg. Tafir í þyrluútköllum Mikil umferð um Flugvallarveg til ylstrandarinnar í Nauthólsvík hefur valdið töluverðum töfum fyrir þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar á leið í útköll, ekki síst á góðviðrisdögum. Þeirri beiðni þyrluáhafnarinnar hef- ur ekki verið sinnt í nokkur ár að notast við blá forgangsljós í útköll- um frá heimili að flugskýli Gæsl- unnar. Vopnasmyglari ákærður Þrír menn voru ákærðir í gær fyr- ir að hafa reynt að smygla rússn- eskum sprengiflaugum til Banda- ríkjanna í þeim tilgangi að selja þær til hryðjuverkamanna. Einn þeirra er breskur ríkisborgari af indversk- um uppruna en upp komst um hann er hann gekk í gildru FBI-manna sem þóttust vera íslamskir öfga- menn sem vildu kaupa vopn til að skjóta niður farþegaþotu. Átök milli sjíta og hersins Átök urðu á milli bandaríska hers- ins og hóps sjía-múslima í Bagdad í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem skerst í odda á milli þeirra en írask- ur drengur lést í átökunum og fjórir aðrir særðust. Viðbúnaður í miðbænum Mikill viðbúnaður er til staðar af hálfu lögreglu vegna menningar- nætur sem verður nk. laugardag. Í fyrsta sinn verður notast við nýja al- mannavarnastjórnstöð í Skógarhlíð þar sem aðgerðir lögreglu og ann- arra sem að öryggismálum menn- ingarnæturinnar koma verða sam- ræmdar. Hátíðin er sú fjölmennasta sem haldin er hér á landi. 14. ágúst 2003 SÓKNARDÖGUM fækkar úr 21 í 19 á næsta fiskveiðiári, samkvæmt reglugerð um veiðar sóknardagabáta sem sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum. Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist gera sér vonir um að hugmynd- ir um lágmarksfjölda sóknardaga verði samþykktar á Alþingi. Bátum sem reru á sóknardögum eftir 1. september árið 2002 var út- hlutað 21 sóknardegi. Ekkert þak er á afla hvers báts á ári en dögum getur fækkað eða fjölgað eftir heildarveiði hópsins á hverju ári. Fjöldi sóknar- daga fyrir hvert fiskveiðiár er fundinn út með því að reikna meðalþorskafla á hvern sóknardag fiskveiðiársins á undan og deila honum í heildarþorsk- afla bátanna. Afli sóknardagabáta hefur farið verulega fram úr þeim við- miðunarafla sem þeim er úthlutaður á undanförnum árum og hefur dögun- um því fækkað á milli fiskveiðiára. Sóknardögum getur þó ekki fækkað um meira en 25% milli fiskveiðiára. Þannig voru dagarnir 23 á fiskveiði- árinu 2000/2001, 21 fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka og verða 19 á næsta fiskveiðiári, þar sem heildarafli bátanna er orðin umtalsvert meiri en viðmiðunaraflinn sem var 1.800 tonn. Örn segir að viðræður við sjávarút- vegsráðherra um að sett verði gólf í fjölda sóknardaga hafi ekki borið ár- angur síðasta vetur. „Við bentum á að aflaaukning sóknardagabáta undan- farinna ára væri í beinum tengslum við aukið vélarafl bátanna. Við lögð- um það til að reynt yrði að koma í veg fyrir aukna sókn innan kerfisins, þannig að ef settar eru aflmeiri vélar í bátana verði menn að gjalda fyrir það með sóknardögum. Í staðinn yrði sett gólf í dagafjöldann.