Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 15. ágúst 1993: „Fyrirhug- aðar veiðar íslenzkra fiski- skipa í Barentshafi, sem a.m.k. 15–20 skip stefna nú á, ef ekki fleiri, eru á góðri leið með að verða að stórpólitísku deilumáli innanlands og utan. Á þessu máli eru margar hlið- ar. Sú afstaða útgerðar- manna og sjómanna að vilja bjarga sér er skiljanleg. Út- hafskarfaveiðar hafa gefizt vel. Þorskstofninn í Barents- hafi hefur verið á mikilli upp- leið og þegar erlend skip landa hér góðum afla, sem fengizt hefur á þeim slóðum er ekki við öðru að búast en útgerðarmenn hér vilji kanna þessa möguleika.“ . . . . . . . . . . 14. ágúst 1983: „Í Hagtölum mánaðarins, júlíhefti, sem hagfræðideild Seðlabanka Ís- lands gefur út, er m.a. fjallað um efnahagsþróun í umheim- inum. Þar er greint frá því að Efnahags- og framfarastofn- unin (OECD) spái því, að sá efnahagsbati, sem hófst á seinni helmingi ársins 1982 í sjö stærstu OECD-ríkjunum, haldi áfram á þessu og næsta ári. Talið er að verg þjóðar- framleiðsla muni aukast um 2% á þessu ári og 3,25% á því næsta á OECD-svæðinu í heild. Hagvöxturinn í ár verður mestur í Japan, 3,25%, næstmestur í Banda- ríkjunum, 3%, en 0,5% að meðaltali í Evrópulöndum OECD. Því er einnig spáð að hagvöxtur verði hægari í Evrópulöndum á næsta ári en í N-Ameríku, Ástralíu og Japan.“ . . . . . . . . . . 12. ágúst 1973: „Mikla furðu hefur vakið, hversu óstinnt helzta málgagn ríkisstjórn- arinnar, dagblaðið Þjóðvilj- inn og Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsráðherra, hafa tekið þeirri þróun í fiskveiði- lögsögumálum, sem átt hefur sér stað á alþjóðavettvangi að undanförnu. En aðstæður eru nú þær, að verulegar lík- ur eru á, að allvíðtæk sam- staða verði um 200 sjómílna fiskveiðilögsögu meðal þjóða heims. Þegar Íslendingar ákváðu að færa landhelgina út í 50 sjómílur höfðu nokkur ríki þegar helgað sér svo víð- tæka lögsögu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AMERÍSKT SJÓNVARP? Athyglisverðar upplýsingar umuppruna sjónvarpsefnis á Ís-landi koma fram í nýlegri skýrslu Hagstofu Íslands um fjöl- miðlun og menningu. Þar eru nýjustu tölur frá árinu 2001, en gefa ágæta mynd af því hver þróunin hefur verið á undanförnum árum. Það kemur ekki á óvart í tölum Hagstofunnar að efni almennra einkarekinna sjónvarpsstöðva er og hefur verið að stórum hluta banda- rískt; tæpur helmingur efnis á Sýn og yfir helmingur efnis Stöðvar 2. Hitt vekur athygli, að bandarískt efni í Ríkissjónvarpinu hefur farið hrað- vaxandi. Það var 18,3% af efni stöðv- arinnar árið 1991 en 31,7% tíu árum síðar. Að þessu leyti líkist Ríkissjón- varpið einkareknu stöðvunum æ meir. Við ameríska efnið bætist svo efni frá öðrum enskumælandi löndum, sem var samtals 10,6% af efni stöðv- arinnar árið 2001. Það ár voru því a.m.k. 42,3% af efni íslenzka ríkis- sjónvarpsins á ensku! Þá er raunar ótalinn hlutur ensku í „fjölþjóðlegu og óskilgreindu“ erlendu efni, sem var árið 2001 17,3% af efni Ríkissjón- varpsins. Erlent efni var sent út í 66,5% af útsendingartíma Ríkissjón- varpsins þetta ár, sem þýðir að af er- lendu efni þessarar sjónvarpsstöðv- ar, sem er rekin að stórum hluta fyrir fé skattgreiðenda, eru a.m.k. tæp 64% á einu erlendu tungumáli, þ.e. ensku. