Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 14.08.2003, Síða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Elín SigurrósKjartansdóttir fæddist í Reykjavík 9. apríl 1922. Hún lést á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins 3. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennar voru Kjartan Eyj- ólfsson, f. 29. sept- ember 1888 í Björn- skoti í V-Eyjafjallahreppi, d. 2. mars. 1977, og Sólborg Jónsdóttir, f. 18. júlí 1890 í Hey- nesi í Innri-Akranes- hreppi, d. 14. september 1980. Elín var einkabarn foreldra sinna. Hinn 18. desember 1943 giftist Elín Óskari L. Ágústssyni, f. 20.12. 1920, en foreldrar hans voru Ágúst L. Lárusson, f. 7. febrúar 1888, d. 14. desember 1941, og Ágústína Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 26. nóvember 1884, d. 10. október 1949. Börn Elínar og Óskars eru: 1) Auður L., gift Sigurði Ólafssyni. Börn þeirra eru Elín Ósk, gift Ragnari Gunn- laugssyni, og Ólafur Örn. 2) Eygló, gift Ingvari Sveinbjörns- syni. Börn þeirra eru a) Óskar Örn, sambýliskona Guð- rún Karlsdóttir og er barn þeirra Eygló Kristín, b) Kjartan, sambýlis- kona Sólveig Stef- ánsdóttir, c) Ágúst, d) Sólborg Erla, e) Skúli. 3) Erla Sól- veig, gift Þorsteini Jónssyni. Börn þeirra eru Elísa- bet Rún og Elín Edda. Elín lauk prófi frá Verslunar- skóla Íslands 1939 og hóf síðan störf hjá Stefáni Thorarensen lyfsala og starfaði þar til 1943, er hún helgaði sig húsmóðurstörf- um. 1968 hóf hún störf á skrif- stofu Ríkisspítalanna og lét af störfum fyrir aldurs sakir 1994. Elín verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Það er ekki létt verk að setjast niður og skrifa minningargrein um tengdamóður mína, Elínu Kjart- ansdóttur. Dauðinn er eitthvað sem við öll fáum að reyna og þó svo sé fara naprir vindar um hugann er andlát ber að höndum, jafnvel þótt dauð- inn komi sem líknandi hönd og hvíld frá líkamlegum þjáningum svo sem var er Elín kvaddi þessa jarðvist. Það eru nú tvö ár síðan Elín veiktist og hafði fyrir þann tíma aldrei kennt sér neins alvarlegs meins eða legið á sjúkrahúsum. Fjölskyldu Elínar var mjög brugð- ið enda ljóst að brugðið gat til beggja vona um framhaldið. Síð- astliðið vor var orðið ljóst að hverju drægi og hrakaði heilsu hennar síðustu mánuðina. Elín kvaddi á heimili sínu að kvöldi sunnudagsins 3. ágúst og hlaut hægt og hljótt andlát en það var eins og birtu brygði og síðan færðist ró yfir andlit hennar. Það eru nú rúm 30 ár síðan fundum okkar bar saman, eða eins og ég orðaði það þá, hætti mér í ljónagryfjuna. Ekki fór það nú svo sem þau orð lýsa því aldrei bar skugga á í okkar samskiptum þrátt fyrir nær daglegt samneyti og um margt ólíkt skaplyndi. Elín var einbirni og eflaust hef- ur skaphöfn hennar að einhverju leyti borið þess merki, enda lærð- ist fljótt að ráðlegra var að and- mæla ekki um of skoðunum henn- ar á málefnum líðandi stundar. Það var reyndar ekki erfitt þar sem undir niðri skynjaði maður einstaka góðvild og vilja til að færa til betri vegar, þrátt fyrir nokkuð ákveðnar skoðanir. Gefandi er e.t.v. orð sem fær lýst návist og atferli Elínar, en hún var nótt sem nýtan dag boðin og búin til aðstoðar í öllum málum. Þau eru ekki mörg laugardags- kvöldin sem ég hef misst úr í boði hennar í mat og drykk fyrr en undir það síðasta, en þeirra sam- verustunda er sárt saknað. Ekki vegna matarins, sem reyndar var ljúffengur, heldur vegna hlýrra og ánægjuríkra stunda. Stundir sem ekki koma aftur og minna nú óþyrmilega á hverfulleik lífsins. Unubær við rætur Úlfarsfells kemur og í hugann á þessari kveðjustund, en þar höfðu Elín og Óskar breytt örfoka mel í gróð- urvin. Þar dvöldum við hjónin ásamt börnum okkar og Elínu og Óskari löngum stundum. Þar voru börnin að leik og lærðu til garð- yrkjustarfa og við Elín náðum vel saman um nauðsyn þess að reyta kartöflugarðinn. Að hausti var El- ín kappsöm við kartöfluupptökuna og varð alltaf að stinga eitthvað upp sjálf, síðast á liðnu hausti. Nú líður senn að því að þessi unaðs- reitur, sem Elínu var afar kær, fari undir götur og byggingar, og er það vel að hún lifði ekki þá stund, fyrst henni varð ekki auðið lengri lífdaga. Það er ekki með öllu ljóst hvað skáldið átti við með