Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 22
TORKENNILEGT dufl fannst á Starmýrarfjörum við Djúpavog fyrir nokkrum dögum. Andrés Skúlason á Djúpa- vogi fann duflið, myndaði það og sendi gögn til Hafrann- sóknarstofnunar, Siglinga- málastofnunar og Landhelg- isgæslunnar en enginn á þeim bæjum kannaðist við gripinn. „Duflið hefur legið í fjör- unni í allan vetur og enginn orðið var við það fyrr en nú,“ segir Andrés. „Ég var spenntur að vita hvað þetta væri, svo að við rifum duflið í sundur og þá kom í ljós kúla með sendi innan í og var hann merktur hafrannsóknadeild Háskólans í Kiel í Þýskalandi. Kom í ljós að þetta er samstarfsverkefni um ástand sjávar milli Hafrannsókna- stofnunar og Háskólans í Kiel. Þeir eru með fjögur dufl í höfunum, eitt hjá Kanaríeyjum, annað suður af Grænlandi, þriðja einhvers staðar norður í höfum og þetta átti að vera við Bretlandseyjar. Duflið hefur því rekið þaðan,“ segir Andrés. Duflið mælir ástand geymslu á Djúpavogi Andrés var beðinn um að taka duflið í sína vörslu og geyma vandlega. Aðilar frá Kílarhá- skóla er væntanlegir til landsins og munu þá hugsanlega koma til Andrésar og kíkja á duflið. „Þessi sendir fer í gegnum gervitungl og því eru engar upp- lýsingar í duflinu sjálfu,“ segir Andrés. Sendirinn mun því væntanlega kanna hitastig, strauma og ástand geymslunnar hjá Andrési á Djúpavogi á næst- unni og senda þær upplýsingar til gervihnattarins. „Ég var ein- mitt að hugsa um það þegar ég keyrði með duflið yfir á Djúpa- vog á dögunum að nú sæti mað- ur í Kiel fyrir framan tölvu og velti vöngum yfir því hvað í ósköpunum duflið væri að gera á hundrað kíló- metra hraða uppi á austanverðu Ís- landi,“ sagði Andrés að lyktum. Hafrannsóknardufl fannst á Starmýrarfjörum Kannar nú ástand geymslu á Djúpavogi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Andrés Skúlason með könnunarduflið dular- fulla sem hann fann á Starmýrarfjörum. Djúpivogur AUSTURLAND 22 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐS-, bæjar- og uppskeruhá- tíðin Ormsteiti 2003 verður sett á morgun á Egilsstöðum. Þetta er í ellefta sinn sem hátíð- in er haldin og einkennist hún af því að heimamenn galdra fram fjölbreytta og oft á tíðum óvenju- lega dagskrárliði. Hátíðin stendur frá 15. til 25. ágúst og fer fram um allt Fljótsdalshérað. Allir bæjarbúar vaktir Snemma í fyrramálið ætlar eitt- hvað á fjórða tug krakka á Egils- stöðum að fylkja liði með Lagarfljótsorminn sér til fulltingis og ganga með hljóðfæraslætti og söng á allar húsdyr bæjarins. Þannig á að vekja bæjarbúa til Ormsteitis og hvetja þá til að gera sér glaðan dag. Unnur Sveinsdóttir listamaður í Fellabæ hefur haft umsjá með Smiðju Ormsins í Fljótinu og hafa nokkrir tugir barna unnið þar ým- is og fremur hástemmd hljóðfæri úr aðskiljanlegum efnivið. Framkvæmdastjóri Ormsteitis er Lára Vilbergsdóttir listhönnuð- ur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnur Sveinsdóttir leiðir hljóðfæragerð krakka í Smiðju Ormsins í Fljótinu. Þau ætla að vekja alla bæjarbúa upp í fyrramálið með hljóðfærunum sínum. Ormsteitið að bresta á Egilsstaðir UMHVERFISRÁÐ Austur-Héraðs samþykkti á fundi sínum í gær að út- hluta fasteignafyrirtækinu Þyrp- ingu hf. 7.900 fm lóð undir versl- unar- og þjónustuhúsnæði á Egilsstöðum. Samþykktin er gerð með fyrirvara um staðfestingu bæj- arstjórnar, sem fundar í næstu viku. Um er að ræða lóðirnar Blómvang 2–4, 6–8 og 10–12 á Egilsstöðum, en þar hefur löngum verið æfingavöll- ur fyrir knattspyrnuiðkendur. Á lóðinni hyggst Þyrping reisa allt að 1.800 fm verslunar- og þjón- ustubyggingu ásamt bílastæðum. Umsækjandi reiknar með að framkvæmdum verði lokið og rekst- ur hefjist 1. maí á næsta ári. Þyrping hf. er þróunarfélag í eigu fasteignafélagsins Stoðar hf. og starfar í nánum tengslum við versl- anir Baugs. Auk Bónusverslunar- innar sem nú er rekin á Egils- stöðum, á Baugur þar Lyfju og Húsasmiðjuna. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þyrping sækir um byggingarlandið sem hér sést gegnum gröfubogann. Það stendur við þjóðveg 1 á Egilsstöðum og er 9.700 fm að stærð. Þarna er nú sparkvöllur fyrir fótboltaiðkendur. Þyrping reisir stórt þjónustu- og verslunarhús Egilsstaðir Ljósmynd/Sigmar Ingason Útimessa í Víðidal á Efrafjalli. Sr. Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað og sr. Örnólfur J. Ólafsson á Skútustöðum þjónuðu í athöfninni. Sr. Jón A. Bald- vinsson vígslubiskup Hólastiftis predikaði og sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti ávarpaði söfnuðinn og blessaði. Á SUNNUDAG var þess minnst í úti- guðsþjónustu í Valþjófsstaðar- prestakalli, að Múla- og Aust- fjarðaprófastdæmi voru færð undir Hólastifti um síðustu áramót. Þessi breyting á mörkum Hóla- stiftis og Skálholtsstiftis þykir merkilegur kirkjusögulegur atburð- ur, þar sem mörk þessara tveggja biskupsdæma hafa verið óbreytt frá upphafi, þó ekki hafi biskupar setið óslitið á Hólum og í Skálholti frá upphafi kristni á Íslandi. Mörkin að austan lágu um Biskupsháls á mót- um Þingeyjarsýslna og Norður- Múlasýslu, en færast nú suður undir mörk Suður-Múlasýslu og Austur- Skaftafellssýslu. Héraðsmenn og Mývetningar sameinast um helgihald Útimessan var haldin í Víðidal á Efrafjalli og er liður í helgihaldi Val- þjófsstaðarprestakalls. Undanfarin ár hefur verið messað undir berum himni á sunnudegi eftir verslunar- mannahelgi einhvers staðar til fjalla í prestakallinu. Að þessu sinni stóðu Valþjófsstaðarprestakall og Skútu- staðaprestakall sameiginlega að guðsþjónustunni og þjónuðu sr. Lára G. Oddsdóttir á Valþjófsstað og sr. Örnólfur J. Ólafsson á Skútustöð- um við athöfnina. Nývígður vígslu- biskup Hólastiftis Jón A. Baldvins- son predikaði og vígslubiskup Skálholtsstiftis Sigurður Sigurð- arson ávarpaði messugesti og lýsti blessun. Um 60 manns komu til athafn- arinnar í góðu veðri og var svo veitt messukaffi í skjólsælum hvammi við Víðidalsá að lokinni guðsþjónustu. Kirkju- sögulegur viðburður Valþjófsstaður UM þessar mundir standa yfir við- ræður um sölu húseignarinnar Valaskjálfar á Egilsstöðum, sem er í eigu einkahlutafélagsins Í efra. Þar er nú rekið Fosshótel Vala- skjálf auk þess sem heimavist hef- ur verið þar á vetrum fyrir nem- endur Menntaskólans á Egilsstöðum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er það Sverrir Her- mannsson, eigandi Fosshótel Barón í Reykjavík sem nú er í viðræðum við eigendur Valaskjálfar. Segist Arnór Benediktsson hjá Í efra ehf. ekkert vilja láta hafa eftir sér um þær viðræður, en hann reikni með að eitthvað gæti gerst hvað varðar sölu á Valaskjálf á næstu vikum. Hann segir fleiri aðila hafa sýnt áhuga á að kaupa Valaskjálf en vill ekki tilgreina hverjir það eru. Rekstur Fosshótels Valaskjálfar hefur gengið vel í sumar, en rekstr- arstaða mun þó vera erfið. Félagsheimili Egilsstaðabúa hef- ur verið í Valaskjálf og horfa menn til þess hvort hugsanlegir kaup- endur hafi áhuga á að reka það áfram í einhverju formi. Ekki náðist í Sverri Her- mannsson í gær. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fosshótel Valaskjálf á Egilsstöðum er nú hugsanlega til sölu. Íbúar bæj- arins velta fyrir sér framtíð félagsheimilisins sem þar er til húsa. Sala Valaskjálfar stendur fyrir dyrum Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.