Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 21
hjá Bandalagi íslenskra sérskóla- nema (BÍSN) segir að félagið hafi sett fram þá hugmynd að tekju- skerðingin taki ekki til þeirra tekna sem námsmaðurinn aflar sér meðan á náminu stendur heldur aðeins þeirra tekna sem hann aflar meðan skólinn er ekki starfandi. Þetta mundi þýða að lán mundi skerðast vegna sumartekna námsmanna en ekki þeirra tekna sem aflað er með- an skólinn stendur yfir. Jafnframt segir Fjóla það vera baráttumál hjá BÍSN að frítekjumarkið verði hækk- að verulega þannig að það sé í sam- ræmi við meðallaun í landinu auk þess sem félagið telur að taka eigi kostnaðarliði á borð við fartölvu inn í framfærslukostnað enda sé þess t.d krafist í Háskólanum á Bifröst að nemendur eigi fartölvu. Fjóla segir það hafa breytt miklu fyrir sérskóla- nema þegar lánstímanum var breytt úr fimm árum yfir í sex. Jónína Brynjólfsdóttir hjá Iðn- nemasambandi Íslands (INSÍ) segir að iðnnemum sé það mikilvægt bar- áttumál að tekjuskerðingin lækki, enda komi hún iðnnemum illa sökum þess hve margir þeirra vinni með námi. Jónína tekur undir með Fjólu og segir að breyting á lánstímanum yfir í sex ár hafi breytt miklu fyrir iðnnema og telur að grunnfram- færsla til námsmanna eigi að vera mun hærri en hún er í dag, t.d. sé grunnframfærsla til námsmanna jafnhá og atvinnuleysisbætur en að mati Jónínu ætti hún að vera nálægt lágmarkslaunum, til að fólk sjái sér hag í því að fara í skóla frekar en að vera á bótum. Þjónusta yfir til bankanna – sérþekking og félagslegt tillit Sú hugmynd hefur verið rædd að færa þjónustu við námsmenn alfarið inn í bankakerfið þannig að bank- arnir myndu veita nemendum lán. Sú breyting mundi þýða að nemend- ur hefðu aukið svigrúm til að ákveða hve há lánin yrðu auk þess sem þau yrðu ekki tekjutengd eins og nú er. Steingrímur Ari Arason, fram- kvæmdastjóri LÍN, segir að þótt sjóðurinn telji mikilvægt að nýta þjónustu bankanna eins mikið og hægt er, sé varhugavert að færa hana alveg yfir til þeirra enda mik- ilvægt að öll sú sérþekking sem sjóð- urinn búi yfir, t.a.m. hvað teljist lánshæft nám, sé á einum stað. „Ef bankarnir taka við þjónustunni yrði sú þekking dreifð og hætta á að MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 21 Á HEIMASÍÐU LÍN má finna dæmi um útreikning námslána. Hér verða tekin tvö dæmi, annars veg- ar af námsmanni A, sem býr í eig- in húsnæði og er með 600.000 krónur í árstekjur og hins vegar af námsmanni B sem býr í eigin hús- næði og hefur nám eftir langt leyfi. Dæmi A Tekjur: 600.000 + Skattur: 0 - Frítekjumark: 300.000 = Mismunur: 300.000 35% skerðing: 105.000 Framfærsla í 9 mánuði: 697.500 + Bókalán: 40.000 - Skerðing vegna tekna: 105.000 = Heildarlán 632.500 Dæmi B Tekjur :1.500.000 - Skattur: 256.350 - Frítekjumark: 600.000 = Mismunur: 643.650 35% skerðing: 225.278 Framfærsla í 9 mánuði: 697.500 + Bókalán: 40.000 - Skerðing vegna tekna: 225.278 = Heildarlán 512.222 Lánaútreikningur 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.