“ Örn segir að LS hafi farið fram á að sóknardagar hvers fiskveiðiárs verði aldrei færri en 23. Hann segir þessar hugmyndir hafa fengið jákvæðar und- irtektir meðal þingmanna og gerir sér vonir um að málið komi til kasta Al- þingis í vetur. „Heimsmet í niðurskurði“ Á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda er fjallað um fækkun sóknardaga. Þar segir m.a.: „Eftir því sem næst verður komist eru 19 leyfi- legir sóknardagar standandi heims- met hvað varðar niðurskurð í þessum efnum. Varla þarf að geta þess að þetta blasir að auki við á sama tíma og verið er að auka aflaheimildir svo um munar í nokkrum tegundum. Forysta stórútgerðarinnar hefur í langan tíma látið sem óð væri vegna afla þessara báta og jafnvel gengið svo langt að halda því fram að „umframafli“ þeirra tefði fyrir uppbyggingu þorskstofns- ins. Ítrekað hefur sú ótrúlega fullyrð- ing heyrst úr þeim herbúðum að þess- ir bátar væru í „frjálsri sókn.“ Staðreyndin er hins vegar sú að þess- ir bátar lifa við heimsmet í ófrelsi og með ólíkindum að á sama tíma og þessi staðreynd blasir við, guma stjórnvöld af því úti um allan heim hversu frábært fiskveiðistjórnunar- kerfið íslenska er.“ Sett verði gólf í fjölda sóknardaga Miklir möguleikar á samstarfi Íslands og Marokkó, rætt við sjávarútvegs- ráðherra landsins og fulltrúa Brims Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu FISKVERÐ í Frakklandi hefur ekki lækkað í sumar og svo virð- ist sem hitabylgjan í Evrópu hafi ekki haft áhrif á fiskneyslu, að mati Elísabetar Óskarsdóttur, forstöðumanns umboðssölufyrir- tækisins Latitude 66 í Boulogne sur Mer í Frakklandi. Í Verinu fyrir skömmu var haft eftir Jean-Pierre Plormel, for- stjóra samtaka fiskframleiðenda í Breton, From-Bretagne, að ástandið á markaðnum væri hrikalegt og verð hefði hríðlækk- að. Elísabet segist ekki kannast við slíkt ástand, að minnsta kosti ekki í Boulogne sur Mer en þang- að komi langstærsti hluti þess sjávarfangs sem fluttur er til Frakklands. „Hér í Boulogne sur Mer, mið- stöð fiskinnflutnings og fiskiðn- aðar í Frakklandi, er hefðbundið sumarástand á fiskmörkuðum, árstíðabundin niðursveifla í magni vegur upp á móti minni neyslu yfir sumarið.“ Elísabet segir að hitabylgjan í Evrópu að undanförnu hafi ekki haft merkjanleg áhrif á fiskverð eða framboð af fiski. Verð á karfa hafi styrkst, sérstaklega á karfa frá Íslandi sem sé venju- lega mjög góður. „Hér er mjög mikil eftirspurn eftir karfa, skila- verð á smákarfa er 1,10 til 1,40 evrur og 1,40 til 1,70 evrur á millistórum og stórum karfa. Grálúðan hefur selst á vel yfir 3 evrur og smáþorskur á 2,30 til 3,30 evrur. Þá hefur verð á blálöngu og löngu verið að styrkjast, enda hefur dregið úr veiðum hjá bæði Frökkum og Færeyingum. Hér hefur hins vegar verið mikið framboð af ufsa, verð fremur lágt og verðhækkun varla fyrir- sjáanleg fyrr en í vetrarbyrjun,“ segir Elísabet. Hefðbundið ástand í Frakklandi HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa í júlí sl. var 230.414 tonn en var 251.325 tonn í júlí 2002. Afli í mán- uðinum minnkaði því um tæplega 21.000 tonn milli ára, að því er fram kemur í tölum Fiskistofu. Heildarafli íslenskra skipa á tíma- bilinu janúar–júlí 2003 var 1.358.718 tonn en var 1.660.707 tonn á sama tíma 2002, sem þýðir að aflinn er 302 þús- und tonnum minni í ár. Munar þar mest um slakari loðnuafla. Botnfiskaflinn jókst hins vegar lítil- lega í nýliðnum júlí, var 35.644 tonn en var 34.044 tonn í júlí 2002. Þorskaflinn í júlí 2003 var aðeins 11.373 tonn og aflinn í fyrra var einnig slakur í júlí eða 12.481 tonn. Afli flestra annarra