orðunum „að skiljast við ævinnar æðsta verk í annars hönd, þar er dauðasökin“. Ef þessi fleygu orð eiga við skyld- ur gagnvart sínum nánustu er ljóst að Elín hefur ekki unnið til þess- ara dapurlegu orða, þar sem lífs- hlaup hennar einkenndist af rækt- arsemi við eiginmann, börn og barnabörn. Þau orð sem svo oft heyrast nú á vorum dögum; „að gera eitthvað fyrir sjálfan sig“ voru ekki til í hennar huga og at- höfnum. Það hæfir vart í þessu sambandi að tala um fullkomið for- eldri og fyrirmynd, en ég leyfi mér þó að láta þau um munn fara nú þegar ég kveð Elínu með þessum fátæklegu orðum, en því var ekki í orð komið sem fegurra var. Ingvar Sveinbjörnsson. Þegar ég sá Elínu tengdamóður mína fyrst hafði ég ráðið mig í vinnu á skrifstofu ríkisspítalanna, en þar starfaði hún sem bókari. Ég kom beint úr skóla og var hálf- grænn í skrifstofustörfum, og í þessari raunverulegu debet- og kreditveröld sem ég var kominn inn í, var gott að leita til þessarar konu, sem virtist vita alla skapaða hluti um bókhaldsfærslur. Mig grunaði ekki þá að hún ætti nokkr- um árum síðar eftir að verða tengdamóðir mín. Margs er að minnast frá 32 ár- um. Að fara til tengdamömmu eða ömmu í kvöldverðarboðið á laug- ardagskvöldum á veturna, sem varð eins konar fastur liður í til- verunni. Aðfangadagskvöldin og gamlárskvöldin öll, páskadags- morgnarnir, þar sem smáatriði eins og að snæða bita af epli áður en nokkurs annars var neytt, til að tryggja góða heilsu, varð smám saman að ljúfri skyldu. Elín var skarpgreind kona, ákveðin, gjaf- mild og mátti ekkert aumt sjá. Hún var fyrir útivist, og hafði ánægju af því að ferðast um land- ið, enn fremur hafði hún yndi af ræktun og þau tengdaforeldrar mínir ræktuðu saman ljúfan reit sem þau nefndu Unubæ eða kof- ann, og vottar vel um hvað hægt er að gera í ræktun ef vilji er fyrir hendi, þótt landið sé erfitt til ræktunar. Kæra tengdamóðir, ég kveð þig nú og þakka þér fyrir árin sem ég fékk að njóta kynna við þig. Sigurður. ELÍN KJARTANSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG B. GUÐMUNDSDÓTTIR VIKAR, Bugðulæk 10, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 7. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Þórhildur Lilja Þorkelsdóttir, Jón Gunnar Þorkelsson, Sigrún Haraldsdóttir, Herdís Þorkelsdóttir, Einar Einarsson, Ágústa Þorkelsdóttir, Ólafur H. Óskarsson, Páll Þorkelsson, Lilja Þorkelsdóttir, Garpur Dagsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSTEINS GUÐMUNDSSONAR, Birkigrund 32, Selfossi. Oddný Þorkelsdóttir, Margrét Sigursteinsdóttir, Sumarliði Guðbjartsson, Katrín Sigursteinsdóttir, Kristinn Bergsson, barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, OLGA ÓLADÓTTIR, Suðurgötu 7, lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Tinna Kr. Gunnarsdóttir, Bjarni Þorbergsson og barnabörnin. Elskulegur frændi okkar og vinur STEFÁN R. B. HÖSKULDSSON, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Hornafirði, þriðjudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 16. ágúst kl. 13.00. Jarðsett verður í Djúpavogskirkjugarði sama dag. Fyrir hönd ættingja og vina, Marta Imsland. Elskulegi bróðir minn og frændi okkar, GUNNAR I. SIGURÐSSON frá Hvassahrauni, lést á endurhæfingardeild Arnarholts Kjalar- nesi laugardaginn 9. ágúst. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Hulda G. Sigurðardóttir og frændfólk. Elskuleg móðir mín, amma og systir okkar, ERNA INGÓLFSDÓTTIR SEPE, lést á sjúkrahúsi á Long Island, New York, mánudaginn 28. júlí sl. Útför hennar fór fram föstudaginn 1. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Róbert Róbertsson og börn, Laufey Ingólfsdóttir og Dóra Ingólfsdóttir. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GUÐRÚN KONRÁÐSDÓTTIR frá Skagaströnd, Jökulgrunni 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 9. ágúst sl. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 19. ágúst kl. 15.00. Jón Haukdal Þorgeirsson, María Þ. Haukdal Jónsdóttir, Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, Særún Haukdal Jónsdóttir, Böðvar Haukdal Jónsson, Anna Haukdal Jónsdóttir, Jóna B. Haukdal Jónsdóttir, Þorgeir L. Haukdal Jónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.