Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ósamræmi myndist milli einstakra banka nema reksturinn yrði boðinn út og einni bankastofnun falið að annast hann,“ segir Steingrímur. Gunnar Birgisson segir að ef námslánin yrðu alfarið færð yfir til bankanna væri sú hætta fyrir hendi að hið félagslega tillit sem er í kerf- inu hverfi og þeir sem lenda í erf- iðleikum, t.d. vegna veikinda, þung- unar eða fjárhagserfiðleika, eigi erfiðara með að fá skuldbreytingar. Gunnar segir þó mikilvægt að nýta bankana eins og kostur er og að ef til vill megi hugsa sér að bankarnir tækju þetta yfir en að nefnd mundi starfa og meta styrki til nemenda. Að sögn Gunnars er alltaf verið að færa þjónustuna frá sjóðnum, nú sé til dæmis hægt að sækja um náms- lán rafrænt á Netinu og margir nemendur þurfa engin bein sam- skipti að hafa við sjóðinn. Steingrímur Ari segir LÍN reyna af fremsta megni að halda kostnaði sem lægstum og þar fari aðeins fram kjarni starfseminnar, öll lögfræði- þjónusta er t.a.m. aðkeypt að sögn Steingríms. Lækkun endurgreiðslubyrði námslána í stjórnarsáttmála Bandalag háskólamanna, BHM, og SÍNE fóru fyrir hópi sextán stéttarfélaga og hagsmunasamtaka sem kynnti í vor skýrslu um endur- greiðslubyrði námslána. Endur- greiðsla námslána er tvíþætt, annars vegar er föst greiðsla sem allir lán- þegar verða að inna af hendi árlega og hins vegar greiða þeir sem hafa yfir 1.250 þúsundum krónur í árs- tekjur 4,75% af tekjum sínum, að frádreginni föstu greiðslunni, einu sinni á ári. Að mati samtakanna sem stóðu að gerð skýrslunnar er endurgreiðslu- byrðin of há, þeir sem tekið hafa námslán þurfa að árlega að greiða sem svarar einum mánaðarlaunum í útborgun upp í lánið. Í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar var sett inn ákvæði um að huga skuli að lækkun endurgreiðslubyrði námslána. Að sögn Gísla Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra BHM, var upptaka ákvæðisins í stjórnarsáttmálann áfangasigur enda brýnt mál á ferð- inni. Ekki hefur verið ákveðið hvern- ig endurgreiðslubyrðin verði minnk- uð en bæði hefur verið talað um að gera endurgreiðslur af lánum frá- dráttarbærar frá skatti eða þá að lækka endurgreiðsluhlutfall lána, t.d niður í 3,75%. SÍNE og BHM munu fara fyrir hópi samtakanna og hefja viðræður við stjórnvöld á næstunni. Gunnar Birgisson segir mikilvægt að hafa í huga að ef endurgreiðslu- hlutfallið lækkar, verði sjóðurinn af tekjum sem þýðir að eitthvað annað verði að lækka í staðinn eða að fram- lag ríkisins aukist. Hann segir jafn- framt að menn verði að átta sig á því að með námslánum sé fólk að fjár- festa í sjálfum sér og verði að borga fyrir það. Ábyrgðarmenn vegna námslána Í aðdraganda kosninganna í vor kom til umræðu réttmæti þess að námslán séu ekki veitt nema lántaki hafi ábyrgðarmann fyrir láninu en hann getur reynst erfitt að finna. Steingrímur Ari segir það vissu- lega rétt, í einstaka tilvikum geti reynst erfitt að finna ábyrgðarmann. Hann segir ábyrgðarmannakerfið veita ákveðið aðhald en á móti komi að vegna kerfisins sé hægt að veita mörgum aðilum lán sem ekki væru annars taldir traustir lántakendur, og þá með því að krefjast þess að viðkomandi sé með tvo ábyrgðar- menn. Námslán eru greidd eftir á, þegar námsmaður