Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 31
hafi notið Jóns Axels bróður míns, sem var hafnsögumaður og hef- ir sjálfsagt stjórnað siglingu Magna í Borg- arnes. Ég man þó bet- ur eftir sjóveikinni sem mæddi mjög er drátt- arbáturinn sigldi fyrir Hvalfjörð. Þá valt Magni á bláum bárum rastarinnar og tommaði tæpast áfram með vöruprammann í treg- um drætti. Næst sjó- veikinni man ég eftir Óla Maggadon og Bjarna Tómassyni, sem oftast var kallaður Bjarni á Magna og var eiginmaður Guðrúnar skáld- konu Árnadóttur frá Oddsstöðum, sem var fasmikil og minnisstæð og tók virkan þátt í stjórnmálum um skeið. Einkum kvað að henni í fylgdarliði Hannibals Valdimars- sonar er hann blés til orustu í Al- þýðuflokknum og síðar í nýjum samtökum. Bjarni Tómasson, Óli Maggadon og rúgbrauðið, sem við kölluðum þrumara í þá daga, skar Bjarni af rausn og örlæti þegar við Óli fengum lystina aftur eftir Hval- fjarðarhrinuna. Bjarni og Ólafur, eða Óli, eins og hann var jafnan kallaður voru báðir glaðlyndir menn og góðviljaðir. Þeir voru oft- ast eitt sólskinsbros. Jóhannes Kjarval listmálari, sem var einn í hópi Reykvíkinga sem voru Auden minnisstæðir, kunni vel að meta sólskinsbros Óla Maggadon. Stefán Íslandi greinir frá því í bók sinni, Áfram veginn, að hann hafi alltaf sent Kjarval tvo boðsmiða á hljóm- leika sína. Kjarval bauð Óla Magga- don jafnan með sér. Sátu þeir á fremsta bekk og klöppuðu óspart að loknu hverju lagi. Það var ekki bara þrumarinn hjá Bjarna á Magna sem Óli át af hjartans lyst. Ludvig Hjálmtýsson (Polli) forstjóri Sjálfstæðishússins var góður vinur og velgjörðarmaður Óla. Hann sagði Páli Líndal lög- manni frá ýmsum afreksverkum Óla sem snertu matarlyst. Óli kom í Sjálfstæðishúsið í for- stjóratíð Ludvigs. Haraldur Á. Sig- urðsson leikarinn góðkunni var þá staddur þar. Þar lék Óli sér að því að „sporðrenna“ 12 rjómakökum, sem voru afgangur frá „eftirmið- dagskaffinu“. Ludvig segir að Magnús Péturs- son bæjarlæknir hafi verið kallaður að nóttu til. Þá hafði Óli gleypt 20 síldarflök með lauk. Varð eitthvað bumbult af síldinni. Óli var góðvinur flestra veitinga- þjóna enda viku þeir oft góðu að honum. Best mun honum þó hafa fallið við Janus Halldórsson. Hann var lengi á Hótel Borg, en síðar í Sjálfstæðishúsinu. Óli kallaði alla þjóna nafni Janusar. Það var alveg sama hvort það var Villi Schröder, Guðmundur H. Jónsson (Guðmund- ur Halli), allir voru þeir nefndir Janus þegar Óli ræddi við þá eða um þá. Óli fæddist 13. október 1901. Hann lést 18. febrúar árið 1975. Ludvig Hjálmtýsson segir að Gunnar Gunnarsson rithöfundur hafi skrifað smásögu á dönsku um Óla. Var það sagan Kommandan- ten. Óli Maggadon tók þátt í fyrstu kröfugöngu verka- lýðsfélaganna í Reykjavík 1. maí 1923. Hann lét sig ekki vanta þar. Oddur hinn sterki var þar líka eins og áður er getið. Árni Pálsson pró- fessor var einn þeirra sem Auden minntist hvað helst frá þeim vikum sem hann dvaldist í Reykjavík sumarið 1937. Hann tengdi Árna við Há- skóla Íslands. Árni setti höfðinglegan og sérstæðan svip á Reykjavíkurbæ með sterkri og mikilúðlegri nær- veru sinni. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur var í hópi fjölda nemenda Árna sem dáðu hann og dýrkuðu. Hann flutti þeim Brandes- arboðskap beint í æð. Hafði á hrað- bergi ljóð Jóhanns Sigurjónssonar. Var sjálfur einskonar menningar- stofnun og þar var Bakkus kon- ungur tignaður og dáður og fjar- vera hans treguð. Það kemur hvarvetna fram í máli Árna Pálssonar. Hyggjum að ræðu er hann flytur í samsæti sem haldið er til heiðurs Matthíasi Jochums- syni 12. september 1915. Árni segir: „Þetta er í fyrsta sinn, svo að ég viti til, að íslenskir stúdentar hafa verið nokkuð á báðum áttum, hvort þeir ættu að halda séra Matthíasi Jochumssyni samsæti.“ Síðan greinir ræðumaður frá ástæðunni. Vínbann er nýlega gengið í gildi. „Við kunnum eigi að signa bragar- full þurrt.