Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐSTOÐIN sem er veitt á ráðgjaf- arstofu fyrir vændiskonur er marg- vísleg að sögn Jaana Kauppinen framkvæmdastjóra. Þar geta konurn- ar fengið heilbrigðisþjónustu, ráðgjöf um lögfræðileg efni, s.s. hvað gerist ef þær kæra nauðgun til lögreglu, og fengið að vita hvort þær eigi rétt á að- stoð frá hinu opinbera vilji þær hætta að stunda vændi. Þær þurfa hins veg- ar ekki að hætta vændi til að fá aðstoð á stofunni. Kauppinen segir að samtökin hafi verið talsvert gagnrýnd fyrir að leggja ekki harðar að konunum að láta af vændi. „Við erum að sjálfsögðu ánægðar ef þær hætta,“ segir hún. Málið sé þó ekki svona einfalt. Kon- urnar vilji ekki allar hætta þar sem þær telji sig ekki hafa aðra möguleika á jafnmiklum tekjum. Jafnvel ágæt- lega menntuðum konum bjóðist að- eins algjör láglaunastörf í Rússlandi eða Eystrasaltsríkjunum. „Jafnvel þó þær fái aðeins 100 evrur á dag (um 9.000 krónur) og láti vændisdólginn fá 50–60% af því eru þetta miklu meiri fjármunir en þær geta aflað sér í heimalandi sínu,“ segir Kauppinen. Það sé mikilvægt að konurnar þurfi ekki að ljúga að starfsfólki stöðvar- innar og því hafi það engin áhrif á stöðu þeirra þó þær haldi áfram að stunda vændi. Hún leggur áherslu á að ástæður þess að konurnar stundi vændi séu mismunandi og ekki megi einfalda vandann um of. Tvær bylgjur Samtökin sem reka ráðgjafarstof- una, Pro-Turkpiste, byrjuðu að kanna aðstæður finnskra vændiskvenna um 1990 og upp úr því var ráðgjafarstöð- in stofnsett. Þá voru vændiskonurnar tiltölulega fáar og allar innlendar en það átti fljólega eftir að breytast. Kauppinen segir að fljótlega eftir fall Sovétríkjanna hafi svonefnd fyrri bylgja vændiskvenna skollið á. Þetta voru fátækar konur, einkum frá Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum sem stunduðu vændi til að eignast fé og varning frá Vesturlöndum. Seinni bylgjan skall á skömmu síðar en í henni voru konur sem höfðu stundað vændi áður og héldu því áfram í Finn- landi. Á þessum árum ríkti kreppa í efnahagslífi Finnlands og hvers kyns nektarstöðum fjölgaði gríðarlega. Ástandið gjörbreyttist á stuttum tíma og nú er svo komið að 85-90% vænd- iskvenna eru frá Rússlandi eða Eystrasaltsríkjunum. Og þær koma til Finnlands gagngert til að stunda vændi. 350 „ný andlit“ á ári Árið 1996 hófu samtökin að beina sjónum sínum að þessum erlendu vændiskonum. Konur frá Rússlandi og Eistlandi voru ráðnar að stöðinni og var hlutverk þeirra að leita uppi vændiskonur, einkum á nektarstöð- unum, og kynna starfsemina fyrir þeim. Kauppinen segir að það hafi ráðið úrslitum að fá þessar konur til starfa enda hafi vændis- konurnar margar ekki tal- að ensku auk þess sem þær höfðu þekkingu á menningu viðkomandi landa. Í upphafi gekk þetta „vettvangsstarf“ afar brösulega. Vændiskonurn- ar afþökkuðu aðstoðina kurteisislega og um langa hríð leitaði enginn til ráð- gjafarstofunnar. Fyrstu konurnar sem komu voru afar tortryggnar og þegar þær komu á stöðina báru þær hárkollur og stór sól- gleraugu þar sem þær ótt- uðust að yfirvöld tækju af þeim myndir og sætu um stöðina til að geta vísað þeim úr landi. Sá ótti var að sjálfsögðu ástæðulaus en Kauppinen segir að stöðin vinni alls ekkert með yfirvöldum, hvorki lögreglu, útlendingaeftir- litinu né heilbrigðiskerf- inu. Ekki nema konurnar óski sjálfar eftir því. Smám saman hafi starfið skilað árangri og nú sé svo komið að 200 konur leiti til stöðv- arinnar í hverri viku. Um 1.000 konur notfæri sér að- stoð stöðvarinnar árlega og í fyrra komu um 350 „ný andlit“ á stöðina. Þeir möguleikar sem konurnar hafa