Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 39
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur kröftugt fas og
leiðtogahæfileika. Þú sýnir
einbeitta og ráðríka fram-
komu við aðra og greinir
kjarnann fljótt frá hisminu.
Þú gerir oft miklar vænt-
ingar til sjálfs þín. Spenn-
andi ár er framundan.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Síðan 1996 hefurðu verið að
endurskilgreina þig á ýmsa
vegu. Nú verðurðu að gera upp
við þig hver staðan er heima-
fyrir og hverju þú vilt bindast.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Síðan 1999 hefur lífið verði
undarlegt. Reyndu að fá tíma í
einrúmi til að velta vöngum
yfir breytingum á starfi eða
búsetu sem framundan kunna
að vera.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Ræddu við vin í dag, máski
vinkonu, um verðmætamat
þitt. Það mun draga úr streitu-
álagi ef þú veist hvar þú stend-
ur varðandi mikilvæg mál.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Enn þarf að hnýta nokkra
lausa enda varðandi fasteignir
og önnur verðmæti sem þú
deilir með öðrum. Nú er rétti
tíminn fyrir slíkt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Tungl hrútsins er rísandi í sól
ljónsins í dag. Gerðu eitthvað
óvenjulegt í dag. Þig þyrstir í
spennu og nýjan fróðleik.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sinntu bankamálum og skatta-
málum í dag. Reyndu að skýra
óskýr smáatriði. Þér mun líða
betur þegar færri hlutir bíða
afgreiðslu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Í dag er tunglið í andstöðu við
stjörnutákn þitt. Það merkir
að áríðandi er að ræða við aðra
en þú verður hins vegar að
sýna mikla tillitsemi og gefa
mikið eftir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Í dag mun þér reynast auðvelt
að koma miklu í verk. Kven-
kyns vinnufélagar geta reynst
sérstaklega hjálplegir.
Treystu á innsæi þitt í dag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn í dag hentar mjög
vel til að skemmta sér, daðra
og glensa. Gættu þess að taka
frá tíma fyrir eitthvað létt
sprell í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Æskuminningar gætu flotið
upp á yfirborðið í dag í sam-
ræðum við aðra. Hvort sem þú
vilt tjá þig um það eða ekki er
algjörlega undir þér komið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nú er góður tími til að versla,
fara í stuttar ferðir og ræða við
kollega. Að skiptast á ein-
hverju við systkin getur verið
sérstaklega umbunandi. Fólki
er nokkuð heitt í hamsi í dag
og til í rökræður.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú þarft tvímælalaust að
stunda meiri líkamsrækt.
Spenna hefur verið að byggj-
ast upp innra með þér og hún
þarf að fá útrás einhvers-
staðar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
STÖKUR
Sunna háa höfin á
hvítum stráir dreglum.
Veröld má sinn vænleik sjá
í vatna bláum speglum.
Sólin klár á hveli heiða
hvarma gljár við baugunum.
Á sér hár hún er að greiða
upp úr bárulaugunum.
Dagsins runnu djásnin góð,
dýr um hallir vinda.
Morgunsunnu blessað blóð
blæddi um fjallatinda.
Dýrin víða vakna fá,
varpa hýði nætur.
Grænar hlíðar glóir á,
grösin skríða á fætur.
Hreiðrum ganga fuglar frá,
flökta um dranga bjarga,
sólar vanga syngja hjá
sálma langa og marga.
Sigurður Breiðfjörð
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60ÁRA afmæli. BjarniGuðmundsson, kenn-
ari á Hvanneyri, verður sex-
tugur mánudaginn 18. ág.
nk. Hann og fjölskyldan
bjóða frændfólki og vinum til
kvöldhressingar og söngva í
matsal Landbúnaðarháskól-
ans á Hvanneyri laugardag-
inn 16. ág. kl. 20–24.
SUÐUR er gjafari og þagg-
ar niður í öllum við borðið
með opnun á fimm laufum:
Norður
♠ ÁKG54
♥ 92
♦ G87
♣K87
Suður
♠ 732
♥ K4
♦ --
♣ÁDG109643
Útspil vesturs er tígul-
kóngur. Hver er áætlunin?
Blindur kemur þægilega
á óvart og það gæti jafnvel
unnist slemma ef vestur á
spaðadrottningu. En verk-
efnið sem við blasir er að
tryggja 11 slagi í slæmri
legu, það er að segja, þegar
austur er með spaðadrottn-
inguna valdaða og vestur
hjartaásinn:
Norður
♠ ÁKG54
♥ 92
♦ G87
♣K87
Vestur Austur
♠ 96 ♠ D108
♥ Á873 ♥ DG1065
♦ KD1063 ♦ Á9542
♣52 ♣–
Suður
♠ 732
♥ K4
♦ –
♣ÁDG109643
Það þarf ekki að hafa um
það mörg orð, sagnhafi tap-
ar spilinu ef hann trompar
fyrsta slaginn! Austur
kemst óhjákvæmilega inn á
spaðadrottningu til að spila
hjarta í gegnum kónginn.
Svarið við þessari hættu
er að henda spaða í tígul-
kónginn og fría svo spaðann
með trompun. Það væri góð
tilraun hjá austri að yfir-
drepa tígulkónginn, en það
dugir ekki til. Suður tromp-
ar, spilar blindum inn á lauf,
síðan tígulgosa og hendir
spaða. Sama niðurstaða.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. d4 d5 2. c4 Bf5 3. cxd5
Bxb1 4. Da4+ c6 5. Hxb1
Dxd5 6. e3 Rd7 7.
Bd2 Rgf6 8. Rf3 Df5
9. Hc1 e6 10. Db3
Hb8 11. Bd3 Dh5 12.
0-0 Bd6 13. Bb4 Bc7
14. e4 g5 15. e5 Rd5
16. Hfe1 Rf4 17. Bf1
Hg8 18. Rd2 Bb6 19.
Re4 Bxd4 20. Hcd1
Bxe5 21. Rd6+ Bxd6
22. Bxd6 b6
Staðan kom upp í
stórmeistaraflokki
alþjóðlegs skákmóts
í Árósum í Dan-
mörku sem lauk fyr-
ir skömmu. Davor
Palo (2.510) hafði hvítt gegn
Rasmus Skytte (2.404). 23.
Bxf4! gxf4 24. Hxe6+ fxe6
25. Dxe6+ Kf8 26. Hxd7
Hg5 27. Dd6+ og svartur
gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hjá Sýslumanninum í
Reykjavík hinn 14. júní sl. þau Naira Voskanian og Raim-
ond Maciavskas. Heimili þeirra er að Hraunbæ 107, Reykja-
vík.
Ljósmynd/Svipmyndir, Fríður Eggertsdóttir
ÞESSAR brosmildu vinkonur söfnuðu á tombólu til styrkt-
ar SOS-barnaþorpunum 3.100 kr. Þær heita Magnea,
Andrea og Dagmar.
Morgunblaðið/Sigríður
HLUTAVELTA
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Útsala
Útsala
Útsala
COS
Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575Og eitt í viðbót! Þú kannt
ekki að taka tapi!!
Bankastræti 3,
sími 551 3635,
www.stella.is
Frábærar ítalskar
förðunarvörur
MAKE UP MILANO