Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ hafa ýmis spjót staðið á Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra að undanförnu enda hefur hann staðið í ströngu. Árni hefur ýtt hval- veiðum í vísindaskyni úr vör, en hvalveiðar hafa ekki verið stundaðar hér í rúma tvo ára- tugi. Sú ákvörðun er vissulega umdeild og við- brögðin eftir því. Þá hefur Árni lýst því yfir að ekki komi til þeirrar línuívilnunar til dag- róðrabáta, sem kveðið er á um í stjórnarsátt- mála stjórnarflokkanna, fyrr en fyrsta septem- ber 2004, enda hafi hann ekki lagalegar heimildir til að koma henni á á næsta fiskveiði- ári. Hart hefur verið deild á ráðherrann vegna þessa og hann sakaður um svik. Hjörtur Gísla- son ræddi þessi mál og fleiri við Árna og spurði fyrst: Línuívilnun verður tekin upp Ertu svikari? Nei, það er langt frá því. Ég hef ekkert svik- ið. Það stendur til að taka upp línuívilnun og við höfum reyndar eytt talsvert miklum tíma í það hérna í sjávarútvegsráðuneytinu að útfæra leiðir til þess að undirbúa hana. En eins og fram hefur komið voru þær heimildir, sem ég taldi mér fært að nota í þessu sambandi, byggðakvótinn svokallaði, harðlega gagnrýnd- ar af umboðsmanni Alþingis, bæði heimildirnar sem slíkar og hversu víðtækar þær eru. Það verður að viðurkennast að hefðu þessar heimildir verið notaðar til línuívilnunar, hefð- um við verið að túlka þær mjög vítt. Það skipti einnig máli að gagnrýnt var hvernig við hefð- um notað heimildirnar, að reglurnar hefðu ekki verið nógu skýrar og niðurstaðan væri ekki nægilega fyrirsjáanleg. Það hefði ábyggilega gengið þvert á það sjónarmið, hefðum við breytt svo gjörsamlega um stefnu í því hvernig þessar heimildir eru nýttar og farið að nýta þær sem línuívilnun. Ég tel þó að hægt sé að út- færa línuívilnun til styrktar byggðunum á miklu skynsamlegri og betri hátt en hægt er að gera með þeim aðferðum sem við höfum notað hingað til við úthlutun byggðakvótans. Ég er á hinn bóginn ekki að segja að ég sé al- gjörlega sammála því sem umboðsmaðurinn segir. Sé það hins vegar alveg rétt sem hann segir, er ekkert hægt að úthluta byggðakvóta, byggðum á mati ráðherrans á aðstæðum. Þá á þetta við um marga aðra þætti, þar sem fram- kvæmdavaldið hefur heimildir frá Alþingi. Það er mjög erfitt að gera hluti sem efnislega eru umdeildir og vera þá líka með gagnrýni á heim- ildirnar til að framkvæma hlutinn frá umboðs- manni Alþingis. Mér finnst það líka mjög skrít- ið, þegar alþingismenn eru að gangrýna það, að framkvæmdavaldið heldur aftur af sér við að nýta lagaheimildir vegna gagnrýni frá umboðs- manni Alþingis, til þess að Alþingi geti tekið af- stöðu til málsins. Síðan er annar þáttur í þessu sem er hvort þessi upprunalega hugmynd mín um að nýta byggðakvóta sé rétta aðferðin til að koma á línuívilnun. Því verður ekkert á móti mælt að það var stór hluti af röksemdafærslunni fyrir línuívilnuninni á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins að yrði hún tekin upp yrði byggðakvótinn lagður niður. Það kom mjög skýrt fram í kosn- ingunum hjá frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins að skoða yrði byggðakvótann í sam- hengi við línuívilnunina. Þannig er textinn í stjórnarsáttmálanum að bæði eigi að skoða línuívilnun og aukningu á byggðakvóta en aukning byggðakvóta var í ályktunum Fram- sóknarflokksins. Jafnvel þó að umboðsmaður Alþingis hefði ekki gagnrýnt mig fyrir úthlutun byggðakvót- ans og ég hefði farið þessa leið að breyta byggðakvótaheimildunum sýnist mér að ég hefði samt sem áður fengið gagnrýni á þá að- ferðafræði. Ef maður skoðar svo þá umræðu sem átt hef- ur sér stað um þetta mál sýnist sitt hverjum um það hvernig þessi margumtalaði byggðakvóti eigi að vera. Í fyrsta lagi hvort hann eigi að byggjast á því að styrkja hinar dreifðari byggðir, eða hvort úthlutunin eigi að byggjast á því að línan sé umhverfisvænt veiðarfæri. Ef úthluta á til að styrkja byggðirnar geta verið rök fyrir því að úthluta eigi til dagróðrabáta, sem landi þá í heimahöfn og beitt sé í landi, þannig að vinna skapist í landi. Þá má líka setja skilyrði um það að aflinn verði einnig unninn í heimabyggðinni. Sé