Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 20
AKUREYRI
20 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ er sem betur fer ekki mjög algengt að
knattspyrnudómararar meiðist en Bragi Berg-
mann á Akureyri, einn fjögurra íslenskra
milliríkjadómara, hefur ekki getað dæmt síð-
ustu fimm vikur vegna brjóskloss í hálsi. Seg-
ist hann að vonum afar vonsvikinn – ekki síst
vegna þess að yfirstandandi ár er hans síðasta
sem milliríkjadómara.
„Ég er búinn að eiga í þessum meiðslum í
fimm vikur; er með brjósklos í hálsi, milli
sjötta og sjöunda hálsliðar. Taug út í vinstri
handlegg er klemmd og vinstri vísifingurinn
er til dæmis alveg dofinn. Ef ég hreyfi mig er
eins og ég fái rafstuð í handlegginn. Hann
dofnar upp,“ segir dómarinn.
Bragi rekur fyrirtækið Fremri kynningar-
þjónustu á Akureyri. Hann vinnur mikið við
skriftir á tölvu og segist, eins og fleiri sem
sinni ámóta störfum, vera stífur í baki, öxlum
og hálsi og því veill fyrir. Svo þegar hann fór
að bera þunga kassa í vinnunni og „dunda í
garðinum eins og maður gerir gjarnan á
sumrin“, dundi ógæfan yfir.
Bragi segist hafa verið í mjög markvissri
meðferð en meiðslin séu þess eðlis að þau geti
gengið til baka af sjálfu sér „ef maður hegðar
sér alveg rétt; hreyfir sig rétt. Vissa hluti má
ég ekki gera; ég má helst ekki beygja höfuðið
fram eða til hliðar. Ég get það, en ef ég set
hökuna niður í bringu er ég í raun að opna
sárið.“
Hann segir brjósk langan tíma að gróa; „það
er reyndar mismunandi eftir einstaklingum,
getur tekið frá nokkrum vikum upp í marga
mánuði. Í versta falli, ef þetta lagast ekki af
sjálfu sér, þyrfti ég í aðgerð en ég fer ekki í
hana fyrr en í lengstu lög vegna þess að hún
er áhættusöm.“
Bragi segist vonast til þess að geta dæmt
meira í sumar. „Ég er enn þá að gæla við að
geta komist af stað um eða upp úr næstu mán-
aðamótum þannig að ég nái í endann á keppn-
istímabilinu; geti dæmt í síðustu tveimur um-
ferðum Íslandsmótsins eða svo. Og ef ég
kemst aftur af stað fæ ég vonandi leik eða
leiki erlendis í haust; það væri gaman að fá
kveðjuleik sem FIFA-dómari erlendis.“
Bragi átti að dæma leik einhvers staðar úti í
Evrópu snemma í september – viðureign
landsliða 21 árs og yngri, en hann veit ekki
hvaða þjóðir þar áttu í hlut og vildi ekki vita
það. KSÍ tilkynnti auðvitað að hann kæmist
ekki vegna meiðsla.
„Ég er búinn að dæma tvo leiki erlendis í ár
og fullt af leikjum hérna heima, en aðeins þrjá
í Landsbankadeildinni. Hef því misst af mörg-
um, bæði í efstu deild og 1. deild, vegna
meiðslanna og það er gríðarlega svekkjandi.“
Þrátt fyrir meiðslin reynir Bragi að halda
sér í æfingu. Fer ferða sinna á reiðhjóli og æf-
ir einnig á þrekhjóli. „Mönnum kann að finn-
ast það mótsagnakennt að maður með brjósk-
los í hálsi sé á hjóli en það er í lagi ef ég passa
mig. Ég þarf reyndar að passa mig við margt,
t.d. þegar ég geng fram af gangstétt eða fer
yfir hraðahindrun, hvort sem er á hjóli eða í
bíl; að fá ekki hnykk á höfuðið.
Bragi verður 45 ára í haust og í árslok
hverfur hann af FIFA-listanum svokallaða,
lista yfir alþjóðlega knattspyrnudómara.
„Þetta eru aldursmörkin; það er alveg sama
hvort það er Bragi Bergmann eða Collina
[hinn ítalski], menn verða að hætta um ára-
mótin eftir að þeir verða 45 ára,“ sagði Bragi
við Morgunblaðið.
