Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 38
DAGBÓK
38 FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Libra kemur í dag,
Dettifoss fer í dag.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Smíðastofan er
lokuð til 11. ágúst.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.45–10 helgi-
stund, kl. 10.15 leik-
fimi, kl. 11 boccia. Kl.
13.30 lengri ganga.
Púttvöllur opinn
mánudag til föstudags
kl. 9–16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð, kl. 14
dans.
Félagsstarfið, Dal-
braut 27. Kl. 8–16 op-
in handavinnustofan,
kl. 9–12 íkonagerð, kl.
10–13 verslunin opin,
kl. 13–16 spilað.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við böðun, hár-
greiðslustofan opin.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 post-
ulínsmálning, kl. 9–16
opin vinnustofa, kl.
13.30 söngtími.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 10 hár-
greiðsla, kl. 13 föndur
og handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Billjardsalurinn opinn
frá kl. 13.30 til 16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Í dag: Brids
í Ásgarði kl. 13. Laus
sæti í Skaftafells-
sýslur 27.–30. ágúst.
Þeir sem eru skráðir
þurfa að borga stað-
festingargjald. S.
588 2111.
Gerðuberg, félags-
starf. Kl. 10.30 helgi-
stund, frá hádegi
vinnustofur og spila-
salur opinn, veitingar í
Kaffi Bergi. S.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum frá kl. 9–15.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan
er opin kl. 9–17 virka
daga, heitt á könn-
unni.
Hraunbær 105. Kl. 9
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 boccia,
kl. 14 félagsvist.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30
morgunstund, kl. 10
fótaaðgerð og boccia-
æfing, kl. 13 frjáls
spil.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
10 boccia, 13.30 fé-
lagsvist. Hársnyrting
og fótaaðgerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 10–
11 ganga.
Vesturgata. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–12
bað, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 10–11
boccia.
Minningarkort
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeon-
félagsins er að finna í
anddyrum eða safn-
aðarheimilum flestra
kirkna á landinu, í
Kirkjuhúsinu, á skrif-
stofu KFUM&K og
víðar. Þau eru einnig
afgreidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, alla virka
daga frá kl. 14–16 eða
í síma 562 1870. Allur
ágóði fer til kaupa á
Nýja testamentinu
sem gefið verður 10
ára skólabörnum eða
komið fyrir á sjúkra-
húsum, hjúkrunar-
heimilum, hótelum,
fangelsum og víðar.
Minningarspjöld
Kristniboðssambands-
ins fást á skrifstof-
unni, Holtavegi 28
(hús KFUM og K
gegnt Langholts-
skóla), sími 588 8899.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju eru til
sölu í kirkjunni í síma
587 9070 eða 587 9080.
Einnig er hægt að
nálgast kortin í
Kirkjuhúsinu, Lauga-
vegi 31, Reykjavík.
Líknarsjóður Dóm-
kirkjunnar. Minning-
arspjöld seld hjá
kirkjuverði.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrkt-
ar kirkjubyggingar-
sjóði nýrrar kirkju í
Tálknafirði eru af-
greidd í síma
456 2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafnar-
firði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningarkort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjushúsinu Lauga-
vegi 31, þjónustu-
íbúðum aldraðra við
Dalbraut, Norðurbrún
1, Apótekinu í
Glæsibæ og Áskirkju,
Vesturbrún 30, sími
588 8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru
afgreidd á skrifstof-
unni, Holtavegi 28, í s.
588 8899 milli kl. 10 og
17 alla virka daga.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
Í dag er fimmtudagur 14. ágúst,
226. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Á þeim degi munuð
þér skilja, að ég er í föður mínum
og þér í mér og ég í yður.
(Jóh. 14, 20.)
Jón Hákon Halldórssonfjallar um mögulega
aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu og ummæli
yfirmanns landbúnaðar-
og sjávarútvegsmála hjá
sambandinu í því sam-
hengi. Hann telur um-
mælin ekki gefa tilefni til
bjartsýni hjá aðildar-
sinnum.