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað helzt hlutfall íslenzks efnis í Rík- issjónvarpinu svipað, eða á bilinu 27- 36%, en efni frá öllum öðrum mál- svæðum dregst saman. Þannig var efni frá nánustu frændþjóðum okkar, Norðurlandaþjóðunum, 3,2% árið 1991 en 2,4% árið 2001. Þeir tímar eru löngu liðnir, er norrænt efni var allt að 11% af dagskrá Sjónvarpsins. Efni á spænsku, sem töluð er af 250 milljónum manna og nýtur æ meiri vinsælda hjá ungum Íslendingum, meðal annars vegna mikilla við- skiptatengsla við spænska málsvæð- ið, var 0,6% af dagskrá Ríkissjón- varpsins árið 1991 en 0,1% árið 2001. Efni á ítölsku var 0,9% árið 1991, 0,2% áratug síðar. Efni á frönsku, sem er kennd í hér um bil öllum fram- haldsskólum á Íslandi, var 2,9% árið 1991, en 1,9% 2001. Efni á þýzku, sem lengi hefur verið það erlenda tungu- mál sem flestir Íslendingar hafa kunnað á eftir ensku og Norðurlanda- málunum, enda tengslin við þýzku- mælandi lönd mikil, var í upphafi tí- unda áratugarins 2,1%, en í lok hans heil 1,2% af dagskrá Sjónvarpsins. Morgunblaðið hefur áður sett fram þá skoðun að þessi menningarlega einsleitni í erlendu efni Ríkissjón- varpsins sé algerlega óviðunandi – og var sú skoðun þó byggð á eldri tölum. Stjórnendur Sjónvarpsins telja sig kannski vera að svara óskum mark- aðarins með þessari dagskrárstefnu. En vill almenningur aðallega sjá am- erískt eða engilsaxneskt efni í sjón- varpinu? Hvað með alla þá tugi þús- unda Íslendinga, sem hafa t.d. búið um lengri eða skemmri tíma í Skand- inavíu, Þýzkalandi og Frakklandi? Hvað með unga fólkið í framhalds- og háskólum, sem sýnir tungumálum á borð við ítölsku og spænsku æ meiri áhuga? Hvað með þá mörgu Íslend- inga, sem vegna starfa sinna og áhugamála eru í miklum tengslum við önnur málsvæði en það enska? Hvað með þá mörgu, sem telja að Ísland sé í menningarlegu og sögulegu tilliti fyrst og fremst Evrópuríki, þrátt fyr- ir náin tengsl við Bandaríkin, og beri að rækta evrópskan menningararf? Jafnvel þótt einhver kæmist að þeirri niðurstöðu að allt þetta fólk vildi fyrst og fremst horfa á amerískt afþreyingarefni í sjónvarpinu, er það alls ekki hlutverk Ríkissjónvarpsins að hlaupa á eftir duttlungum mark- aðarins. Ef það á að vera raunin þarf ekkert Ríkissjónvarp. Sjónvarp, sem fjármagnað er með skatti á almenning, á fyrst og fremst að gegna menningar- og fræðsluhlut- verki. Það á m.a. að opna fólki glugga inn í marga menningarheima, en ekki bara einn eða tvo. Það á að styðja við viðleitni skólakerfisins til að kenna fólki erlend tungumál, og þá ekki bara ensku. Það á að leggja áherzlu á vandaða dagskrá þar sem sápuóperur og ofbeldismyndir skipa lágan sess. Ef stjórnendur Ríkissjónvarpsins missa sjónar á þessu hlutverki þess og leitast við að gera Sjónvarpið æ líkara einkareknu stöðvunum, hafa þeir sjálfir kippt undan því tilveru- grundvellinum. U MRÆÐA um utanríkis- og varnarmál hefur sjaldan verið jafnlífleg í Banda- ríkjunum og undanfarin ár vegna breyttrar heims- myndar og aðstæðna á al- þjóðavettvangi. Lok kalda stríðsins og hryðjuverkin í New York og Washington 11. september 2001 hafa snúið viðteknum viðhorfum á hvolf og knúið menn til að endurmeta flesta þætti utanríkis- og varnarstefnunnar. Bandaríkin standa frammi fyrir mjög sérstök- um vanda. Þau eru sem stendur öflugasta risa- veldi mannkynssögunnar. Aldrei áður hefur eitt ríki haft jafnmikla efnahagslega og hernaðarlega yfirburði gagnvart öðrum ríkjum og Bandaríkin hafa nú. Á sama tíma verða Bandaríkjamenn að horfast í augu við þá staðreynd að þrátt fyrir afl þeirra geta fámennir hryðjuverkahópar greitt Bandaríkjunum þung högg. Í grófum dráttum má segja að í umræðunni skiptist menn í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem telja að Bandaríkin þurfi ekki lengur að reiða sig á bandamenn og vini í heiminum með sama hætti og áður. Hagsmunum þeirra sé best borgið með því að treysta á sig sjálf og grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að tryggja öryggi Bandaríkjanna. Hins vegar eru þeir sem telja að þrátt fyrir mátt Bandaríkjanna verði öryggi þeirra aldrei tryggt nema með nánu samstarfi við önnur ríki. Þessar umræður