getur sýnt fram á eðli- lega námsframvindu. Aðspurður um kosti eftirágreiðslukerfisins segir Gunnar Birgisson það fyrirkomulag hafa verið lengi. Áður fyrr voru lánin greidd fyrirfram með þeim afleið- ingum að margir nemendur lentu í vanskilum því þeir skiluðu ekki eðli- legum námsárangri og fengu of- greidd lán sem þeir urðu að greiða til baka með tilheyrandi kostnaði fyrir námsmenn og sjóðinn. Núgild- andi fyrirkomulag felur í sér tölu- verðan kostnað fyrir lánasjóðinn sem greiðir námsmönnum vaxta- styrk, fast hlutfall af upphæð hvers láns, til að mæta vaxtakostnaði sem myndi ella lenda á þeim námsmönn- um sem taka yfirdrátt í banka yfir önnina. Gunnar segir að sjóðurinn telji hins vegar betra að koma til móts við námsmenn með þeim hætti miðað við að standa í að eltast við vanskil en bankarnir sjá um það. Gunnar segir að samstarfið við bankana hafi gengið vel og þeir vext- ir sem bankinn býður eru að hans mati sanngjarnir. Hver og einn metur hvort hann fjárfestir í námi Steingrímur Ari segir að þótt um helmingur námsláns sé í raun styrk- ur, umgangist námsmenn fram- færsluna sem lán, sem er mikilvægt að hans mati, þar sem hverjum og einum er eftirlátið að meta hvort hann telji fjárfestingu í námi skyn- samlegan valkost. Annars staðar er aðgreiningin milli styrkja og lána meiri, þótt íslenska ríkið leggi í heildina fram svipaðar fjárhæðir til sjóðsins og hin Norðurlöndin. Stein- grímur segir að í þeim löndum sem skilið er á milli styrkja og lána sé stýringin meiri af hálfu yfirvalda, þannig að styrkirnir eru háðir frek- ari skilyrðum en hér á landi. „Hér var ákveðið að fara ekki þá leiðina, heldur eftirláta hverjum og einum að meta það sjálfur hvernig hann hagi sínu námi,“ segir Steingrímur. Gunnar segir að í þeim löndum, þar sem beinir styrkir hins opinbera til nemenda tíðkist, séu dæmi um að reynt sé að stýra námsvali nemenda. Hann segir að slík stýring kæmi aldrei til greina hér, t.a.m. yrði aldr- ei hætt að veita lán til náms erlendis á grundvelli þess að hægt væri að læra fagið hér heima eins og raunin varð með læknanám í Noregi að hans sögn. „Það er einstaklingsins að leggja dóm á það hvernig námið kemur honum til góða,“ segir Gunn- ar. arnihe@mbl.is                                           !"# $"                                       !"# $   %       !"# $" % &'()* %  +)#& , -."#&                                                                         &!'(  % /!&##    0" )  * + % ,    ! *  % - #  *   ./ % .#  -. #   -. #   KATRÍN Jónsdóttir, nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að námslánin sem hún fái dugi henni ekki til að ná endum saman. Katrín býr með kærasta sínum í leiguhúsnæði og þrátt fyrir að eyða ekki miklu, dugðu þær 75.500 krónur sem hún fékk á mán- uði síðasta vetur ekki til að borga húsaleigu og mat. Katrín fær full lán og vinnur ekki með skóla, enda tek- ur það því ekki að vinna að hennar sögn, sökum þess hve lánið skerðist mikið. Katrín segist ekki þurfa mikið til viðbótar mán- aðarlega svo að endar næðu saman. „Manni finnst það skrýtið hvers vegna nemendur hafi ekki meira val um það hve há lán þeir taka, þetta er jú lán sem þarf að borga til baka. Það mundi skipta miklu máli fyrir mig að fá eilítið meira hvern mánuð, en það er ekki í boði.