Jón Hákon segir, í pistliá vefriti Heimdallar,
frelsi.is: „Það er mik-
ilvægt að talsmenn Evr-
ópusambandsins á Ís-
landi, hvar í flokki sem
þeir standa, gæti raunsæ-
is í umræðu um sam-
bandið og mögulega
kosti og galla við inn-
göngu Íslands í það.
Einhverjir ættu þá aðhafa í huga orð Franz
Fischlers, yfirmanns
landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmála Evrópu-
sambandsins, sem kvaðst
útiloka að Íslendingar
geti haldið fullum yfir-
ráðum yfir fiskimiðum
sínum, gangi þeir í Evr-
ópusambandið. Í fréttum
Ríkissjónvarpsins í gær-
kvöld var gerð ítarleg
grein fyrir máli Fischlers
á fyrirlestri og fyrir-
spurnartíma sem hann
hélt við Háskólann í
Reykjavík í gærdag.
Hann sagði að gengjuÍslendingar í sam-
bandið, þyrfti að semja
um fiskveiðimál eins og
annað. Í samtali við
fréttamann sagði hann að
útilokað væri að Íslend-
ingar héldu fullum yfir-
ráðum yfir 12–200 mílna
landhelginni.
Þessar fullyrðingarFischlers eru auðvit-
að þvert á það sem stuðn-
ingsmenn aðildar að ESB
hafa haldið fram en sum-
ir þeirra hafa jafnvel full-
yrt berum orðum að Ís-
lendingar gætu samið um
nánast hvað sem væri
þegar að sjávarútvegs-
málum kæmi. Aðrir, jafn-
vel virðulegustu sjálf-
stæðismenn, sem kjósa að
tjá skoðanir sínar á óháð-
um vefritum, hafa látið
að því liggja að fisk-
veiðistjórnunin skipti alls
engu máli í umræðum um
Evrópusambandið.
Frá stofnun lýðveldinshafa Íslendingar lagt
sig alla fram um að
tryggja sér yfirráð yfir
íslenskri landhelgi og
jafnvel háð baráttu
vegna auðlindarinnar.
Sjávarútvegur er enn
sem komið er langmik-
ilvægasta atvinnugrein
þjóðarinnar og afkoma
okkar byggist að miklu
leyti á henni. Þess vegna
hlýtur það að skipta gríð-
arlegu máli hvernig fisk-
veiðistjórnun hér er hátt-
að.
Íslendingar eiga aðhalda í yfirráð yfir
þessari mikilvægu auð-
lind en ekki færa þau í
hendur embættismanna í
Belgíu,“ segir Jón Hákon
Halldórsson á frelsi.is.
STAKSTEINAR
Aðild að ESB og yfirráð
yfir auðlindinni
Víkverji skrifar...
HVERT er hlutverk OrkuveituReykjavíkur? Víkverji getur
ekki annað en velt þessari spurningu
fyrir sér eftir að stjórn fyrirtækisins
ákvað á þriðjudaginn að hækka
gjaldskrá á heitu vatni um 5,8%. Þá
var um einn og hálfur mánuður frá
því gjaldskráin var hækkuð um 3,4%
þannig að alls nemur hækkunin ríf-
lega 9% í sumar. Síðasta hækkunin
var réttlætt með því að dregið hafi
úr notkun á heitu vatni með hækk-
andi meðalhita og til þess að vega
upp á móti lækkandi tekjum hafi
verið þörf á að hækka gjaldskrána.
Hækkunin er sem sagt ekki Orku-
veitunni að kenna heldur veðrinu og
okkur heitavatnsnotendum þar sem
við kyndum húsin okkar ekki nægi-
lega mikið. Það hlýtur að vera hlut-
verk orkuveitu í eigu sveitarfélags,
sem er þar að auki í einokunar-
aðstöðu, að sjá viðskiptavinum sín-
um fyrir eins ódýrri orku og mögu-
legt er. Dragi úr notkun ætti
fyrirtækið að fagna því að hægar
gangi á náttúrulegar auðlindir og
hvetja fólk til sparnaðar í stað þess
að refsa með hækkun á gjaldskrá.