til að leita sér aðstoðar fara að mestu leyti eftir því hvort þær hafadvalarleyfi eða finnsk- an ríkisborgararétt. Hafi þær hvorugt geta þær ekki nýtt sér opinbera þjónustu og eiga á hættu að verða sendar úr landi ef yf- irvöld standa þær að verki. Í Finnlandi er ekki refsivert að kaupa vændi, ekki frekar en á Íslandi. Það er hins vegar ólöglegt í Svíþjóð. Kauppinen segir talsverðar líkur á að kaup á vændi verði einnig gerð refsi- verð í Finnlandi og líst illa á þau áform. Hún telur að eftir því sem harðari viðurlög eru sett við vændi eða vændiskaupum verði erfiðara að ná til þeirra sem það stunda. Slík lög- gjöf muni auk þess lítið draga úr vændi. „Eftir því sem vændi er gert „glæpsamlegra“ því erfiðara verður að koma í veg fyrir það,“ segir Kauppinen. „Við spurðum ekki“ Aðspurð segir Kauppinen að að- stæður vændiskvennanna séu afar misjafnar. Hún tekur jafnframt fram að þær vændiskonur sem leiti til ráð- gjafarstöðvarinnar séu einna best settar. Sumar hafi alls ekkert ferða- frelsi heldur sé beinlínis haldið föngn- um og þær geti því ekki leitað til stöðvarinnar. Þá séu aðstæður vænd- iskvenna yfirleitt skárri í Helsinki en á landsbyggðinni. „En flestar konurn- ar sem koma hingað vita hvað bíður þeirra þegar þær koma til Finn- lands,“ segir Kauppinen. Vændið sé þaulskipulagt og flestar hafi konurn- ar einhver tengsl við skipulagða glæpastarfsemi. Tengslin séu þó mis- mikil, sumar þurfi t.a.m. að borga fyr- ir ferðalög og ofurháa leigu en megi halda eftir afganginum af tekjum sín- um. Aðrar þurfi að greiða ákveðið hlutfall af tekjum til vændisdólgsins, oft um 60%. „Reyndar spyrjum við konurnar lítið um þetta. Þær tengjast jú skipulagðri glæpastarfsemi og við viljum ekki stefna þeim í hættu. Við verðum líka að hugsa um okkar eigið öryggi,“ segir hún. Það sé hvorki starfsfólkinu né konunum í hag að safna slíkum upplýsingum. Hnýsist starfsfólkið of mikið í þessi mál sé hætta á að glæpamennirnir knýi dyra og láti finna fyrir sér. Þegar talið berst að ástandinu á Íslandi nefnir Kauppinen að nokkrar konur sem leituðu til stöðvarinnar hafi greint frá því að þær hafi verið á Íslandi áður en þær komu til Finnlands. Sumar unnu á nektarstöðum. Kauppinen getur þó ekki svarað því hvort þær hafi stund- að vændi á Íslandi. „Við spurðum ekki,“ segir hún. Um 200 vændiskonur leita til ráðgjafarstofu í Helsinki Flestar vita hvað bíður þeirra „Reyndar spyrjum við konurnar lítið um þetta. Þær tengjast jú skipulagðri glæpastarfsemi og við viljum ekki stefna þeim í hættu. Við verð- um líka að hugsa um okkar eigið öryggi,“ segir Jaana Kauppinen, framkvæmdastjóri ráðgjaf- arstofu fyrir vændiskonur í Helsinki. Konurnar sem leita til ráðgjafar- stofu fyrir vændiskonur í Helsinki eru ekki spurðar hvort þær stundi vændi. Það kom því ekki fram hvort þær sem unnu á Íslandi áður en þær fóru til Helsinki hefðu stundað vændi hér á landi. Þetta er meðal þess sem Jaana Kauppinen, fram- kvæmdastjóri ráðgjafarstofunnar, sagði í samtali við Rúnar Pálmason. Morgunblaðið/RP runarp@mbl.is Reuters T OGAÐU í tauminn strákur, hrópar bóndi á bæ við Vatns- dalsá. Brúnn hestur hleypur um túnið og lítill strákur með hjólahjálm á baki honum. Þegar hesturinn hleypur niður brekku meðfram girðingunni veinar drengurinn af hræðslu. – Togaðu í tauminn! Loks staðnæmist hesturinn við eitt hliðið eftir æsilegan sprett og bóndinn tekur sjálfur í tauminn. Strákurinn frosinn í hnakknum. Þegar veiðimennirnir aka framhjá brosir bóndinn og segir: – Það slapp í þetta skipti. Veiðin er hafin. Nú er komið að kærustunni að bíða í jeppanum á meðan maðurinn lemur ána. Hestastóðið