“ Katrín segir jafnframt að skerðing lána vegna tekna námsmanna sé þungur baggi fyrir marga, t.d. þá sem hafa verið að vinna og fara svo í skóla. „Lánin hjá þessu fólki skerðast svo mikið að það neyðist oft til að vinna með skólanum, sem leiðir til þess að nemendur geta ekki einbeitt sér að fullu við námið. Þetta er vítahringur sem þarf að rjúfa,“ segir Katrín. Hún tekur fram að henni finnist þróunin undanfarið þó hafa verið jákvæð, sérstaklega að fella út skerðingu láns vegna tekna maka. Katrín Jónsdóttir, nemandi í sálfræði Segir lánin ekki duga til að ná endum saman SNORRI Arnar Viðarsson, meistaranemi í við- skiptafræði við Verslunarskólann í Árósum, segir að þau lán sem hann fái frá LÍN dugi honum ágætlega en Snorri á konu og tvö börn. „Lánin standa undir framfærslu, þegar allt hefur verið lagt saman, lán, húsaleigubætur og niðurfelling dagvistunargjalda,“ segir Snorri en hann hafði unnið í um ár áður en hann hóf meistaranámið. „Lánið sem ég fékk í vetur skertist talsvert af þeim sökum en það hefur hins vegar lagast núna og fyrir næsta vetur fæ ég óskert lán,“ segir Snorri. Hann segir að íslenska námslánakerfið standist ágætlega samanburð við önnur Evrópulönd, a.m.k. út frá reynslu þeirra nemenda sem hann hefur kynnst í Danmörku. „Danska kerfið er þó betra en það íslenska, enda veitir það beina styrki. Þrátt fyrir að íslenska ríkið niðurgreiði lán- in fyrir íslenska nemendur, er endurgreiðslubyrðin ansi þung,“ segir Snorri, sem hefur í hyggju að vera áfram úti í Danmörku að námi loknu. Snorri Arnar Viðarsson, nemandi í viðskiptafræði í Danmörku Framfærsla LÍN nægir í Danmörku ÝMSIR þættir valda því að LÍN stendur ekki undir sér og vegur þar þyngst sá að sjóðurinn tekur sjálfur lán með um 5–6% vöxtum en lánar námsmönnum með 1% vöxtum. Nemendur borga auk þess ekki vexti af lánum meðan á námstíma stendur. Sjóðurinn greiðir þeim nemendum vaxta- styrk sem þurfa að taka yfirdrátt- arlán í banka vegna framfærslu yfir önnina auk þess sem endur- greiðslur af námslánum falla nið- ur við fráfall eða alvarleg veikindi lánþega, óháð því hvort lánið hafi verið greitt að fullu. Endur- greiðslur af lánunum eru auk þess háðar tekjum lánþega, sem veldur því að þeim hluta lánþega sem eru með lægstar tekjur endist í sum- um tilfellum ekki ævin til að greiða upp lánið. Sjóðurinn fær því að meðaltali 50 krónur end- urgreiddar af hverjum 100 sem hann lánar og brúar ríkissjóður bilið þar á milli með árlegu fram- lagi. Nú eru alls um 62 milljarðar króna útistandandi í námslánum. 50 krónur af hverjum 100 sem LÍN lánar er styrkur Hvers vegna stendur LÍN ekki undir sér? Á vinstri myndinni má sjá þróun útlána og heildarskulda LÍN frá 1980. Heildarútlán sjóðsins nema um 62 milljörðum en skuldir um 28 milljörðum en hægt hefur á skuldasöfnun undanfarin ár. Á hægri myndinni má sjá afborganir lánþega og framlag ríkissjóðs auk veittra lána ár hvert. Myndin til vinstri sýnir þróun grunnframfærslu, frítekjumarks og skerðingarhlutfalls frá 1980. Á hægri myndinni má sjá fjölda lánþega en eftir mikla fækkun árið 1992 hefur lánþegum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Áætlaður fjöldi fyrir árið 2002-3 var 8.400 lánþegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.