hins vegar litið á línuívilnunina frá því sjónarmiði að línuveiðar séu umhverfisvænar er vandséð af hverju ætti að útiloka stóru línu- bátana sem beita um borð. Þeir nota sama um- hvefisvæna veiðarfærið og minni bátarnir. Þeir sem vilja halda sig við byggðasjónar- miðið þurfa þá líka að færa rök fyrir því af hverju dagróðrabátar, sem nota önnur veiðar- færi, eigi ekki að fá ívilnun líka. Þá væri kannski réttara að tala um þetta sem byggða- ívilnun. Ef menn setjast niður og skoða öll þau álitamál, sem í svona ívilnun felast er það alveg augljóst að menn þurfa að gefa sér góðan tíma til að fara yfir málið og meta þessa kosti. Það er markmiðið samkvæmt samþykktum beggja stjórnarflokkanna að koma á línuíviln- un. Það verður gert og tekur væntanlega gildi fyrsta september 2004 eftir að málið hefur ver- ið unnið af þeirri vandvirkni sem nauðsynleg er.“ Rétt að meta hvernig til hefur tekizt Eru þá ekki allar líkur á því að byggðakvót- arnir verði felldir niður frá og með sama tíma? „Byggðakvóta Byggðastofnunar var úthlut- að til fimm ára með ákvæði um árlega endur- skoðun, þó er öllum kvótum í raun aðeins út- hlutað til eins árs. Lagaheimildin var hins vegar til sjö ára, en á því voru gerðar breyt- ingar þannig að loknum þessum sjö árum, færi þessi byggðapottur yfir til ráðstöfunar ráð- herra, eins og sá pottur sem hann hefur til um- ráða nú. Sá pottur er ekki tímabundinn. Í greinargerð með svokölluðum krókaafla- marksbyggðapotti, var gert ráð fyrir úthlutun úr honum í þrjú til fimm ár. Þriðja árið hefst núna fyrsta september. Því eru bæði þessi pottur og Byggðastofnunarpotturinn á þeim mörkum að búið sé að uppfylla þau tímamörk sem um var talað í upphafi. Þess vegna er það góður tímapunktur að fara yfir hvernig til hefur tekizt og meta þá upp á nýtt hvernig eigi að nota þessar heimildir og gera það í samhengi við upptöku línuívilnunar. Þá verða menn að hafa það í huga hvað menn telja réttlætanlegt og eðlilegt hve mikið verði dregið frá hinni almennu úthlutun aflaheimilda til svona sértækra aðgerða. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því.“ Smábátar hafa margfaldað hlutdeild sína í heildarþorskaflanum á undanförnum árum á kostnað annarra. Er nokkur ástæða til að auka hlutdeild þeirra enn meira? „Það er auðvitað Alþingi sem verður að ákveða það. Það er stór hluti af þessari um- ræðu allri. Ef menn komast að þeirri niður- stöðu að smábátakerfið nýtist betur til að ná þeim markmiðum, sem ætlunin er að ná í gegn- um fiskveiðistjórnunarkerfið hvað stöðu byggðanna varðar, getur það verið réttlætan- legt að kerfið fái meiri aflaheimildir. Ég held þó að í öllum slíkum tilfellum þurfi að sýna mjög vel fram á að það kerfi nái betri árangri í þessu en aðrir hlutar fiskveiðikerfisins. Eins að það sé réttlætanlegt að beita fiskveiðistjórn- unarkerfinu svona mikið í þessum tilgangi. Það er auðvitað Alþingis að komast að þessum nið- urstöðum. Mitt hlutverk er að leiða þá vinnu og undirbúa hana og koma fram með tillögur. Við erum þegar byrjuð á þessari undirbúnings- vinnu hér í ráðuneytinu.“ Það er sem sagt einhugur um það innan ríkisstjórnarinnar að standa að málinu með þeim hætti sem þú hefur lýst hér. Hefði ekki verið hægt að flýta þessu meira og taka íviln- unina upp á miðju fiskveiðiári til dæmis? „Það er algjör einhugur um það að fara þessa leið. Það er auðvitað allt hægt en veiðiheim- ildum fyrir næsta fiskveiðiár hefur verið út- hlutað. Það ber að úthluta þeim í upphafi fisk- veiðiárs. Það eina sem hugsanlega hefði verið hægt að fresta úthlutun á hefðu verið þessir pottar sem ég tel ekki rétt að nota til að yf- irfæra í línuívilnun vegna gagnrýni umboðs- mannsins. Að því frágengnu eru engar heim- ildir til að fresta úthlutun einhvers hluta kvótans og búa til nýjar reglur í framhaldinu og úthluta síðan síðar á árinu. Þá hefur það einnig verið sagt að það eigi bara að auka kvótann á miðju fiskveiðiári. Af því tilefni hefur það verið nefnt að ég hafi verið duglegur við að auka kvóta á miðju fiskveiðiári. Því er til að svara að þær aukningar eru byggð- ar á þeim forsendum að stofnstærð viðkomandi fisktegundar gefi tilefni til meiri veiði. Það