Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 43

Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 43 Opna Sparisjóðsmótið í golfi verður haldið laugardaginn 16. ágúst hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni. Hámarksgefin forgjöf 18 Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 6 sætin 1. sæti að verðmæti kr. 40 þús. 2. sæti að verðmæti kr. 30 þús. 3. sæti að verðmæti kr. 25 þús. 4. sæti að verðmæti kr. 15 þús. 5. sæti að verðmæti kr. 10 þús. 6. sæti að verðmæti kr. 10 þús. Nándarverðlaun á öllum par 3 holum • Dregið verður úr skorkortum í mótslok Ræst út frá kl. 8:00 • Mótsgjald kr. 3000 • Skráning í síma 565 3360 og á golf.is Sparisjóðsmótið Golfklúbbur Selfoss stendur fyrir Opna Precept mótinu laugardaginn 16. ágúst. Mótið er höggleikur með og án forgjafar. Hæsta gefinn grunnforgjöf er 24.0 sem gerir 28 í vallarforgjöf. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki auk mælingarverðlauna. Rástímar frá kl. 8.30–10.30 og frá kl. 13.20–14.30. Upplýsingar og skráning í síma 482 3335 á skrifstofutíma og á golf.is. Mótsgjald 2.500. Golfklúbbur Selfoss, Svarfhólsvelli. Opna PRECEPT-mótið FÓLK  PÉTUR Marteinsson lagði upp mark með glæsilegri sendingu þegar Stoke City gerði sér lítið fyrir og sigr- aði Englandsmeistara Manchester United, 3:1, í ágóðaleik á Britannia- leikvanginum í Stoke í gærkvöld. Það var Marc Goodfellow, fyrrverandi leikmaður ÍBV, sem fékk boltann frá Pétri og skoraði hjá Fabian Barthez en Goodfellow skoraði tvö mörk í leiknum. Það þriðja gerði Chris Iwel- umo en Diego Forlan skoraði fyrir Manchester United, jafnaði þá 1:1.  BARTHEZ þótti ekki sannfærandi í markinu hjá United og á erfiða bar- áttu fyrir höndum um stöðuna við hinn bandaríska Tim Howard sem hefur leikið mjög vel að undanförnu. Barthez fékk hinsvegar á sig þrjú mörk annan leikinn í röð. Í lið Man- chester United vantaði þá Ruud van Nistelrooy, Paul Scholes, Rio Ferdin- and, Ryan Giggs og Roy Keane.  TODI Jónsson, færeyski sóknar- maðurinn, tryggði FC København dýrmætt jafntefli gegn Glasgow Rangers á útivelli, 1:1, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í gærkvöld. Daninn Peter Lø- venkrands kom Skotunum yfir áður en sá færeyski jafnaði fyrir Danina.  OLIVER Kahn, landsliðsmark- vörður Þjóðverja í knattspyrnu, er af- ar rólegur yfir þeirri staðreynd að öll fjögur skotin sem Bæjarar hafa feng- ið á sig í fyrstu tveimur leikjum sínum í 1. deildinni hafa ratað í netið. „Þetta er bara tölfræði en í lok tímabilsins verður þetta líkt og áður. Ég á eftir að fá fæst mörk á mig,“ sagði Kahn eftir æfingu Bæjara í gær.  BAYERN sigraði Frankfurt, 3:1, í fyrstu umferðinni og gerði 3:3 jafn- tefli við Hannover í 2. umferðinni. Ég vissi ekki að þetta væri marknúmer 200,“ sagði Olga kampa- kát eftir að Morgunblaðið hafði fært henni fréttirnar. „Markið var ágætt, góð fyrirgjöf og gott að það var skalla- mark. Ég vissi að mörkin voru 198 fyrir nokkrum leikj- um en svo gleymdi ég að telja. Það er gott að það er í höfn og nú er bara að byrja að telja upp að næsta hundr- aði. Þetta breytir svo sem engu fyrir mig en það er alltaf ánægjulegt að skora tímamótamark. Ég er alltaf grimm í að skora og það er alltaf gaman þegar það tekst.“ Hún sagði bikarúrslitaleikinn við Val næsta sunnudag hafa haft áhrif á þennan leik. „Fyrri hálfleikur bar þess merki að við ættum mikilvægan leik á sunnudaginn. Við lögðum upp með að hugsa ekkert of mikið um þann leik en vitaskuld er það í undir- meðvitundinni og það bar á stressi og agaleysi í fyrri hálfleik. Við náð- um síðan að spýta í lófana eftir hlé og í heildina fannst mér við betra liðið á vellinum með undirtökin allan tím- ann. Við fengum nokkur færi fyrir hlé og enn fleiri eftir hlé,“ bætti Olga við, ánægð með að eiga enn von um að skáka KR á toppnum. „Við verðum að treysta á að KR misstígi sig og að við vinnum okkar leiki svo það var lykilatriði að sigra í dag. Nú getum við haldið áfram af fullum krafti en tap hefði gert sum- arið endasleppt og leikirnir ekki skipt neinu máli.