Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 27
kdómamál
gi, en við
að passa
gnvart öllu
na. Þessir
ar í kring-
st að sjúk-
tæðurnar.
r að hópa
bakteríur,
tar líkur á
öllu smiti
ur í villtu
ví að leika
ga mikil-
unum.“
stærstur
di verið í
verið við
borholu-
borholusjó
Við aukið
ykist hins
Umhverf-
ins vegar
jór og því
ekkert til-
erum sem
ög strangt
afiski. All-
r er tékk-
ur er sú að
neitt sem
aneldis úr
á hverju
ður af. Ef
r um að
vern sjúk-
etta skilar
okkur örugglega miklum árangri,“
sagði Gísli
Gísli segist ekki hafa stórar
áhyggjur af umhverfismengun frá
fiskeldi, en tók jafnframt fram að
hann ætlaði ekki að taka að sér að
hvítþvo fiskeldið þegar kæmi að
umhverfismálum.
„En mér finnst umræða um
mengun frá fiskeldi byggjast að
nokkru leyti á misskilningi. Það
sem menn eru að tala um sem
mengun er fóður og saurleifar. Í
rauninni erum við bara að tala um
fosfór, natríum og fleiri efni í miklu
magni, sem eru ekkert annað en
áburður. Of mikið af áburði má
flokka sem mengun. Við getum allt
eins farið upp á land og bent ein-
hverjum bónda á að hann sé að
menga með því að bera svona mik-
inn áburð á túnin.
Þegar við erum að tala um fóðrun
í stórum firði eins og Mjóafirði þá
verðum við að hafa í huga að fjörð-
urinn tekur óhemjulega mikið við,“
sagði Gísli.
Skynsamleg nýting að nota
mjöl og lýsi í fiskafóður
Stór hluti af fiskimjöli og lýsi
sem framleitt er í heiminum er not-
aður í að framleiða fiskafóður. Jón
Reynir Magnússon, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra fiskimjöls-
framleiðenda, sagði að notkun á
mjöli og lýsi í fiskafóður færi vax-
andi. Þó væri notkunin heldur
minni nú um stundir vegna þess að
verð á eldislaxi væri lágt.
Um 45% af laxafóðri er fiskimjöl
og um 30% er lýsi. Jón Reynir sagði
að lýsið gæti orðið til þess að tak-
marka vöxt í fiskeldi. Það væru
ekki framleiddar nema 1–1,2 millj-
ónir tonna af lýsi í heiminum. Reynt
hefði verið að nota jurtaolíu, en við
það töpuðust viss gæði sem verið
væri að sækjast eftir. Lax væri
markaðssettur sem heilsuvara
vegna þess að hann innihéldi
Omega-3 fitusýrur sem finnast ekki
annars staðar en í hafinu. Þessar
fitusýrur væri ekki að finna í jurta-
olíu. Með því að nota jurtaolíu feng-
ist heldur ekki nákvæmlega sama
bragð af laxinum.
Jón Reynir sagðist vera ósam-
mála því að það væri óskynsamleg
nýting á uppsjávarfiski að bræða
hann í mjöl. „Ég held að þetta sé
mjög skynsamleg nýting. Við erum
þarna að breyta loðnu, sem er fisk-
ur sem er talsvert mikið til af og er
mjög lítið étinn, í fisk sem er há-
gæðavara. Ég get ekki séð annað
en það sé hið besta mál.
Við erum líka að nota aðrar fisk-
tegundir í mjöl eins og kolmunna.
Það er hægt að éta kolmunna, en
þetta er lítill fiskur og kostar mikið
að vinna hann þannig að hann sé
hæfur til manneldis. Ég held því að
þessi aðferð, að nota mjöl og lýsi til
að fóðra verðmætan fisk, sé skyn-
samleg.“
Jón Reynir sagðist telja að bak
við gagnrýni ýmissa umhverfissam-
taka á fiskimjölsiðnaðinn lægju þau
rök að það mætti ekki veiða loðnu
vegna þess hve hún væri mikilvæg
fæða fyrir hvali.
rulegar fjárfestingar eru í greininni
ikar ef skyn-
aðið að verki
Morgunblaðið/Hjörtur
starfsemi vorið 2001 og byrjaði að slátra eldislaxi fyrr á þessu ári.
æða til að hafa áhyggjur af mengun
rst t.d. frá laxeldi og rækjueldi. Aftur á
r minnt á að laxeldi hafi fyrst hafist af
rjum krafti á áttunda áratug síðustu
Verulegur árangur hafi náðist í því að
úr mengun á þessum árum. Í dag sendi
í Noregi frá sér aðeins um 1⁄6 af því
arefni sem greinin gerði fyrir 30 árum
fóður sem þurfi til að ala fiskinn sé í
lmingur af því fóðri sem notað var þeg-
ldi var að hefjast.