Dómarar mega aftur á móti dæma leiki hér
heima til fimmtugs og Bragi stefnir að því að
halda áfram fimm ár til viðbótar. Hann dæmir
fyrir Árroðann í Eyjafjarðarsveit og er stoltur
af því. „Þótt Árroðinn sé hættur að senda lið
til keppni dæmi ég enn fyrir félagið. Það er
miklu flottara en að segjast dæma fyrir Fram
eða KR, þegar ég fer til útlanda, að geta sagst
dæma fyrir „Early Sunrise United“!
Bragi hefur starfað sem dómari í nærri 30
ár; dók dómaraprófið aðeins 15 ára og segist
hafa verið mjög heppinn alla tíð. „Ég hef nán-
ast alveg sloppið við meiðsli og þó ég vildi
auðvitað helst vera laus við þessi get ég alls
ekki kvartað.“
Bragi Bergmann vonast til að ljúka ferlinum sem milliríkjadómari erlendis
Ekki dæmt í fimm vikur
vegna brjóskloss í hálsi
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bragi Bergmann, alþjóðadómari í knattspyrnu.
Hann er með brjósklos í hálsi og hefur því ekk-
ert getað dæmt síðustu fimm vikur.
Í kvöld kl. 20 standa Ferðamála-
setur Íslands og Minjasafnið á Ak-
ureyri fyrir kvöldferð með leiðsögn
um uppgraftarsvæðið á Gásum,
verslunarstaðnum frá miðöldum.
Þátttakendur í ferðinni munu fræð-
ast um sögu staðarins, fornleifa-
rannsóknirnar og gróðurfar svæð-
isins. Þátttökugjald er 300 krónur.
Farið verður af stað frá bílastæðinu
við Gáseyrina.
Heitur fimmtudagur í Deiglunni. Í
kvöld kl. 21.30 leikur
Kvartett Kára, sem er nú er á stuttri
tónleikaferð um Norðurland, en
hann er skipaður þeim Sigurði
Flosasyni á saxófón, Andrési Þór
Gunnlaugssyni á gítar, Þorgrími
Jónssyni á kontrabassa og Kára
Árnasyni á trommur.
Efnisskráin samanstendur af sí-
grænum djassperlum sem flestir
ættu að kannast við. Miðar seldir við
innganginn á 800 kr.
Aukakvöldsýning á einleiknum
„Ellý, alltaf góð“ eftir Þorvald Þor-
steinsson í flutningi Ævars Þórs
Benediktssonar verður haldin í
kvöld kl. 21. Sýningin er haldin í
Litla-Garði, gegnt flugvellinum.
Miðaverð er 900 kr. og eru súpa og
brauð frá veitingastaðnum Friðriki
V. innifalin í verði. Athygli skal vak-
in á því að þetta er síðasta sýningin
sem haldin verður á Akureyri, því nú
fer Hádegisleikhúsið ásamt Castor
Media í ferðalag suður á bóginn.
Í DAG
UM miðjan dag í gær varð það óhapp
á Eyjafjarðarbraut vestari, fyrir
neðan bæinn Teig, að tveir bílar óku
samsíða út af veginum og höfnuðu
úti í skurði. Tildrög slyssins voru þau
að Volkswagen „rúgbrauð“ sem var
á undan hægði á sér og hugðist taka
vinstri beygju. Í þann mund sem
hann tók beygjuna ætlaði fólksbíll
sem var á eftir að fara fram úr og
lentu bílarnir saman á veginum og
fóru út af.
Tvennt var í hvorum bíl, allir í ör-
yggisbelti, og sluppu allir án meiðsla
en voru þó fluttir á sjúkrahús til
skoðunar. Rúgbrauðið var ökufært,
eftir að það var dregið upp á veg, en
hinn bíllinn er trúlega ónýtur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Annar bíllin er talinn ónýtur og mesta mildi að engin slys urðu á fólki.
Tveir bílar höfnuðu í skurði
EINS og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær höfðu einhverjir
óprúttnir stolið öðru tveggja skilta
sem vara ökumenn við umferð anda-
fjölskyldna yfir Drottningarbraut á
Akureyri. Skemmst er frá því að
segja að skömmu eftir útkomu blaðs-
ins í gær barst lögreglu ábending um
hvar skiltið væri að finna. Það er nú
komið aftur í réttar hendur og verð-
ur væntanlega farið að þjóna tilgangi
sínum á nýjan leik innan skamms.
Skiltið komið
í leitirnar
30 ÁRA LÁNINNRÉTTINGAR EldaskálinnBrautarholti