“ Síðan færist ræðumaður allur í aukana. Hefir sennilega heyrt „gutla á pela“ í sæti við hlið- ina. Heldur svo áfram og segir: „Við látum engan og ekkert komast upp á milli okkar og hans (Matthíasar Jochumssonar). Enda hefur hann það með sér, sem mest er meinabótin – spiritus sanctus er með honum og spiritus concentrat- us býr í honum, þegar best gegnir.“ Ég nefndi Sverri Kristjánsson og þel hans í garð Árna. Kristján Al- bertsson veitti Sverri þung högg og stór er hann lét setja lögbann á sjónvarpsþátt okkar Sverris. Árni hafði sagt við Sverri er þeir kvödd- ust og Sverrir sigldi til náms í Hafnarháskóla. „Ekki veit ég hvort það verður maður úr yður, en hitt veit ég að þér eruð manneskja.“ Og svo kvaddi Árni „drenginn“ sem hann kallaði svo. Mér er nær að halda að við Sverrir hefðum getað ógilt bannið með því að vitna í Árna sjálfan og Sigurð Nordal prófessor. Árni kvað: Ennþá gerist gaman nýtt gnótt er í kjallaranum. Nú er geðið glatt og hlýtt hjá gamla svallaranum. Sigurður Nordal sagði um Árna: „Hann er svolgrari.“ Mér er nær að halda að dóm- arinn hefði sýknað Sverri af ákæru Kristjáns Albertssonar. Enginn var stórorðari og harð- skeyttari í skeytum er hann sendi andstæðingum sínum í ritdeilum, t.d. í skilnaði við Dani. Menn skipt- ust þá í hraðskilnaðarmenn og lög- skilnaðarmenn. Árni vildi fresta skilnaði til styrjaldarloka. Hann lenti í áköfum deilum við Morgun- blaðið. Sagði þá í grein sinni í „Helgafelli“ tímariti Magnúsar Ás- geirssonar, Tómasar Gumundsson- ar og Ragnars í Smára: „Morgun- blaðið er því aðeins boðlegt í peningshúsum að skepnurnar eru ekki læsar.“ Árni var afbragðsgóður ljóðaþýð- andi. Ljóð Drachmanns, Sakúntala, er gersemi. Á glæ hefur kóngur gæfunni þeytt og þó að hann stöðvaði hinn stríða straum þá stoðar það ekki neitt. Dúsjantas líður um lundinn o.s.frv. Þá ber að geta þýðingar hans á Robert Burns. Hin gömlu kynni. Við óðum saman straum og streng og stóðumst bylgjufall. En seinna hafrót mæðu og meins á millum okkar svall. Árni er ekkert að tvínóna við bik- arinn. Hann er ekki hálfur. „Nú fyllum bróðir bikarinn,“ seg- ir hann í þýðingu sinni. Tómas Guðmundsson skáld og Árni Pálsson voru góðkunningjar. Sigfús Halldórsson sagði mér sögu um það er þeir hann og Tómas sátu við borð á Hótel Íslandi og drukku þar bennivínsflösku, sem Sigfús hafði lagt með sér. Árni kom að borði þeirra og heilsaði Tómasi. Sigfús var kurteis og vingjarnlegur, reis á fætur og fagnaði Árna, en þúaði hann, en það þoldi Árni eng- um, sem ekki hafði drukkið dús. Hristi sig og umhverfðist allur. Tómas hvíslaði í eyra Árna fáum orðum. Lét hann þá sefast og mælti: „Ertu sonur hans Halldórs úrsmiðs fornvinar míns. Við skulum drekka dús.“ Þegar Árni brá sér frá spurði Sigfús Tómas hverju hann hefði hvíslað. Tómas svaraði: „Ég sagði honum bara að þú ættir flöskuna sem við værum að drekka.“ Björn Sigfússon háskólabóka- vörður lýsti því af frábæru skop- skyni er hann sat samdrykkju stúd- enta í Háskóla Íslands. Frásögn Björns birtist í bók er fylgdi Árbók Háskóla Íslands árið 1985–1986 og Páll Sigurðsson tók saman. Björn segir: „Á einhverri fyrstu rannsóknar- æfingu minni sat ég andspænis Árna Pálssyni við stórt borð. Tók ég eftir því að farið var að svífa á einhverja, sem sátu þar, þó ekki á Árna, en svartidauði var skenktur í lítil og mjó glös. Nú vildi ég „vera með“, fékk mér eitt glas og annað glas í viðbót og slokraði bæði. Þá leit á mig Árni Pálsson föðurlegum augum yfir borðið og segir: „Ann- aðhvort eruð þér vanur víni eða þér verðið að vara yður á þessu, að byrja svona snöggt.“ Ég þakkaði Árna Pálssyni fyrir ráðið, því reynsluna hafði hann nóga, og þetta var sá skammtur, sem ég ætlaði mér það kvöldið til að vera eins og hinir og langaði ekkert í meira. Ég held að Sigurður Nordal hafi haft þarna fjölbreyttari og skynsamlegri ástæður en ég er dómbær um fyrir því hvernig venja beri stúdenta við vín. „Húnvetningar byrja á sterku brennivíni, leggja sig ekki niður við þunnt gutl og langt marklaust þjór,“ sagði Sigurður. Þar með var réttlætt sú regla að panta eingöngu svartadauða þá fengjust áfengis- áhrifin ódulin og hæfilega mikil fyr- ir minnstan pening og minnsta fyr- irhöfn. Björn heldur áfram: „Árni Pálsson var á hinn bóginn sá spá- maður Bakkusar (Hversvegna lagði Kr. Alb. ekki lögbann við útgáfu Háskólans á bókinni?) sem gat miðlað okkur í verki mestri þekk- ingu á víni og hættum þess, þó að Sigurður Nordal segði: „Hann Árni er ekki drykkjumaður, hann er svolgrari.