skipta Íslendinga máli, rétt eins og önnur ríki í Evrópu. Við höfum átt náið og gott samstarf við Bandaríkin allt frá stofnun lýð- veldisins og þau öxluðu með varnarsamningnum árið 1951 ábyrgð á öryggi Íslands. Það endurmat sem nú á sér stað í Bandaríkjunum á samstarfinu við Evrópu og þá ekki síst á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins snertir okkur með beinum hætti. Þær viðræður sem átt hafa sér stað á milli ríkjanna að undanförnu um framtíð varnarsam- starfsins hafa átt sér stað í skugga þessara um- ræðna innan Bandaríkjanna. Nú fer fram umfangsmikið endurmat á því hvernig Bandaríkin hyggjast skipuleggja herafla sinn í Evrópu. Niðurstaða þess endurmats skipt- ir okkur miklu. Rétt eins og í viðræðum Íslend- inga og Bandaríkjanna eru skiptar skoðanir milli þeirra sem vilja meta þarfir Bandaríkjanna út frá tæknilegum þörfum heraflans og þeirra sem telja brýnt að skoða málin í víðara samhengi stjórnmála og leggja áherslu á að hagsmunir Bandaríkjanna eru ekki einungis hernaðarlegir heldur snerta flest svið. Framtíð sam- starfs Evrópu og Bandaríkj- anna James B. Steinberg, fyrrverandi aðstoðar- þjóðaröryggisráðgjafi Bills Clintons Banda- ríkjaforseta, ritaði fyrr í sumar ítarlega grein, sem birtist í tímaritinu Survival sem gefið er út af Inter- national Institute for Strategic Studies. Þar velt- ir hann fyrir sér hvort samstarf Bandaríkjanna og Evrópu eigi framtíð fyrir sér. Steinberg segir að þeir sem dragi í efa gildi þessa samstarfs að kalda stríðinu loknu hafi að hluta til rétt fyrir sér. Öryggisumhverfið hafi tekið stakkaskiptum og margar af þeim forsendum er lágu til grundvall- ar samstarfinu séu ekki lengur fyrir hendi. Þegar Sovétríkin hrundu og Evrópa skiptist ekki leng- ur í austur og vestur brast einn helsti hlekkur samstarfsins. Samruni Evrópu á vettvangi Evr- ópusambandsins geri jafnframt að verkum að orka Evrópu beinist inn á við á meðan Bandarík- in, sem standi eftir sem eina risaveldið, með meiri hernaðarlegan, pólitískan og efnahagsleg- an mátt en dæmi eru um í sögunni, hafi aukið virkni sína á heimsvísu. Sömuleiðis hafi nýjar bylgjur innflytjenda, jafnt til Bandaríkjanna sem Evrópu, dregið úr hinum hefðbundnu tengslum er byggðust á samkennd og menningu. Nú þegar sjái fyrir endann á átökum á Balkanskaga sé Evrópa á leið inn í tímabil friðsemdar en Banda- ríkin séu, í fyrsta skipti í sögu sinni, áhyggjufull vegna þess hversu berskjölduð þau eru gagnvart ofbeldisaðgerðum. Að sama skapi hafa hins vegar þeir sem hafa efasemdir um samstarfið rangt fyrir sér að hluta, að mati Steinbergs. Hann telur að Bandaríkin og Evrópa standi bæði frammi fyrir ógnum og tæki- færum á alþjóðavettvangi þar sem líkurnar á ár- angri séu í nær öllum tilvikum meiri ef þau standa saman. Ógnir sem ekki virði nein landa- mæri, hvort sem um er að ræða hryðjuverk, al- þjóðlega glæpastarfsemi eða umhverfismengun, ógni velferð okkar í auknum mæli. Opnari landa- mæri og gífurlegt flæði af vörum, fjármagni, fólki og hugmyndum milli ríkja ýti undir efnahagsleg tækifæri. Að sama skapi auðveldi þessar aðstæð- ur útbreiðslu tækni til framleiðslu gjöreyðing- arvopna. „Í stað þess að meta heiminn út frá svæðis- bundnum hagsmunum (geopolitics) er þörf á stefnu er tekur mið af hnattrænum hagsmunum (global politics) og lætur sig varða þær ógnir og þau tækifæri er við stöndum öll frammi fyrir. Ef við störfum saman eru mun meiri líkur á því að við getum tekist á við hnattrænar ógnir og varð- veitt frelsi okkar og velmegun en ef við reynum að takast á við vandamálin upp á eigin spýtur,“ segir Steinberg. Val, ekki nauðsyn Til að byggja á nýjan leik upp traust sam- band yfir Atlantshafið verði hins vegar að taka meðvitaðar