Economist segir að í mörgum þróunar-
um sé fiskeldi stundað án þess að nokkr-
ur sé til um starfsemi greinarinnar. Það
m atvinnugreinin hafi haft í för með sér
verfinu í löndum eins og Taílandi og
m verði þó að setja í samhengi. Rækju-
essum löndum hafi leitt til þess að mikið
aviði hafi verið eytt, en það hafi haft
áhrif á villtan fisk í þessum löndum. Það
vegar staðreynd, sem sé ekki mörgum
að fiskeldið sé aðeins ábyrgt fyrir um
þeim fenjaviði sem hafi verið eytt í
þessum löndum. Stærstum hluta hafi verið
eytt í þágu hrísgrjónaræktar, túnræktar, út-
þenslu þéttbýlis, orkuöflunar og ferðaþjón-
ustu. Leiðarahöfundur segir að færa megi fyr-
ir því rök að rækjueldi hafi í för með sér betri
nýtingu á landi en ýmis önnur notkun á því.
Í leiðaranum er vitnað í Daniel Pauly, fiski-
fræðing við Háskólann í British Columbia, en
hann talar um að það séu góðar og vondar
hliðar á fiskeldi. Hann telur að fiskeldi, sem
byggist á eldi fiska sem eru plöntuætur, sé
gott, en er gagnrýninn á fiskeldi sem byggist á
því að ala fisk á fóðri sem unnið er úr fiski sem
veiddur er í sjónum.
„Fiskeldi gefur fyrirheit um að innan
þriggja áratuga geti það annað eftirspurn
heimsins eftir sjávarfangi. Á sama tíma getur
það hjálpað við að minnka fátækt og matar-
skort í sumum af fátækustu löndum heims. Og
ef vel tekst til gæti fiskeldi hjálpað til við að
bjarga fiskistofnum fyrir komandi kynslóðir.
Þetta er því án efa eitthvað sem ber að hlúa
að,“ segir The Economist að lokum.
ða heiminn
ALEXANDER Hamilt-on, mikilsvirtur höf-undur margra af hin-um svonefndu
Federalist Papers, greina þar
sem leidd voru rök að því að lög-
festa bæri stjórnarskrá fyrir
Bandaríkin, var ekki í neinum
vafa um hlutfallslegt vægi öfl-
ugustu valdþáttanna þriggja í
stjórnarfarinu. Í Federalist-
grein nr. 78 skrifaði hann að
framkvæmdavaldið stýrði
„mætti sverðsins“ og væri þann-
ig sá aðili sem tæki ákvörðun um
lögmætt ofbeldi. Löggjafarsam-
kundan stýrir „mætti pyngjunn-
ar“ og setur þess vegna allar
reglurnar. En dómsvaldið „hefur
hvorki áhrif á sverðið eða pyngj-
una“ það hefur hvorki til að bera
„afl né vilja, kveður aðeins upp
dóma“ sem veldur því að það er
„tvímælalaust veikast af vald-
þáttunum þremur“.
Hamilton mælti í framhaldinu
með því að dómarar væru sjálf-
stæðir, vildi þannig styrkja
stöðu þeirra og enginn efast um
réttmæti þeirrar skoðunar. En
þar fyrir utan á maður sem fylg-
ist með stjórnmálum okkar tíma
erfitt með að kannast við þá
mynd sem þessi mikli, banda-
ríski fræðimaður á sviði stjórn-
skipunar dró upp.
Valdið til að skipa fulltrúa í
hæstarétt skiptir bandaríska
forseta afar miklu vegna þess að
hæstiréttur hefur vald til að
marka stefnuna á mikilvægum
sviðum, eins og í málum sem
varða jafnrétti kynþáttanna.
Þeir sem verða undir í atkvæða-
greiðslum á þýska þinginu um
umdeild mál skjóta þeim oft til
stjórnskipunarréttarins.
Á Ítalíu og Spáni virðast dóm-
arar (í báðum ríkjunum rann-
sóknardómarar) hafa meiri áhrif
á stjórnmálaumræðurnar en
reyndin er um samskipti stjórn-
ar og stjórnarandstöðu. Jafnvel í
Bretlandi, þar sem fullveldi
þingsins var þar til fyrir
skemmstu heilagt og skilin milli
valdþáttanna vanþróuð, verður
nú stofnsettur hæstiréttur sem á
að fara vandlega yfir pólitískar
ákvarðanir með tilliti til ákvæða
í mannréttindasáttmála Evrópu.
Hver var aðdragandi þess að
þriðji valdþátturinn er ekki leng-
ur tvímælalaust „veikastur“
núna? Er þetta rétt?
Sé málið skoðað af sjónarhóli
tæknilegrar nálgunar er ein
ástæðan fyrir breytingunni
sennilega flækjurnar í reglu-
gerðafargani nútímasamfélaga.
Dómarar eru sérfræðingar í
flækjum en sama er hvorki hægt
að segja um þingmenn né jafn-
vel liðsmenn framkvæmdavalds-
ins.
En þar að auki er grundvöllur
áhrifa dómsvaldsins einmitt áð-
urnefnd sjálfstæðis-forsenda
sem Hamilton taldi skipta sköp-
um fyrir stöðu þess. Ríkjandi er
sterk og ef til vill vaxandi ósk
um „óháð“ sjónarmið í stað þess
sem nú er borið á borð í stjórn-
málaátökum þar sem hlutdrægn-
in og þrætugirnin ráða alltaf
ferðinni.
