Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 49
skoða sig um í viku á meðan þeir dvelja hér,
kíkja í Bláa lónið o.fl. Með TDF kemur The
Motherf***ing Clash sem er eins manns sveit
Caroline nokkurrrar, sem er unnusta áður-
nefnds Hoak. Leikur hún á kassagítar.
Tónleikarnir
TDF leika á Boomkikker í kvöld ásamt Dys og
Ríkinu. Ókeypis inn. Á föstudagskdvöldið leika
þeir á Grand Rokk ásamt The Motherf***ing
Clash, Forgarði Helvítis, Kimono og Anger-
means. Miðaverð 200 kr.
Á laugardaginn leika TDF og The Mother-
f***ing Clash í Hinu húsinu kl. 19.00 vegna
Menningarnætur. Mjög svo sérstakir leynigestir
koma og fram á þeim tónleikum.
HÉRLENDIR tónlistaráhugamenn sem aðhyll-
ast rokk af þyngstu gerð hafa verið duglegir
undanfarin misseri að flytja inn sveitir sem leika
myljandi brjálað þungarokk þar sem keyrsla og
hávaði fer fram úr öllu valdi. Það má því kalla
það hvalreka að fá „grindcore“ sveitina Total
F***ing Destruction hingað til lands en stofn-
andi hennar er trymbillinn Rich Hoak sem lamdi
eitt sinn húðir í hinu goðsagnakennda mulnings-
bandi Brutal Truth. Total F***ing Destruction
er þriggja manna sveit og spilar, eins og nafnið
gefur til kynna, ansi magnaða blöndu af „grind-
core“ og keyrslurokki með næsta súrrealískum
vinkli. TDF koma hingað á eigin vegum og ætla
Total F***ing Destruction á Íslandi
Brjálæði!
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 49
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109
70%
SÍÐUSTU DAGAR
ÚTSÖLUNNAR!
FIMMTUDAG - FÖSTUDAG OG
LAUGARDAG
Síðustu forvöð til að gera góð kaup !!!!
(Lokum mán. 18. ágúst - opnum aftur fimmtud. 21. ágúst)
NÝTT KORTATÍMABIL
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i.10 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B.i. 10 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 10 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 10 ára.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10.
Stórsmellur úr smiðju Jerry
Bruckheimer og Disney sem
stefnir hraðbyri að vera
vinsælasta mynd sumarsins
í USA.
98% aðspurðra í USA sem höfðu
séð myndina sögðu “góð”
eða“stórkostleg”!
í f
i
t tl !
SG. DVSG. DVÓ.H.T Rás2
KVIKMYNDIR.IS
KVIKMYNDIR.COM
ÓHT RÁS 2
MBL
SG DVSG DV MBL
KVIKMYNDIR.IS
KVIK YNDIR.CO ÓHT RÁS 2
Meginmálið
(Det Største i verden/
The Greatest Thing)
Drama
Noregur 2001. Skífan. VHS (114 mín.).
Leyfð öllum aldurshópum.
Leikstjóri: Thomas Robsahm.
Aðalleikendur: Herborg Kråkevik, Thom-
as Hanzon, Kristi Stubö, Jesper Langber.
RITVERKIÐ Fiskerjenten, um
sjómannsdótturina Petru (Kråke-
vik), eftir Björnstjerne Björnson er
sjálfsævisögulegt uppgjör norska
skáldjöfursins við
æskuár sín í ein-
angruðu fiski-
plássi á vestur-
ströndinni. Áður
en hann lagði land
undir fót og hlaut
frægð og frama úti
í umheiminum.
Eins er bókin
merkur kafli á rithöfundarferli
Björnsons sem hafði fram að Fisk-
erjenten fjallað um bændasam-
félagið og sveitalíf og skáldinu
nauðsyn að færa út landamærin.
Rétt eins og Petru, ungri og lífs-
þyrstri stúlku, þrunginni sköpun-
argáfu sem þráir útrás í grárri til-
veru sjávarþorpsins. Í
myndarbyrjun er hún hrakin á
braut, áhorfendur vita ekki ástæð-
urnar fyrr en í lokin, en þær og
dulúðin varðandi fortíð stúlkunnar
eru léttvægar í táknrænni sögu um
óhefta sál sem þráir frelsið og
listina. Sættir sig ekki við hlut-
skipti sitt og nær settu marki.
Óneitanlega er þroskasaga Petru
og atburðarásin dálítið reyfara-
kennd í ofurraunsæi samtímans en
sagan er heillandi og Petra er
minnisstæð í túlkun Kråkevik. Aðr-
ar persónur sem skipta máli eru
nánast tvær, danski presturinn
sem tekur hana í fóstur (Hanzon),
og Signe (Stubö), dóttir hans, líf-
gjafar Petru á hennar merkilegu
sigurgöngu. Bókin (og myndin) er
óvenju feminísk, þegar haft er í
huga að hún er skrifuð á sjöunda
áratug 19. aldar. Uppreisnin gegn
umhverfinu og þroskasagan er
óháð tíma, líkt og ádeilan á fáfræði
og afdalamennsku. Kvikmynda-
gerðin er vönduð og heilsteypt, þar
sem sannfærandi búningar Karls
Júlíussonar og leikmyndir skipa
stórt hlutverk, leikararnir traustir
og upplifunin ánægjuleg. Sæbjörn Valdimarsson
Myndbönd
Sigur
andans