“ Fyrstu mínúturnar voru Blika- stúlkur aðgangsharðari en fljótlega brá af gestunum úr Eyjum, hægt og bítandi færðu þeir sig framar á völl- inn. Blikar fengu þó eitt færi á 19. mínútu þegar Greta Mjöll Sam- úelsdóttir slapp í gegnum vörn ÍBV en skaut rétt framhjá. Það dugði til að koma Eyjastúlkum í gang og mín- útu síðar gaf Lind Hrafnsdóttir bolt- ann upp hægri kant á Elenu Ein- isdóttur sem gaf fyrir inn í markteig þar sem Olga skallaði boltann af ör- yggi í netið. Mínútu síðar small bolt- inn í slá Blika eftir aukaspyrnu Kar- en Burke. Fleiri umtalsverð færi létu bíða eftir sér en Eyjastúlkur sofnuðu á verðinum þegar Greta Mjöll gaf inn fyrir vörn þeirra á Ólínu G. Við- arsdóttur, sem jafnaði leikinn, 1:1. Fyrstu mínútur síðari hálfleiks voru Blika og Rachel Brown, mark- vörður ÍBV, varði gott skot Gretu en það var síðasta færi Breiðabliks. Eft- ir það fóru Eyjastúlkur að vanda meira til sókna sinna, halda boltan- um og sýna þolinmæði. Það skilaði mörgum færum og þremur mörkum Karenar Burke, fyrst þegar Olga gaf fyrir og síðan tveimur eftir góðan undirbúning Margrétar Láru Við- arsdóttur. „Við náðum ekki að halda út leik- inn,“ sagði Dúfa Ásbjörnsdóttir, markvörður Breiðabliks. „Þær nýttu sín færi en við ekki þótt við fengjum fullt af þeim. Það átti að vera alveg nóg að fá á sig eitt mark til að kom- ast af stað en það gerðist ekki, kæru- leysið var of mikið.“ KR nálgast titilinn Það var ekki mikið ris á meist-araefnum KR þegar þær sóttu Þór/KA/KS heim til Akureyrar. Þær gerðu þó nóg til að sigra 2:1 en baráttu- glaðar norðanstúlk- ur hefðu með örlítilli heppni getað fengið eitthvað út úr leiknum. Nú þarf KR varla nema sigur í öðrum af leikjum sínum til að tryggja sér titilinn. KR komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks, fékk þá vítaspyrnu er Ásthildur féll í markteignum um- kringd varnarmönnum Þórs/KA/KS og úr henni skoraði Ásthildur af ör- yggi. KR bætti við marki snemma í síðari hálfleik en þar var Hólmfríður Magnúsdóttir að verki. Hugsanlega hafa KR-stúlkurnar talið ísinn brotinn og ætlað að raða inn mörkum en annað kom á daginn því norðanstúlkur svöruðu strax í næstu sókn. Guðrún Soffía Viðars- dóttir hirti þá boltann af varnar- manni og sendi hann í boga yfir Þóru Helgadóttur. KR-stúlkurnar voru síðan sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiksins og áttu þær nokkur færi. Sandra varði þó allt sem á markið kom en tvívegis söng boltinn í markslánni. Morgunblaðið/Kristinn Olga Færseth skorar 200. mark sitt í efstu deild á Kópavogsvellinum í gærkvöld, skallar boltann í mark Breiðabliks án þess að Eva Sóley Guðbjörnsdóttir komi vörnum við. OLGA Andrea Færseth varð í gærkvöld fyrsti íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem skorar 200 mörk í efstu deild þegar Eyja- stúlkur lögðu Breiðablik örugglega að velli með 4:1 sigri á Kópa- vogsvelli. Olga braut ísinn með fyrsta marki ÍBV í leiknum. KR-stúlkur halda samt enn efsta sæti deildarinnar eftir 2:1 sigur á Þór/KA/KS fyrir norðan en Valsstúlkur eygja enn von um að ná þeim eftir 6:0 sigur á Haukum/Þrótti. Stjarnan vann FH 5:2 í Kaplakrika og er með því nánast sloppin úr fallhættu. Stefán Stefánsson skrifar Einar Sigtryggsson skrifar Olga Færseth skor- aði 200. markið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.