ákvarðanir jafnt austan hafs sem vestan. Þetta samstarf verði að byggja á vali en ekki nauðsyn. Bandaríkin mega þar með ekki, þrátt fyrir hinn gífurlega mátt sinn, falla í þá freistni að fara sína eigin leið með þrönga þjóð- arhagsmuni að leiðarljósi. Evrópa á hinn bóginn verður að viðurkenna að Bandaríkin gegni ein- stöku og mikilvægu hlutverki sem forysturíki í heimi þar sem aflsmunir skipta enn miklu máli og að þrátt fyrir að menn leggi áherslu á alþjóða- skipulag er lýtur föstum reglum, sé stundum nauðsynlegt að grípa af festu til aðgerða gegn þeim er ekki deila þeirri sýn. Að mati Bandaríkjanna eru hryðjuverkahópar og gjöreyðingarvopn helsta ógnin er þau standa nú frammi fyrir. Þetta hefur ýtt undir einhliða ákvarðanatöku af hálfu Bandaríkjanna þar sem þau telja ekki verjandi að treysta á önnur ríki í þessu sambandi, hvað þá alþjóðastofnanir eða al- þjóðalög. Vissulega hafa Bandaríkin ekki hafnað stuðningi annarra ríkja en þau hafa ekki viljað leyfa þeim að hafa mikil áhrif á stefnumótun. Þetta kom greinilega í ljós í Afganistan og síðar í Írak. Evrópuríkin deila áhyggjum Bandaríkja- manna en hafa lagt áherslu á sameiginlegar lausnir og hafa viljað beita Sameinuðu þjóðunum og NATO í þeim tilgangi. Þá hafa þau vaxandi áhyggjur af einleik Bandaríkjanna og tilhneig- ingu þeirra til að vilja berjast gegn hryðjuverka- ógninni með hermætti einum saman í stað þess að ráðast einnig að rótum vandans. Þessi ólíka sýn Bandaríkjanna og Evrópu á heiminn hefur orðið mörgum tilefni til þess að vilja greina samskipti þeirra upp á nýtt. Sú rit- smíð sem hvað mesta athygli hefur vakið er grein Roberts Kagans um Vald og veikleika er birtist á síðasta ári. Kagan færði þar rök fyrir því að óbrú- anleg gjá væri að myndast milli Evrópu og Bandaríkjanna. Steinberg telur svartsýni af því tagi gallaða. „Í fyrsta lagi gera flestir Bandaríkjamenn sér grein fyrir því að á tímum hnattvæðingar geta Banda- ríkin, þrátt fyrir hernaðarlega og efnahagslega yfirburði sína, ekki náð helstu lykilmarkmiðum sínum í öryggismálum án aðstoðar annarra ríkja. Í öðru lagi átta flestir Evrópubúar sig á því að það dugir ekki til að treysta á lög og alþjóða- stofnanir einvörðungu til að takast á við brýn- ustu vandamálin á heimsvísu og þrátt fyrir auk- inn styrk ESB meta þeir enn samstarfið við Bandaríkin. Samspil þessara tveggja þátta getur myndað grunn að nýju samkomulagi Evrópu og Bandaríkjanna í helstu málum á sviði stjórnmála og efnahagsmála er við stöndum frammi fyrir, þrátt fyrir þá miklu spennu sem nú virðist yfir- gnæfa allt.“ Sameiginleg sýn og markmið Til að ná þessu mark- miði segir Steinberg hins vegar að Banda- ríkin og Evrópa verði að standast tvær prófraunir. Á sviði öryggismála verði þau að skilgreina helstu þætti sameigin- legrar sýnar á ógnir og tækifæri og styrkja sam- vinnu til að ná sameiginlegum markmiðum. Í víð- ara samhengi efnahags- og stjórnmála verði þau að byggja upp þau tæki alþjóðlegrar stjórnunar sem nauðsynleg eru til að takast á við verkefni tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Steinberg rekur síðan í löngu máli hvernig hægt er að ná þessum tveimur markmiðum er hann nefnir. Hann minnir á að á sviði öryggis- mála hafi nauðsyn samstarfs legið í augum uppi á tíma kalda stríðsins. Þá hafi verið samstaða um ákveðinn ramma (NATO) til að mæta þeim hætt- um er menn stóðu frammi fyrir. Innan þess ramma hafi ríkt ákveðið jafnvægi. Fram- kvæmdastjóri NATO hafi komið frá Evrópuríki en yfirmaður hinnar sameiginlegu herstjórnar (SACEUR) hafi ávallt verið Bandaríkjamaður. Þrátt fyrir að Evrópa og Bandaríkin hafi í gegn- um árin deilt um marga hluti utan NATO-svæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.