botnfisktegunda var meiri nú en í júlí 2002. Afli uppsjávartegunda var 188.062 tonn en var 210.323 tonn í júlí 2002. Munar þar um minni loðnuafla í ár. Milli júlímánaða 2002 og 2003 jókst verðmæti fiskaflans, á föstu verði árs- ins 2001, um 3,2%, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands. Fyrir tímabilið janúar–júlí dróst afla- verðmæti saman, á föstu verði árs- ins 2001, um 4,4% miðað við sama tímabil ársins 2002. Mun minni afli í júlí                         ! "" #        $    "  %   &  ' '()         PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 KRÓNAN hefur veikst undan- farna daga og spá sérfræðingar á fjármálamarkaði því að framhald verði þar á á næstunni. Hún veikt- ist um 0,7% í gær, hefur veikst um tæp 2% í þessari viku og tæp 8% frá því hún var hvað sterkust á árinu í maímánuði síðastliðnum. Óvissa um stækkun Norðuráls og tengdar virkjunarframkvæmd- ir eru að mati sérfræðinga ein helsta skýringin á meiri veikingu krónunnar en flestar áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðrar skýringar á veikingu krónunnar, sem nefndar eru, eru aukinn halli á viðskipta- jöfnuði, kaup Seðlabankans á gjaldeyri og aukið flæði fjármagns úr landinu með auknum kaupum innlendra fjárfesta á erlendum verðbréfum, slökun í peninga- málastefnunni og hugsanlegt brotthvarf varnarliðsins af Kefla- víkurflugvelli. Þessar ástæður fyr- ir veikingu krónunnar voru til að mynda nefndar í Markaðsyfirliti Greiningar Íslandsbanka fyrir ágústmánuð sem birt var í gær. Tímabundin lækkun á genginu Í Markaðsyfirliti Greiningar Ís- landsbanka var sagt að Greining ÍSB reiknaði með því að krónan mundi eiga undir högg að sækja á næstu vikum. Óvissa um stækkun Norðuráls og tengdar virkjunar- framkvæmdir sem og óvissa um veru varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, gjaldeyriskaup Seðla- banka Íslands, vaxandi halli á ut- anríkisviðskiptum og kaup innlendra aðila á erlendum verð- bréfum eru meðal þeirra þátta sem munu að mati Greiningar ÍSB grafa undan gengi krónunnar nú á haustmánuðum. Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar ÍSB segir að mikil óvissa sé um þessa spá og segir t.d. að ef endanlega verði ákveðið nú á næstu vikum að ráðast í stækkun Norðuráls á þessu ári muni það að öllum líkindum valda því að krón- an muni styrkjast en ekki veikjast á umræddu tímabili. Hann segir einnig að líkur séu frekar á því að lækkun gengis krónunnar undan- farið sé tímabundin og hið sama gildi um þá hugsanlegu lækkun sem verði nú á haustmánuðum. Í þessu sambandi vísar Ingólfur til þess að raungengi krónunnar sé fremur lágt um þessar mundir miðað við efnahagshorfur, en raungengi krónunnar lýsir sam- keppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ingólfur telur ólíklegt að hag- kerfið muni fara í gegnum kom- andi skeið stóriðjuframkvæmda án þess að raungengið standi hærra en það gerir nú og að hækk- unin muni verða fyrir tilstuðlan hækkunar á nafngengi krónunnar. Hversu mikil sú hækkun verður muni m.a. fara eftir samspili pen- ingastjórnunar Seðlabankans og hagstjórnar hins opinbera á næstu misserum. Sveiflur að aukast Í Mánaðarriti greiningardeildar Landsbankans í júlí var ekki gert ráð fyrir að krónan myndi styrkj- ast á allra næstu mánuðum en að það myndi hins vegar koma að því er líða tæki á þetta ár. Var í ritinu sérstaklega nefnt að væntanleg hækkun á stýrivöxtum Seðlabank- ans og hugsanleg aukning á fjár- festingu erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum myndu hafa áhrif til hækkunar á gengi krónunnar. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að erfitt sé að átta sig á skammtímahreyfingum í gengi krónunnar. Hún segir engan veginn víst að gengið hafi náð botni en telur að þegar líður á þetta ár muni gengið styrkjast. Hin mikla veiking krónunnar að undanförnu sé að hennar mati tímabundin. Sveiflur séu almennt að aukast á þessum markaði, bæði vegna þess að markaðurinn sé opnari auk þess sem markaðsað- ilum hafi fækkað. Það hafi sín áhrif. Frekari veiking á næstunni Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Kaupþingi Búnaðarbanka, segir að ástæðurnar fyrir veikingu krónunnar séu helstar stækkun Norðuráls, kaup Seðlabankans á gjaldeyri, versnandi vöruskipta- jöfnuður, aukin kaup innlendra fjárfesta á erlendum verðbréfum, slökun í peningamálastefnunni og hugsanlegt brotthvarf varnarliðs- ins. Á móti þessum neikvæðu áhrifum vegi þó gott þjóðhagslegt jafnvægi og aukinn trúverðugleiki peningastefnu Seðlabankans. Krónan heldur áfram að veikjast Óvissa um stækkun Norðuráls er að mati sérfræðinga ein helsta ástæða meiri veikingar krónunnar en ráð var fyrir gert. Talið er að hún styrkist aftur þegar líður á árið                                                                 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BAUGUR hefur neitað áhuga á bresku tískuversluninni New Look Group PLC, en getgátur hafa verið uppi um að kaup á 28% hlut Tom Singh stofnanda New Look væri næst á dagskrá hjá Baugi, nú þegar kaupin á Hamleys eru að nálgast lokapunkt. Talsmaður Baugs sagði í samtali við breska fjölmiðla að Baugur héldi áfram að leita að vænlegum fjárfestingar- tækifærum í Bretlandi, en New Look væri ekki þar á meðal. 11. júlí sl. tilkynnti New Look að Singh hefði skipað nefnd óháðra fjár- málaráðgjafa til að gera tillögur um ráð- stöfun eignarhlutar Singh og fjölskyldu í fyrirtækinu. Fjórða ágúst sl. tilkynnti Deutsche Bank, fyrir hönd Singh, að hafnar væru viðræður við fjármögnunaraðila sem gætu leitt til yfirtökutilboðs Singh í New Look. Yfirlýsingin olli talsverðum heilabrot- um á markaðnum, þar sem menn höfðu fyrirfram talið að Singh væri líklegri að losa sig við allan hlut sinn, en að reyna að kaupa upp fyrirtækið. Fjármálaskýrendur telja að yfirtöku- tilboð frá Singh verði gert í samvinnu við núverandi stjórnendateymi félagsins, leitt af forstjóranum Stephen Sunnucks. Skýrendur telja að New Look verði keypt fyrir 320-350 pens ef af verður, eða 640-700 milljón sterlingspund, að því gefnu að aðrir tilboðsgjafar komi ekki til sögunnar og tilboðsstríð hefjist. New Look rekur 500 tískuvöruversl- anir fyrir konur í Bretlandi auk þess sem félagið hefur þegar opnað verslanir í Frakklandi undir nafninu NewMim. Gengi félagsins lækkaði á markaði í gær og endaði í 310 pensum á hvern hlut. B R E T L A N D Baugur vill ekki New Look Stofnandinn í yfirtökuhugleið- ingum þvert á spár manna S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Samið um niðurgreiðslur Styrkir til landbúnaðar verða ræddir í Cancun 8 Rakvélastríð Gillette telur Energizer brjóta á einkaleyfi sínu 8 BREYTINGAR Í