Hækkandi hitastig á varla að koma
orkuveitumönnum í opna skjöldu,
þetta er þróun sem á sér stað á
heimsvísu og hefur verið fjallað ít-
arlega um í fjölmiðlum. Vel rekin
orkuveita ætti því að hafa svigrúm
til að bregðast við minnkandi notkun
sem var a.m.k. þokkalega fyrir-
sjáanleg. Það hefði t.d. verið mögu-
legt að safna í sjóð. Víkverji er eng-
inn sérfræðingur í málefnum
Orkuveitu Reykjavíkur en hann tel-
ur sig geta fullyrt að það hafi þeir
ekki gert. Þvert á móti þá hefur
Orkuveitan lagt í miklar fjárfest-
ingar á síðustu árum sem Víkverji
skilur ekki alveg hvernig tengjast
hlutverki fyrirtækisins.
x x x
VÍKVERJI ætlar ekki að svostöddu að fjalla um málefni
Línu.Nets eða fyrirtækja því
tengdu. Það er kappnóg að líta upp á
Réttarháls til að sjá dæmi um fjár-
festingu sem vart tengist hlutverki
Orkuveitunnar og nýtist við-
skiptavinum hennar tæplega. Þegar
teikningar að höfuðstöðvunum voru
kynntar árið 2000 átti húsið að kosta
um 2 milljarða, í apríl 2002 var gert
ráð fyrir 2,3 milljarða kostnaði og
sex mánuðum síðar var hann kominn
í 2,9 milljarða. Víkverji telur raunar
óvíst að öll kurl séu komin til grafar í
þessum efnum. Þetta eru engir smá-
munir. Sérstaklega ef miðað er við
að nýjasta gjaldskrárhækkun á að
skila 70 milljónum til ársloka. Og til
hvers þarf orkuveita í eigu almenn-
ings að eiga flottustu höfuðstöðv-
arnar í bænum? Viðskiptavinir eiga
þangað sjaldan eða aldrei erindi og
ekki þarf glæsibyggingar til að reka
arðbært fyrirtæki. Víkverji telur því
ljóst að húsið var ekki byggt fyrir
viðskiptavini Orkuveitunnar. Þeir
þurfa samt að borga reikninginn. Er
þetta hlutverk Orkuveitu Reykjavík-
ur?
Morgunblaðið/Golli
Eru ekki allir til í að borga?
VIÐ vorum fjórir ellilíf-
eyrisþegar, sem keyrðum
til Skagastrandar um
verslunarmannahelgina
(sunnudag) og vonuðumst
til að heyra góða kántrý-
músík, en allri útidagskrá
var lokið, þegar við kom-
um um kl. 4. Svo að við
kíktum inn í Kántrýbæ,
eins og lög gera ráð fyrir.
Þarna var fólk á ýmsum
aldri og nokkrir karl-
mannanna voru vel við
skál. Við spurðum hvort
ekki yrði einhver uppá-
koma þarna um kvöldið.
Stúlkan sagði að þar yrði
ball með hljómsveit, sem
hún vissi lítil deili á, en
aldrei að vita nema Hall-
björn kæmi og syngi
nokkur lög.
Við gengum þá út að
skoða staðinn og komum
aftur um kvöldið og feng-
um okkur hefðbundinn
hamborgara. Ég spurði
hvort ég gæti fengið pilsn-
er með. Pilturinn leit á
mig í forundran og sagði
Pilsner, nei. En þarna var
nóg af sterkum bjór og
áfengi.
Það örlaði ekkert á
hljómsveitinni, svo að við
gengum upp á loft, en þar
eru sófar og borð og í
magnara heyrðist í Hall-
birni kynna lögin á svæð-
isrásinni. Þar settumst við
niður og létum fara vel
um okkur. Eftir u.þ.b.
klukkustund heyrum við í
ungri stúlku í stiganum,
sem segir hátt og skýrt
„Það er gamalt fólk
hérna“ og fer svo niður
aftur. Rétt á eftir blikka
ljósin í loftinu, en síðan
kemur önnur ung stúlka
og segir, að því miður
verði hún að biðja okkur
að fara, en okkur sé vel-
komið að setjast í stóra
tjaldið utandyra, en þar
var hvorki músík né ann-
að, svo við svo búið yfir-
gáfum við svæðið.