heldur henni selskap. Skyndilega lyftir einn hestanna sér upp á hryssu, sem leggst á bílrúðuna, og þau byrja að athafna sig. Eins og Jack Nicholson og Jessica Lange í Póstmanninum sem hringir alltaf tvisvar. Jeppinn eldhúsborð í náttúrunni. Kærastan flýr veltinginn í jeppanum. Ef til vill af nærgætni við hryssuna. Og allt minnir þetta dálítið á Júragarðinn – svona á íslenska sveitavísu. Á túninu við veiðikofann fer fram kennsla í flugukasti. – Við erum að veiða túnfisk í salatið, segir norðanmaður, svona til að finna einhverja réttlætingu á því að kasta flugulausum taumi í grasinu. Hann er á ullarnærbrókunum. Enginn er maður með mönnum í veiðikofa nema hann sé í ullarnærbrókum. Jafnvel í steikjandi hita og sól; vöðlum í volgu vatni. Íslendingar geta alltaf treyst á ullina. Á bæjarhlaðinu við Þingeyrar stendur þriggja ára gutti og hefur nóg fyrir stafni; himinninn heiðskír eins og hugurinn. Hann er með fulla skúringafötu af vatni, dýfir eldhússópnum ofan í fötuna og skrúbbar þríhjólið sitt. Hann kallar stoltur til ömmu sinnar: – Amma, amma, ég er að þrífa bílinn minn! Þótt veiðimaðurinn sé að kasta flugu í fyrsta skipti í ferðinni, þá hefur hann náð ágætum tökum á því. Þegar hann hverfur frá Bakkastrengnum fær hann hrós frá vanari veiðimanni. – Þú ert farinn að kasta ansi langt. – Já en hann var alltaf aðeins lengra, svarar hann óánægður. Ekkert veiðist við ósinn. Veiðimenn standa á bökkunum gegnt hver öðrum og berja ána á flóðinu. Ekkert bólar á fiski. Þá skýtur selur upp kollinum og gaumgæfir veiðimennina makindalega. Veiði- mennirnir gefa upp alla von. Í veiðikofanum kemur snemma í ljós hverjir hafa ástríðu fyrir veiðiskapnum. Fimm eru með fluguhnýtingasettin og tala um flug- urnar eins og gamla elskhuga. Þeir eiga langar samræður um hvernig flugan ber sig í straumnum. Þeir flaka bleikjuna sem veiddist um kvöldið og geyma hana í ísskápnum fram á næsta kvöld. Þá skera þeir hana í bita og reiða fram með sérstakri sushi- sósu og engiferi. Þeir eiga það líka sammerkt að kunna sögur úr mörgum veiðiferðum. Að minnsta kosti eina sögu um það þegar þeir misstu þann stóra. Menn eru misfisknir. Veiðimaður, sem ekkert hefur fengið, segir ungum syni sínum sem bíður spenntur fregna heima í Reykjavík frá því. – Ég virðist vera algjör veiðifæla, segir hann hlæjandi. Þögn í símanum. Eftir augnabliks hik spyr sonurinn áhyggju- fullur: – En pabbi, ef þú ert veiðifæla, er ég þá líka veiðifæla? Það er enginn hægðarleikur að kasta flugunni í fyrsta skipti. Víst ýtir það undir stoltið þegar flugan nær lengra og lengra út í ána, þó reglulega tapist flugur þegar smellur í girninu. Þá kastar maður öngullausri línu í hálftíma. Vandamálið er að vita hvert á að kasta flugunni, hvar silungurinn liggur. En um leið og bleikjan bítur heimasætuna á Brandanesi vestara er allt í himnalagi. Fyrsti flugu- fiskurinn gefur fyrirheit um fleiri. Engu skiptir þótt fleiri gíni ekki við agninu það sem eftir lifir ferðar – í tæpa þrjá daga. Og spurn- ing vaknar um að fá sér fluguhnýtingasett. Að kvöldi þriðja dags í veiðitúrnum lokast augun í kojunni og í hugann kemur spegilslétt árbreiðan. Ekkert truflar kyrrðina. Stöku fiskur vakir. Annars stilla. Eins og maður sé kominn að árbakk- anum og leggi sig undir stráþaki við lágstemmt suðið í flugunum, sefandi árniðinn og notalegt tíst smáfugla. Fyrst myndast hringir á yfirborðinu. Smám saman hverfa hringirnir í lygnuna og hugs- anirnar sökkva í djúpan svefn. Morgunblaðið/Einar Falur Engin veiði án ullarnærbuxna SKISSA Pétur Blöndal fór í veiðitúr í Vatnsdalsá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.