Almenningur tengir með óljós-
um hætti sjálfstæði við sannleika
og flokkshollustu við lygar eða
amk. skort á trúverðugleika. Af
þessu leiðir að lítið er um mót-
mæli ef dómari er beðinn um að
stjórna sjálfstæðri rannsókn,
jafnvel á málefnum eins og for-
sendunum fyrir Íraksstríðinu.
Hlustað er á dómstólana í lýð-
ræðisríkjum og þeim er hlýtt,
enda þótt úrskurðir þeirra hafi
áhrif á upprunalegt vald þings-
ins yfir fjármálunum, eins og
gerðist nýlega í Þýskalandi þeg-
ar fjallað var um lífeyrisréttindi
ákveðinna samfélagshópa.
Ljóst er að stjórnmálamönn-
um mislíkar þessi valdatilfærsla
í áttina að dómsvaldinu. Hafi
þessi staða áhrif á persónuleg
mál þeirra, eins og í tilfelli
ítalska forsætisráðherrans Silv-
ios Berlusconis, ráðast þeir ekki
beinlínis á dómsvaldið og áhrif
þess heldur heldur efast þeir um
að dómarinn sé óháður. Því er
ekki að neita að æviráðning og
viðunandi laun, atriði sem Ham-
ilton lagði mesta áherslu á,
nægja ekki lengur til að tryggja
sjálfstæði dómaranna. Fjölmargt
í nútímasamfélagi getur haft
áhrif á þá sem virðast njóta
sjálfstæðis og ekki auðvelt að
takmarka þau áhrif.
En deilurnar um hugsanlega
hlutdrægni ítalskra, spænskra
eða belgískra dómara í mjög við-
kvæmum málum leiða athyglina
frá mikilvægri grundvallar-
spurningu um það hvort vald
dómarans hafi aukist um of. Er
hægt að rökstyðja að pendúllinn
eigi að sveiflast aftur til vald-
þáttanna sem stjórnmálamenn
hafa meiri tök á, ekki síst þings-
ins? Ég held að slík breyting sé
nauðsynleg. Stjórnmál fjalla í
sjálfu sér um átök sem reglur
lýðræðislegrar stjórnarskrár sjá
um að hafa hemil á. Stjórnmál
fjalla líka um að læra af mistök-
unum. Ákvarðanir á vettvangi
stjórnmálanna eru aldrei einhver
endanlegur sannleikur eða menn
ættu amk. ekki að halda að þær
séu það. Þær eru í eðli sínu
tímabundnar tilraunir sem gerð-
ar eru til að leysa viðfangsefni
og ættu að fá að renna sitt skeið
til enda séu þær byggðar á sam-
ráði meirihluta kjörinna fulltrúa.
Við getum jafnvel fært að því
rök að sjálft stjórnmálaferlið sé
farið að draga of mikið dám af
starfsháttum lögfræðinnar.
Þingnefndir sem njóta aðstoðar
lagasérfræðinga reyna um of að
finna lausn sem dugar til eilífðar
og gleyma því sem upprunalega
var markmiðið með því sem þeir
eru að gera. Það er því hægt að
mæla með því að menn hverfi
aftur til grundvallarstaðreynda
stjórnmálanna.
Þetta skiptir máli í umræðum
sem nú fara fram um endurbæt-
ur í mörgum lýðræðisríkjum.
Hægt er að færa rök fyrir því að
því öflugra sem dómsvaldið er í
tilteknu landi þeim mun hægar
gangi að koma á umbótum.
Hægagangur af þessu tagi
leiðir á endanum til ósigurs
vegna þess að þá lenda menn í
sjálfheldu þar sem eina lausnin
er að grípa til róttækra ráðstaf-
ana. Ef stjórnmálamenn væru
sjálfsöruggari og gerðu minna af
því að treysta á þriðja valdþátt-
inn sem Hamilton ræddi um
myndi það gera samfélagið
sveigjanlegra. Svo gæti jafnvel
farið að trúin á að dómarar séu
óháðir eflist. Við þurfum mjög á
dómurunum að halda sem síð-
asta haldreipinu þegar réttind-
um einstaklingsins er ógnað – og
þá um leið sjálfu réttarríkinu.
Öld dómarans
upp runnin
©Project Syndicate
Reuters
Fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, leggur fram fjárlaga-
frumvarp. Dómstólar eru í vaxandi mæli farnir að hafa áhrif á póli-
tískar ákvarðanir í lýðræðisríkjum, jafnvel meðferð fjármuna.
Höfundur á sæti í bresku lávarða-
deildinni, hefur ritað fjölda bóka
og gegnt embætti rektors við
London School of Economics.
’ Ríkjandi ersterk og ef til vill
vaxandi ósk um
„óháð“ sjónarmið í
stað þess sem nú
er borið á borð í
stjórnmálaátökum
þar sem hlut-
drægnin og þrætu-
girnin ráða alltaf
ferðinni. ‘
Eftir Ralf
Dahrendorf