“ Björn Sigfússon rifjar upp vísu er Árni kvað þegar fyrst voru leyfð Spánarvín: Er sem þiðni um þagnar lönd þeli margra ára þegar hnígur heim að strönd höfug vínsins bára. Fjölda sagna mætti segja um Árna Pálsson svo minnisstæður sem hann er öllum þeim sem voru samtíðarmenn hans. Höfundur er fyrrv. þulur. Árni Pálsson prófessor. Oddur Sigurgeirsson í fararbroddi kröfugöngu 1. maí 1927. Oddur tók jafnan þátt í kröfugöngum verkalýðsins. Hann var í fyrstu göngunni 1923. (Mynd birt á forsíðu Spegilsins.) MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 31 BÚJARÐIR - BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. Vorum að fá í sölu mjög fallega og rúmgóða 150 fm 5 herb. íbúð á jarðhæð í 2-býli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, rúmgott hol og fjögur herbergi. Sérinngangur. Nýstand- sett eldhús. Falleg afgirt lóð. Hægt að ganga í garð frá stofu. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag frá kl. 14-16. V. 16,9 m. 9843 Rauðagerði 45, jarðhæð - OPIÐ HÚS Öll fasteignin nr. 1 við Ármúla í Reykjavík að undanskildri jarðh. hússins í vesturátt. Eignin er á 5 hæðum og er samtals 1.053,2 fm fyrir utan sameign. Húsið er steinsteypt, byggt árið 1965 og hefur verið klætt að utan með lituðum as- bestplötum að kjallara undanskildum. Lyfta er í húsinu. Ástand skrifstofuhæðanna er mis- jafnt. Lóðarstærð er 3.345 fm. Byggingarréttur að allt að 1.800 fm nýbyggingu fylgir. Búið er að greiða gjöld fyrir 1300 fm af byggingarrétt- inum. Hluti hússins er í útleigu. V. 125 m. 3373 Ármúli 1 Fjárfestar -Byggingaverktakar Álfaheiði - Stórglæsileg íbúð Sérlega glæsileg 110 fm hæð (efsta hæð) í litlu fjölbýlishúsi með bílskúr þar sem aðeins þrjár íbúðir eru í stigahúsi. Eignin skipt- ist í hol, tvö herbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu og eldhús. Innréttingar og gólfefni í sérflokki. 3549 Ásvallagata - hæð og ris Glæsileg eign sem er tvær íbúðir við Ásvalla- götu í Reykjavík. Eignin skiptist í 3ja herbergja 78,5 fm íbúð á 2. hæð og 2ja herbergja 40,3 fm íbúð í risi sem er töluvert undir súð. Hæðin skiptist í gang, tvær samliggjandi stofur, her- bergi, baðherbergi og eldhús. Risið skiptist í gang, herbergi, stofu/eldhús og baðherbergi. Ástand og útlit eignarinnar er mjög gott. V. 19,5 m. 3560 Ægisíða Falleg 75 fm 3ja herbergja neðri hæð í þríbýlishúsi við Ægissíðuna auk 40 fm bílskúrs. Eignin skiptist í hol, tvær sam- liggjandi stofur, eldhús, herbergi og baðher- bergi. Suðursvalir. Húsið lítur mjög vel út að utan og er m.a. nýmálað, nýlegt járn á þaki, nýtt rafmagn og tafla. Fallegur og gróinn garður. V. 14,5 m. 3552 Efstasund Björt og falleg 85 fm 4ra herbergja íbúð í steyptu þríbýlishúsi við Efsta- sund á frábærum stað auk 35 fm bílskúrs. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, baðher- bergi, þrjú herbergi, eldhús og sérþvottahús. Sérpallur í garði. Húsið er klætt að utan. Ný tafla. V. 13,5 m. 3548 Rofabær - standsett Vorum að fá í sölu mjög fallega 55 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin hefur nýlega verið standsett. Mjög gott aðgengi er að íbúðinni. V. 9,5 m. 3542 Hraunbær - frábær stað- setning Til leigu 153 fm götuhæð í helsta verslunarkjarna Árbæjar í nýju húsi sem er sérl. vandað á allan hátt. Eignin er laus nú þegar. Í kjarnanum eru m.a. SPV, borgarbóka- safn, bakarí, Bónus o.fl. Mikill fjöldi bílastæða. Aðeins traustir leigutakar koma tilgreina. Nán- ari uppl. veitir Óskar. Til leigu 2495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.