hef- ur sýnt sig að þær ákvarðanir sem ég hef tekið um aukningu kvóta á miðju fiskveiðiári hafa síðar verið staðfestar sem réttlætanlegar eftir athuganir fiskfræðinga ef þær hafa ekki bein- línis verið teknar að fengnum tillögum frá þeim. Þorskurinn skiptir miklu máli þegar línu- ívilnun er annars vegar. Þorskkvótann hef ég aldrei aukið á miðju fiskveiðiári. Það er einfald- lega vegna þess að um þorskinn gildir svoköll- uð aflaregla, sem er langtíma nýtingarstefna fyrir þorskinn. Vegna þess á ekki að vera þörf á því að breyta á miðju fiskveiðiári þó að það komi fram einhver frávik frá því sem mælingar hafi áður skilað. Það hefur verið metið svo til lengri tíma hvað sé skynsamleg nýting sam- kvæmt aflareglunni en það er um 25% af veiði- stofninum árlega. Síðan höfum við verið með sveiflujöfnun milli ára. Meðan við erum með slíka reglu í gildi er mjög óskynsamlegt að breyta til á miðju fiskveiðiári. Það skapar líka óvissu þegar verið er að tala um breytingar á miðju fiskveiðiári. Ef öllum heimildum er ekki úthlutað í upp- hafi ársins eiga menn mjög erfitt með að skipu- leggja sínar veiðar. Því höfum við kappkostað að vera tilbúnir með allar reglur um veiðarnar fyrir upphaf hvers fiskveiðiárs. Sem dæmi um þá nýbreytni í þeim málum, sem tekin hefur verið upp, má nefna að hrygningarstoppið á næsta ári var ákveðið núna í ágúst í stað febr- úar eða marz eins og undanfarin ár.“ Viðbrögðin ekki mikil Nú hefur verið tekin umdeild ákvörðun um að hefja veiðar á hrefnu í vísindaskyni. Dynja mótmæli frá almenningi og félagasamtökum á ráðuneytinu? „Ég mundi nú ekki lýsa því þannig. Það hef- ur ekki verið neitt flóð og ég hef upplifað meiri tölvupóstsendingar en hafa komið núna. Hins vegar sýnist mér þessi mótmæli nær eingöngu vera mótmæli frá stofnunum eða félagasam- tökum. Þetta eru ekki einstaklingar, sem finna sig knúna til að senda okkur mótmæli, nema í einhverjum undantekningartilfellum. Yfirleitt er þessi tölvupóstur með stöðluðum texta og ég er iðulega titlaður „dear prime minister“, sem vissulega kitlar hégómagirndina. Við vitum hvaðan þessi póstur kemur, hvaða stofnun stendur að baki þessum sendingum. Þetta eru aðilar sem eru tilbúnir að mótmæla og eru með fyrirfram skoðanir á þessu. Þeir fjármagna sig á því að stunda svona mótmæli. Þessar send- ingar gefa á hinn bóginn tækifæri til sóknar og kynningar á málstað okkar því við svörum þeim. Það má vel vera að við eigum eftir að fá meiri viðbrögð við þessu en fréttir fjölmiðla erlendis af þessu hafa ekkert verið mjög miklar og fyrstu dagana átti maður í erfiðleikum með að finna slíkar fréttir. Viðbrögðin hafa því ekkert verið mikil.“ Það hefur þá ekki verið tekin óþarfa áhætta með því að hefja þessar veiðar? „Það fylgir því vissulega einhver áhætta en engin óþarfa áhætta. Við þurfum á þeim upp- lýsingum að halda sem við erum að sækjast eft- ir með þessum rannsóknum. Þótt ýmsir reyni að gera lítið úr vísindalegu gildi rannsóknar- áætlunarinnar hafa rök þeirra ekki verið mjög sterk og eru aðallega fólgin í upphrópununum. Það kemur mér reyndar á óvart hverjir hafa tekið þátt í þessum kór. Ég hef alltaf átt von á því að fólk sýndi því skilning að við þyrftum á þessum upplýsingum að halda. Jafnvel þótt fólk væri ósammála okkur, hugsaði það sem svo að þetta væru okkar hagsmunir fyrst og fremst og við værum þess trausts verð að taka ákvarðanir sem þessar.“ Þegar hvalveiðar eru annars vegar er það al- gengt að hvorki almenningur, stofnanir né Ég hef ekkert sv Umdeildar ákvarðanir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að undanförnu hafa vakið upp sterk viðbrögð, bæði hér heima og erlendis. Hjörtur Gíslason ræddi við ráðherrann um línu- ívilnun, hvalveiðar og fleiri þætti í íslenzkum sjávarútvegi.Hann telur að ekki sé hægt að koma á línuívilnun fyrr en í upphafi næsta fiskveiðiárs og hugsanlega falli byggðakvótar þá niður. „Mestu möguleikarnir liggja í að vinna meiri verðmæti á okkar forsendum úr því sem kemur á land og skila þannig sem mestu til þjóðarbús- ins og einstaklinganna sem vinna við sjávar- útveginn,“ segir Árni M. Mathiesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.