FARVATNINU Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Erlent 12/17 Umræðan 32 Höfuðborgin 18 Minningar 33/35 Akureyri 20 Kirkjustarf 35 Suðurnes 21 Bréf 36 Austurland 22 Dagbók 38/39 Landið 23 Íþróttir 40/43 Neytendur 24 Fólk 44/49 Listir 25/32 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Þjónusta 29 Veður 51 * * * DECODE, móðurfélag íslenskrar erfðagreining- ar, tapaði 23,3 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum ársins, eða tæpum 1,9 milljörðum ís- lenskra króna. Á sama tímabili í fyrra nam tapið 35,9 milljónum Bandaríkjadala og hefur því minnkað um 35% milli ára. Handbært fé félagsins nemur í lok tímabilsins 76,6 milljónum dollara, eða rúmum sex milljörðum króna, 2,6 milljónum dollara minna en við lok fyrsta ársfjórðungs og 16,4 milljónum dollara minna en við síðustu áramót. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru tekjur 22,4 milljónir dollara og jukust um 7,7 milljónir miðað við saman tímabil í fyrra þegar tekjur námu 14,7 milljónum dollara. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi námu 10,5 milljónum dollara samanborið við 9,4 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Tap af rekstri á öðrum ársfjórðungi minnkaði um 48% miðað við sama tímabil í fyrra, úr 19,7 milljónum Bandaríkjadala í 10,2 milljónir. Í tilkynningu félagsins segir að vöxtur í tekjum endurspegli árangur deCODE í vöruþróun og þjónustu, auk þess sem inni í þessari tölu um tekjur séu tekjur af nýjum samstarfssamningum félagsins. „Á öðrum ársfjórðungi höfum við haldið áfram að ná miklum árangri í þróunarverkefnum okkar á sviði lyfja og greiningar og á sama tíma færst nær því skammtímamarkmiði okkar að láta tekjur standa undir rekstri. Niðurstaðan fyrir annan árs- fjórðung sýnir að við erum á réttri leið í átt að því að standast okkar fjárhagslegu markmið fyrir árið og, trúi ég, undirstrikar ætlun okkar að standa við langtímamarkmið okkar,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri deCODE í tilkynningunni. „Við einbeitum okkur nú að því að stækka tekju- grunn fyrirtækisins og spara handbært fé okkar á sama tíma og við ætlum að hraða áætlunum okkar á meginsviðum starfseminnar, í sjúkdómsgrein- ingum og lyfjauppgötvunum,“ sagði Kári enn- fremur í tilkynningunni. deCODE tapar 1,9 millj- örðum fyrri hluta árs 35% minna tap hjá fyrir- tækinu en í fyrra Í FYRRAKVÖLD var haldinn fund- ur með um 50 íslenskum starfsmönn- um Impregilo við Kárahnjúkavirkj- un, vegna kvartana yfir aðbúnaði og launamálum sem þeir segja í ólestri. Íslendingarnir sætta sig ekki lengur við launaafgreiðslu fyrirtæk- isins og segja að verið sé að bola þeim úr vinnu til að hægt sé að ráða ódýrari erlendan vinnukraft á svæð- ið. Þá hafa ekki verið efnd loforð um að útvega túlka vegna samskipta við þá erlendu verkamenn sem tala litla eða enga ensku, hreint drykkjarvatn hefur verið af skornum skammti og í gærmorgun gerðist það að ekki var til nægur matur ofan í mannskapinn. Impregilo hefur haft sumarið til að ganga frá lausum endum í launa- og aðstöðumálum, en þrátt fyrir gef- in loforð um úrbætur hafa þau ekki verið efnd nema að litlu leyti. Vilja átak í aðbúnaðarmálum Oddur Friðriksson yfirtrúnaðar- maður segir mennina mjög óánægða. „Þetta eru mál sem sam- ráðsnefnd hefur tekið upp og málið er komið á það stig að við erum að gefa Impregilo lokafrest,“ segir Oddur. Niðurstaða fundarins í fyrra- kvöld var svohljóðandi ályktun: „Fundurinn krefst þess að gert verði átak í aðbúnaðarmálum og farið að fullu eftir virkjanasamningi. Skorað er á viðkomandi stofnanir að beita ýtrustu úrræðum ef ekki verður far- ið eftir samningum.