Ég mundi vilja spyrja:
Er bannaður aðgangur
fyrir ellilífeyrisþega og
bindindisfólk í Kántrýbæ?
Að lokum viljum við
þakka Soffíu og manni
hennar fyrir
frábærar móttökur á
gistiheimili þeirra, sem
var hreinlegt, þægilegt og
ódýrt.
230932-5229.
Tapað/fundið
Gulur sími í
gleðigöngu
Á LAUGARDAG, Gay-
pride-daginn, týndist gul-
ur GSM-sími af Philips-
gerð. Hans er sárt saknað
og er skilvís finnandi vin-
samlega beðinn að hafa
samband í síma 551 3938
eða 551 0204.
Lyklakippa á
Laugavegi
LYKLAKIPPA með
mörgum lyklum á fannst
fyrir utan vinnustofu neð-
arlega á Laugavegi um
helgina. Nánari upplýs-
ingar í síma 552 1990.
Dýrahald
Veikar fyrir Potter
TVÆR afar fallegar 9
vikna læður sem hafa
gaman af Harry Potter
fást gefins. Upplýsingar í
síma 895 7471.
Selfysskir kettir
TÓLF vikna gamlir kett-
lingar fást gefins. Þeir eru
kassavanir og ljúfir dæmi-
gerðir heimiliskettir,
svartir, hvítir og gulir.
Eins og vill verða með
kettlinga eru nokkur ærsl
í þeim en þeir eru kelnir
fyrir því. Kettirnir eru
sem stendur búsettir á
Selfossi en af selfysskum
köttum fer ágætis orð-
spor. Vilji einhver taka
einhvern þessara ágætu
kettlinga að sér má sá
hinn sami hringja í síma
482 1396.
Mali er týndur
KÖTTURINN Mali hvarf
af heimili sínu í byrjun
júní. Mali er rúmlega
tveggja ára, afskaplega
gæfur og góður köttur,
hvítur og svartur og nokk-
uð háfættur enda síams-
blandaður en hann haltr-
ar. Hann er eyrnamerktur
R1163 og þegar hann
hvarf var hann með bláa
ól og köflóttan klút um
hálsinn, enda gæi. Þeir
sem vita um hann mega
hringja í síma 894 5282.
Finnum Birtu
LÆÐAN Birta er týndist
frá heimili sínu að Fella-
smára 1, Kópavogi, laug-
ardaginn 5. júlí sl. Birta
er með græn augu og eina
brotna vígtönn, eyrna-
merkt en ber enga ól.
Hún er 10 ára gömul og
er mjög mannelsk. Fólk
er vinsamlegast beðið að
líta í bílskúra og
geymslur. Birtu er sárt
saknað og vilja eigendur
hennar vita hvort hún er
lífs eða liðin. Þeir sem
hafa upplýsingar um
Birtu hringi í síma
564 2001, 690 3920 eða
820 7055.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Vandræði eldri borg-
ara á Kántrýbæ
LÁRÉTT
1 settur hjá, 8 korn, 9
fróð, 10 rödd, 11 hagn-
aður, 13 dimma, 15 hol-
ur,18 safna saman, 21
fugl, 22 þvoi, 23 skellur,
24 vafamáls.
LÓÐRÉTT
2 kona, 3 bragðvísar, 4
drengs, 5 fiskar, 6 rán-
fugl, 7 spotti, 12 ýlfur, 14
snák, 15 hrósa, 16 dug-
legur, 17 dylgjur, 18
litlum, 19 stétt, 20 kjáni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 kjúka, 4 þokar, 7 eðlan, 8 kumls, 9 auk, 11
kúts, 13 fráa, 14 larfa, 15 strý, 17 rakt, 20 ótt, 23 pukur,
23 ennið, 24 næðið, 25 tóman.
Lóðrétt1 kverk, 2 útlát, 3 arna, 4 þykk, 5 kamar, 6
ræsta, 10 umrót, 12 slý, 13 far,15 súpan, 16 rokið, 18 af-
nám, 19 taðan, 20 óráð, 21 tekt.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16