“ Launamál Íslendinganna eru í ólestri, að þeirra mati. Einkum vegna þess að fáir menn eru komnir inn á vaktir og tapa starfsmennirnir þannig þeim álögum sem þeim var lofað og fá þar af leiðandi lægri laun en efni stóðu til. Þá hafa fram- kvæmdir við vinnubúðir gengið mun hægar en reiknað var með og alltof mikill mannskapur í þeirri aðstöðu sem þegar er fyrir hendi. Helga Hreinsdóttir hjá Heilbrigð- iseftirliti Austurlands segir að gefið hafi verið bráðabirgðaleyfi fyrir að herbergi væru tvímönnuð, en ljóst sé að fleiri séu settir í herbergi. Leyfin séu því ekki virt. Hvað neysluvatns- mál varðar segir hún ástand vatns að flestu leyti ágætt og gaumgæfilega fylgst með því. Í gær var verkfundur hjá Lands- virkjun þar sem rædd var gerð tíma- plans fyrir úrbætur, einkum á starfs- mannaaðstöðu Impregilo við Kárahnjúka. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, talsmaður þeirra verkalýðsfélaga sem hlut eiga að máli gagnvart Impregilo, segist vonast til að strax eftir helgi fari menn að sjá tímaplan yfir það hvernig úr málum verði leyst. Um fimmtíu íslenskir starfsmenn Impregilo voru á fundinum og var fyrirtækinu gefinn frestur til úrbóta fram yfir samráðsfundinn sem hald- inn verður á fimmtudag í næstu viku. Íslenskir starfs- menn Impregilo krefjast úrbóta Impregilo fær frest fram í næstu viku Kárahnjúkavirkjun. Morgunblaðið. TÓLF af reyndustu fall- hlífarstökkvurum lands- ins æfa þessa dagana stíft fyrir flókið sýning- aratriði á Flughátíð Ice- landair og Flugfélags Ís- lands á Reykjavíkurflug- velli hinn 16. ágúst, á menningarnótt. Dagskráin stendur frá um klukkan þrjú síðdeg- is fram til klukkan átta. Glæsilegt stökk fyr- irhugað Að sögn Þórjóns Pét- urssonar hjá Fallhlífa- klúbbi Reykjavíkur munu fallhlífarstökkv- ararnir mynda stóra stjörnu á himni. „Við verðum svo með um 20 reyksprengjur festar við líkamann. Síðan mun Íslandsmethafinn í vængjaflugi elta flugvél- ina og mæta stjörnunni í um átta þúsund feta hæð,“ sagði Þórjón. Þá verða stökkvararnir á um 200 km hraða á klukkustund. „Ég full- yrði að þetta stökk verð- ur með því glæsilegasta sem stökkvarar Fall- hlífaklúbbs Reykjavíkur hafa framkvæmt, og ef- laust bið á að annað eins verði endurtekið,“ bætti Þórjón við. Við lendingu munu kapparnir halda á fánum, sem gera mun atriðið enn til- komumeira. Áætlað er að stokkið verði um fimmleytið á laugardag- inn. Flughátíðin er haldin til að fagna 30 ára afmæli Flugleiða, 60 ára afmæli Þristsins og 100 ára afmæli flugsins. Samhliða glæsi- legum flugsýningum munu gestir geta skoðað 20 merkar flugvélar fyrir framan flugskýli 4 og reynt fyrir sér í flugskutlukasti. Sextíu flugmiðar og hundrað aukavinn- ingar eru í vinningspotti skutlu- kastsins. Fallhlífarstökkvarar sýna á Flughátíð Morgunblaðið/Jim Smart Allir klárir að leggja í’ann upp í háloftin til að stökkva út í óvissuna. Mynda stjörnu í háloftunum Niðurleiðin í fallhlífinni tekur skamman tíma en er þeim mun skemmtilegri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.